Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkir ályktun gegn kjarnorkuvopnum: Island sat njá Þrítugasta og sjötta þing sem víðast og ályktun þingsins fylgi Alþjóðarheilbrigðisstofnunarinnar þeirri breytingu. ast (WHO) var haldið í Genf í maí síðastliðnum. Þar var m.a. lögð fram skýrsla sérfræðinganefndar, sem starfað hefur síðastliðið ár samkvæmt samþykkt stofnunarinnar 1981 til að gera athuganir á áhrifum kjarnorkustyrjaldar á heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. 1 framhaldi af umræðum um skýrslu sérfræðinganefndarinnar var samþykkt sérstök ályktun um hlutverk lækna og heilbrigðisþjón- ustufólks í varðveislu friðarins, eða „mikilvægasta heilsuverndarþátt- arins“, eins og segir í ályktuninni. Ályktunina samþykktu 97 fulltrú- ar, 12 greiddu atkvæði á móti og 10 sátu hjá. ísland var eitt þeirra ríkja, sem sat hjá. I ályktun Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar um þessi mál segir m.a., að ógjörningur sé að gera heilbrigðiskerfi nokkurs lands þannig úr garði, að það verði þeim vanda vaxið að fást við afleiðingar kjarnorkuvopnastyrjaldir og að kjarnorkuvopn séu grimmasta ógnunin við líf og heilsu mann- kynsins. Jafnframt er hvatt til þess, að skýrsla nefndarinnar verði birt When the Bomb falls,; don’t phonefor j the doctor v Not all of my patients will die quickly when the Bornb falls. Many will be hurt by flying glass. Many will have broken bones. Some will be badly burnt,- If l'm well enough l'd want to help, but without medicines and hospitais it will be very difficult. I might not even be able to help you with your paín > at the very end. I can only give you the medical facts, and you'll have to do the best you can on your own. Better still, we could try to do something now to make the world safer. Bresku læknasamtökin hafa gefið út skýrslu um líklegar læknisfræði- legar afleiðingar kjarnorkuárásar á Bretland. Samtökin hafa gefið út þetta plakat en á því stendur: ÞEGAR SPRENGJAN FELLUR HRINGDU ÞÁ EKKII LÆKNINN Ekki munu allir sjúklingar mínir deyja snögglega þegar Sprengjan fellur. Fljúgandi glerbrot munu særa marga. Margir munu beinbrotna. Sumirsærastillilega. Mig mun langa til þess að hjálpa þeim öllum - ef ég hef heilsu til þess, en það verður mjög erfitt án lyfja og án sjúkrahúsa. Það er ekki einu sinni víst, að ég geti hjálpað þér í lok dauðastríðsins. Ég get aðeins gefið þér læknisfræðilegar staðreyndir og þú verður að bjargast af eigin rammleik. Það væri þóenn betra ef við reyndum að gera eitthvað núna til þess að gera þessa jörð öruggari. íþrótta- félag á Kópavogs- hæli Þann 14. júní var stofnað íþrótt- afélag þroskaheftra á Kópavogshælinu og hlaut það nafn- ið Hlynur. Rösklega 50 manns sátu stofnfundinn og voru þeir bæði úr röðum vistmanna, starfsmanna og foreldra- og vinafélagsins. Einnig sátu stofnfundinn fulltrúar frá I- þróttasambandi fatlaðra og Ung- mennasambandi Kjalarncsþings. Það var ekki síst fyrir hvatningu Sonju Helgason, íþróttakennara og félagsráðgjafanna Láru Björns- dóttur og Rannveigar Gunnars- dóttur og áhuga fleiri starfsmanna, að félagið var stofnað. Tilgangur félagsins er að efla úti- vist og íþróttaiðkanir fyrir þroska- hefta með æfingum, námskeiðum og keppni. Er tilkoma þess einn þáttur í vaxandi íþróttastarfsemi fatlaðra. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörin: Kristján Sigurmundsson, formaður, Hansína Jónsdóttir, rit- ari, og Elísa Þorsteinsdóttir, gjald- keri. í varastjórn: Guðmundur Jensson, Halldór Jónsson og Elísa- bet Ólafsdóttir. Þetta reisulega hús á að brjóta niður fyrir annað nýrra. Samvinnubankinn: Brýtur hús á Akranesi Nýverið heimilaði bæjarstjórn Akraness Samvinnubankanum að brjóta niður eldra húsnæði Sam- vinnubankans á Akranesi, sem er reisulegt steinhús. Er ætlunin að gera þar bflastæði í staðinn. Húsið sem brjóta á niður var aðsetur Samvinnubankans og Sam- vinnutrygginga á Akranesi þar til síðasta vetur. Hús þetta er þekkt undir nafninu Brú, og þar verslaði lengi Oddur í Brú, sem landsmenn munu líklega Yfir- iýsing Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Kirkjustjórnin hefur engin afskipti haft af ákæru þeirri sem fram er komin á hendur útgefanda Spegilsins. Frá biskupsstofu. þekkja sem Odd, hinn skemmti- lega fréttaritara Morgunblaðsins. Við hlið hins nýja bankahúss Samvinnubankans er eldra húsið þó smátt. í nýbyggingunni eru til húsa auk bankans og Samvinnu- trygginga, bæjarskrifstofurnar á Akranesi og skrifstofur Skattstjóra Vesturlandsumdæmis. Við umræður í bæjarstjórn á Akranesi lagði bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins Engilbert Guð- mundsson fram tillögu þess efnis, að niðurbrotsbeiðni bankans yrði vísað til afgreiðslu á deiliskipulagi fyrir hverfið. Tillagan var felld. 1 samtali við Þjóðviljann sagði Engilbert að þótt húsið hefði í sjálfu sér ekki varðveislugildi, þætti honum það bruðl úr hófi fram að brjóta niður ágætis hús, og eng- an veginn í takt við þann áróður banka að menn ættu að fara vel með verðmætin og vera sparsamir. Ekkert vandamál væri að nýta þetta hús til margra hluta, og ef bankinn hefði viljað vera rausnar- legur, hefði hann getað fært bæjar- búum það aðgjöf, t.d. undirfélags- og menningarstarfsemi. Þess utan ætti bankinn þess allan kost að selja húsið fyrir töluvert fé. Landsbanki íslands hefur opnað nýtt útibú á Patreksfirði, Aðalstræti 75, sími: 94-1314. Útibúið veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda og erlenda. Afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga kl. 9.15 til 12.30 og kl. 13.30 til 16.00. LANDSRANK3NN Banki allm landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.