Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 13
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 13
út á. Eftir máltíðina beið ég úti í
hálfrökkrinu þar til búið var að
bera farangur minn frá ánni. Það
var ilmur úr grasi og lykt af mó-
reyk. Það var kalt og hljótt nema
hvað spói vall ásamt maka sínum í
grasinu við ána.
Ógnvekjandi náttúra
Ég dvaldi eina viku í Svarfaðar-
dal og veðrið varð stöðugt verra. í
fyrstu var bjart en kalt. Síðan
þykknaði upp og byrjaði að rigna.
Eftir það varð enn kaldara og rign-
ingin breyttist í snjó og slyddu.
Napur vindurinn blés stöðugt.
Fyrstu kynni mín af íslenskum svei-
tum voru því afar dapurleg.
Norðanvindurinn gnauðaði á hús-
inu. Grasið var grænt en þó fremur
fölt. í litla kirkjugarðinum á Völl-
um voru fáeinir íslenskir valmúar
og þangað lagði ég oft leið mína til
þess að gleðja augu mín með
rauðum og gulum blómum. Allt
annað virtist fölt og kalt. Áin var
köld og blá, fjöllin litlaus nema
topparnir sem skáru sig út úr með
hörðum fönnum. Fjallshlíðarnar
taka lit sinn frá himninum. í dimm-
viðri er á þeim hlutlaus skuggi,
grænleitur með stórum breiðum af
gulleitri möl, gráum klettum og
steinum. Það er aðeins í sólskini
sem þau verða elskuleg og ólýsan-
lega blá og skuggarnir frá skýja-
hnoðrum þjóta um hlíðarnar.
Þegar ég var ein á gönguferðum
mínum um dalinn hafði ég dálítinn
ótta af náttúrunni. ísland virtist
mér eins og stór skepna, ung og
aðeins hálftamin. Það er alltaf
hreyfing á yfirborðinu og ef önnum
kafnir bændurnir væru ekki alltaf
að slétta túnin yrðu þau fljótt þýf-
in. Stundum verða meiri háttar
náttúruhafmarir - eldgos og
Séra Stefán Kristinsson á Völlum
skriðuföll - og allt yfirborð lands-
ins breytist.
Ég býst við að hræðsla mín í
þessari hörðu náttúru hafi stafað af
því að gróf manngerð, eins og ég er
sjálf, hefði átt að kynnast henni
hægar. Aldrei áður hef ég komist í
svo nána snertingu við svo víðáttu-
mikil flæmi af náttúru. í flestum
löndum, sem ég hef ferðast um, hef
ég séð villt land í hópi með öðrum
eða frá öruggu skjóli um borð í
skipi, í járnbrautarlest eða bfl. Þar
að auki var ég alltaf hungruð þar
sem ég var of feimin til að fara heim
á bæina til að biðja um veitingar.
Ég hugsaði með eftirsjá til göngu-,
túra í Týrolafjöllum þar sem búast
mátti við fallegum, litlum veitinga-
stað á næsta leiti með borðdúkum
og rjómakökum. Hér vissi ég að
handan við næsta leiti beið mín
ekkert nema grasbrekkur og fjalls-
hlíðar. Jafnvel dýrin virtust mér
fjandsamleg og er það engin furða
þar sem landið er vindbarið og
júnísnjórinn liggur óbráðinn í laut-
um. Nautkálfur stangaði mig,
hundar glefsuðu í mig og kríur
réðust á mig þegar ég nálgaðist
varpsvæði þeirra. Jafnvel sauðféð
var óvinsamlegt og hristi hornin í
átt til mín svo að ég neyddist til að
beygja af leið.
Ég minnist þess að á föstudegi
gekk ég út dalinn niður að sjónum
og skyndilega kom ég á nýjan veg
þar sem nokkrir menn og drengir
voru að vinna. Ég fagnaði því að
hafa svo mikla mannúð í grennd
við mig og sniglaðist í kringum þá
eins lengi og ég gat. Vegurinn var
hér og þar hlaðinn upp með torfi og
grjóti. Öldur fjarðarins dundu á
vegkantinum og ég fór að hugsa um
hversu langur tími liði þangað til
þessar gráðugu öldur gleyptu í sig
þennan nýja tengilið við siðmenn-
inguna.
Á leiðinni heim þetta kvöld gekk
ég með manni í bláum vinnufötum
og við spjölluðum saman með
nokkrum erfiðleikum. Er við nálg-
uðumst bæinn sem hann bjó á dró
hann mig út af veginu niður í dálitla
lægð og sýndi mér heila þyrpingu af
leikfangahúsum sem börnin á bæn-
um höfðu gert. Pínulitlu moldar-
húsin voru með torfþaki og í kring-
um þau voru kindarhorn. Þarna
var blómum plantað í garðana og
þar var jafnvel krikjugarður með
krossum, gerðum úr eldspýtum.
Þetta þótti mér óskaplega
skemmtilegt.
Innandyra á Völlum
Um nóttina gnauðaði vindurinn
á húsinu og slyddan barði pínulitla
gluggana á svefnherbergi mínu sem
mér hafði verið gefið til ráðstöfun-
ar á kostnað aumingja Ingibjargar
sem var vön að sofa þar. Hvernig
hægt var að hýsa fjölskylduna,
vinnufólk og gesti í ekki stærra húsi
var mér óskiljanlegt. í baðstofunni
sefur flest vinnufólkið en hvar fjöl-
skyldan sjálf holaði sér niður tókst
mér aldrei að uppgötva. Svefnher-
bergi mitt var mjög táknræn vist-
arvera. Það var lítið viðarklætt her-
bergi með súð sem náði næstum
niður á gólf. Rúmið var undir
súðinni og ég þurfti að gæta mín vel
að reka höfuðið ekki upp undir.
Veggir og gólf eru máluð, rúmið
hvítt með fjölum undir og hálmi í
botninn, dúndýnu og dúnsæng of-
an á. Þarna var dálítill þvottastand-
ur, stóll og mikill fjöldi ljósmynda,
jólakorta, postkorta og nokkrir
postulínsmunir.
Innanhússmunir á íslenskum
heimilum eru sjaldan virðulegir.
Húsgögnin eru ekki spennandi og
það er ekkert sérstakt sem ein-
kennir heimilin nema ljósmyndirn-
ar, Nottinghamgluggatjöldin og |
blómapottar í gluggasillum. Hins
vegar eru oft dásamlega fallegir
viðarhlutir í eldhúsunum í gömlu
torfbæjunum og timburhúsunum,
kistlar og kassar sem annaðhvort
eru hvítir eða fagurlega málaðir.
Smekkleysið í hinum nýrri hús-
gögnum kemur frá þeim tíma að
bændur byggðu sér ný hús en höfðu
ekki jafnframt þróað með sér nýj-
an smekk. Þegar þeir þurftu að búa
stofur, setustofur og svefnherbergi
húsgögnum í stað baðstofanna
áður fóru þeir í kaupstað og keyptu
fyrstu húsgögn sem þeir sáu. Enn-
fremur höfðu þeir úr mjög tak-
mörkuðu vöruúrvali að velja og
voru háðir kaupmönnum sem
höfðu hvorki smekk né fjármagn til
að birgja verslanir sínar upp af hús-
gögnum.
Það var rigning eða slydda allan I
þennan dag. Ég eyddi honum í
notalegum hita í bestu stofunni en
þar hafði verið kveikt upp í ofni.
Það var laugardagur - sem þýðir 1
þvottadagur - og þá er allt þrifið
fyrir sunnudaginn. Gólf voru þveg-
in, hrein gluggjatjöld sett upp, föt
þvegin og straujuð. Vegna votviðr-
isins þurfti kvenfólkið ekki að vera
í heyskap en tóku þess í stað húsið í
gegn. Við sitjum í borðstofunni og
drekkum kaffi. Húsfreyjan kemur
inn með nýtt kaffi, við hellum í bol-
lana og samræðurnar verða brátt
líflegar. Þær tala um líf eftir
dauðann og í þessu hlýja herbergi
velta þær því fyrir sér hvort þær
yrðu hræddar við að sjá látna vini
sína. Úti hvín vindurinn og snjór
fellur á úrga fjallstoppa. Hús-
freyjan er rjóð í andliti eftir eldhú-
sverkin og sötrar kaffið. Hún telur
að ekkert sé að óttast. Ingibjörg,
nýtískuleg og léttúðug segir
eitthvað á sinn sérstaka hátt og þær
hlæja allar. Presturinn, með gler-
augun uppi á enni, gengur fram og
aftur um stofuna eins og hann væri
á bátsdekki og öðru hverju
staðnæmdist hann fyrir framan
barómetrið eða gægist út um
móðugar gluggarúðurnar. Vinnuk-
onurnar eru ánægðar með að sitja
aðgerðarlausar og hræra í kaffi-
bollunum.
Að gefa
sæði er
líkt og
að gefa
blóð
segir sænskur
sœðisgjafi
Á barn sem hefur komið undir
með sæðisgjöf rétt á því að vita
hver hinn líffræðilegi pabbi er?
Þetta er spurning sem Svíar
spyrja sjálfa sig um þessar
mundir. Göran er 28 ára gamall
sæðisgjafi við stórt sænskt
sjúkrahús og á 2 eigin börn en
a.m.k. tvö önnur vegna
sæðisgjafar. Hann segist ekki
mundu hafa á móti því að
börnin tvö sem hann gaf sæði
til leituðu hann uppi ef þau
óskuðu þess.
Göran er ávallt til reiðu á kvenn-
adeild þessa sjúkrahúss og tvisvar
hefur verið kallað á hann til að gefa
sæði. Mjög mikil leynd er yfir þess-
um sæðisgjöfum og enginn utan
sjúkrahússins veit um sæðisgafir
hans nema hann og kona hans.
Hann hefur velt mikið fyrir sér sál-
fræðilegu og siðfræðilegu hliðinni
við þessar sæðisgjafir og átt sam-
ræður við yfirlækirinn á kvenna-
klíníkinni. Hann telur sig hafa gert
rétt með því að gefa sæði en er
umhugað um að barnið fái góðar
uppeldisaðstæður. Blaðamaður frá
Dagens Nyheter átti viðtal við
Göran og spurði hann hvers vegna
hann væri eiginlega að þessu:
- Ég þarf að hugsa vandlega um
svarið við þessu, sagði hann og
þagði um stund. Líklega er það
sama sem liggur á bak við þetta og
gefa blóð, það er löngunin til að
hjálpa. Sjálfur er ég mikið fyrir
börn og mér þykir vænt um að geta
hjálpað hjónum sem ekki geta átt
börn. Þetta er það eina svar sem ég
get gefið án þess að kafa alltof
djúpt í undirmeðvitundina.
Göran neitar því að peningar
spili inn í því að aðeins 200 krónur
eru gefnar fyrir sæðisgjöf og það er
rétt að það borgi vinnutapið.
Hann á tvö börn í eigin hjóna-
bandi og þau er fædd um svipað
leyti og hin. Blaðamaður spyr hann
um sterka þörf fyrir að uppfylla
jörðina og gleðina við að sjá eigin
svipdrætti í börnum sínum.
- Vissulega er það stórkostlegt
að sjá eigin svip í börnum sínum.
Mín börn eru nær nákvæmar eftir-
myndir af mér eins og ég var á
þeirra aldri. Annars eru blóðbönd-
in ekki sterkustu böndin, miklu
fremur þau bönd sem nást þegar
tekið er í höndina á barninu og
skipt um bleyju á því. Þegar ég sé
börn á götu velti ég því ekki fyrir
mér hvort það eru e.t.v. mín börn.
Jafnvel þótt genin séu frá mér lít ég
ekki á börnin sem framlengingu á j
mér sjálfum.
Þó að Göran segi að hann muni
aldrei að fyrra bragði leita uppi
þessi börn geti hann vel hugsað sér
að þau leiti einn góðan veðurdag
að honum. Skv. núverandi sænsk-
um venjum er sæðisgjafa tryggð al-
gjör nafnleynd en nýtt lagafrum-
varp verður borið fram í sænska
þinjþnu nú í haust og þar verða
e.t.v. ákvæði um að barnið hafi,
þegar það hefur náð vissum aldri,
verði t.d. myndugt, vissan rétt til
að vita hver blóðfaðirinn er þó að
það hafi ekki í för með sér neinar
lagakröfur á hendur honum.
(Þýtt úr DN - GFr).
ÁSKORUN!
um heilsurækt og lengra líf
Noel Johnson er 84 ára gamall Marathonhlaupari og
heimsmeistari í hnefaleikum öldunga meö meiru.
- Ég skora á hvern landsmann að hlaupa með mér frá Fellahelli í
Breiðholti að Lækjartorgi á sunnudaginn kemur -
Hlaupið hefst kl. 14.00 við Fellahelli, Breiðholti, og verður hlaupið um Breiðholts-
braut, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg að Lækjartorgi. Sverrir Friðþjófsson
íþróttakennari ræsir hlauparana.
Hver þátttakandi, sem lýkur hlaupinu, fær viðurkenningarskjal, eintak af bókinni
„Vansæll sjötugur - en vígreifur áttræður“ áritað af höfundi, Noel Johnson, en
bókin er nýkomin út hjá Bókamiðstöðinni.
Að sjálfsögðu fá allir þátttakendur 3ja mánaða birgðir af blómafræflum og hress-
ingu að vild í pylsuvagninum í Austurstræti að loknu hlaupi.
Bergþóra Árnadóttir og félagar taka á móti hlaupurunum á Lækjartorgi með sér-
stakri söng- og skemmtidagskrá.
Frumflutt verður nýtt lag hennar um BLÓMAFRÆFLA. Allir eru hjartanlega vel-
komnir á Torgið.
Þetta er ekki kapphlaup, heldur heilsurækt.
Vonast til að sjá sem flest ykkar.
NOELJOHNSON.