Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 5
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
„Sósíalisminn á ekki aðeins að þýða að
verkamenn séu f relsaðir undan oki
arðræningjastétta, heldur verður hann, til að
tryggð sé f ullur þroski og f relsi
einstaklingsins, að bjóða upp á meira frelsi
og fleiri réttindi en borgaralegt lýðræði gat.“
Starf sáætlun Kommúnistaf lokks Tékkóslóvakíu, apríl
1968.
„Innrás Sovétríkjanna og annarra
Varsjárbandalagsríkja íTékkóslóvakíu er að
mínu áliti brot á alþjóðlegum reglum og á
móti sósíalískum viöhorfum og öllu
mannlegu siðgæði.“
Magnús Kjartansson, Þjv. 25. ágúst 1968.
laginu en aðeins 5% vildu snúa aft-
ur til kapítalískra hátta.
Vetur í Prag
Það var við þessar aðstæður, að
Sovétríkin og fylgiríki þeirra á-
kváðu að nú þyrfti að „bjarga sósí-
alismanum". Til þess að það var
gert lágu margar ástæður og skulu
aðeins tvær nefndar. í fyrsta lagi
óttuðust Sovétmenn, að eftir 14.
þing Kommúnistaflokks Tékkósló-
vakíu, sem halda átti í byrjun sept-
ember 1968, mundu þeir ekki
lengur eiga neina hauka í horni í
áhrifastöðum þar í landi. (Enga til
að skrifa upp á hugsanlegt hernám
til dæmis.) í annan stað hafa Sovét-
menn blátt áfram óttast, að með
því að Kommúnistaflokkur Tékk-
óslóvakíu afsalaði sér sjálfur rétti
við valdaeinokunar væri af stað far-
in þróun um allan heimshlutann,
sem yrði háskaleg sjálfu hinu so-
véska kerfi.
Hér verður það ekki rakið,
hvernig forystumenn Tékka voru
neyddir til að skrifa undir mála-
miðlunarsamkomulag við Sovét-
menn. Hvernig Dubcek og vinir
hans reyndu að bjarga því ‘sem
bjargað yrði af umbótunum and-
spænis vaxandi þrýstingi Sovét-
mannaog vinaþeirra. Hvernig Du-
bcek var smám saman einangraður
og Gustav Husák síðan látinn taka
við - maður sem var reiðubúinn að
skrifa undir töfraorðin „bróðurleg
hjálp“, sem er orwellska fyrir her-
nám. Hvernig hundrað þúsund
manns flúðu land, hundrað þúsund
voru reknir úr flokknum og 300
þúsundir strikaðir út úr honum.
Hvernig Husák reyndi að kveða
niður það sem eftir var af „vorinu"
með því að reka úr störfum alla þá
sem neituðu að skrifa upp á hina
sovésku túlkun atburða, reka þá út
á jaðar samfélagsins, meina þeim
að tala og skrifa, meina börnum
þeirra að mennta sig - og setja þá
allra þrjóskustu í fangelsi. Hér
verður heldur ekki rakin saga
mannréttindasamtakanna Charta-
77, sem eru samtök þessa ofsótta
fólks, en ekki einhverra fyrrver-
andi kapítalista eins og reynt er að
læða að sakleysingjum. (Nú um
daginn barst hér inn á blað bréf frá
37 nýjum meðlimum, sem „hafa
gefið leyfi til að nöfn þeirra séu
prentuð" undir áskoranir Charta-
77 - af þeim eru þrjátíu verka-
menn.)
Nema hvað: þau mál sem reynt
var að leysa með því að gifta sósíal-
ismann lýðræðinu (orðalag „Le
Monde“) íTékkóslóvakíu 1968 eru
óleyst enn. Að vísu hafa orðið
efnahagslegar framfarir á sumum
sviðum í landinu síðan (eins og í
öllum iðnaðarríkjum reyndar), en
framleiðslukerfið er samt illa virkt,
fjármálaspilling mikil, sinnuleysi
og deyfð og stöðnun ríkjandi
ástand á flestum sviðum, mann-
réttindamál öll í skötulíki.
Áhrif
atburðanna
Við fáum að sjálfsögðu aldrei að
vita, hvað „hefði gerst“ ef tékk-
neska vorið hefði fengið að lifa sitt
sumar. Hitt er víst, að innrásin
vakti upp gífurlega reiði, ekki síst
kommúnista og sósíalista um víðan
heim. Því þeir höfðu bundið miklar
vonir við að tékkneska tilraunin
mundi vísa Austur-Evrópu á leiðir
út úr vítahring valdseinokunar og
þar með ófrelsis. Það var því ekki
að furða, þótt innrásin 1968 yrði til
þess að bilið breikkaði og dýpkaði
milli Sovétríkjanna og sósíalískra
hreyfinga á Vesturlöndum, þar
sem menn komust í vaxandi mæli
að þeirri niðurstöðu að hið sovéska
kerfi væri ekki aðeins stórgallað
heldur beinlínis hindrun í vegi fyrir
því að sósíalismi og lýðræði gengju
í órjúfanlegan hjúskap saman - í
það samband, sem hvorugt má án
vera. Hindrun í vegi fyrir því að
verkamenn „ekki aðeins losni
undan kapítalísku arðráni heldur
geti sósíalisminn boðið vinnandi
fólki upp á meira frelsi og fleiri
réttindi en borgaralegt lýðræði“ -
eins og komist var að orði í „Starfs-
áætlun“ Kommúnistaflokks Tékk-
óslóvakíu frá því í apríl 1968.
Stuðst m.a. við: Zdenek Hejzlar:
Prag í Skugga Moskvu (Praha ve
stínu Moskvy), 1976 og formála
Lucio Rombardo Radice að bók
Zdeneks Mlynars, Praga - questi-
one aperta, 1977.)
„Tilefnislaus innrás
herja Sovétríkjanna
og bandingja þeirra
innan
Varsjárbandalagsins
í Tékkóslóvakíu er
níðingsverk, sem
hlýtur að vekja
hryggðog reiði hjá
öllum þeim sem unna
þjóðf relsi og
sósíalisma. Grið eru
rofin á sjálfstæðu ríki
í því skyni að svipta
það sósíaliskri
forystu, sem sýnt
hefur að hún nýtur
fádæma hylli og
stuðnings
þjóðarinnar.“
Framkvæmdanefnd
Alþýðubandalagsins, 22.
ágúst 1968.
Nýr doktor
Hinn 19. maí s.l. varði Eva Bene-
diktsdóttir, líffræðingur, ritgerð
sína „Airborne non-sporeforming
anaerobic bacteria - A study of
their dispersal and their occurrence
in clean surgical wounds'* við lækn-
adeild Uppsalaháskóla í Svíþjóð.
Doktorsritgerðin fjallar um loft-
fælnar bakteríur, sem tilheyra eðli-
legri húðflóru mannsins en geta
valdið sýkingum eftir skurðaðgerð-
ir þegar stórum gerviliðum er kom-
ið fyrir. Vegna þess að loftfælnar
bakteríur krefjast sérstakra rækt-
unarskilyrða hafa þær ekki komið
frarn við venjulegar rannsóknir á
smitleiðum baktería, og ekkert var
vitað um dreifingarmáta þeirra
áður en rannsóknir þessar hófust.
Aðferðir við að einangra þær úr
lofti og skurðsárum voru prófaðar,
einnig var dreifing þeirra frá líkam-
anum könnuð og rannsóknir
gerðar á því á hvern hátt þær berast
í skurðsár við aðgerðir.
Eva er fædd á Siglufirði 17. sept.
1950, dóttir Hólmfríðar Magnús-
dóttur skrifstofustúlku og Bene-
dikts Sigurðssonar kennara. Hún
lauk stúdentsprófi frá M.A. árið
1970ogB.S. prófi í líffræði frá H.í.
árið 1975. Eva er gift Baldri Sig-
urðssyni kennara og eiga þau tvær
dætur.
Safnamál
Svo nefnist ársrit, sem gefið er út
af Héraðsskjala- og Héraðsbóka-
safni Skagfirðinga og er nú 7. árg,
kominn.
í Safnamálum er að venju birt
ársskýrsla Héraðsbókasafnsins
fyrir sl. ár, greinargerð um Hér-
aðsskjalasafnið og haldið áfram að
birta yfirlit um skjalasöfn hrepp-
anna. Heildarútlán Héraðsbóka-
safnsins jukust um 5,4% frá árinu
áður og voru alls lánuð út 38.464
bindi. Söfnunum báðum barst enn
sem fyrr mikið af gjöfum: bókum.
blöðum, tímaritum, handritum
o.fl. og eru nöfn gefenda birt í rit-
inu. Þá er sagt frá úrslitum vísna-
keppni 1982 ogreyndist Andrés H.
Valberg þar sigurvegari. í vísna-
keppnií áreróskaðeftirbotnumvið
þessa fyrriparta: „Næðingur og
nepjan köld / nú vill lýði þreyta“ og
„Geislar sól um grænan völl, /gyllir
hól og rinda". Auk þess er óskað
eftir vísum um sumarleyfi.
Kveðskapurinn sendist Héraðs-
skjalasafninu, merktur dulnefni en
höfundarnafn fylgi í lokuðu um-
slagi.
Hannes skáld Pétursson skrifar
þáttinn Vísnamál og fjallar þar um
sr. Tryggva H. Kvaran fyrrum
prest á Mælifelli. Eru birtar nokkr-
ar vísur eftir sr. Tryggva og sögð
tildrög þeirra, en sr. Tryggvi var
maður mjög vel skáldmæltur.
Sú hefur verið venja að birta í
Safnamálum hverju sinni örlítið
sýnishorn þess, sem Héraðsskjala-
safnið á í fórum síum. Að þessu
sinni birtast tvö bréf frá sr. Matthí-
asi Jochumssyni til Árna Þorkels-
sonar, bónda á Geitaskarði í Lang-
adal og kviðlingar eftir þá Stein-
grím Thorsteinsson, Jón Mýrdal,
sr. Þorstein á Hálsi og Káinn. Loks
eru allmargar óþekktar manna-
myndir úr myndasafni Héraðs-
skjalasafnsins, ef einhverjir skyldu
geta upplýst af hverjum þær eru.
Stjórn safnanna skipa nú: Kári
Jónsson, Rögnvaldur Gíslason og
Sigurlaug Sveinsdóttir, tilnefnd af
bæjarstjórn Sauðárkróks og Krist-
mundur Bjarnason og sr. Gunnar
Gíslason, tilnefndir af sýslunefnd.
Safnverðir eru þeir Hjalti Pálsson
og Kristmundur Bjarnason. -mhg.
.Hvabe'ab^
• Hvermgsp°ru
. Hvernlgend'8^""""
. SSSS--ET
rWtingietdsneytiog
smurnin9SO'iv
þessum og °ta'oor
SPTbLnN við h&ndina
Ml®aörfaaðÞ'Má
er ek ... areitt í betri endingu
andvirðið g nýtlngu a
ábUnumogmeiruy
qG AUKIN