Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983
heldur Svobodová Trida. Kona
sem við hittum á leiðinni fylgdi
okkur á hótelið, en sagði, að eigin-
lega væri útgöngubann og ætti fólk
ekki að vera á ferli eftir myrkur.
Samt sáum við í sömu götu hóp
tékkneskra ungmenna á tali við so-
véska hermenn í skjóli skriðdreka.
Svona viðræður eru mjög algeng
sjón hér þessa dagana, og reyna
Tékkarnir að leiða hermönnunum
fyrir sjónir, hve innrásin og her-
námið sé rangt, að hér hafi engin
gagnbylting verið í vændum og
engin hætta á henni. Dátarnir
svara, sumir æstir, flestir þó ró-
legir. „Okkar sannleikur og þeirra
sannleikur", sagði maður sem ég
spurði um hvað væri verið að tala. I
byrjun var fólk hvatt til slíkra sam-
ræðna við hernámsliðana, en þegar
í ljós kom hve tilgangslausar þær
voru, varð stefnubreyting og fólk
beðið að skipta sér ekki af þeim.
Andófið í Tékkóslóvakíu
Aö kvöldi 21. ágúst 1968, fyrir
réttum 15 árum, geröu herir 5
ríkja Varsjárbandalagsins inn-
rás íTékkóslóvakíu og bundu
þannig enda á tékkneska vorið.
Tékkóslóvöskyfirvöldog allur
almenningur í landinu mót-
mæltu innrásinni. Svo geröu
einnig sósíalistar víöa um heim
þ.á.m. á íslandi. Vilborg
Haröardóttir blaðamaður var á
leiö inn í T ékkóslóvakíu nokkr-
um dögum eftir hernámið og
komst inn í landið þó aö ferðir
útlendinga þangað væru mjög
takmarkaðar. Hún lýsti reynslu
sinni í tveimur blaðagreinum,
sem birtust í Þjóðviljanum í
septembersamaár. Hérverða
birtar nokkrar glefsur úr þeim
og látum þá Vilborgu hafa orð-
ið.
Ungmenni halda heiðursvörð um látna félaga við Venesláusarstyttuna í Prag. Ljósm.: Vilborg Harðardóttir.
Það er einkum unga fólkið, sem
enn reynir að tala við
hermennina.-------
Fyrsta morguninn okkar hérna,
30. ágúst, fórum við auðvitað strax
í gönguferð um miðbæinn. Ég er
viss um að ég fer ekki með ýkjur
þegar ég segi að á hverju einasta
húsi og í hverjum einasta búðar-
glugga voru áletranir, málaðar eða
á spjöldum. Sums staðar ljóð, til-
kynningar og teikningar. Einnig
eru límd upp dagblöðin sem koma
út leynilega, Tékkar vilja ekki
segja ólöglega.------
Vinkona mín á heima í götu sem
heitir Natousová og er í hverfinu
Smíshov. Þangað tók ég leigubíl til
að heimsækja hana. En bílstjórinn
þekkti ekki götuna og þar sem eng-
in skilti né númer voru á húsunum
lentum við í mestu vandræðum.
Fólk sem við spurðum til vegar
yppti öxlum og fylgdi þar með.
boðorðunum tíu sem fræg urðu á
stríðsárunum hér og hafa nú verið
tekin upp aftur: Ég veit ekki, ég
heyri ekki, ég segi ekki, ég skil
ekki, ég man ekki, get ekki o.s.frv.
og enda á ég gleymi ekki. Loks
tókst bílstjóranum að sannfæra
fólk um að ég væri hvorki svikari,
njósnari né Rússi og reyndist þá
auðvelt að finna bæði götu og hús-
númer fyrir okkur.
í Opletalová-götu, sem er í mið-
bænum, áttum við í samskonar erf-
iðleikum með að finna húsnúmer
kunningja okkar og datt þá í hug að
fara inn í hvert hús og lesa á póst-
kassana. En heldur var það til lítils,
því auðvitað höfðu öll nöfn verið
fjarlægð af kössunum, jafnvel
skrifað eitthvað annað, eins og t.d.
í einu húsinu, þar sem á 21 póst-
kassa stóð æ og aftur nafnið Josef
Novák. Það var herra Josef Novák,
Josef Novák 97 ára, Josef Novák
elsti, Josef Novák junior, Josef No-
vak þetta og hitt...
Efst á Václavské Námestí stend-
ur stytta heilags Venesláusar fyrir
framan þjóðminjasafnið. Þarna
varð einna mest skothríðin við inn-
rásina og er framhlið safnhússins
meira og minna skemmd. Enginn
skilur hvers vegna var ráðist á safn-
ið, þó hef ég heyrt þá skýringu, að
hermennirnir hafi haldið, að þetta
væri útvarpsstöðin. Við styttuna
féllu þrjú ungmenni, þar af einn 14
ára, fyrir kúlum hermannanna, og
á þessum stað stendur ungt fólk nú
dag og nótt heiðursvörð um þessa
látnu félaga sína og aðra sem féllu
við innrásina í Prag. Þau standa
þarna með þjóðfánann og með
svartan sorgarfána, en við fótstall
styttunnar leggur fólk daglega
fersk blóm og tendrar kerti og er
þarna heilt blómahaf.“
„Brautarstöðin í Cheb, fyrsta
bænum innan landamæranna.
Lestin stansar og enn undrumst við
dirfskuna: „Sósíalismi já - Hernám
aldrei - Við erum frjáls þjóð“,
stendur á stóru spjaldi á stöðvar-
byggingunni og einkennisklæddur
brautarvörður kemur og dreifir
leynilega prentuðu Práce, blaði
verkalýðsfélaganna, inn um
gluggana.
Enn koma landamæraverðir,
segjaokkur að bíða... Eftirnokkra
bið koma verðirnir enn: „Þið getið
farið til Prag!“ Þeir verða að endur-
taka þetta áður en við trúum okkar
eigin eyrum. Til Prag! Tilhlökkun
og kvíði togast á.
„Hringduð þið til Prag til að
spyrja hvort ætti að hleypa okkur
inn í landið?" spyr ég annan
vörðinn. „Hringdum!" Nei, bann-
settir Rússarnir hafa klippt á lín-
una. Þeir leyfa sér hvað sem er.
Þetta hafa verið skelfilegir dagar".
„Vitið þið, að þið eigið stuðning
um allan heim?“
„Það er líka það eina, sem við
eigum eftir“, svarar hann bitur,
„og virðist því miður ekki hafa á-
hrif til eða frá. Við erum ekki ann-
að en peð á skákborði stórveld-
anna.“
Á leiðinni sjáum við æ fleiri
dæmi um þessa aðdáunarverðu,
hæglátu.en þó opinskáu ogákveðnu
andstöðu tékknesku þjóðar-
innar gegn innrásinni. Á hverri ein-
ustu brautarstöð er fáninn ýmist
dreginn í hálfa stöng eða sveipaður
sorgarfána. Heiti stöðvanna hafa
verið máð burt til að villa um fyrir
innrásarherjunum, þess í stað er
víða málað Dubcek - Svoboda -
Cernik eða Lifi Cisar...Það er
stansað í Plzen. Þar eru stórar á-
letranir við brautarstöðina: Burt
með hernámsliðið - Varið ykkur,
kvislingar - Burt með svikarana.
Ég er ekki laus við glímuskjálfta
þegar ég tek myndir af þessum á-
letrunum. Þegarég var íTékkósló-
vakíu fyrir 11 árum var bannað að
taka myndir á járnbrautarstöðvum
og nú er meira að segja árásarher í
landinu. En ekkert skeður, og
tékkneskurlögregluþjónn, sem sér
til mín, brosir aðeins vingjarnlega.
Við getum varla slitið okkur frá
gluggum lestarinnar alla leiðina og
svo er reyndar um fleiri. Slóvaki,
eldri maður, sem stendur við hlið
mér í lestarganginum, þýðir fús-
lega á þýsku það sem við skiljum
ekki til fullnustu og fleira af sam-
ferðarfólkinu hjálpar eftir bestu
getu. Slóvakinn er frá Bratislövu,
þar sem sagt er að átök hafi orðið
einna harkalegust. Hann hefur
ekkert heyrt frá konu og börnum
síðan innrásin var gerð og er
Vilborg Harðardóttir var komin
til Prag nokkrum dögum eftir inn-
rásina.
Sósíalismi já - Hernám nei. Vegg-
spjald í Prag í ágúst 1968.
um hér. En nú voru göturnar illa
lýstar, aðeins eitt og eitt götuljós á
stangli og það sem verra var: engin
götuskilti, engin húsnúmer. Við
vissum varla hvar við vorum.
Allt í einu stóðum við fyrir fram-
an útvarpsstöðina. Við höfðum
auðvitað heyrt um átökin þar í
fréttunum. Samt fór hrollur um
mann við að sjá sundurskotnar
rúðurnar og skotbrot í veggjum og
ekki síst gapandi tómar gluggatótt-
ir brunninna húsa í kring. I algjör-
lega óupplýstri hliðargötu við út-
varpsstöðina stóðu margir
skriðdrekar. í næstu hliðargötu
líka. Þeir voru þá ekki komnir
lengra burt en þetta, þótt sagt hefði
verið í fréttunum að þeir væru
horfnir af götunum í Prag.
Við hröðuðum okkur burt, kom-
umst loks að raun um, hvar við vor-
um stödd og héldum þá að húsi
alþjóðlegu stúdentasamtakanna,
þar sem við eigum vini. Þar var
búið að taka niður skilti samtak-
anna en á húsveggnum stóð: Long
live Dubcek! Auðvitað var enginn
að vinna, en næturvörður vísaði
okkur á hótel í næstu götu, sem
auðvitað hét ekki lengur Zítna,
Glefsur úr greinum
Vilborgar Haröardóttur en
hún var í Prag viku eftir
innrás Rússa fyrir 15 árum
kvíðinn. „Hefðu þau ekki verið,
hefði ég orðið éftir í Þýskalandi",
segir hann. „Það er alls staðar hægt
að fá vinnu, en fjölskylduna yfir-
gefur maður ekki“.
Loks komum við á aðaljárn-
brautarstöðina í Prag. Hvað nú?
Enginn býst við okkur, enginn
tekur á móti okkur, því að ekki var
hægt að senda skeyti um komu
okkar... Við ákváðum að biðja for-
eldra tékkneskrar kunningjakonu
á fslandi að skjóta yfir okkur
skjólshúsi um nóttina. Við höfum
heimilisfangið en vantar símanúm-
erið. En í símaklefum járn-
brautastöðvarinnar eru engar
símaskrár. Ekki heldur í símaklef-
unum utan húss. Það er sama
hvernig við reynum, hvergi er
símaskrá. - Síðar var okkur sagt að
símaskrár hefðu verið fjarlægðar
úr öllum opinberum símaklefum til
að gera hernámsvöldunum erfið-
ara fyrir ef þeir ætluðu að handtaka
menn.
Það var orðið dimmt og okkur
tókst ekki að ná í nokkurn leigubíl
svo við gengum af stað með ferða-
töskurnar. Ætluðum að reyna að
komast í sírha í einhverju veitinga-
húsi, þurftu’m líka að fá okkur að
borða, því enginn veitingavagn var
í lestinni. Én hvernig sem við
reyndum, var ekkert einasta
veitingáhús, ekki smákrá opin.
Öllu var lokað kl. 5 vegna hins ó-
trygga ástands.
Vegna viðgerða við Smetana-
leikhúsið og byggingar þinghússins
við hlið þess var gatan lokuð og við
urðum að beygja af leið. Og nú
hófst hálfgerð martröð. Hingað til
höfðum við haldið að við þekktum
Prag sæmilega vel, síðan við bjugg-
Fólk að lesa og skrifa upp áletranir á spjöldum í Na Prihope. Ljósm.:
Vilborg Harðardóttir.
Brautarstöðin í Plzen. Burt með hernámið, stendur á veggnum. Ljósm.:
Vilborg Harðardóttir.