Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 16
Gagn og gaman Eysteins
16 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Hclgin 20.-21. ágúst 1983
eftir Arna Larsson rithöfund
í sumar kom út yfirlitsritið Ný-
græðingar í ljóðagerð 1970-1981
og annaðist Eysteinn Þorvaldsson
cand. mag. útgáfuna. Eysteinn hef-
ur verið áhugasamur um ljóðagerð
yngri höfunda enda ber formáli
hans með sér góða þekkingu á sam-
tímanum, þótt Frank Zappa sé nú
skárri heimild um fjölmiðlagengið.
Sem ritstjóri hefur Eysteinn fullt
frelsi til að ráðskast með fortíðina
að vild. Ritstjórinn segir markmið
ljóðasafnsins vera að sýna heildar-
svip og megineinkenni beztu ljóða
nýrri skálda á næstliðnum áratug.
Ritverk Eysteins er fagurfræði-
legur dómur hans um tímabilið og
er smekkurinn því vandamál hans
sjálfs. En getur fagurfræðin verið
notadrjúgt skálkaskjól?
Ritstjórinn hefur fá orð um það,
að markmiðið sé einnig að hanna
þægilega vinnubók fyrir framhalds-
skólana. Fagurfræðin og notagildið
eiga samleið en sjálfsagt þarf skóla-
bókarhöfundur að gera nokkuð
margar undantekningar frá sann-
leikanum eins og Eysteinn gerir
eðlilega í túlkun sinni á tímabilinu.
En hvort hefur ritstjórinn fagur-
fræðina að ieiðarljósi - eða heiguls-
háttinn? Hefur fræðimaðurinn og
júdókappinn ekki skoðað of marg-
ar iljar á fióttanum frá tímabilinu?
Heimsmynd sú sem ritstjórinn
púslar saman með ljóðavalinu gerir
að engu höfuðmál og aukaatriði. í
lok áratugarins leiðist einu gæða-
skálda Eysteins modernisminn.
Eyste'inn telur þennan skálarstorm
vera afturvirkan og hafa þýðingu
fyrir tímabilið. Smellin kenning er
uppátæki góðskáldsins en vita
áhættulaust fyrirtæki, dilettant-
ismi, sem skiptir tímabilið í heild
ekki svo miklu, því það var fyrri
hluti tímabilsins sem var tími
andófs og endurmats - af sögu-
legum orsökum - ekki. persónu-
legum leiða. Eysteinn hefur kosið
að hafa endaskipti á veruleik tíma-
bilsins og því riðlast skemmtidag-
skrá ljóðavalsins sem heimild um
tilfinningu og hugsun manna á
þessu tímabili.
Auðvitað segir ritstjórinn að fag-
urfræðin hafi ráðið ljóðavalinu, því
hvað annað en fegurðin fær
Eystein til að skrölta á hliðarspori
við sannleikann og samtíðina í
ljóðavalinu; hann heimsækir hinar
reisulegu byggðir og hið skemmti-
lega fólk, þótt aðalbraut þessa
tímabils hafi legið um brunnin þorp
og fólk limlest af lýðræðinu góða:
Skáld hans eiga nebblega að vera
fyndnar kennslustundir.
Gagnrýnendur
og ertingar
Nú hafa umsagnir um ritverk
Eysteins undantekningar lítið ver-
ið vinsamlegar. Jón úr Vör ræður
sér ekki fyrir kæti en tveir bók-
menntafræðingar hafa leyft sér að
vera með vangaveltur um ritstjórn-
ina, og hefur Eysteinn tekið slíkum
umsögnum óstinnt upp. Ólafur
Jónsson segir í DV: „Hvað um aðra
höfunda sem bókin ekki rúmar? Af
mínum strjálu kynnum, stopula
minni af ljóðagerð þessara ára þyk-
ist ég vita fyrir víst að höfundar eins
og Árni Ibsen, Árni Larsson, Jón
Laxdal, Ólafur Gunnarsson til
dæmis og allir hafa einkum birt ljóð
sín í fjölritum, hafi allir saman ort
ljóð sem jafnvel mundu sóma sér
eða betur en mörg þau ljóð og höf-
undar sem eiga hér sæti í bókinni.
Og hér vantar auðvitað þann af-
rækta módernista, Einar Guð-
mundsson....". Þetta segir Ólafur
Jónsson.
Og Silja Aðalsteinsdóttir skrifar
gagnrýni um yfirlitsritið í Tímarit
Máls og menningar. Silja fremur
nokkrar kitlur á ritstjóranum og
lætur sem hún sakni ýmissa yrkis-
efna m.a. þess sem hún kallardæmi
um „tætta veruleikaskynjun nú-
tímamannsins". Af handahófi seg-
ist Silja hafa valið texta eftir undir-
ritaðan (Á.L.), sem dæmi um tor-
ræðan og bölmóðugan texta. Á svo
„bölmóðugum" ljóðum örli ekki í
yfirlitsritinu en skýringuna telur
Silja vera að finna í langri skil-
greiningu Eysteins á þroskaleysi í
formálanum: „Varðandi flokkun
ljóðanna og lífsviðhorfin í þeim er
rétt að taka það fram að ung og lítt
þroskuð skáld yrkja nú sem fyrr
mikið af sjálflægum Ijóðum sem
gjarnan eru hlaðin bölsýni og kvöl
þó að þjáningarnar sýnist ekki
ósviknar. Slík ljóð eru að sjálf-
sögðu ekki birt hér.“
Hérna á hinn námfúsi lesandi að
geta í eyðurnar og skilja að Hall-
grímur Pétursson hafi verið með
utanáliggjandi prentrás - eða
hvað?
Nei, lesandinn verður að skilja
að ritstjórinn hefur af háttvísi,
smekkvísi og góðri greind sópað
burtu bölsýnum viðhorfum, ekki af
því að þau gereyðileggi stemmr.-
inguna í skólastofunni, heldur af
því að bölsýni er illa gerður texti.
Skemmtilegu auglýsingarnar eru
líka búnar að sérhanna veruleika-
skynjunina upp á nýtt fyrir lesend-
ur svo að íslenzkur sölukúltúr verki
eðlilega á fólk.
Allt gengur upp; fagurfræðin,
efnistökin á skólaútgáfunni og rit-
stýringin á hinum bjartsýna heimi.
Aðeins afdráttar-
lausan sannleikann
Nú veit ég ekki hvers vegna
gagnrýnendur eru að nefna mig á
nafn í tengslum við sýnisbókina.
Bókin er fyrst og fremst vandi
Eysteins - ekki minn. Að líkindum
eru gagnrýnendur ekki bara að
stríða Eysteini, þeir vilja sennilega
gera einhverja bragarbót á lipurri
ritstjórn hans.
Hins vegar verð ég að segja eins
og er. Ég held að texti eftir undir-
ritaðan í þessu yfirlitsriti hafi engu
breytt um þá dapurlegu slagsíðu
sem er á ritstýringunni í heild -
burtséð frá þessari spurningu sem
höfundur sjaldnast er spurður:
Hvort hann vilji ekki vera með í
sýnisbók?
Þá er því til a’ð svara að ég mun
aldrei leyfa ritstjóra af gæðaflokki
Eysteins að vasast með minn texta í
Walt Disney-útgáfu hans af árun-
um 1970-1975.
Árin 1970-1975
Aðdragandi þessa tímabils bauð
Þjáningar Árna Larssonar
Svar Eysteins Þorvaldssonar
Það er ánægjulegt að
sýnisbókin Nýgræðingar í
Ijóðagerð 1970-1981 hefur
fengið talsverða umfjöllun
og orðið tilefni skoðana-
skipta. Þetta sýnirvæntan-
lega ekki aðeins að (slend-
ingar er lagið að rífast um
skáldskap heldur líka að
skáldin og Ijóðin skipta enn
máli hjá þjóðinni.
Nú hefur Árni Larsson skrifað
grein um smekk sinn og álit sitt á
þessari bók og á skáldsystkinum
sínum. Hann sendi mér afrit af
greininni fyrir nokkrum dögum
ásamt bréfi þar sem hann mælist til
þess að ég svari samtímis, ef ég
hyggist gera það, og tel ég rétt að
verða við því. Ég verð samt að taka
það fram að mér finnst heldur
óskemmtilegt að eiga orðastað við
mann sem beitir gífuryrðum í stað
málefnalegrar umræðu og dylgjum
og skætingi þegar rökin þrýtur, en
samt skal ég ekki undan þessu víkj-
ast. Ekki bætir það úr skák að sam-
hengi hugsunar er víða óljóst í
grein Árna.
Það er einkum tvennt sem virðist
angra Árna Larsson í sambandi við
sýnisbókina. Annars vegar finnst
honum of lítið í henni af Ijóðum um
þjáningu heimsins og hins vegar
þykir honum yngri skáldsystkinum
sínum gert of hátt undir höfði og
kastar óspart að þeim hnútum.
Þetta kryddar hann með heldur
svona geðlurðulegum skætingi til
mín persónulega og læt ég mér það
í léttu rúmi liggja.
Hann vill t.d. bendla mig við
málfrelsishömlur í Háskóla íslands
og gott ef ekki „aftökusveitir
lýðræðisins“ vítt um heim og hef ég
varla í annan tíma verið álitinn
svona hættulegur mannkyni og
menningu. Nafngiftir eins og „fag-
urkeri“, „hinn mikli fagurfræðing-
ur“ og „judokapi“ eru mér að
meinalausu þótt Árni Larsson noti
þær greinilega í niðrandimerkingu-
Sjálfum finnst Árna líklega að
hann sé í hlutverki píslarskáldsins
og kannski er Hallgrímur sálugi
Pétursson loksins endurborinn en
Árna tekst að tengja sig séra Hall-
grími með býsna frumlegum hætti í
grein sinni.
Sýnisbækur og gagnsemi
þeirra
Áður en ég ræði um meginhrell-
ingar Árna tel ég rétt að minnast
örfáum orðum á gerð sýnisbókar-
innar. Markmið hennar er skil-
greint í formálanum og Árni til-
greinir það en snýr síðan út úr þvf
að eigin geðþótta og bætir við
markmið bókarinnar rugli úr eigin
hugskoti.
Bókin er ekki kynning á nýjum,
ungum skáldum sem komu fram á
sviðið og birtu ljóð sín á síðasta
áratug. „Markmið ljóðasafnsins er
að sýna heildarsvip og megin-
einkenni bestu ljóða nýrra skálda á
næstliðnum áratug,“ segir í formál-
anum. Valið er á mína ábyrgð og
um val ljóða má deila og hér voru
einmitt valin Ijóð en ekki höfund-
ar, en fólk er óvant slíkri tilhögun
yfirlitsrita hér á landi. En stærð
bókarinnar voru takmörk sett og
tugir ljóða sem ég taldi hæf í úrval,
komust þar ekki fyrir. Fyrir því ætti
ekkert skáld að fyrtast þó að ljóð
þess séu ekki í þessu kveri. Ljóð
kunna auðvitað að vera betri að
sumra áliti en sum þau ljóð sem eru
í bókinni. Og þeir sem einblína á
höfunda sakna hér auðvitað
margra og ekkert síður þeir sem
aðeins hafa haft „strjál kynni“ af
ljóðagerðinni.
Mér er hins vegar ókleift að
skilja raus Árna Larssonar um
skólaútgáfur og framhaldsskóla-
bækur. Hann telur sig þess um-
kominn að bæta við markmiðslýs-
ingu bókarinnar eigin hugarburði
til þess að gefa sjálfum sér tilefni til
að bölsótast. Af einhverjum ástæð-
um virðist hann telja að bók sem
hefur aðeins 10 prósent af þjáningu
heimsins innanborðs sé „þægileg
vinnubók fyrir framhaldsskóla".
Sannleikurinn er sá að bókin er alls
ekki sett saman fyrir skóla, enda
ber hún engin merki skólaútgáfu,
en ef hún hentar skólum, þá er það
væntanlega kostur eins og á hverri
annarri bók sem til slíkra hluta er
fallin. Einkunnin sem Árni hreytir
í kennara þegar hann talar um
„hrútleiðinlega íslenskukennara
sem þurfa að halda uppi dampi í
tímum“ er athyglisverð, m.a. af því
að Árni hefur sjálfur fengist tals-
vert við kennslu. Hvaða nafngiftir
skyldi hann hafa hugað sjálfum sér
sem kennara úr því að hann sendir
starfssystkinum sínum slíkar
kveðjur?
Heimsþjáningin
Árni beinir til mín persónulega
þessari dramatísku spurningu:
„Hvar er þjáning heimsins?“ en
svarar henni síðan sjálfur í næstu
setningu með því að fullyrða að 90
prósent þjáningarinnar hafi verið
úthýst í umræddri sýnisbók (og 10
próséntin þá líklega fengið gistingu
innan bókar). Mætti nú ætla að
leitinni að heimsþjáningunni væri
lokið. En staðhæfingar Árna vekja
enn frekari spurningar. Úr því að
hann hefur fengið þessa útkomu í
prósentureikningum, þá væri við
hæfi að hann benti á hvar þessi
90%, sem liggja óbætt utangarðs,
er að finna hjá nýgræðingunum.
En um það er hann þögull.
Ekki er heldur ljóst hvað „þján-
ing heimsins“ er í rauninni að hans
skilningi. Orðin sem hann notar
eru bein þýðing á hinu kunna þýska
orði „Weltschmerz" sem notað er
* sem alþjóðlegt hugtak í heimspeki
og bókmenntafræði. Það merkir
samkv. heimspekiorðabókum:
Þjakandi hugarangur sem lýsir sér í
ofurviðkvæmni gagnvart slæmsku
heimsins og er mest áberandi á
kynþroskaskeiðinu. - Annars hef-
ur Þórbergur Þórðarson lýst þessu
fyrirbæri best allra í íslenskum
aðli. Mér finnst slíkur heimsþján-
ingarskáldskapur vera mjög oft
yfirborðslegur og ósannur og það
er slíkur skáldskapur sem ég á við í
formála mínum þegar ég tala um
sjálflæg ljóð sem ekki sýna þroskuð
viðhorf eða þroskaðar tilfinningar
þó að þroskamerkin geti stundum
verið álitamál. Mér sýnist að
sumum gagnrýnendum hafi svelgst
upp á ýmsar uppákomur. Þá skellti
akademísk loppa í H.f. hurðum á
Söru Lidman sem ætlaði að segja
þar frá eigin reynslu af Vietnam.
Ritstýring Eysteins líkist sorglegu
bergmáli af þeim atburði. Hér á
landi átti víst heimur vísinda og
fræða að hírast í einangrun, þótt
hvarvetna í heiminum væri fólk að
efna til umræðu og andófs gegn
óhæfuverkum sem framin voru í
nafni glæstra hugsjóna.
Aftökusveitir lýðræðisins óðu
um Tékkóslóvakíu, Biafra, Grikk-
land, Chile og Vietnam. Og at-
burðirnir höfðu áhrif á viðhorf
manna - þeirra sem lifandi voru.
Leikrit, kvikmyndir, bækurendur-
spegla þessi umbrot, listmálari eins
°g Tryggvi Ólafsson t.d. fann
myndefni í andstæðum stríðsbrölts
og vellystinga Vesturlandabúans.
Heimurinn var ekki stór og hann
skipti máli.
Reyndar segir Eysteinn í inn-
gangi sínum: „í þessu sambandi
beinist athyglin einkum að stórvið-
burðum og voldugum fjöldahreyf-
ingum um og rétt fyrir 1970 sem
orkað hafa sterkt á vitund og við-
horf ungs fólks. Hér ber einkum að
nefna Vietenamstyrjöldina og bar-
Árni Larsson
Eysteinn Þorvaldsson
á þessu orði og eitthvað virðist það
hafa farið fyrir brjóstið á Árna
Larssyni líka. Orðið „sjálflægur"
er samsvörun enska orðsins „ego-
centric" og merkir að vera
hneigður til sjálfumáhuga (sjá
Orðaskrá úr uppeldis- og sálar-
fræði,Reykjavík 1979). í formála
bókarinnar get ég þess að ég birti
ekki í henni sjálflæg ljóð nema þau
geymi heila hugsun og tilfinningar
sem komnar eru upp úr heimsþján-
ingunni.
Á hinn bóginn má svo af óijósri
ritsmíð Árna Larssonar ráða að
hann eigi líka með tali sínu um
heimsþjáninguna við andófsljóð
gegn Víetnamstríðinu. Reyndar
eru ummæli hans um þetta svo
blinduð af skætingi að erfitt er að-
henda reiður á þeim. Hvað skyldi
t.d. felast í þessum ruslahaug stór-
yrða:
„Ritstjórinn skýrir liðlega frá
uppgangi oghnignunljóðastefna
en það virðist aldrei hvarfla að
honum, að klisjur fagurkerans
um alfarið vond andófsljóð geti
líka verið billegt tildur, vana-
hugsun - heimska. Óx ekki súr-
realisminn upp úr stríðsumróti?“
Hugsanasamhengið í þessu er