Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 st jórnmál á sunnudegi Árni Sósíalismi og skriðdrekar eða vorið í Prag 1968 Bergmann skrifar Aöfararnótt 22. ágúst 1968, eða fyrirfimmtánárum, réðust herirfimm ríkja Varsjárbandalagsins inn í Tékkóslóvakíu. Mestmegnis var hér um sovéskan her að ræða. Þegarmestvarvoru í sveitum þessum um 250 þúsundir manna með 7000 skriðdreka og brynvagna og 1000 flugvélar. Þetta lið sagðist vera að bjarga sósíalismanum í landinu og það hertók hús útvarpsogsjónvarps, ritstjórn málgagns Kommúnistaflokksins og annarra blaða, byggingu miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Handteknir voru formaður flokksins, Dubcek, Cernik forsætisráðherra, Smrkovský, forseti þingsins, Kriegel, forseti Þjóðfylkingarinnarog aðrir áhrifamenn og þeir fluttir til Sovétríkjanna. Fjórireðafimm menn í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokks landsins sögðustsvo reiðubúnirtil að skrifa undir það að þeir hefðu beðið her þennan að koma. Til að stöðva þær breytingar sem átt höfðu sér stað í landinu næstliðna mánuði og kenndar voru við „sósíalisma með manneskjulegu yfirbragði“-og „En þarsem ég er bæði sósialisti og gamall vinur Sovétríkjanna stend éghérog getekki annað en fordæmt þann verknað sem er í senn pólitískt glapræði og pólitískt ódæði... Ég minnist þess tæplega að sósíalismanum hafi verið sýnt háskalegra tilræði en í atburðum síðustu daga.“ Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur (25. ágúst 1968). sjálf hin pólitískaforysta landsins bar ábyrgð á, við hinar bestu undirtektir alþýðu. Aðdragandi Það væri langt mál að gera grein fyrir aðdraganda þess að upp kem- ur svo einkennileg staða. En menn skulu hafa í huga, að þegar Komm- únistaflokkurinn tók völdin í Tékk- óslóvakíu 1948, með fulltingi fléstra sósíaldemókrata og ýmissa annarra, þá hafði hann til þess meira alþýðufylgi en þekktist ann- arsstaðar í Austur-Evrópu. Hafði reyndar fengið nær 40% atkvæða í kosningunum 1946. í annan stað hafði flokkurinn orðið fyrir mikl- um skakkaföllum, þegar farið var að „sovétiséra" Tékkóslóvakíu með tilheyrandi pólitískum réttar- höldum og dauðadómum og fang- elsunum, einkum á árunum 1951- 1952. (Þeir dæmdu fengu svo seint og síðarmeir uppreisn æru.) Menn skulu einnig hafa í huga, að á þess- um árum urðu margar jákvæðar breytingar í tékknesku þjóðfélagi - einkum á sviði félagslegs öryggis og almennrar menntunar. En um leið hrjáði landið ofstýring með röng- um fjárfestingum, geðþóttastjórn yfir andlegu lífi og misheppnaður samyrkj ubúskapur - allt voru þetta þættir, sem menn í vaxandi mæli fóru að líta á sem hindrun í vegi almennra framfara í landinu, að ekki sé talað um mannréttindi. Öldur endurmats og breytinga- viðleitni fóru yfir Austur-Evrópu eftir að Krúsjof steypti Stalín af stalli á þingi sovéskra kommúnista 1956. En tékkneskir ráðamenn voru óvenjulega seinir að bregðast við - m.a. vegna þess að þar sat Novotný flokksleiðtogi yfir valda- vél sem bar ábyrgð á verstu verkum og vildi því sem minnstu breyta. Samt gerðust á árunum 1962-1967 ýmsar breytingar, hægfara þó, í átt til skynsamlegri efnahagsstefnu og ritskoðun varð smám saman slapp- ari. Umbótaþörfin gerðist frek til fjörsins innan Kommúnistaflokks- ,ins sem utan, og þegar tókst að steypa Novotný úr embætti flokks- leiðtoga á miðstjórnarfundi í janú- ar 1968 og nýir menn tóku við undir forystu Alexanders Dubceks, þá fór af stað mikil skriða umbóta og breytinga, sem oft kallast vorið í Prag einu nafni. Til lýðræðis í hverju voru þessar breytingar fólgnar, hvað var það sem „bræðraríkin“ óttuðust svo mjög, að þau sendu mikinn her inn í Tékkóslóvakíu fyrir fimmtán árum? Hér verður að fara fljótt yfir sögu, en þetta er það helsta. Flýtt var fyrir endurskoðun mála þeirra sem höfðu saklausir verið dæmdir á dögum stalínismans. Á- kveðið var að skerða vald innanrík- isráðuneytisins (lögreglunnar) og tryggja sjálfstæði dómskerfisins. Ritskoðunin var afnumin og mikið fjör hljóp í umræðu og útgáfustarf- semi. Lögð voru drög að auknu sjálfsforræði Slóvaka og meiri valddreifingu til héraða og sveita- Ein lítil steinaldarmanneskja segir við aðra: „Ég veit að það sýnist ótrúlegt - en þær deyja út“- Úr tékknesku tímariti, Dikobraz, skömmu eftir innrásina. „Heim með ykkur hermenn“ - skilti á rússnesku í búðarglugga í Prag. í nauðungarsamningum í Moskvu var gert ráð fyrir brottför erlends hers í áföngum. Hann situr enn í landinu. „Stefna andbyltingarinnar var íþvífólgin, aö eyðileggja forystuhlutverk Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, hrifsa valdiöúr höndum verkamanna og bænda, tortíma ríkisstofnunum og samtökum sem þjóðin hafði skapað.“ „Um atburbina í Tékkoslo vakíu“ (sovéskt rit), 1900. félaga.Teknar voru upp leynilegar kosningar til ábyrgðarstarfa í Kommúnistaflokknum (áður var um útnefningar að ofan að ræða oftast nær). Rýmkað var um samtakafrelsi, og tveim pólitískum flokkum, sem höfðu lifað hálf- gerðri skuggatilveru í Þjóðfylking- unni svonefndu, var aftur leyft að taka við nýjum meðlimum. Verka- menn, rithöfundar, blaðamenn og „Sovétríkin hafa sett ofan í augum heimsins og líklega hjá engum meira en sósíalistum í Vestur- Evrópu,effrá er skilin alþýða manna í Tékkóslóvakíu. Ekki vegna þess að þau sjálf haf i úr svo háum söðli að detta, heldur öðru fremur vegna þeirra vona sem menn bundu við hið tékkóslóvakíska fordæmi og þá endurnýjun sósíalískra hugmynda sem var í því fólgin. Sósíalískt kerfi sem lausn frá hungurstigi getur haft aðdráttaraf I fyrir vannærðar þjóðir, en sósíalískt þjóðfélag án lýðréttinda getur ekki átt upp á pallborðið hjá alþýðu Evrópu á okkar tímum." Hjörleif ur Guttormsson (Austurland 6. sept 1968). margir fleiri gerðu samtök sín óháð ríkisvaldinu eða komu á fót nýjum - í auknu samtakafrelsi komu og upp pólitískir klúbbar flokks- leysingja, sem höfðu veruleg áhrif. Dregið var úr valdsviði miðstýrðra áætlanastofnana í efna- hagsmálum og leitast við að nýta „jákvæð áhrif markaðarins". Rétt er að vekja sérstaka athygli á stofnun „fyrirtækjaráða verka- manna“ og lögum um þau, því að sumir eru haldnir þeim misskiln- ingi, að Pragvorið hafi verið einka- mál menntamanna. Þessi verka- mannaráð fengu rétt til að ráða for- stjóra og segja þeim upp, ákveða um launamál innan ramma gild- andi laga, sem og um fjárfestingar. Þau áttu að ráða fram úr öllum veigamiklum málum sem varða áform og markmið í samvinnu við forstjóra, en forstjórinn og hans starfslið átti svoað leysa úr dag- legum vandamálum. Þessi ráð voru svo lögð niður eftir að Sovétmenn hófu að „normalisera“ landið - rétt eins og ritskoðun var aftur komið á og félagafrelsi afnumið. Góðar undirtektir Vitanlega gengu þessar breytingar ekki átakalaust. Sumir voru mjög óþolinmóðir, ekki síst sá hópur menntamanna sem lýsti af- stöðu sinni í ávarpinu „2000 orð“ (Talsmaður hans var Ludvik Vacú- lik, sem Jóhannes úr Kötlum orti til frægt kvæði eftir innrásina). Aðrir vildu fara sem hægast í sakir, og innan flokksins og forystunnar myndaðist nokkur hópur manna sem reyndist síðar reiðubúinn til að leggja blessun sína yfir innrásina, og - þegar komið var langt fram á árið 1969 - taka á sig að verða við þeirri sovésku kröfu að lýsa innrás- ina „bróðurlega hjálp“. En þetta fólk var í minnihluta. I áreiðanlegri skoðanakönnun sem fram fór í júlí 1968 töldu 66% meðlima Komm- únistaflokksins sig samþykka pólit- ísku fjölflokkakerfí (plúralisma) með meðákvörðunarrétti annarra flokka, en aðeins 33% vildu tryggja forréttindi síns flokks. Um sama leyti skýrði skoðanakönnun meðal almennings frá því, að 17% hefðu fullkomið traust á hinni pó- litísku forystu landsins, 40% að auki báru traust til hennar (alls 57%), 27% voru í óvissu, en aðeins 4% vantreystu henni fullkomlega. Og takið eftir því líká, að þá töldu 89% Tékka og Slóvaka sig fylgj- andi því að haldið yrði áfram að þróa sósíalískar aðstæður í samfé- „Að fengnum sigri veröur sósíalisminn að koma á fullkomnu lýðræði - og þá ekki aðeinsfullkomnu jafnrétti heldur og sjálfsákvöröunar- rétti þjóða, m.ö.o. rétti þeirra til aöskilnaöar. Ef sósíalistaflokkar geta ekki frelsað þá kúguðu og byggt upp samskipti sín á frjálsu bandalagi og eftalþeirraum frjálst bandalag er fals og felur ekki í sér rétt til aöskilnaðar— þá gera slíkir f lokkar sig seka um svik við sósíalismann.“ Lenin.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.