Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 Urðir í Svarfaðardal Svarfaðardalur í kulda og regni Árið 1974 kom út á vegum the Viking Society í London lítil ferðasaga frá íslandi eftir enska konu sem fór til íslands árið 1931. Þessi kona hét Alice Selby og var kennari íénskri málsögu og indó-evrópskri málfræði í University College í Nottingham. Saga hennar er ákaf lega hispurslaus og hún hikar ekki við að segja löst og kost á því sem fyrir augu ber. Alice Selby kom með Goðafossi til Reykjavíkur í lok júní 1931 og var þar um tíma og ferðaðist m.a. til Þingvalla. Þá fór hún norður í land til Eyjafjarðar og þaðan austur á firði og síðan til baka til Skagafjarðarog suður til Reykjavíkur. Er hún var í Eyjafirði dvaldi hún m.a. í vikutíma hjá presthjónunum á Völlum í Svarfaðardal, þeim séra Stefáni Kristinssyni og Sólveigu Eggerz. Við grípum hér niður í frásögn af þeirri dvöl. Næsta dag hélt ég áleiðis með vélbát til Svarfaðardals ásamt prestinum og fjölskyldu hans. Ætl- unin var að leggja af stað snemma morguns en svo leið að hádegi og klukkan var orðin 6 síðdegis þegar ofhlaðinn báturinn lagði loks frá bryggju. Ferðalagið var ekki mjög þægilegt þar sem um borð voru séra Stefán og fjölskylda hans, áhöfnin, eigandi bátsins og vinir hans, farangur okkar, viðarhurð, hrífur, mjölsekkir, tunnur og þrjár vírnetsrúllur. Eldri konurnar vöfðu sjölum um herðar sér og hurfu niður í örlítinn lúkarinn. Við hin hreiðruðum um okkur á sekkj- um og tunnum og átum smákökur upp úr pappírspokum. Séra Stefán og dóttir hans fóru úr bæjarfötun- um og steyptu yfir sig olíustökkum og fóru í stígvél. Það var ónotalega kalt og dálítil ágjöf. Eftir fjögurra tíma siglingu komum við til Dal- víkur sem er lítill fiskiveiðibær í minni Svarfaðardals. Þar var ekk- ert að sjá nema dálitla þyrpingu húsa, að mestu leyti nýja. Bryggjan eða bryggjurnar því að þær eru tvær, veikbyggðar viðarbryggjur, teygja sig út í fjörðinn með ryðguðum sporteinum á miðju. Þær eru þaktar þorskhusum sem verið er að þurrka til að setja í fiski- mjöl. Þettaminnirhelstátrúarhof í þorpi í Melanesíu - á staurum með röðum af glottandi hauskúpum. Ferðalag að Völlum Við stóðum á bryggjunni og skulfum meðan verið var að af- ferma bátinn. Og um borð var miklu fleira en ég hfði áður séð - kassar, töskur og bögglar, vaskur, rennur, stór járnhlutur, - sennilega suðutæki og fleira. Meðan verið var að flytja þetta allt í land voru tvær fallegar vinkonur Ingibjargar, báðar með skotthúfur, dansandi og flissandi í kringum hana, glaðar yfir endurfundunum því að hún hafði verið ár í burtu að kenna leikfimi í Reykjavík. Ég var leidd upp bryggjuna og eftir þorpsgötunni. Víður dalur opnaðist til suðurs með snjótyppt fjöll á báðar hliðar og fjallgarð sem lokaði botni dalsins. Breið og fremur straumhörð á liðaðist um dalinn eftir grænum grundum. Fjallstindarnir voru bleikir að sjá í kvöldsólinni og í aflíðandi hlíðum upp frá dalsbotninum, undir snar- bröttum fjöllunum, mátti sjá Iitla hvíta bæi á víð og dreif. Við fórum inn á heimili „skotthúfu-stúlknanna“ og fengum mjólk og köku við þakkarverðan hita frá rafmagnsofni. Þörfum nátt- urúnnar var sinnt í svefnherbergi með hj álp kopps sem var tyllt frem- ur tæpt upp á dívan. Síðan kom vörubíll. Vörunum af skipinu hafði verið safnað saman Dalvík Brot úr ferða- sögu A lice Selby sem heimsótti ísland árið 1931 og bætt við heilmiklum fiski - sil- ungi og einhverjum stórum flötum fiski sem enn var spriklandi eins og hann væri að mótmæla því að vera fluttur inn í aðra veröld. Prestsfrú- in fór í framsætið en séra Stefán, Ingibjörg og ég settumst á kassana uppi á bflnum og vorum ekki of örugg með okkur. Við hossuðumst af stað og svinguðum eftir tiltölu- lega góðum vegi. Eftir um mflu ak- stur fórum við yfir brú sem ekki mátti vera mjórri og fylgdum síðan vagnslóða eftir árgrundunum, fó- rum yfir aðra brú og ókum enn um hríð eftir vagnslóðum. Áin rennur hér í fjórum eða fimm kvíslum og loksins urðum við að fara í bát yfir ána. Hinum megin var svartur, loðinn hundur, kallaður Snati, sem gelti í miklum æsingi og fagnaðar- látum vegna heimkomu fjölskyld- unnar. Drengur beið þarna með hest og langan hestvagn. í honum fórum við upp dalshlíðina um það bil hálfrar mílu leið og komum að | Völlum. Þar er hvítt bárujárnshús með timburlistum, eins konar einbýlis- hús með tveimur göflum og háum tröppum upp að aðaldyrunum. Þetta er prestssetur og fast við það er pínulítil hvít kirkja með græn- máluðu þaki. í kringum hana er gamall upphækkaður kirkjugarður en þeir sem eru að flýta sér virða ekki helgi hans því að stysta leiðin niður að ánni liggur í gegnum hann. Hér er einnig nýr kirkju- garður sem er girtur og í honum er röð af trjám og ein af þessum djörfu tilraunum til garðyrkju, lúp- ínur og valmúar, allt fremur fölt að sjá vegna napurra vinda. Prestshjónin Ég hef ekki lýst prestinum og konu hans. Hann er skeggjaður eins og postuli og er brúnn og veðurbitinn með björt grá augu. Hann var sjómaður á yngri árum og axlir hans eru dálítið signar sem oft er einkenni á miklum kröftum. Hann spýtir heilmikið. Hann er greinilega gamansamur þó að ég gæti ekki skilið gamansögur hans. Á bátnun hafði hann farið í ljósblá vinnuföt, sett á sig leðurlegghlífar og farið í gulan olíustakk og þegar hann var kominn í þennan búning var hann mun meira sannfærandi sem sveitaprestur heldur en virðu- legi brúnklæddi herramaðurinn sem ég hafði hitt um borð í Goða- fossi. Prestar á íslandi hafa enga einkennisbúninga hversdagslega. Við messugjörð bera þeir hins veg- ar svartar hempur og fallega kraga um hálsinn. Prestsfrúin er feit og hefur fallegt, vinalegt andlit. A Akureyri var hún í svörtum og að- skornum þjóðbúningi með litfagra silkisvuntu og stórt hvítt silkislifsi á brjóstinu. Hár hennar var fléttað í nokkrar fléttur sem voru festar upp undir litlu skotthúfuna. Yfir þess- um búning var hún í venjulegri regnkápu. Heima við klæðist hún baðmullarkjól sem hefurengin sér- stök þjóðleg einkenni og þá hanga flétturnar lausar niður bakið. Dótt- irin Ingibjörg er nútímaleg - hún er lítil og fim, flautar og gengur eins og strákur og hefur litlar mætur á þjóðbúningnum. Er við gengum inn um dyrnar á húsinu sneri húsfreyjan sér að mér og bauð mér vingjarnlega vel- komna til Valla. Við fórum inn í framstofuna en þar hafði verið reidd fram máltíð á borði - hnífar með hornskefti, hveitibrauð og rúgbrauð, stórt smjörstykki og stór mjólkurkanna. Ég naut þess að fá að borða því að nú var klukkan orðin eitt eftir miðnætti og fyrir utan eina eða tvær smákökur um borð í bátnum og mjólkina á Dal- vík hafði ég ekkert fengið að borða síðan á hádegi. Við fengum kálfa- kjöt með kartöflum og soðnum eggjum og síðan graut með mjólk

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.