Þjóðviljinn - 21.06.1983, Qupperneq 9
Vaxandi stjórnarandstaða í Chile_
Örvilnað fólk
Segir John E. Löfblad, formaður Alþjóðasambands
byggingamanna, sem var á ferð í Chile fyrir skömmu
Fólk er örvilnað í Chile og
ástandið er ólýsandi slæmt,
sagði John E. Löfblad
formaður Alþjóðasambands
byggingamanna í viðtali við
Þjóðviljann fyrir helgi, en
hann var í Chile í mars sl.
fyrir alþjóðasambandið
John E. Löfblad var hér á íslandi
til að taka þátt í þingi norræna sam-
banda byggingamanna sem haldið
var í Reykjavík í síðustu viku. John
E. Löfbíad sem er Svíi, hélt erindi á
ráðstefnunni þarsem hann sagði frá
samhjálp Alþjóðasambandsins í
löndum þriðja heimsins, þarsem
verkalýðsfélög eru ólögleg og starf-
semi þeirra bæld niður. En áður en
við komum að þeim málum
spurðum við Löfblad fyrst um al-
þjóðasambandið:
- Aðild að Alþjóðasambandi
byggingamanna eiga 110 sambönd
byggingamanna (þ.m.t. tré-
iðnaðarmenn) í 60 löndum. Al-
þjóðasambandið hefur aðsetur í
Genf.
Atvinnuleysi
mikið valdamál
Meðal byggingamanna í Evrópu
er helsta vandamálið að sjálfsögðu
atvinnuleysi og reynir Alþjóða-
sambandið að sporna við fótum
eftir mætti. í Belgíu og Hollandi er
atvinnuleysi meðal bygginga-
manna um 30%, í Vestur-
Þýskalandi um 25%, í Bretlandi
um 30%. Og í mörgum löndum
þriðja heimsins er atvinnuleysi
meðal byggingamanna allt að 50%.
Og við hið hrikalega atvinnuleysi í
fátækari löndununt bætist ófull-
komin félagsleg samhjálp og jafn-
vel harðsvíruð andstaða stjórn-
valda við fagfélögin í þessum
löndum.
- Því miður hef ég ekki trú á að
ástandið í atvinnumálum batni
nokkuð að ráði á næstunni. Krepp-
an er enn í gangi - en verst kemur
hún niðurá þriðja heiminum. Okk-
ar verkefni hafa að sjálfsögðu verið
annars vegar baráttan gegn atvinn-
uieysinu og hins vegar aðstoð við
fagfélög í fátækari löndum heims.
Með stéttarbræðrum
í Chile
- Meðal stórra verkefná hjá
Alþjóðasambandinu hafa verið alls
konar stuðningsaðgerðir við verka-
lýðshreyfingar í Suður-Afríku, As-
íu og Suður-Ameríku. Og nú síð-
ustu misseri höfum við lagt mikið
uppúr stuðningi við verkalýð og
ólöglega verkalýðshreyfingu í
Chile. Og þar látum við ekki sitja
við ályktanir og aðrar slíkar
aðgerðir, heldur höfum við og
staðið fyrir fjársöfnunum, enda er
þörfin brýn þar í landi. Við höfum
einnig stutt sérstaklega við bakið á
stéttarbræðrum okkar þar, sem
staðið hafa í verkföllum.
I rriars sl. fór ég svo til Chile til að
kynna mér aðstæður og til aö veita
verkfallsmönnum í Colbun 300 km
suður af Santiago stuðning.
Pinochet á
fallanda fæti
- Ástandið í Chile kom mér öm-
urlega fyrir sjónir. Leiftursókn
Pinochet ríkisstjórnarinnar hefur
gengið afar hart að atvinnuvegun-
um og öllum almenningi í landinu.
Þarna sáum við fólk sem lifir á
hungurmörkum, - og margir svelta
heilu hungri í landinu. Um það
leyti sem við komum til Chile
höfðu víða verið verkföll, skæru-
verkföll sem sums staðar höfðu
verið barin niður af hörku og óbil-
girni.
Andi Friedmanns
svífur yfir vötnum
Leiftur-
sóknin
í Chile
„Meir að segja ríkisstjórnin
reynir ekki að þræta fyrir að
landið er á kafi í efnahagslegu
öngþveiti.Á árinu 1982 dróst
þjóðarfrandeiðsla saman um
14.1% (sem er trúlcga eins-
dærni í stóru landi frá því á
fjórða áratugnum). Erlendar
skuldir í Chile eru taldar vera
um 17 miljarðar bandarískra
dollara, tvöfalt á við Brasilíu
og 30% hærri skuldir en hjá
Mexíkó miðað við fjólks-
fjölda. Opinber tala atvinnu-
lausra er 20% en auk þess er
15% skráð í atvinnubótavinnu
sem menn fá sáralítil laun
fyrir. Þetta er gert samkvæmt
sérstökum lögum ríkisstjórn-
arinnar um atvinnuskapandi
vinnu m.a. til að verðbólgan
haldist innan 20%„
(Finaneial Times 9. mars)
____________________-óg
- Eftir að ég fór hef ég fengið
upplýsingar um áframhaldandi
verkföll og mótmælaðgerðir við
þessa óhugnanlegu stjórn í Chile.
Og einsog kunnugt er kom til átaka
nú í þessari viku. Ég fékk það á
tilfinninguna og það var mat
viðmælenda minna í Chile, að til að
byrja með myndi Pinochet-stjórnin
herða tökin enn í landinu og reyna
að kæfa niður hvers konar inót-
þróa, en þegar til lengri tíma er
litið, muni hún gefast upp eða
verða rekin frá völdum. Þessi ríkis-
stjórn nýtur varla stuðnings nokk-
urs manns, nema hersins og það er
hann sem heldur henni við lýði. En
það er greinilegt hjá talsmönnum
verkalýðshreyfingarinnar, að síð-
ustu misseri hefur lifnað yfir bar-
áttu þeirra, fyrir faglegri tilveru
þeirra og almennum lýðréttindum í
landinu sem þar eru fótum troðin.
Verkfalliö
í Colbun
- Ég heimsótti verkfallsstaðinn
Colbun í Chile, þarsem 1500 menn
hafa verið í verkfalli síðan um ára-
mótin. Þessir menn höfðu 1 dollar í
laun á dag, langt fyrir neðan það
sem nægir til að framfleyta fjöl-
skyldunum. Þessir menn mynduðu
með sér samtök, kröfðust launa-
hækkunar og viðurkenningar á
verkalýðsfélaginu.
- Fyrirtækið sem hér um ræðir er
orkuver, sem fjölþjóðahringur að-
allega undir franskri eign, hefur á
sínum snærum. Fyrirtækið hefur
notið stuðnings Chile-stjórnarinn-
ar í átökunum við verkfallsmenn,
sem hefur tekist að vekja mikla at-
hygli á málstað sínum. Við höfum
stutt þetta verkalýðsfélag og ver-
kfallsmenn m.a. með fjár-
stuðningi.
Það er á margan hátt aðdáunar-
vert við þessar aðstæður hve verk-
fallsmenn hafa brugðist skynsam-
lega við með innbyrðis samhjálp og
stuðningi fjölskyldna þeirra. Þeir
hafa einnig notið stuðnings ann-
arra verkalýðsfélaga víðs vegar um
Chile, en í auknurn mæli hefur
kornið til verkfalla þar síðustu
mánuði og vikur einsog kunnugt
er.
- Verkamenn og fjölskyldur
þeirra hafa slegið saman; búa
saman og hafa sameiginlegt mötu-
neyti í námunda við Colbun. Við
heimsóttum einn slíkan stað,
Talca, þarsem 180 verkamenn og
fjölskyldur þeirra, 500 manns í allt
hafa mötuneyti. En okkur var gert
ljóst að það hefði ekki tekist að
halda jafn lengi út í þessu verkfalli
hefði ekki alþjóðlegur stuðningur
verkalýðshreyfingarinnar utan
Chile komið til.
- Við höfum einnig reynt að
setja þrýsting á þann franska
auðhring sem hefur með byggingu
orkuversins að gera. Hingað til
hefur ekki mikill árangur komið í
ljós af þeim þrýstiaðgerðum.
Handtökur
og misþyrmingar
Ég hef fengið bréf frá tveimur
fylgdarmönnum mínum, forystu-
mönnum í verkalýðshreyfingunni í
Chile, þeim Atruro Valdes Prado,
sem er í verkalýðsfélagi rafiðnað-
armanna og Jósé Villegas sem er í
forystu byggingaverkamanna í
Coíbun.
í bréfinu frá Arturo Valdes segir
svo:
„Daginn eftir að þú fórst, var ég
handtekinn af leynilögreglunni
(CNl), sem hélt mér föngnum í
fimrn daga. Þar var ég í stöðugum
yfirheyrslum og mér var misþyrmt
og beittur sálrænum þrýstingi. Á
meðan þessu stóð, var gerð húsleit
heima hjá mér til að leita að leyni-
skjölum (sem ég engin hef) og mik-
ið af innbúi okkar hjóna var eyði-
.. ’/sr, rr/r/t'. - - - ' '
Þriðjudagur 21. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
John E. Löfblad formaður Alþjóðasainbands byggingamanna. Fyrstu
viðbrögð herforingjastjórnarinnar verða harkaleg, en ekki líður á löngu
þartil hcnni verður komið frá. - (Ljósm. - Leifur)
Lýðræði í Chile. Á þriðjudag í síðustu viku urðu víðtækustu mótmæla-
aðgerðir við herforingjastjórnina sem hingað til hafa orðið í Chile. For-
eldrar sendu börn sín ekki í skóla, bankar, verslanir og opinbcrar stofnan-
ir og samgöngutæki voru ekki notuð af fólkinu. Aðgerðirnar nutu viðtæks
stuðnings almennings. Og víða um lönd var tekið undir þessi mótmæli,
sérstaklega þarsem Chilemenn eru landflótta. Þcssi mynd er tekin á Strik-
inu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn.
lagt. Fjölskylda mín hefur ekki
ennþá jafnað sig eftir þetta áfall.
Það var fylgst með okkur allan
tímann sem þú varst hér, og þeir
gáfu mér skýrslu í smáatriðum um
heimsókn þína hér.
Þetta er það sem gerist fyrir þús-
undir Chilebúa, sem eru ekki fúsir
til að una þegjandi þeirri ríkis-
stjórn sem heldur okkur í þræl-
dómi. En við munum sigra; sem
Chilebúi fullvissa ég þig um það. í
gær, 1. maí skoraði Alþýðusam-
bandið á verkalýðinn að safnast
saman á götunum til að mótmæla
ríkjandi ástandi. Þúsundir manna
urðu við áskoruninni þrátt fyrir að
lögreglan brygðist við með fjölda-
handtökum og misþyrmingum.
Margir særðust í átökunum. Þessi
dagur var sá virkasti 1. maí síðan
herforingjastjórnin rændi völdum.
Verkalýðurinn hefur hrist af sér
idoðann. Hann mun aldrei sætta sig
Ivið ósigur. Kæri vinur, það er ekki
(allt lífið áþján og pína. Hin ný-
glædda meðvitund alþýðu manna í
Chile mun fyrr en varir færa okkur
frelsi og lýðræði".
Og í bréfinu frá José Villegas
kveðurvið samatón. Hannsegirað
sigurinn sé nærri, enda hafi fólk
fengið nóg af hungri og fátækt
þeirra dökku daga í Chile, sem þar
hafa liðið síðustu tíu árin. Fasism-
inn verði að taka enda.
Alþjóðlegur
stuðningur
- fslendingar hafa ekki við
atvinnuleysi að stríða í bygginga-
iðnaðinum í sama mæli og ná-
grannalöndin. En það eru ýmis
hættumerki á lofti og ég óska þess
að menn sjái nauðsyn þess að
tryggja fjármagn í byggingaiðnað
hér á landi. Ég vil enn fremur skora
á íslendinga að fylgja samúð í garð
fátækari landa eftir með virkum
stuðningi, sagði John E. Löfblad
formaður Alþjóðasambands bygg-
ingamanna að lokum.
-óg
MIKAD á LAIGARIKKiFM i SFMAR
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja hér með
minna neytendur á að samkvæmt kjarasamningi verða verzlanir lokaðar á laugar-
dögum yfir sumarmánuðina frá 20. júní til ágústloka.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Kaupmannasamtök íslands