Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 15
RUV © Föstudagur .1, júlí..1983 iÞJ|Oí>Y1141Níy ‘- SÍÐA/19 Hvernig ætlar stjórnin að hanga saman? 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.25 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Guðrún S. Jónsdóttir talar. 8.30 Ungir pennar. Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 8.40 Tónbilið. 90.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stroku- drengurinn" eftir Astrid Lindgren Þýð- andi: Jónína Steinþórsdóttir. Gréta Ólafs- dóttir les (15). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.05 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjónarmaður: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.35 „Himnaförin", smásaga eftir Guðrúnu Jacobsen Höfundurinn les. Tón- leikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon í ýðingu Ingibjargar Ber- gþórsdóttur. Róbert Arnfinnsson les (6). 14.30 Á trivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Félagar í Sinfóniu- hljómsveit Islands 17.05 Af stað í fylgd með Ragnheiði Da- viðsdóttur og Tryggva Jakobssyni. 17.15 Upptaktur - Guðmundur Benedikts- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöidfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Sigrún Eldjám heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefnínn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Sumarið mitt. Einar Sigurðsson segir frá. 21.30 Frá samsöng Karlakórsins Fóst- bræðra í Gamla Bíói í maí 1982. Stjórn- andi: Ragnar Björnsson. Píanóleikari: Jón- as Ingimundarson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Sögur frá Skattáreldi" eftir Jón Trausta. Helgi Þorláksson fyrrv. skólastjóri les (12). 23.00 Náttfari. Þáttur í umsjá Gests Einars Jónassonar (RÚVAK). 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni - Ásgeir Tómasson. 03.00 Dagskrárlok. RUV & 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir ög veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Steini og Olli Skopmyndsyrpa n.eð Stan Laurel og Oliver Hardy. 21.15 Setið fyrir svörum Þáttur um stefnu og efnahagsaðgerðir rikisstjórnarinnar. Steingrimur Hermannsson, forsætisráð- herra, svarar spurningum blaða- og frélta- manna. Umræðum stýrir Helgi E. Helgason. 22.10 Rugguhesturinn (The Rocking Horse Winner) Bresk biómynd frá 1949 gerð eftir samnefndri smásögu eftir D.H. Lawrence. Leikstjóri Anthony Pelissier. Aðalhlutverk John Mills, Valerie Hobson, John Howard Davies og Ronald Squire. Grahamehjónin lifa um efni fram og meta mikils lífsgæði og skemmtanir. Paul, sonur þeirra, þráir ást og umhyggju móður sinnar. Þótt ungur sé skilst honum að peningar muni helst geta hrært hjarta hennar og finnur gróðaveg á ruggu- hestinum sinum. 23.45 Dagskrárlok Útvarp kl. 10.35 Helga Sörensdóttir Klukkan 10.35 er í Útvarpinu þátturinn hans Einars frá Her- mundarfelli, Mér eru fornu minnin kær. Fyrir allmörgum árum komu út æviminningar þingeysku kon- unnar Helgu Sörensdóttur, skráðar af Jóni Sigurðssyni, bónda á Ystafelli. Helga náði háum aldri, þótti hin mesta merk- iskona en baðaði sjaldan í rósum fremur en þorri fólks á þeirri tíð. Mun Jón í Ystafelii hafa skráð minningar Helgu á síðustu hér- vistardögum hennar en hún mun hafa andast árið 1961. Helga bjó lengi á Vargsnesi við Skjálfanda- flóa ásamt manni sínum, Sveinbirni Guðlaugssyni og urðu þau kynsæl. Þótt ekki sé bók þeirra Jóns og Helgu ýkja stór er víða gripið niður í viðburðaríkri ævi. Það er Steinunn S. Sigurðar- dóttir sem les þessa frásögn og mun hún flytja hlustendum lok- akafla bókarinnar. - mhg Páll Hildiþórs skrifar: Þetta er spurning, sem margir velta fyrir sér. Menn eru náttúr- lega ekki á einu máli, eins og fyrri daginn. Stjórnarsinnar segja: Við ætl- um nú aldeilis að hræra upp í kerfinu. Nú skal landslýðurinn sjá hvernig á að stjórna. Og Al- bert brettir upp erntarnar og segir: Burt með allan ríkisrekst- ur, hann er af hinu illa. Áburðarverksmiðjan, Sementið, Útvarp og Sjónvarp, Lands- smiðjan, skólarnir, Þjóðleikhús- ið. - En áfengið, Albert minn? sagði einhver. - Nei, ekki strax, það kemur þegar mér vinnst tími, sagði ráðherrann. Nú skuli þessi fyrirtæki öll verða rekin með hagnaði þegar dugmiklir menn koma til skjalanna. Við tökum tölvuna í okkar þjónustu og spör- um vinnuaflið og verðum fljótir að rétta við þjóðarhaginn. - En hvað verður um fólkið í landinu ef á skellur atvinnuleysi út af tölv- ufjandanum og fólk fer að syngja Internationalinn? sagði tauga- veiklaður blaðamaður frá hægri pressunni. Fjármálaráðherra setti upp spekingssvip og sagði: Þeir geta marserað suður á völl eða Helguvík, þar verður nóg vinna og hana nú. Forsætisráðherrann: Við verðum að sýna biðlund og gætni í meðferð fjármuna. Við höfum því miður eytt meiru en við höf- um aflað, það eru komnar ótal svartar skýrslur um ástandið í okkar höfuðatvinnuvegi, en þar á ég auðvitað við hinn ört dvínandi sjávarafla. Landbúnaðurinn ber sig ekki þó að kýrnar mjólki sæmilega o.s.frv. Ríkisstjórn mín er öll af vilja gerð, þrátt fyrir miklar ann- ir, að hlusta á allar skynsamlegar tillögur er koma, um sanngjarna lausn á hinum afar flóknu viðfangsefnum, að mínu mati. Utanríkisráðherrann: Við í Atlantshafsbandalaginu höfum nú að undanförnu rætt mikið um þá hættu er stafar af Sovétríkjun- um. Það væri í hæsta máta óráð- legt að láta kommúnista villa okkur íslendingum sýn og veikja varnir okkar. Mér þótti vænt um að Ólafur Jóhannesson skyldi óska mérsérstaklega til hamingju með embættið, með sínu sálræna brosi, sem honum er svo tamt. Síminn hringir: Nei, ert það þú, Jón minn, ég hélt að þú værir bálvondur við mig síðan um dag- inn. Heill og sæll vinur og hvað er nú að frétta úr stjórnmálaheimin- um? - og gerði mig eins hlut- lausan og ég gat. - Já, nú er sko komin stjórn, sem kann að stjórna, sagði Jón glaðhlakkalega. Finnst þér hann Albert ekki klár, svona strax? - Já, Jón, en segðu mér eitt: Hvernig ætlar stjórnin að hanga saman? Ætlar hún að láta Al- hringinn hlýða, ætlar hún að hlúa að okkar hefðbundnu atvinnu- vegum nú meðan illa árar, ætlar hún að efla okkar innlenda iðnað með okkur dýrmætu orku er við höfum yfir að ráða og aðrar þjóð- ir öfunda okkur af, gera ísland að fjölbreyttu framleiðsluríki þar sem íslenskar hendur framleiða vöru, sem verður eftirsótt í sívax- andi mæli á mörkuðum heimsins eða ætlar stjórnin að beygja sig undir Dallas-siðferðið er við höf- um fyrir augunum vikulega og verða dollarafíflum og andlegri sorpmennsku að bráð? Eg varð að færa símtólið langt frá eyranu til að ærast ekki því nú var Jón kominn á háa C-ið. - Heldur þú, Páll minn Hildi- þórs, og aðrir óþverrakommar, að við, sannir stjórnarsinnar, látum svona sorakjaft og guðleysingja segja okkur fyrir verkum? Nei, laxi, þið skuluð ...En áfengið, Albert minn?.... ekki halda það að við verðum eins og hestar í hafti í þessari stjórn. Nú skal verða tekið tii hendinni, eins og ég sagði þér áðan, eftirallaóstjórn ykkar. He- furðu tekið eftir því hvað hann Albert er að gera? Nei, auðvitað ekki, sauðurinn þinn. Mætti ég vinsamlega benda þér á, að þessi uppáhaldsmaður minn ætlar að lækka tolla á búsáhöld- um, t.d. hnífum, bollapörum, skeiðum og göfflum. Sérðu það ekki, kommaskratti, að nú er allt á uppleið, - eða þá bílana maður, þá á að lækka um nokkur þúsund, heldurðu að það komi sér ekki vel þegar bensínið er orðið svona hátt? - Hvað um kaupið, Nonni minn sagði ég sakleysislega, því nú var Jón orðinn styggur. - Kaupið sagðirðu, það gat nú skeð að þú kæmir með það rétt einu sinni, meðan verið er að rétta þjóðarhaginn. Aðalatriðið er að fólkið hafi vinnu, er aldrei hægt að koma þessu inní hausinn á þér? - Núeruatvinnurekendurvíða að draga saman seglin og ýmis fyrirtæki að leggja upp laupana, Jón minn, hvernig ætlið þið að koma í veg fyrir atvinnuleysi? Heldurðu að ekki verði erfitt að stjórna landinu þrátt fyrir lækkun á bollapörum, skeiðum og göfl- um? - Nei, aldeilis ekki, eins og ég er margbúinn að segja þér verður séð fyrir að næg atvinna verði í landinu. Við semjum við Kanann um stórframkvæmdir í Helguvík og við flugstöðina, fylgistu með? Síðan gerum við samning við út- lendinga um byggingu orkuvera í stórum stíl og síðast en ekki síst verður að víggirða hólmann fyrir Rússum. Jón er orðinn rauður af ákafanum við að lýsa framtíð ís- lensku þjóðarinnar. - En Jón minn, heldurðu að það séu kjarnorkusprengjur á vellinum? - Haltu kjafti, sagði Jón og skellti á. Jæja lesendur góðir, þó að hann Jón minn sé dálítið einfald- ur stundum og trúgjarn, þá er hann ekki iangt frá þeirri staðreynd, að útlendingadekur íhaldshaflanna með framsókn í skottinu er að verða hættulegur leikur með framtíð íslensku þjóð- arinnar. - Ef á að afhenda Kan- anum og erlendum iðjöfrum lyk- ilaðstöðu að auðlindum okkar þá fer að verða lítið eftir af því sjálf- stæði sem okkar bestu menn börðust fyrir. barnahorn Halldór stutti Halldór hét maður og var jafnan nefndur Halldór stutti. Hann hafði aldrei lært að lesa, en vildi sem minnst láta bera á þeim galla og þóttist hafa lesið margt og tók jafnvel stundum bók á bæjum til að horfa í en las jafnan í hljóði. Einu sinni sem oftar var Halldór næt- urgestur á bæ og tóku gárungarnir sig þá saman um að biðja hann að lesa kvöldlesturinn. Halldór sá sér ekki fært að skorast undan því, settist við ljósið og tók við Sturmshugvekjum og Þórðarbænum og lætur sem ekkert sé og urðu allir stórhissa. En rétt þegar á að hefja sönginn, fer Halldór allt í einu að þreifa í úlpuvasa sinn og þrífur síðan í fáti í alla vasa, og segir fljótt: Óþekkjanleg kaka Móðirin: Svei, dengsi, þú hefur étið allar kökurnar á diskinum og ég sagði að þú rnættir bara eiga eina. Dengsi: Já, mamma, en ég vissi ekki, hvaða kaka það var, svo að ég át þær allar. Sá litli og kisa Móðir segir við son sinn, sem heldur í rófuna á kisu: - Þú mátt ekki draga kisu á rófunni, væni minn. „Bíðið þið við, ég hef gleymt gler- augunum mínum“. Þegar hann hafði snúið öllum vösum lítur hann á bókina, hristir höfuðið og segir: „Nei, nei, ég sé ekkert, það er ómögulegt.“ Menn vildu þó ekki láta hann sleppa svona, og eru sótt þau tvenn gleraugu sem til voru á bænum. Hann reynir svo önnur. „Sé ekki stafaskil, sé ekki staf“. Svo voru honum fengin hin. „Þau eru ekki betri.“ „Þetta eru þó ágæt gleraugu", segir fólkið. „Getur vel verið, en þau eiga ekki við mín augu“, sagði Halldór og settist aftur utan á rúm sitt. Hafi Halldór þar leikið þetta bragð í fyrsta sinn, þá var það snilldarlega leikið. Hvort var hyggilegra Fatasalinn: Ég vildi að ég hefði selt manninum fötin talsvert dýrari fyrst hann ætlar að svíkja mig um borgunina. Þó er aftur þar á móti, að tapið hefði orðið stærra. Nei, - það hefði líklega verið réttara að setja heldur lægra verð á fötin, svo að skaðinn væri ekki svona mikill. Veistu AÐ FUNDIST HAFA 17 misrhunandi tegundir af mörgæsum í lre|ftíinum - og allar á suðurhveli jarðajú, Stærst er keisaramörgæsin, en ^rhinnsta er um 30 sentímetrar að þjjlð, Mörg- æsirnar halda sig undan :Éröndum Ástralíu, Suður-Afríku ö| Suöur- Ameríku og einstaka tégiiridir lifa undan ströndum Pérú og Galapagos-eyja, ekki fjarri mið- baug jarðarinnar. AÐ KAMELDÝRIÐ, þó að ljótt sé og klunnalegt, hefur verið lengur í þjónustu mannsins en flest önnur d^r og reynst öllum öðrum betur? Án þessarar skepnu hefðu menn ekki getað búið á stórum landsvæÖT um í hinum nálægari austurlöndum. Kameldýrið getur nefnilega lifað lengi án þess að fá fæðu eða vatn - en slíkt hið sama verður ekki sagt um önnur dýr. AÐ JURTIR nota aðeins 4% af rakan- um eða vatninu, sem þær taka til sín - „drekka“? 96% vatnsins eru sögð gufa út um blöð jurtanna. Skrýtlur Sá litli: - Ég dreg hana ekki, ég held bara. Það er hún sem er að reyna að draga mig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.