Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Ætli það séu ekki umboðin
sem grosserar sækjast eftir
„Mér líst ágætlega á þessa sölu-
hugmynd ef við getum fengið
smiðjuna kevpta sjálfir", sagði
Loftur Steinbergsson járnsmiður,
sem sat að spjalli við félaga sína
Gísla Hauksson lærling í vélvirkjun
og Sigurð Sigurðsson vélvirkja,
þegar við hittum þá að máli.
Umræðurnar snerust vítt og
breitt um starfsemi og stöðu
Landssmiðjunnar, m.a. hvort
smiðjan nyti einhverra forréttinda
fram yfir aðrar smiðjur í landinu.
„Einhverjar smáupphæðir hafa
sjálfsagt fengist lánaðar í nýbyggin-
una í Holtagörðum, en ég veit ekki
betur en smiðjan eigi inni stórar
upphæðir vaxtalaust hjá aðilum
eins og Landhelgisgæslunni og
Hafrannsókn fyrir viðhald og
viðgerðir á skipum þessara stofn-
ana“, sagði Loftur og félagar hans
tóku undir. „Nei ég get ekki séð að
Landssmiðjan hafi verið einhver
baggi á ríkissjóði undanfarin ár
þótt einhvern tímann fyrr á árum
hafi árað illa“.
Hvað á annars að selja? spurðu
strákarnir hver annan. Það er búið
að selja þetta hús ofan af okkur,
tækin flest orðin gömul, ætli það sé
ekki umboðin sem stórgrosserarnir
vilja kaupa. Mætti segja mér það.
Annars er þetta ekkert nýtt, alltaf
þegar hér koma hægri stjórnir þá er
það fyrsta sem þeim dettur í huyg
að selja Landsmiðjuna, en það
verður aldrei neitt úr því.
Hvað óttist þið helst ef fyrir-
tækið verður selt einkaaðilum?
Missa vinnuna, ætli það sé ekki
aðallega það, sögðu starfsfélagarn-
ir að lokum.
-lg-
Frá v. Loftur Steinbergsson, Gísli Hauksson og Sigurður Sigurðsson.
Myndir - Leifur.
Guðjón Jónsson:
Engin breyting á okkar afstöðu.
„Við vitum alveg hvaða sveiflur
eru í einkarekstri í járnsmíði. Slík
fyrirtæki eru rekin með það í huga
fyrst og fremst, að viðkomandi
eigendur og aðrir slíkir hafi af því
hagnað, en hjá Landssmiðjunni er
ekki einvörðungu stílað inn á hagn-
að, heldur líka að ríkið eigi aðgang
að fastri og öruggri þjónustustofn-
un. Þar fyrir utan hefur verið unnið
að ýmsum sérverkefnum í Lands-
smiðjunni, t.d. heyblásurum sem
hafa reynst mjög vel fyrir landbún-
aðinn og einnig forhitara fyrir hita-
veitukerfi."
Munuð þið bregðast á einhvern
hátt við ef alvara verður gerð úr
með sölu fyrirtækisins?
„Okkar afstaða hefur ekkert
breyst og við munum reyna að
spyrna gegn því sem áður að
Landssmiðjan verði seld. Við telj-
um engar forsendur fyrir slíku,"
sagði Guðjón Jónsson.
-•g-
Oskar Armannsson trúnaðarmaður
Ekki tilbúinn
að tjá mig
„Það verður fundur í samstarfs-
nefnd þar sem ég á sæti fyrir hönd
starfsmanna og þar verða þessi mál
vafalaust til umræðu“, sagði Óskar
Ármannsson trúnaðarmaður
starfsmanna í Landssmiðjunni.
Hann sagðist ekki tilbúinn að ræða
hugmyndir fjármálaráðherra um
sölu á fyrirtækinu fyrr en að
afloknum fundi samstarfsnefndar-
innar.
Hvað með hugmyndir um sam-
eign starfsmanna?
„Það er ekki alvarleg umræða
enn sem komið er. Menn ræða
þetta sín á milli“.
Hefur þú trú á því að Lands-
smi&jan verði seld einkaaðilum?
„Eg veit ekki. Þetta hefur oft
komið til tals áður, en ekki komist
svona langt eins og nú.“
Óskar sagðist kunna vel við sig í
Landssmiðjunni en þar hefur hann
starfað í 12 ár.
-lg-
Óskar Ármannsson: Bíð eftir samstarfsnefndarfundi. Myndir - Leifur.
Svavar Sigurðsson: Sjáfstæðsflokkur og Frímúrarareglan ráðningaskrif-
stofurnar.
Svavar Sigurðsson járnsmiður
Trúir enginn
að af muni verða
„Ég held að thaldið hafí sent Al-
bert í fjármálaráðuneytið, af því
þeir komu honum ekki til Nígeríu. I
ráðuneytinu eyðileggur hann sjálf-
an sig, m.a. með því að láta sér
detta í hug að selja þetta fyrirtæki
sem ríkið á og ber sig vel. En ég held
að það trúi því enginn að af muni
verða“, sagði Svavar Sigurðsson
járnsmiður í Landssmiðjunni.
„Við skulum gera okkur grein
fyrir því að það er Sjálfstæðisflokk-
urinn og Frímúrarareglan sem eru
ráðningastofur stjórnenda ríkisfyr-
irtækja til að eyðileggja þau mar-
kvisst. Þess vegna er ég beinlínis á
móti því að það séu rekin ríkisfyrir-
tæki í auðvaldsþjóðfélagi, því það
eru þessar ráðningaskrifstofur sem
ráða ferðirini.
Annars er gott að vinna hér og
alltaf nóg að gera“, sagði Svavar að
síðustu.
-lg-
Hörður Halldórsson: Kann vel við mig hérna. Myndir - Leifur,
Hörður Halldórsson járnsmíðanemi
Líst vel á
starfsmaimaeign
„Mér líst ekki vel á þessa hug-
mynd að selja Landssmiðjuna“,
sagði Hörður Halldórsson járn-
smíðanemi í smiðjunni sem við hitt-
um þar sem hann var að vinna við
stórt skrúfstykki.
„Hérna hefur verið næg vinna og
ég kann vel við mig hér. Sumir hafa
verið að ræða um hugsanlega starf-
smannaeign á fyrirtækinu og ég
held að mörgum lítist vel á það ef
hægt væri að koma því fyrir. Menn
hafa verið að ræða þetta sín a
milli“, sagði Hörður.
-lg-