Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 r itst Jórnargrei n úr aimanakinu Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson. Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðión Sveinbiörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Hœkkun í hafi Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. • í forystugrein Pjóðviljans í gær skiptu tveir stafir um sæti í einu orði og varð úr því slæm meining. Þar sem átti að standa að ýmsir forystumenn í flokknum væru í fangelsi fyrri ál- samninga stóð að þeir væru í fangelsi fyrir álsamninga. Hér gæti hafa átt sér stað í prentverkinu það sem kallað er á máli sálfræðinga að renna á rassinn í anda Freuds. Útkoman er allavega út í hött því ef einhverjum á að refsa fyrir álsamn- inga er það Alþingi og það er viðurhlutamikið nema þá með kjörseðlinum í kosningum. • Núverandi samningamenn í viðræðum við Alusuisse vilja lítið tala um þau brot á álsamningunum sem ÍSAL og svissn- eskir eigendur þess hafa orðið uppvísir að. Annað er upp á teningnum í Bandaríkjunum þar sem skattyfirvöld hika ekki við að leggja út í stríð ef þeir komast á snoðir um „hækkun í hafi“. Þetta hugtak er notað yfir það athæfi þegar samsteyp- ur selja dótturfyrirtækjum sínum hráefni eða annan varning á yfirverði til þess að færa gróða milli landa og undan skatt- lagningu þar sem gróðinn verður til. • Bandarísk skattyfirvöld hafa nú fryst 55 milljónir dollara sem alþjóðlegur málm- og olíubraskari á í bönkum vestra. Marc Rich heitir sá, og rekur fyrirtæki í Sviss sem verslar með súrál og málma fyrir gífurlegar upphæðir. Skattyfirvöld í Bandaríkjunum telja að Marc Rich hafi notað svofeilda aðferð í braski sínu: A áttunda áratugnum krækti fyrirtækið í ofsagróða með olíubraski. Gróðinn var svo falinn m.a. með því, að fyrirtækið í Sviss seldi dótturfyrirtæki sínu í Banda- ríkjunum olíu á óeðlilega háu verði. (Hækkun í hafi). Síðan seldi dótturfyrirtækið olíuna á markaðsverði í Bandaríkjun- um, á lægra verði en það þóttist kaupa hana. Þar með var hægt að bókfæra verulegt tap í Bandaríkjunum og komast hjá því að greiða tekjuskatt af fyrra gróðabraski. En gróðinn var kominn í örugga höfn í Sviss. • Bandarísk skattyfirvöld hika ekki við að grípa til einhliða aðgerða eins og frystingar á bankainnistæðum þegar þau verða vör við hækkun í hafi. Það er hliðstæð aðgerð og gripið var til hér eftir að skattar ÍSAL höfðu verið endurákvarðaðir í tíð Hjörleifs Guttormssonar. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra lét þá lækka innistæðu ÍSAL hjá ríkinu með þeim afleiðingum að Alusuisse vísaði málinu til gerðardóms. Nú- verandi stjórnvöld eru ekki eins áhugasöm um að sækja rétt sinn og vilja draga málið úr ljósi alþjóðlegs gerðardóms inn í hálfmyrkur aðiljadóma. Það á að gera herramannasam- komuíag við Alusuisse eins og kunnugt er. íslensku samn- ingamennirnir virðast gera ráð fyrir því að Alusuisse fari að láta sanngirni í stað hreinna viðskiptasjónarmiða ráða ferð- inni. Það væri þá í fyrsta sinn í langri sögu þessa auðhrings. Brennt barn forðast eldinn en íslensku samningamennirnir í viðræðunum við Alusuisse ætla að láta reyna á sanngirni Alusuisse í þriðja sinn eftir að hafa skaðbrennt sig á því tvisvar. Ekki er þrautreynt fyrr en í þriðja sinn.-ekh Vítahringur í Chana • Afleiðing af því að styrkja alþjóðleg auðfyrirtæki með orkuútsölu getur orðið sú að fjármálastofnanir hætti að lána til virkjanaframvæmda. Þetta hefur Ghana-stjórn fengið að reyna í sambandi við Voltavirkjun. Alþjóðlegar peninga- stofnanir eru ekkert hrifnar af því að lána henni fé til þess að stækka virkjunina ef haldið verður áfram að styrkja Reynolds-auðhringinn með undirverði á raforku. Og lána- drottnar Voltavirkjunar, eins og Alþjóðabankinn, kvarta yfir lágri arðsemi af henni vegna orkuútsölunnar. Og Ghanamenn sjálfir kvarta yfir alltof háu raforkuverði til eigin nota. Vítahringurinn er að lokast í Ghana líkt og hér. Þar er það Reynolds og hér Alusuisse.-ekh Hér eru ungmenni frá öllum Norðurlöndum að læra færeyskan dans í hinu nýja Norðurlandahúsi í Þórshöfn, en þetta hús mun án efa verða til þess að Þórshöfn verður eftirsóttur staður fyrir fundi, fyrirlestra, ráðstefnur og námskeiðahald af ýmsu tagi. — Ljósm. -ÞS ingartengsi milli landanna og hefur samþykkt þess þegar haft nokkur áhrif, m.a. með samstarfi á milli kennarasamtaka landanna. Þá vil ég að lokum sérstaklega geta þess að þótt samgöngumálum á sjó hafi verið komið í allgott horf með tilkomu „Norrænu“ sem siglir. á milli íslands og Færeyja, verður ekki það sama sagt um samgöngur í lofti, sem þrátt fyrir allt eru þær samgöngur sem flestir kjósa sér tímans vegna. Hvers vegna standa Flugleiðir sig ekki betur í Færeyja- fluginu? Mér er með öllu óskiljan- legt hvers vegna frestun og tafir á flugi til og frá Færeyjum af ýmsum ástæðum falla ekki undir sömu ákvæði og flug til annarra landa. Hvers vegna greiða Flugleiðir ekki fyrir hótel og uppihald þegar verður að fella niður ferðir frá Fær- eyjum? Mér er spurn, halda menn að Færeyjar séu nýlenda frá fs- landi, eða hvað? Að láta sömu ákvæði gilda á milli landa og í innanlandsflugi er út í hött. Þau óþægindi sem við urðum fyrir vegna þess að ekki var unnt að fljúga til Færeyja dögum saman hefði amk. átt að bæta með því að bjóða upp á hótelpláss, þegar mað- ur hafði ferðast þvert í gegnum Færeyjar til að komast á flugvöll- inn, sem er dagleið frá Þórshöfn. Auk þess var fært til Færeyja heilan morgun og fram yfir hádegi, án þess að Flugleiðir kæmu, en á með- an lentu tvær SAS vélar. Það þarf væntanlega ekki að segja Flug- leiðum, að flugvöllurinn í Fær- eyjum lokast mjög oft eftir hádegið vegna þoku, enda koma SAS vél- arnar sem þó eru mun betur útbún- ar en Fokkerinn alltaf mjög snemma dags til að ná að lenda. Nóg um það. Þetta þarf sem sagt að bæta. Þá miklu möguleika sem hafa opnast á samstarfi á milli ís- lendinga og Færeyinga, ekki síst með opnun hins stórglæsilega Norðurlandahúss í Færeyjum, (sem við skulum heldur ekki eftir- láta Dönum algerlega), á að nýta til fulls. Og Flugleiðir þurfa að bæta sig, eigi menn ekki að taka þann kost að fljúga til Færeyja í gegnum Kaupmannahöfn, til þess að treysta því að komast á leiðarenda. þs Frœndur vorir Fœreyingar Heimskur maður sagði eitt sinn að íslendingum liði svo vel í Fær- eyjum, vegna þess að þar hittu þeir loksins einhverja sem þeir gætu litið niður á. Ekki vil ég viðurkenna þessa speki, en víst leið mér vel í Færeyjum dagana sem ég dvaldi þar fyrst næturgesta í Norður- landahúsinu nýja í fyrrihluta þessa mánaðar og segir nánar af því síð- ar. (Löng og lærð grein í uppsig- lingu.) En mig langar aðeins að drepa á nokkur atriði í samskiptum þessa frændþjóða Færeyinga og ís- lendinga. Mér virðist, að því leyti sem manni getur virst eitthvað á svo stuttum tíma, að við ættum eitt og annað sameiginlegt. En sambandið á milli þessara þjóða í Atlantshaf- inu er hvergi nægilegt. Ef til vill lítum við á þessa þjóð sem danska nýlenduþjóð, en það er mikill mis- skilningur. Færeyingar eru býsna ólíkir Dönum. Þeir eru eyþjóð eins og við, þar sem gamlar hefðir, þjóðtrú og duiúð lifir góðu lífi, á meðan allir draugar eru löngu út- lægir í þeim hluta veraldar sem nefnist Skandinavía, Danmörk einnig meðtalin. Menningarlega held ég nefnilega að við eigum ákaflega margt að gefa hvor annari, færeyska þjóðin og sú íslenska. Og áreiðanlega við- skiptalega einnig. Það samstarf sem hófst árið 1980 á milli íslend- inga, Grænlendinga, Færeyinga og fbúa Norður-Noregs til að auka innbyrðis viðskipti þessara landa, hefur þegar borið ávöxt og mun án efa skila góðum arði með tíman- um. Framleiðsluvörur þessara landa eru um margt hliðstæðar og við getum lært heilmikið hvert af öðru. Mér er þó ef til vill meira í mun að hin menningarlegu samskipti þessara þjóða aukist. Satt að segja var ég mjög hissa þegar ég skoðaði útvarpið í Færeyjumm, því þar er sáralítið til af íslensku efni. íslenskt leikrit hefur ekki verið flutt þar í mörg ár og úrvalið af íslenskum plötum var vægast sagt lélegt. Mik- ið var til af plötum frá sjötta og sjöunda áratugnum, en sáralítið af nýjum plötum. Það var grátlegt að skoða plötusafnið og sjá þar þriðja flokks danskar og norskar plötur í metravís, en ekkert af bestu ís- lensku plötunum. Og nú á að koma upp færeysku sjónvarpi næsta vet- ur. Ég skora hérmeð á íslensk út- varpsyfirvöld að sýna nú sóma sinn í því að taka þátt í þessari uppbygg- ingu með frændum vorum. Ég ætla ekki að halda því fram að við höf- um af miklu að státa í framleiðslu sjónvarpsefnis, en á ýmsum svið- um stöndum við þó aíls ekki aftar en Danir og Færeyingar hafa miklu meira til okkar að sækja en til Dan- merkur vegna landfræðilegrar, menningarlegrar og sögulegrar sér- stöðu þessara eyþjóða. Því má heldur ekki gleyma að alþingi íslendinga og þjóðþingið í Færeyjum gerðu fyrir nokkru sam- þykkt um aukin mennta- og menn- Þórunn Sigurðard. skrifar DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir j Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.