Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983
Uppákoma á
Lækjartorgi á
sunnudaginn
„Eftir að hafa neytt POLLENS kynningar á samtökunum og starf-
blómafræfla' í tvo mánuði var eins semi þeirra fyrir blaðafólk í tilefni
og ég færi í fimmta gír.“ . af því, að hingað er kominn Noel
„Blómafræflar auka kyngetuna Johnson, 83 ára gamall Bandaríkja
hreint ótrúlega“.„Matarneysla maður, Maraþonhlaupari og
þess hóps sem neytti biómafræfla heimsmeistari í hnefaleikum öld-
minnkaði um 15 til 20%.“ unga. Nýlega kom út sjálfsaga hans
Þannig hljóða auglýsingar sölu- hér á landi: „Lífskraftur" heitir
fólks hér á landi um undraefnið hún og gefur Bókamiðstöðin út.
blómafræfla, en nýlega var hafin Noel mun hlaupa á sunnudaginn
sala á því í gegnum Sölusamtökin klukkan tvö frá Fellahelli í
h.f., sem Hilmar Helgason setti á Breiðholti III og skorar á Reykvík-
fót. Hilmar efndi í fyrradag til inga að hlaupa með sér niður á
Heimir Br. Jóhannsson, útgefandi, Bergþóra Árnadóttir, söngkona og
fræfíll, Hilmar Helgason, yfírfræfíll landsins. (Ljósm. -Leifur).
Lækjartorg þar sem Bergþóra inn“. Sá blús er óður Bergþóru til
Árnadóttir mun taka á móti blómafræflanna, en Bergþóra seg-
hlaupurunum ásamt félögum og ist vera galvösk orðin á rúmlega
syngja m.a. „Blómafræflablús- mánaðarneyslu þessara fræfla.
Erlendur Patursson
sjötugur
Erlendur Patursson þingmaður í
Færeyjum er sjötugur í dag, sunnu-
daginn 21. ágúst. Hann er sonur
frelsishetju Færeyinga, Jóhannesar
Paturssonar kóngsbónda í Kirkju-
bæ og konu hans Guðnýjar Eiríks-
dóttur frá Karlsskála við Reyðar-
fjörð á íslandi. Erlendur lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1933 og stundaði
síðan hagfræðinám við Oslóarhá-
skóla og lauk prófi í þeirri grein.
Hann var í Danmörku á stríðsárun-
um en er hann kom heim til Fær-
eyja stóð hann við hlið föður síns í
stjórnmálabaráttu í Fólkaflokkn-
um en var síðan einn helsti stofn-
andi Þjóðveldisflokksins og hefur
verið þingmaður hans um árabil.
Hann hefur setið sem ráðherra í
ríkisstjórnum í Færeyjum og einnig
verið þingmaður á danska þinginu
fyrir hönd Færeyja. Erlendur Pat-
ursson er mikilvirkur fræðimaður
og eftir hann liggja tvö meiri háttar
ritverk um fiskveiðisögu Færey-
inga. Hið fyrra heitir Fiskveiði og
fiskimennn í tveimur bindum en
hið síðara Fiskvinna og fiskvinnu-
mál 1940-1970 í þremur bindum.
Erlendur er eins og faðir hans einn
merkasti stjórnmálamaður Færey-
inga á þessari öld og hefur jafnan
barist fyrir algjöru sjálfstæði Fær-
eyja. Þjóðviljinn sendir honum
heillaóskir á afmælisdaginn.
Noel Johnson þakkar blóma-
fræflum fjör sitt og atorku - þeir
séu lífsæðin, sem gefi honum þrek
til allrar áreynslunnar, sem hann
megnar að takast á heraðar nú.
Og hvað eru svo þessir blóma-
fræflar? Það ku víst vera karlfræfl-
ar blóma, sem hunangsflugan hef-
ur safnað í bú sitt og bundið hun-
angi. Þegar hunangsflugan treður
sér í gegnum margföld sigti býkúp
unnar hrynja um 60 prósent af
fræflunum í þar til gerða söfnunar-
skúffu fræfla- „bóndans“.Fræfl-
amir frá POLLENS eru þeir
einu, sem vitað er um sem em
hraðfrystir strax eftir söfnun,
þannig að fræflarnir halda fersk-
leika sínum og næringargildi.
í tilefni af komu Noels Johnson
mun veitingahúsið Hótel Borg í
Reykjavík taka upp nýjan matseðil
í næstu viku, unninn undir leiðsögu
dr. Jóns Óttars Ragnarssonar, og
mun þar verða á boðstólum algjört
hollustufæði. Noel Johnson mun
manna fyrstur smakka á
góðgætinu.
Af „Sölusamtökunum" er það
að frétta, að sögn Hilmars Helga-
sonar, að sölufólkið í blómafræfl-
um hafi staðið sig miklu betur en
búist var við, þannig að ekki var
unnt að bæta við nýjum vöruteg-
undum - fyrr en nú. í október mun
fólkið hins vegar hafa einnig á boð-
stólum bensínsparandi efni fyrir
bfla og sömuleiðis olíusparandi
efni fyrir hús og skip. Nefndi Hilm-
ar sem dæmi, að efni þetta myndi
spara manni í Breiðholti, sem ekur'
um 20.000 kflómetra á ári, litlar 8
þúsundir króna á ári. Kvað Hilmar
Chrysler og Ford bílaverk-
smiðjurnar í Bandaríkjunum hafa
prófað efnið og ábyrgst gæði þess.
Þá hafa Sölusamtökin fengið
einkasöluleyfi fyrir blómafræflana
og bensínsparandi efnið í Skandin-
avíu, Luxemborg og Hollandi og
umboðsmenn samtakanna í þess-
um löndum munu hafa sama hátt-1
inn á við söluna og gert er hér, þ.e..
sölu í heimahúsum.
-ast
ritstiórnargrein
Iþróttahreyfingin
þatf siðareglur
Það var að mörgu leyti þarfa-
verk hjá Morgunblaðinu að
ráðast til atlögu gegn fjármála-
samskiptum íþróttahreyfingar-
innar við fyrirtæki. Að vísu var
greinilega ætlun blaðsins að
koma með því höggi á Samvinnu-
hreyfinguna og Framsóknar-
flokkinn en það er önnur saga. í
ljós hefur þó komið að samningar
Sambandsins og fyrirtækja þess
við íþróttasambönd og félög eru íi
engu frábrugðnir „íþróttasamn-
ingum“ annarra fyrirtækja.
Kvaðirnar eru áþekkar, en orða-
lagið ef til vill eilítið gagnsærra og
hégómlegra hjá Sambands-
mönnum en öðrum sem eru hag-
vanari á þessu sölutorgi.
Vafasamt sölutorg
• Því sölutorg er það vissulega.
íþróttahreyfingin berst í bökkum
fjárhagslega og hefur úti allar
klær til þess að afla fjár til sinnar
þjóðhollu starfsemi. Fyrirmyndir
hafa í þessu sem öðru verið sóttar
til annarra landa, og þaðan eru
komnar hugmyndirnar um að í-
þróttamenn og félög þeirra taki
að sér að auglýsa fyrirtæki og
vörur þeirra beint og óbeint gegn
styrkjum, beinum greiðslum og
fyrirgreiðslu af ýmsu tagi.
• Menn sem eru þeirrar skoðun-
ar að öll mannleg samskipti séu
best komin sem söluvarningur
ættu ekki að æja sér yfir þeirri
þróun sem orðin er. Hún er engu
að síður afar hvimleið og getur
komið íþróttahreyfingunni illi-
lega í koll. Fyrir utan þau ónot
sem því fylgja að íþróttamenn
skuli jafnan þurfa að vera sem
gangandi vöruauglýsingar, þá
verður erfiðara fyrir hreyfinguna
að sækja í sameiginlega sjóði
landsmanna, þegar hinir vísu
landsfeður hafa fyrir augunum
fjárstreymið frá fyrirtækjunum.
Þá liggur fyrir að samnings-
aðstaða íþróttasambanda sem
hafa tekið á sig sérstakar auglýs-
ingakvaðir fyrir ákveðin fyrirtæki
gegn greiðslum, svo sem kvaðir
um að sjónvarpa verði frá kapp-
leikjum, svo nafn fyrirtækisins
komist örugglega á skjáinn, eru
fyrirfram búin að spilla sinni
samningsstöðu við opinbera
fjölmiðla.
Hvar eru mörkin?
• Fyrirtækin hafa margskonar
hag af auglýsingasamskiptum við
íþróttafélög. Þau fá beina og
óbeina auglýsingu fyrir snúð sinn,
velgengni kappliðs eða íþrótta-
sambands færist yfir á vörumerki
þeirra, og í sumum tilfellum er
tilgangurinn að sleppa undan
skattinum. Næstum hvaða stór-
fyrirtæki (á íslenskan mæli-
kvarða) sem er stundar þessi
auglýsingaviðskipti, Sambandið,
Eimskip, Morgunblaðið o.s.frv.,
og næstum hvaða íþróttasamtök
sem færa sér þau í nyt, KSÍ, FRÍ,
HSÍ, KR, ÍA, Fram o.s.frv. Sjálft
Morgunblaðið lætur sig ekki
muna um „að kaupa upp“ skíða-
keppni, hlaup umhverfis landið
og skokk yfir kaldan Kjöl. DV er
enginn eftirbátur í þessu og fram-
kvæmdastjórar og ritstjórar
blaðanna fá að afhenda verðlaun
og halda ræður. Þeir borga brús-
ann. En endanlega borga hann
almennir neytendur í vöru-
verðinu.
• Þjóðviljinn hefur meira að
segja af sínum litlu efnum tekið
þátt í firmakeppni íþróttafélaga
og m.a. stært sig af því að vinna
útiskákmót á Lækjartorgi 5 sinn-
um í röð, enda ekki öll fyrirtæki
sem hafa alþjóðlegan skák-
meistara meðal starfsmanna
sinna.
• Hér er komið að kjarna máis-
ins. Hvar eru mörkin? í kapítal-
ísku þjóðfélagi er vonlaust verk
að ætla sér að snúa þessari þróun
til baka í einni svipan. Það er
heldur ekki æskilegt að íþróttafé-
lögin verði í einu og öllu á ríkis-
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
framfæri. íþróttahreyfingin þarf
hinsvegar að taka sér ærlegt tak
og endurskoða sína stöðu. Ætlar
hún að halda áfram að selja sig
fyrirtækjum, á hvaða verði og
með hvaða kvöðum? Á hér að
þróast atvinnumennska í íþrótt-
um, hálfatvinnumennska, eða á
að halda fast við áhugamanna-
íþróttir? Eru einhverjar aðrar
fjáröflunarleiðir æskilegri en
auglýsingamennska fyrir fyrir-
tæki? Þetta eru allt spurningar
sem íþróttahreyfingin hlýtur að
leitast við að svara á þingum sín-
um á næstunni.
Siðbótar er þörf
• Þjóðviljinn getur sem vegar-
nesti gefið íþróttamönnum og fé-
lögum þeirra þá ábendingu að
hyggilegast væri að útbúa siða-
reglurfyrir fjáröflun á vegum í-
þróttahreyfingarinnar. Blaða-
menn hafa komið sér saman um
siðareglur og auglýsingastofur
hafa náð saman um sínar siða-
reglur. Slíkar reglur girða ekki
fyrir það að blöðum og auglýsinga
stofum sé misbeitt, en þær eru
ákveðin viðmiðun sem menn vita
af og eru dæmdir eftir innan við-
komandi starfsgreina. Siðareglur
fyrir fjáröflunarmenn íþrótta-
hreyfingarinnar gætu komið í veg
fyrir að talað sé um hana eins og
hórkonu á sölutorgi. Við okkar
aðstæður verður seint útrýmt
kaupmennsku kringum íþróttir,
en það má siðbæta þau viðskipti.
Það verður íþróttahreyfingin að
gera sjálf eigi hún að standa undir
nafni og viðhalda drengskapar-
anda íþróttanna.
- ekh