Þjóðviljinn - 01.07.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1983 ■
í stuttu
máli
Samúel velur þátttakanda
í milljón dollara fegurðarsamkeppni
Tímaritið Samúel leitar nú að þátttakanda íslands í glæsilegustu
alþjóða fegurðarsamkeppni sem haldin hefur verið. I fyrstu verðlaun
eru ein milljón dollara,eða sem svarar 28 milljónum íslenskra króna.
Keppni þessi fer fram í Róm í nóvember næstkomandi, á vegum
bandaríska tímaritsins Penthouse. Til að fyrirbyggja misskilning skal
þess getið að þótt ritið birti myndir af fáklæddum stúlkum. þá hefur
það ekki áhrif á það hvernig stúlkurnar koma fram í keppninni í Róm.
Pær munu koma þar fram á hinn hefðbundna hátt í
fegurðarsamkeppnum, ísundbolum og kvöldkjólum.
V eitingastofan Ársei á Selfossi
Kaupfélag Árnesinga hefur opnað veitingastofu í Vðruhúsi K.Á. á
Selfossi. Veitingastofan nefnist Ársel og verður opin til kl. 22.00 alla
daga fyrst um sinn. Glerveggur skilur veitingastofuna frá afgreiðslusal
vöruhússins. Lögð verðursérstök áhersla á grillrétti, brauð og tertur.
Verslun verður einnig í veitingastofunni með algengar
ferðamannavörurogkæliborð meðdagvörursem hugsaðer m.a. sem
þjónusta við sumarbústaðafólk í nágrenni Selfoss. Minjagripaverslun
er staðsett í veitingastofunni í sal með hreyfanlegum veggjum sem
verður einnig notaður til vörukynninga o.fl.
Félagsráðgjafar mótmæla
efnahagsaðgerðunum
Almennur félagsfundur Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, haldinn
þann 22.06. ’83, mótmælir harðlega nýgerðum efnahagsráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar.
Efnahagsráðstafanirnar beinast alfarið að því að skerða tekjur
launafólks með ófyrirsjáanlegum afleiöingum fyrir rekstrargrundvöll
heimilanna og atvinnuöryggið í landinu.
Á meðan launafólki er gert að taka alfarið á sig efnahagsvanda
þjóðarinnar, fá framleiðendur og milliliðir sinn hlut óskertan.
Fyrirheit um félagslegarúrbætur til þeirra semvið þrengst kjör búa
eru enn óljós og þær sem séð hafa dagsins ljós eru svo takmarkaðar að
fjarstæða er að meta þær sem raunhæfar úrbætur.
„Blanda fyrir alla“
Úterkomin hljómplatan .,Blandafyriralla“.
Á þessari hæggengu plötu flytur Ólafur Ragnarsson, ásamt vinum
ogvandamönnum, sex lögeftirsjálfansigogKristóferBogason. Eru
sum þeirra líkleg til vinsælda.
Upptakafór fram í StúdíóStemmu fyrir nokkru síðan, undir stjórn
Ríkharðs H. Friðrikssonar og Sigurðar Rúnars Jónssonar.
Útgefandi er fyrirtækið Kviksjá ogsér það einnig um dreifingu.
278 nemendur útskrifaðir úr
Iðnskólanum í Reykjavík
Iðnskólanum í Reykjavík var slitið þriðjudaginn 31. maí s.l. og var
þetta 79. starfsár skólans.
Á vorönn voru 944 nemendur en alls stunduðu 1492 nemendur nám
við skólann í vetur þar af 330 nýir nemendur á vorönn.
Skólastjórinn, Ingvar Ásmundsson drap m.a. á framtíðarverkefni
skólans í ræðu sinni þegar hann sagði frá bréfi
menntamálaráðuneytisins, þar sem ráðuneytið stefnir að
tölvufræðibraut og braut til stúdentsprófs við skólann.
Að þessu sinni voru útskrifaðir 278 nentendur. 18 verðlaun voru
veitt fyrirgóða frammistöðu.
Landsfundur Esperanto sambandsins
íslenska Esperanto sambandið hélt landsfund sinn 1983, fyrir skömmu
á Akureyri. Sambandið heldur landsfundi annað hvert ár og var þess
sá sjötti í röðinni. Innan sambandsinseru nú tvöfélög, Auroro í
Reykjavík og Norda Stelo á Akureyri.
Útgáfa safns úrvalsrita úr íslenskum bókmenntum, þýtt á esperanto,
er nú í undirbúningi og verður sennilega hafin setning ritsins á hausti
komandaeðaíbyrjun næstaárs.
Stefnt er að því að Esperanto-hreyfingin á íslandi geti eignast sitt
eigið húsnæði eigi síðar en 1987, en á því ári verður esperanto 100 ára.
Er nú þegar hafin untfangsmikil fjársöfnun innan hreyfingarinnar til
þess að ná því takmarki.
1 stjórn voru kosin: Hallgrímur Sæmundsson, Garðabæ, formaður,
ÓlafurS. Magnússon, Reykjavík, varaformaður,ÁrniBöðvarsson,
Reykjavík, ritari, Bjarni Jónsson, Selfossi, gjaldkeri, og
meðstjórnendur Jón Hafsteinn Jónsson, Akureyri, Steinunn
Sigurðardóttir, Akureyri og Pórarinn Magnússon, Vestmannaeyjum.
Fjölbreyttur Hússtjórnarskóli
Hússtjórnarskóla Reykjavíkur varslitið 20. maís.l.
Skólinn starfaði með svipuðu móti og síðastliðin ár. Fyrri hluta
vetrar voru starfrækt fjöldi námskeiða, mismunandi að lengd og með
margvíslegu námsefni. Síðari hluta vetrar var starfræktur 5 mánaða
hússtjórnarskóli með heimavist svo og dag- og kvöldnámskeið eftir því
sem húsnæðið leyfði.
Næsta vetur er í ráði að taka upp þá nýbreytni, að nemendum 5
mánaða hússtjórnarskólans verður gefinn kostur á hagnýtum
undirbúningi í meðferð líns. ræstingu á herbergjum, framreiðslu í sal
og í gestamóttöku. Þetta nám verður skipulagt í samráði við Samband
veitinga- og gistihúsa.
Vegna fyrirspurna skal tekið fram að öll námskeið næsta vetrar
verða auglýst í byrjun september n.k. Æskilegt er að umsóknir berist
sem fyrst um 5 mánaða hússtjórnarskólann sem hefst í byrjun janúar
næstkomandi.
Konur að störfum á námskeiðinu í kvennasögu.
Námskeið í
kvennasögu
Dagana 10.-12. júní sl. var hald-
ið almennt námskeið í kvennasögu
fyrir konur, hið fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi. Var það haldið á
Eiðurn, á vegum Kvennahreyfing-
arinnar á Héraði, jafnréttisnefnda í
Neskaupstað og Nesjum.
Konur hafa lært sögu, bæði
mannkynssögu og Islandssögu,
árum saman í skyldunámsskólum
og framhaldsskólum. Þessi saga
hefur verið saga karlmanna, sagt
hefur veri frá verkum þeirra, af-
rekum og stríðum. Sagan hefur aft-
ur á móti þagað yfir verkum og af-
rekum kvenna. Þessi þögn hefur án
efa haft djúptæk áhrif á sjálfsvit-
und kvcnna og nært minnimáttar-
kennd þeirra.
Þessu námskeiði í kvennasögu
var ætlað að bæta hér örlítið um.
Það var hugsað fyrir konur í leit að
dýpri sjálfsvitund og auknu sjálfs-
trausti. Námskeiðið var byggt upp
af fræðsluerindum og margskonar
hópstarfi sem miðaði að því að
styrkja samstöðu og traust og var
almenn þáttaka í umræðum ekki
síður mikilvægur þáttur þess.
Helga Sigurjónsdóttir kennari í
Kópavogi flutti erindi sem hún
kallar Mæðraveldi - Bræðraveldi -
Feðraveldi. Þar sagði hún frá rann-
sóknum og könnunum sem gerðar
hafa verið á hinum ýmsu þjóð-
skipulögum, allt frá steinöld að ný-
öld. Kom fram í máli hennar að
allar líkur eru á að staða kvenna frá
steinöld og fram á miðja bronsöld
hafi verið gerólík stöðu kvenna í
dag, þar sem þá muni að öllum lík-
indum hafa ríkt hið svokallaða
mæðraveldi. Einnig fjallaði hún
um lækningar kvenna á fyrri
öldum, en eins og allir vita voru
lækningar í höndum kvenna allt
fram að sextándu til sautjándu ald-
ar, eða þar til galdraofsóknirnar
hófust, en margt bendir til þess að
með þeim hafi glatast mest öll
þekking kvenna á fornunt læknis-
dómum.
Anna Sigurðardóttir forstöðu-
kona Kvennasögusafnsins las kafla
úr óútkominni bók sinni sem fjallar
um vinnu kvenna á íslandi á fyrri
öldum. Þar segir hún frá kjörunt
kvenna í ólaunaðri og launaðri
vinnu um aldaraðir. Sýndu konur
því mikinn áhuga að bókin yrði gef-
in út sem fyrst, þar sem mikill
skortur er á góðu fræðsluefni um
vinnu kvenna, svo og um galla sögu
kvenna.
Einn liður í námskeiðinu var að
konur störfuðu í stuðningshópum
og ræddu þar um ýmis mál er
varðar líf kvenna og stöðu. Einnig
sagði hver þátttakandi frá lífi
ömmu sinnar.
Sagt var frá störfum eldri kven-
réttindahreyfinga (Kvenréttindaf-
él. ísl. Rauðsokkahreyfingunni)
kvennahópa á Austurlandi og frá
aðdragandanum að stofnun
kvennalistanna í Reykjavík og
Reykjanesi og starfsemi þeirra. 30
konur komu á námskeiðið og mik-
ill hugur var í þeim. Var samdóma
álit þeirra að námskeiðið hefði tek-
ist með eindæmum vel og horfa nú
björtum augum til áframhaldandi
starfa innan kvennahreyfinga. Til
gamans má geta þess að sameigin-
lega áttu þær konur er námskeiðið
sóttu u.þ.b. 70 börn og þar af voru
40 undir 16 ára aldri.
Egilsstöðum
Hansína
' Bryndís
Anna Sigurðardóttir og Helga Sig urjónsdóttir.
Hluti þátttakenda í námskeiðinu í kvennasögu, sem haldið var á Eiðum 10.-12. júní síðastliðinn.