Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 3
Helgin 20.-21. ágúst 19831 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sýning og samkeppni Heimilis- iðnaðar- félagsins Heimilisiðnaðarfélag íslands er 70 ára í ár. í tilefni afmælisins verð- ur efnt til samkeppni í gerð ís- lenskra jólamuna. Hugmyndin er að nota íslensku ullina á einhvern hátt, t.d. prjónað, heklað, saumað eða ofið. Nota má ullina óunna. Einnig koma til greina munir úr tré, t.d. renndir eða útskornir. Þrenn verðlaun verða í boði í samkeppni þessari og verða fyrstu verðlaun 10 þúsund krónur. Fé- lagið áskilur sér rétt á hugmyndun- um, hvort heldur til sölu, birtingar eða kennslu. Skilafrestur er til 1. október 1983. Nánari upplýsingar eru veittar í versluninni Islenskur heimilisiðnaður í síma 11784. Félagið hyggst vekja athygli á til- veru sinni á afmælisárinu einnig með kynningu á starfsemi þess. Því hefur félagið komið á fót sýningu, sem ferðast mun um landið á næst- unni. Sýningin á að gefa inngrip í það sem unnið var og unnið er á íslenskum heimilum, gefa hug- myndir um fjölbreytnina og vekja fólk til umhugsunar um það, að margt er hægt að gera sér til gagns og gamans, og e.t.v. sér til hagn- aðar, með lítilli fyrirhöfn. Sýningin verður opnuð á Blöndu- jósi fimmtudaginn 25. ágúst og verður þar til 27. ágúst. A Sauðárkróki verður sýningin frá 28. ágúst til 30. ágúst og á Akureyri frá 1. september til 4. september. Síðan verður farið um Suðurland og Borgarfjörð, en ekki er búið að ákveða daga þar eða í öðrum landshlutum sem farið verður um síðar. í tengslum við sýninguna verður haldinn fyrirlestur um þær útsaumsgerðir, sem kynntar eru á sýningunni, og fatasýning á prjón- uðum og ofnum fatnaði úr ull. ast Nýtt tímarit um fuglalíf Hafið hefur göngu sína nýtt tíma- rit sem Bliki heitir og fjallar um fuglalíf á íslandi. Ritið er gefið út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofn- unar íslands, í samvinnu við Fugla- verndarfélag íslands og áhuga- menn um fugla. Bliki er fyrsta rit sinnar tegundar sem gefið er út hér á landi. Þar er ætlað að birta sem fjölbreytilegast efni um íslenska fugla, bæði fyrir leikmenn og lærða. Áhersla verður þó lögð á nýtt efni sem hefur ekki birst áður á prenti. Bliki mun koma út óreglulega en a.m.k. eitt hefti á ári. Þeim sem óska að fá ritið sent, er boðið að vera á útsendingarlista. Þetta fyrsta hefti Blika kostar kr. 130.00. Innheimt er með gíróseðli. Afgreiðsla ritsins er á Náttúru- fræðistofnun íslands, Laugavegi 105, 125 Reykjavík, en síminn er (91)-29822. Katrín Ágústsdóttir og Hallfríður Tryggvadóttir skipa sýningarnefndina, Jakobína Guðmundsdóttir, formaður Heimilisiðnað arfélagsins og Ragna Þórhallsdóttir, varaformaður. - Ljósm. - Leifur. GRANDAFERÐ íslenskir bridgespilarar hafa aldrei fengið tækifæri sem þetta: Við efnum til viku skemmtisiglingar með M.S. Eddu og skipuleggjum tvö stórmót um borð, þar sem spilað er um ein hæstu verðlaun sem sögurfaraaf í íslenskri bridgesögu 160.000 kr. Tvímenningskeppni Sveitakeppni Bridgenámskeið 2ja nátta hótelgisting í Newcastle í boði fyrir sama verð. Viðkoma í Bremerhaven og Newcastle Lúxus aðbúnaður Verð aðeins kr. 7.800 pr. farþega í tveggja manna klefa. Upplýsingar og pantanir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í Reykjavík og hjá umboðsmönnum um land allt. Spilið rétt úr draumahöndinni, - tryggið ykkur þátttöku í tíma. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.