Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 17
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
áttuna gegn heimsvaldasinnaðri í-
hlutun þar og í Tékkóslóvakíu...“.
Þegar lesandinn hefur annars
vegar í hendi sér inngangsorð
Eysteins um Víetnamstyrjöldina,
og íjvo hins vegar ljóðaval ritstjór-
ans, þá líkist ljóðaval hans hliðar-
stökki við eigið vitundarlíf eins og
það birtist lesanda í formála. Þetta
er eina efnisatriði formálans sem
næstum því hverfur í ljóðavalinu.
Varla hefur sjálf kempan verið
með svarta beltið bundið fyrir augu
á tímum stórviðburða?
Þrátt fyrir þennan ágæta skilning
á sögunni, þá sjást þess ekki mörg
merki í ljóðavali Eysteins, örfá ljóð
þó en vægi þeirra hverfandi í yfir-
litsritinu.
Bágt á ég með að trúa því að stór
hópur skálda hafi þagað svo dyggi-
lega um þennan tíma í fjölda ljóða.
Fagurfrœði?
Á fyrri hluta þessa tímabils sneri
andófið gegn valdníðslunni, Víet-
nam varð samnefnarinn yfir mann-
lega samstöðu gen heimsveldayf-
irganginum hvarvetna. í ljóðavali
ritstjórans er naumast að finna
hrúður, hvað þá skeinu eða skugga
þeirra tilfinninga og hugsana sem
bærðust með fólki á þessum árurn.
harla einkennilegt. Hver hefur tal-
að um „vond andófsljóð“ annar en
Árni Larsson? Og hvaðan skýst
súrrealisminn inn í þetta?
í formála mínum minnist ég á
Víetnamstríðið sem eina af rótum
þeirra viðhorfa er mótuðust í
kringum 1970. Þetta hefur Árni
lesið en lætur að því liggja að ég
hafi sneitt hjá ljóðum ungskálda
um þetta stríð án þess þó aó fram
komi að hann hafi hugmynd um
hvað ort hafi verið um þetta stríð.
„Bágt á ég með að trúa því að stór
hópur skálda hafi þagað svo dyggi-
lega um þennan tíma í fjölda
ljóða," segir hann. Það er velkom-
ið að leiða Árna út úr trúarefanum
inn í staðreyndirnar: Nýgræðing-
arnir á umræddu tímabili ortu sam-
tals 6 ljóð sem beinlínis eða að
mestu leyti fjalla um Víetnam-
stríðið í samanlögðum bókum sín-
um sem eru 160 að tölu. Tvö þess-
ara ljóða tel ég að hefðu sómt sér
vel í hvaða sýnisbók sem er en því
miður voru þau meðal þeirra óska-
Ijóða sem ekki komust í bókina.
Þau hefðu áreiðanlega prýtt bók-
ina eins og fjöldamörg önnur af
ýmsu tagi eftir ýmsa höfunda ef
hún hefði verið stærri.
En tal Árna um hliðarstökk við
Er hinn mikli fagurfræðingur í full-
um rétti þegar hann lætur eins og
ekkert hafi gerzt í heiminum?
Ritstjórinn skýrir liðlega frá
uppgangi og hnignun ljóðastefnaen
það virðist aldrei hvarfla að hon-
um, að klisjur fagurkerans um al-
farið vond andófsljóð geti líka ver-
ið billegt tildur, vanahugsun -
heimska. Óx ekki surrealisminn
upp úr stríðsumróti?
Hvers vegna að vera að gera
veður út af liðinni tíð? Vietnam-
styrjöldin t.d. er búin. Búin og bú-
in ekki. Sagt er að 500 þús., aðrir
segja 800 þúsund krakkar beri
merki stríðsins: Napalmskellur og
stúfa. Á síðastliðnum 10 árum hafa
krakkarnir verið að vaxa. Óbók-
tækur óbókmenntalegur veru-
leikinn. Tilfinningasemi? Auðvit-
að er þetta tilfinningasemi og til-
finningar geta líka hugsað blákalt
og af rökvísi.
Hverjum á fræðslustarfsemi rit-
stjórans að þjóna? Ungu fólki á ís-
landi? Sannleikanum? Fagur-
fræðinni?
Af þessum sökum langar mig líka
að spyrja ritstjórann: Hvar er þján-
ing heimsins? Var tímabilið ein
samfelld runa af hressandi og
skemmtilegum kennslustundum?
vitundarlífið sýnir furðulega
skammsýni. Vfetnamstríðið hafði
auðvitað áhrif á lífsviðhorf og ljóð
skálda þó að ekki væri beinlínis ort
um styrjöldina. í sýnisbókinni eru
mörg ljóð sem túlka andúð og
andóf gegn ofbeldi og óréttlæti
hvarvetna í heiminum sem ekkert
lát hefur á orðið síðan á árum
stríðsins í Víetnam, en ekki veit ég
hvort Árna Larssyni finnst þau
túlka heimsþjáninguna. Vel má
vera að sumum finnist slík ljóð vera
of fá í sýnisbókinni. Skoðanir les-
enda og smekkur er með margvís-
legu móti og engum dettur í hug að
nokkur maður geti með vali sínu
gert öllum til hæfis. Umfang hvers
efnisflokks bókarinnar er að sjálf-
sögðu umdeilanlegt en það er á-
reiðanlega í réttu hlutfalli við
hugðarefni og vandmál ungra
skálda á síðasta áratug. Aðdróttan-
ir Árna um að svo sé ekki eru dylgj-
ur sem hann reynir ekki heldur að
rökstyðja.
Þjáning í hnút
Árna Larssyni er að sjálfsögðu
heimilt að láta sér líka illa við um-
rætt bókarkver þó að gagnrýni
hans skorti bæði rök og jafnvægi.
Og þótt hann reyni að úthúða bók-
Þetta mun vera fyrsta íslenzka
ljóðasafnið þar sem þjáningu
heimsins er úthýst, svona 90% fjar-
veruskrá, nema lesandinn eigi að
víkka skilning sinn svo út, að hinn
athyglisverði rallý-CROSS akstur
yfir Sprengisand eigi að vera tákn-
rænn.
2+2 = 7
Ef bókmenntaráðunautur
Iðunnar hefði verið Eysteini hlið-
hollur þá hefði hann bent ritstjór-
anum á að vera ekki að pæla í höf-
undareinkennum sem hönnuð eru
á Auglýsingastofu Kristínar Þ. eða
í ámóta upplýsingamiðlum og forð-
að ritsstjóranum frá því að fara í
hinar hátignarlegu stellingar á op-
inberum vettvangi.
Þegar fyrri hluti þessa tímabils er
hafður í huga, er ljóst að sum gæða-
skáld Eysteins eru andlega fjarver-
andi úr heimi þessara ára. Ljóða-
bækur vitna um persónulegan smá-
vanda, hugljúfar snittur og áþekk
hugðarefni - óviðkomandi öllu því
sem var að gerast í heiminum. Á
hinn bóginn sýna mælingar
Eysteins, að þar fari hin þroskaðri
og meðvitaðri viðhorf. Ósam-
kvæmni af þessu tagi hefur þau á-
hrif, að fagurfræði Eysteins nær
inni á sinn vanstillta hátt þá gerir
það engum mein.
Hitt er honum til vansæmdar að
nota óánægju sína með bókina sem
tilefni til að ærast og ráðast með
niðrandi ummælum að ungum
skáldum eins og hann gerir í grein
sinni. Þetta er vægast sagt smá-
mennskulegt athæfi, ekki síst þar
sem í ummælum hans örlar ekki á
málefnanlegum tilburðum eða
bókmenntalegum skilningi. Hann
segir m.a. um þau skáld sem eiga
ljóð í bókinni: „...sum gæðaskáld
Eysteins eru andlega fjarverandi úr
heimi þessara ára. Ljóðabækur
vitna um persónulegan smávanda,
hugljúfar snittur og áþekk hugðar-
efni - óviðkomandi öllu því sem
var að gerast í heiminum." Árni
Larsson hefur ekki dug til að rök-
styðja þessi hrakyrði eða tilgreina
hverja hann á við og undir illmæli
hans liggja því allir ljóðabókarhöf-
undar sem eiga ljóð í sýnisbókinni.
Þetta skítkast Árna að öðrum
skáldum getur varla stafað af öðru
en þeirri vanlíðan í sálinni sem
geðhnútur nefnist.
Þegar Árni víkur að vali ljóða í
sýnisbókina er greinilega komið á
viðkvæmt svið og geðhnútarnir
herðast mjög. Hann er svo langt
spaugilegum stjarnhæðum á
köflum.
Á síðari hluta tímabilsins er
Eysteinn aftur á móti bæði ná-
kvæmur og örlátur á öll helztu ein-
kenni skáldskapar. Þar getur að
líta félagsfræðilega hópleikfimi af
ýmsu tagi, danskan róluvallarkúlt-
úr og þá rösku verktaka í skáld-
skapnum sem taka að sér að snara
upp lýsingum af íslenzkum þrota-
búum.
Síðustu ár eru samt fremur
ófrumlegt framleiðslutímabil, tími
endurtekninga og einföldunar
bæði hér á landi og erlendis. Fólk
kannast við Rocky I, Rocky II, og
Rocky III og svipuð þróun hefur
átt sér stað í íslenzkum bókaheimi,
þótt hér sé ekki verið að glæða von-
ir lesenda um að fá Eystein II og
Eystein III - en hver veit? Fjár-
magnseigendur gernýta nú sín
frægu sölunterki.
Að endingu...
Niðurstaða mín af lestri sýnis-
bökarinnar er sú, að hún hefur að
geyma margar góðar stundir. Hún
mun skemmta skrattanum sem og
öðrum lesendum en bókin er vita
ónýt heimild um fyrri hluta tíma-
bilsins. Og í þriðja lagi elur formáli
leiddur að hann lætur að því liggja
að ljóðin í bókina hafi verið tekin
ófrjálsri hendi. Að sjálfsögðu var
leitað leyfis allra höfunda og birt-
ingarleyfi fékkst undantekningar-
laust fyrir öll þau ljóð sem beðið
var um og kom full greiðsla fyrir af
hálfu útgáfunnar. Enginn skarst úr
leik og það er meira en hægt er að
segja um hinar fyrri sýnisbækur og
ljóðaúrvöl: Islands þúsund ár, 20.
öld, 1947 og Ljóð ungra skálda,
1954.
Átakanlegt er að sjá Árna Lars-
son auglýsa það eftirá að ljóð hans
hefðu ekki verið föl í bókina ef eftir
þeim hefði verið leitað. Það er þó
augljóst að fjarvera Árna úr bók-
inni er honum tilefni ómældra
hrellinga, að þessu kemur hann aft-
ur og aftur í grein sinni. Honum
finnst að átt hefði að velja sig og
það er leiddur fram eins konar
stuðningsmaður að þeirri skoðun
og það er enginn annar en Ólafur
Jónsson sem stærir sig af sínum
„strjálu kynnum“ og „stopula
minni af ljóðagerð" síðustu ára.
En þó að ljóð eftir Árna hafi
ekki verið valin í þessa bók þá er
ástæðulaust fyrir hann að hegða sér
eins og maður sem misst hefur
glæp.
Eysteins á hæpinni hugmynd um
skáldskap.
Fagurfræði Eysteins gefur
óvenju dapraða og bjagaða mynd
af árunum 1970-’75. Ritstýring
hans fram hjá sektarspurningu nú-
tímamannsins jaðrar við bók-
menntalega fölsun á tímabilinu.
Yfirlitsritið verður vafalaust
bjarghringur fyrir hrútleiðinlega ís-
lenzkukennara sem þurfa að halda
uppi dampi í tímum og gera sér að
góðu W.D.-útgáfu af tímabilinu.
Um skáldskapinn segir ritstjór-
inn í formálanum: „Það er hlutverk
skálda á öllum tímum að auka mál-
inu áhrifanragn, endurnýja það,
gefa því eins konar vítamínsprautu
svo að það ýti við fólki sem lifir í
hugarværð venjutilverunnar. Þessi
sköpunarmáttur sem í málinu býr,
er frumhvöt skáldskapar".
Þetta er nú gott svo langt sem
það nær. Eysteinn og aðrir ís-
lenzkufræðingar munu kenna ung-
lingum þessi fræði fram til 2000. En
þetta með frumhvöt skaldskapar-
ins, Eysteinn? Væri það ekki kjálk-
abrjótur ef frumhvötin reyndist nú
eftir allt saman vera - af öðrum
toga?
10.-8. 1983.
Arni Larssun.
Frá þjáningu til gagns og
gamans
Á ofanverðri 18. öld varð skáld-
saga ungs, þýsks höfundar fræg og
vinsæl um alla Evrópu. Það var
Þjáningar hins unga Werthers eftir
Goethe. Þjáningin er því ekkert
nýtt fyrirbæri og ég þykist vita um
að hún leiki Árna Larsson ekki eins
grátt og Werther hinn unga. Goet-
he skrifaði urn sig frá persónu-
legum geðhnútum og hugarvíli
með sögunni um Werther. Ég vona
líka að Árni hafi að sínu leyti létt á
geði sínu með greininni í Þjóðvilj-
anum í dag þótt ekki gerist það
með sömu tilþrifum og hjá Goethe.
Þótt greinarhöfundurinn Árni
Larsson hafi sent mér heldur hrá-
slagalegar kveðjur, er mér eftir
sem áður hlýtt til ljóða skáldsins
með sama nafni. Ég hef mætur á
sumum þeirra. Ég á þá ósk honum
til handa að hann fari enn að dæmi
Goethes og taki til við að yrkja sinn
Wilhelm Meister, þroskaverkið. Á
þeirri braut gæti honum orðið til
gagns og gamans að lesa m.a. hið
merka verk Ars poetica (Skáld-
skaparlistin) eftir Hóras með ein-
kunnarorðunum: UTILE DULCI.