Þjóðviljinn - 23.07.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 23.07.1983, Page 10
• 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. júlí 1983 Sögufrœgur bœr úr Skaftáreldum: HEIMSÓKN í SKÁL Hundarnir gelta eins og vitlausir þegar viö göngum upp bæjarbrekkuna í Skál og þagna ekki fyrr en Jóhanna húsfreyja kemur út og sveiar þeim. Það er greinilegt að ókunnugir eru hér ekki daglegirgestir. Bærinn í Skál erdálítið úr alfaraleið og hefur verið fremur einangraður allt frá því að Skaftáreldar brunnu fyrir 200 árum. Okkur langartil að forvitnast svolítið á þessu forna höfuðbóli sem eldarnir léku svo grátt, þessum ævintýralega stað sem Jón T rausti gerir að miðpunkti í Sögum f rá Skáftáreldi. Jóhanna segir að Árni bóndi sinn sé að útiverkum en brátt kemur hann út úr bæjar- sundinu, rólegur í fasi, lágvaxinn og grannur með glettnisglampa í augnkrókum. Hann verður áttræður á næsta ári. „Hér er alveg ljómandi fallegt", segi §g við hann eftir að hafa heilsað og horfi yfir grósku- mikið túnið sem liggur niður að Skaftá en handan við ána teygir sig grátt og úfið Eld- hraunið eins langt og augað eygir. „Ég hef nú aldrei tekið eftirpví, ég hef verið hér alla mína ævi“, segir Árni að bragði og mér finnst ekki laust við að stríðni gæti í rödd- inni. Svona er að vera blaðasnápur og koma blaðskellandi og óforvarandis. Hjónin bjóða okkur nú blíðlega að ganga til bæjar og þiggja kaffisopa. Skál var metin til 30 hundraða að fornu mati og er ein af stærstu jörðum sýslunnar. Áður stóð bærinn niður á sléttlendinu og þar var kirkja og höfðingjasetur. Þar bjó Ormur Svínfellingur og Snorri Sturluson sat þar að sæmd og vináttu er Sturla Sighvats- son hafði hrakið hann frá eignum og völd- um 1236 og þar var Gissur Þorvaldsson hafður í haldi eftir Apavatnsfund. Jón Trausti lýsir landi Skálar fyrir Skaftárelda í sögu sinni og segir: „Allt þetta land var nærri því óslitin breiða af grasi og gróðri og víða skógi vaxið.“ Og þegar söguhetjan Vigfús í Holti var að fara til launfundar við Guðrúnu Alexandersdóttur, heimasætuna í Skál, fór hann stundum þvert yfir Skálar- fjall til þess að ekki sæist til hans og: „þá gat hann líka af fjallsbrúninni litið ofan yfir alla Skálatorfuna, - bæinn, túnið, engjarnar, hagana og skógana, allt þetta fagra og ynd-. islega land, sem átti eftir að verða hans að einhverju leyti.“ En svo dundi ógæfan yfir. Eldflóðið úr Lakagígum steyptist ofan Skaftárgljúfur og rann yfir hið fagra Skálarland. Fólkið flýði úr bænum og upp á brekku fyrir ofan hann og lá þar við úthýsi og tjöld og tók í burtu allt sem fémætt var úr bænum og kirkjunni þ.á m. klukkumar. Vatn, sem hraunið stífl- aði upp í kvosinni þar sem bærinn stóð, kaffærði kirkju og bæjarhús. Bændurnir í Skál, en þar var tvíbýli, náðu kúnum með böndum og vindum upp úr ræfrinu á fjós- inu. í Eldriti sr. Jóns Steingrímssonar segir: „þann 2. Júlii kom kveikja og eldbál upp úr honum neðan undir kirkju og húsum í Skál og uppbrenndi hana og þann vel byggða bæ til kaldra kola. Sú bóndaeign var til forna 30 hdr. að dýrleik, og kunni að bera að sögn 9 hdr. fjár, ef ei meir, var þó niðursett eftir því sem eldhlaup hafði hana skemmt. En þar sem fjallhagar halda sér að miklu leyti, kann þar þó eitt býli að byggjast á plássi, er fyrir ofan bæinn var, nær jarðþröngt verður í byggð.“ Næsti bær sem fór undir hraun var Holt og tóku þá Holtsbændur sig til með styrk Skálarbónda að byggja sér hús þar uppi í heiðinni en héldust þar þó ekki við vegna eldsvælunnar og 17. júlí flúði Holts- og Skálarfólkið úr heiðunum nema ein kerling varð eftir og hírðist þar allan næsta vetur en dó um vorið úr hor. Hraunelfan rann með öllu Skálarfjallinu og þröngvaði Skaftá upp að því. Þegar bær- Horft til bæjar í Skál. Gamli burstabærinn stendur að baki nýja íbúðarhúsinu. Túnin liggja allt upp fyrir miðjar hlíðar Skálarfjalls. Árni og Jóhanna í Skál i anddyri nýja hússins. Skaftárelda bar ekki á góma nema í hálfum hljóðum í þeirra æsku. Gengið til fjóss i gamla bænum. Það er enn notað en yfir því er síðasta fjósbaðstofan sem búið var í á íslandi eða þar til fyrir 11 árum. inn var endurreistur varð því að setja hann upp í hlíðina og þar er hann enn. Túnin teygja sig upp fyrir miðjar fjallshlíðar og er því hið foma höfuðból orðið að hálfgerðu heiðarbýli. Við emm nú að koma okkur fyrir við eldhúsborðið í hinu nýja glæsilega einbýlis- húsi sem Skálarfólkið reisti fyrir 11 árum. Þar búa hjónin Ámi Ámason og Jóhanna Pálsdóttir ásamt Páli syni sínum. Og við spyrjum Árna að því hvort hann sé e.t.v. kominn af fólkinu sem bjó á bænum í Skaft- áreldum. - Gamla Skálarættin eða Alexandersætt- in er líklega dreifð hér um sýsluna og ég hef ekki haft tíma til þess að grúska í því hvort ég er kominn af henni. Ég er fæddur að Á, sem nú er eyðibýli, en ólst upp hjá fósturfor- eldrum mínum hér á Skál. Þau vom systkin- in Oddur Sigurðsson og Guðrún Sigurðar- dóttir. Árni er ekkert nema hógværðin og þegar við spyrjum hann um Skaftárelda segir hann að lítið hafi verið talað um þá í sfnu ungdæmi og er hann ekki frá því að fólk hafi fremur reynt að þurrka þessar miklu hörm- ungar úr meðvitund sinni. í kjölfar þeirra dó meira en þriðjungur fólks í sýslunni úr hungri. Jóhanna er ættuð úr Meðal'landi og Álftaveri og hún segir að fólkið sitt hafi oft talað í hálfum hljóðum um eldinn. Jóhanna: Það hefur verið hægt að sjá hvemig fór fyrir fólkinu þegar allur fén- aðurinn fór fyrir ekki neitt. Allt varð hag- laust og ekki einu sinni hægt að éta féð. Árni: Hraustasta fólkið lifði eftir en hitt fór sína leið. - Er ekki Skálarlandið með stærstu jörðum hér, Árni? - Þetta er óhemjuland. Stór hluti af Eld- hrauninu tilheyrir jörðinni og það nær langt upp til heiða. - Veistu hvemig Skaftá rann áður hér fyrir framan? - Nei, það veit enginn. - Hvernig búi býrðu? - Þetta er hokur og hefur alltaf verið. Við erum með rúmlega 200 kindur í það heila og eina kú til að hafa mjólkurlögg fyrir heimilið. Áður fyrr var um helmingur af fénu sauðir meðan það var arðbært. Þeir eru léttir á fóðrum á veturna. - Er ekki erfitt að koma við vélum á þessu bratta túni? - Nei, ekki fyrir þá sem kunna að beita vélunum. - Hefur ekki hraunið verið mikill farar- tálmi fyrir ykkur? - Það er þæfingur að komast yfir það. Féð gengur töluvert á hraunið og það er vont að smala það. Nú liggur ágætur vegur að Skálarbænum beint yfir Eldhraunið frá þjóðveginum en það var ekki fyrr en 1958 að Skaftá var brúuð. Til þess tíma hélt Ámi í Skál feiju fyrir framan bæinn og munu slíkir sam- göngunættir líklega óvíða hafa haldist svo lengi á byggðu bóli hérlendis. Síðasti ferju- báturinn er nú varðveittur á byggðasafninu á Skógum. Og það er fleira merkilegt á Skál. Gamli burstabærinn, sem byggður var fyrir um 60 árum stendur enn bak við nýja húsið og var búið í honum þar til nýja húsið var reist. í honum er fjósbaðstofa, líklega sú síðasta sem búið var í hér á landi. Jóhanna fer nú með okkur yfir í gamla bæinn. Við göngum upp í baðstofuna en undir henni er fjós sem enn er notað. Slíkir búskaparhættir voru algengir áður fyrr í eldiviðarskortinum. Yl- urinn frá kúnum hitaði baðstofufólkið. Hún sýnir okkur líka eldhúsið. Það eru nokkr- ir pokar með þurrkuðu taði og í bænum er líka gamalt hlóðaeldhús. t eldhúsinu er strokkur og í blámálaðri stofu má sjá rokk. Við spyrjum Jóhönnu hvort hún spinni enn á hann. - Já, ég tók hann síðast í vetur en spinn bara til heimilsbrúks. í þessu húsi angar allt af gamla tímanum og Jóhanna hefur gaman af því að sýna okkur og segja frá. Að lokum förum við rétt aðeins inn í fjósið undir baðstofunni og þar er einn kálfur á bás. ' Við kveðjum þau hjón með virktum og ökum á brott. Þegar ég kom til Reykjavíkur hringdi ég í Þórð Tómasson safnvörð á Skógum til að forvitnast um fjósbaðstofur og sagði hann að sú sem væri á Skál væri langbest varðveitta fjósbaðstofan. Hann sagði að leifar af slíku húsi væri líka í Skaftárdal en ekki annars staðar. Hann sagði að Skálar- heimilið hefði jafnan verið framúrskar- andi myndarlegt og snyrtilegt heimili en býsna einangrað. Þar blönduðust skemmti- lega saman gamlir og nýir búskaparhættir. Þórður sagði ennfremur að kirkjumunir úr Skálarkirkju sem bjargað var áður en hraunið rann yfir bæinn 1783 hefðu verið lagðir til Langholts í Meðallandi og þar væri enn kirkjuklukka úr gömlu Skálarkirkj- unni. - GFr Helgin 23.-24. júll 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Fyrlr utan Prestbakka- kíMy’u eftir messu þar sem minnst var200 ára afmælis eldmessunnar. Árni og J6- hann í Skál heilsa upp á > Helga Þorláksson fv. skólastjóra en hanh les nú einmitt Sögur úr Skaftár- eldi eftir Jón Trausta sem framhaldssögu i útvarp- inu. Þar kemur.Skál mjög við sögu. Gamla fjósbaðstofan er emi I góðu horfi. Hraunið í farvegi Skaftár Hið mikla Eldhraun rann yfir bestu lönd hins forna stórbýlis Skálar og eyddi bænum og kirkjunni. Það þröngvaði Skaftá alveg upp að Skálarfjallinu eins og sést á myndinni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.