Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 2
2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 skammtur h. Af brennivínsrús Vímugjafar: Halldór á Kirkjubóli og Gunnlaugur Þórðarson Það hefur, frá því ég man eftir mér, verið svona einsog árviss uppákoma, að allt í einu, og að því er virðist fyrirvaralaust, hefst eitt heljarins mikið málþóf í blöðum um brennivín, kosti þess og galla. Eins og að líkum lætur eru það jafnan hinir mætustu menn, sem geisaframá ritvöllinn, þegar þessi dæma- lausa brennivínsumræða hefst og er þar ótæpilega beitt ritsnilld og rökvísi, en knúnir til þessara dáða eru greinahöfundarnir sjálfsagt öðru fremur af góð- mennsku og umhyggju fyrir meðbræðrum sínum og ekki hvað síst okkur, sem ekki þorum lengur að drekka brennivín, af ótta við að lenda fyrir aldur fram í rennu- steininum eða gröfinni og erum þess vegna orðnir það, sem ég hef stundum kallað „þorstaheftir". Það undarlegasta við þessi blaðaskrif um ágæti brennivínsins eða ágalla þess, er að sjálfir málþófs- mennirnir hafa sjaldnast mikla, og stundum enga, reynslu af blessuðu, eða bölvuðu brennivíninu og er stundum skammt öfganna milli. Annars vegar eru oft menn, sem aldrei hafa sett oní sig neitt sterkara en mysu. Þeir sjá djöfulinn í hverjum rafti, ef áfengi er annars vegar, berjast gegn hefð- bundnum altarisgöngum og rommbúðingi, hvað þá ölteiti og vilja banna brennivínið. Á öndverðum meiði eru svo hinir, sem álíta áfengið mestu náðargjöf, sem mannkyninu hafi nokkurn tímann hlotnast og tefla fram rökum á við þau, að margir gáfumenn hafi verið hliðhollir brennivíni um dagana, lönd séu örfoka þar sem vín sé ekki ræktað, skáld hafi dásamað áfengið í Ijóðum sínum, yfirlæknar og prófessorar telji vínanda besta meðalið gegn taugaveiklun og að áfengi sé hættulaust, vegna þess að mamma þeirra hafi haft vín á boðstólum daglega, þegar þeir voru börn, og samt hafi þeir aldrei orðið fullir, hvað þá drukkið sig í hel. Þessir brennivínsunnendur gleyma því að vísu að margur „gáfumaðurinn“ hefur nú farið halloka í viðskiptunum við brennivínið. Ófá skáldin, sem mest mærðu áfengið, drukku sig raunar í hel. Prófessora þá og doktora, sem því halda fram að áfengi sé besta taugalyf, sem til sé, mætti kannske spyrja sem svo: Hvort eru þeir fleiri sem hafa fengið bata af tauga- veiklun með reglulegri inngjöf af brennivíni, eða hinir, sem hafa verið fluttir sturlaðir inná geðdeildir og taugahæli vegna neyslu á þessum guðaveigum?. Um það hvort lönd verði örfoka, sé ekki ræktað á þeim vín, þori ég ekki að dæma, en segja mætti mér að Sigurði bónda Greipssyni í Haukadal þætti þetta skrýtin skýring á uppblæstrinum á Haukadalsheiðinni. Nú ætla ég að blanda mér lítillega í brennivínsum- ræðu dagsins og tíunda í sem stystu máli skoðun mína á áfengi og neyslu þess. Brennivín er sannkallaðar guðaveigar og gleðigjafi fyrir alla þá sem ekki verða af því heilsulausir, ruglaðir, veikir, óvinnufærir, laglausir, vitlausir, vambarlausir, ómerkilegir, lyg.nir, fallítt, minnislausir, sturlaðir eða steindauðir. Þeir sem komast í framangreint ástand af neyslu áfengis eiga að sjálfsögðu að láta brennivín eiga sig. Persónulega gleðst ég í hjarta mínu með þeim, sem geta neytt áfengis ævilangt og orðið af því afslappaðir, edrú og hvers manns hugljúfar, eins og stundum er sagt um sífulla menn. Það er jafn vinsælt að vera hófdrukkinn eins og það er óvinsælt að vera kófdrukk- inn. Frægt er máltækið „Hóflega drukkin kona gleður mannsins hjarta." Annars kemur áfengi sér best, þegar maður vaknar timbraður, fárveikur, skítugur, skeggjaður, með glóðarauga á báðum, hungraður, skuldugur, já fallítt, konan farin að heiman, búið að reka mann úr vinn- unni, ógeðsleg hóra í skítugu bælinu, allir húsmunir brotnir og bramlaðir, lögreglan að reyna að brjóta upp hurðina, af því maður er grunaður um að hafa drepið einhvern, rottur og kakkalakkahersveitir uppum alla veggi og ekkert blasir við nema sjálfsmorð. I slíku tilfelli er áfengi tvímælalaust sannkölluð guðsgjöf og besta meðal, sem til er á byggðu bóli. Tekin er svartadauðaflaska, sem helst þarf að vera undir koddanum og teygað úr henni vel niður í axlir. Síðan er lagst útaf svolitla stund - ekki of lengi - og svo teknir þrír gúlsopar í viðbót. Þá má njóta þess, án þess að fara framúr, eftir svona þrjár, fjórar mínútur, liggjandi upp við dogg í rúminu, að vera orðinn afrétt- ur, heilbrigður, hreinn og rakaður, mettur og skuld- laus, búinn að fá vinnuna aftur, unaðsleg fegurðardís við hliðina á manni milli tandurhreinna rekkju- voðanna, lögreglan farin, enginn verið drepinn, rottur og kakkalakkar horfnir eins og dögg fyrir sólu og í stuttu máli komin lífsgleði í staðinn fyrir sjálfs- morðsþanka. í svona tilfelli er hægt að taka undir með doktorun- um og prófessorunum, að vínandi sé besta meðalið. Persónulega er ég ósköp latur við að vera að skipta mér af brennivínsmálum annarra. Líklega er það satt, sem stundum hefur verið sagt, að hver sé sinnar gæfu smiður, eða kæfu-belgur, eins og kallinn sagði. Ég vona bara að sjálfur verði ég þorstaheftur sem allra lengst. Mér er sagt að fátt sé jafn unaðslegt eins og það að svífa úr háloftunum til jarðar í fallhlíf. Sama má eflaust segja um áhrifin af hóflega drukknu víni þar til menn hætta að ráða við sprúttið. Þá er fljótfarin leiðin úr himnaríki í helvíti. Eða eins og segir í atómljóðinu „Fallhlífarstökk": í fallhlifarstökki hríslar um mig áfengur unaður svifsins. Ég svíf í sæluvímu um loftin blá og nýt þess framí fingurgóma að kunna fallhlífarstökk. En þegar fallhlífin opnast ekki fer nú að kárna (það sem stundum hefur verið kallað) GAMANIÐ. Þá þýðir nú lítið að segja sem svo: „Aldrei hefði ég átt að fara útí þetta andskotans fallhlífarstökk“. sHraargatið Islensk leikrit vekja sífelt meiri athygli erlendis enda óvíða slík gróska í leikritum sem hér á landi. Nokk- ur íslensk leikrit verða sýnd úti nú í haust, Stundarfriður heldur áfram ferð sinni um heiminn og verður næst sýndur í Bergen. Þá verður annað verk Guðmundar Steinssonar, Lúkas, sýnt í Braunschweig í Þýskalandi í haust. Leikrit Ólafs Hauks Sím- onarsonar „Milli skinns og hör- unds“ verður frumflutt í vestur- þýska útvarpinu 29. september. Þá munu Klakksvíkingar í Fær- eyjum hefjast handa bráðlega við æfingar á „Jóa“ eftir Kjartan Ragnarsson, en Ásdís Skúladóttir verður leikstjóri. Og fleiri íslend- ingar fara til Færeyja, Sveinn Ein- arsson hefur verið beðinn um að setja upp fyrstu stórsýninguna í hinu nýja Norðurlandahúsi í Þórshöfn. Það er „Brúðuheimil- ið“ og er í ráði að tveir íslenskir' leikarar fari þar með hlutverk, þeir Borgar Garðarsson og Pétur Einarsson. Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna á nú úr vöndu að ráða. Þegar Al- bert var búinn að ákveða að skera niður námslánin í haust um tæpar 50 milljónir, var stjórninni falið að annast niðurskurðinn, þ.e. ák- veða með hvaða hætti hann ætti Jakob: Ritstjóri fyr- ir miklu riti sem kemur út í haust og heitir Hugtök og heiti í bókmenntum. Sveinn: Setur upp fyrstu stórsýning- una í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum Joan Baez: Syngur hún á friðarhátíð í Laugardalshöll? að verða. Stjórnarformaðurinn, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, var sá eini sem tók því líklega að bregða hnífnum á loft. Hinir hik- uðu, fulltrúar námsmanna vildu eðlilega ekkert skera og sama máli gegndi um þá Ragnar Árna- son og Árna Vilhjálmsson. Ein helsta ástæðan fyrir tregðu þess síðastnefnda er sú að stjórn LÍN er persónulega ábyrg fyrir sínum gerðum. Hún er ekki, eins og flestar sambærilegar nefndir á vegum ríkisins, sett undir vald ráðherra, og úrskurði hennar er ekki hægt að áfrýja til annarra en dómsstóla. Ef farið er að skera niður námslánin er hætt við því að það samræmist illa lögum um námslán sem eru mjög skýr og ótvíræð. Færi svo að námsmenn stefndu stjórninni fyrir brot á lög- unum og ynnu málið væru stjórn- armenn persónulega ábyrgir fýrir þeim gerðum.Og nýbakaður lög- fræðingar eins og Árni Vilhjálms- son vill síður taka þá áhættu í byrjun ferils síns að standa að beinum lögbrotun. Útkoman verður því sennilega sú að stjórn- in veltir vandanum aftur til ráð- herranna, eða segir af sér. Mál og menning gefur að vanda út fjölmargar bækur í ár. Þar má nefna Hugtök og heiti í bók- menntum, mikið rit sem dr. Jak- ob Benediktsson rítstýrir en fjöl- margir skrifa í . Einnig koma út 16 ritgerðir um S.kaftárelda ásamt trumheimildum um eld- anna. Af skáldverkum má nefna Jakobsglímuna eftir Sigurð A. Magnússon, þriðja bókin um uppvaxtarár Jakobs og fjallar þessi um aldurinn 14-16 ára eða þar um bil og KFUM-ár sögu- hetjunnar. Einnig kemur út þriðja bókin í trflógíu Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, þykk og mikil. Eftir Ólaf Hauk Símonar- son kemur skáldsagan Vík milli vina og lýsir hún hópi fólks sem er saman í menntaskóla og fer síðan margt til náms erlendis og hvern- ig samband þess þróast og ein- staklingarnir fara hver sína leið. Eftir Einar Kárason kemur Reykj avíkurskáldsaga sem gerist í braggahverfi eftir stríð. Þá kem- ur út ljóðasafn Jakobínu Sig- urðardóttur og birtast þar m.a. áður óbirt ljóð hennar. Annað bindi endurminninga Einars Olg- eirssonar kemur út en Jón Guðnason hefur skráð. Mun það vera töluvert persónulegra en hið fyrra. Ný unglingasaga eftir And- rés Indriðason: Fjórtán- ...bráðum fimmtán er meðal út- gáfubókanna. nýjasta hefti Æskunnar er skýrt frá því að bandaríska söngkonan Joan Baez muni troða upp á friðarhátíðinni í laugardalshöll 10. september n.k. en sú hátíð verður haldinn undir kjörorðinu Við krefjumst framtíðar. Sagt er að hún komi hingað sem formað- ur Alþjóðlegu mannréttinda- stofnunarinnar og það sé um- boðsfyrirtækið Dolbít á Akranesi sem sjái um heimsókn þessarar heimsfrægu söng- og baráttu- konu hingað. Hér í Skráargatinu hefur áður verið sagt frá nokkrum útgáfubókum Iðunnar í ár svo sem nýjum skáld- sögum eftir Þórarin Eldjárn (Kyrr kjör heitir hún og er um Guðmund Berþórsson „stapa- krypplingin“) og Stefaníu Þor- grímsdóttur (Sagan um Önnu). Þá má nú bæta því við að eftir Pál Pálsson, höfund Hallærisplans- ins, kemur út skáldsagan Beðið eftir strætó. Þá kemur út hjá Iðunni Ljóðaúrval Einars Braga, myndskreytt af Ragnheiði Jóns- dóttur, og bók um Arngrím mál- ara eftir Kristján Eldjárn. Meðal annarra bóka útgáfufyrirtækisins má nefna Meðan eldarnir brenna eftir Zaharia Stancu í þýðingu Kristínar Thorlacíusar og Ríki af þessum heimi eftir Alejo Carp- entier í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.