Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 21

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 21
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Þingflokkur Alþýðubandalagsins um námslánin Stjórninni skylt að leysa vandann PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða FULLTRÚA á skrifstofu póst- og símamála- stjóra - nokkur kunnátta í frönsku og vélritun áskilin. Þingflokkur Alþýðubandaiags- ins telur að stefna núverandi rflds- stjórnar í kjaramálum námsmanna sé önnur en verið hefur um árabil. Hins vegar sé það skylda hennar að leysa fjárhagsvanda Lánasjóðs námsmanna, enda er vanda hans fyrst og fremst að rekja til gengis- fellingar í maí og breyttra aðstæðna frá því að fjárlög voru samþykkt. Bent er á að fráfarandi ríkisstjórn hafi jafnan leyst vanda af þessu tagi. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins gerði ályktun sína sl. fimmtu- dag og hljóðar hún svo í heild: „Þingflokkur Alþýðubandalags- ins mótmælir fyrirhugaðri skerð- ingu á námslánum og telur ríkis- stjórninni skylt að sjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna fyrir fjár- magni svo sjóðurinn geti þjónað 1 því hlutverki sem honum ber sam- kvæmt lögum. Það er skilningur þingflokksins, að lánasjóðnum beri í ár, Iögum samkvæmt, að lána 95% af áætl- uðum framfærslukostnaði náms- manna umfram tekjur, nema laga- breyting komi til. Þingflokkurinn mótmælir hugmyndum um setn- ingu bráðabirgðalaga til að leysa sjóðinn að einhverju leyti undan skyldum sínum og lýsir því yfir, að Alþýðubandalagið mun ekki standa að slíkri lagabreytingu. Það er ljóst, að ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi að lækka lánshlutfall sjóðsins, og það er því skylda ríkis- stjórnarinnar að leysa fjárhags- vanda sjóðsins, svo hann geti sinnt sínu lögboðna hlutverki. Ríkisstjórnin jók vanda Lána- sjóðsins verulega með gengisfell- ingunni í maílok og þangað er að rekja það sérstaka vandamál sem við er að etja. Auk þess hafa að- stæður breyst frá því að fjárlög voru samþykkt og hefur ríkis- stjórnin því oft staðið frammi fyrir því á undanförnum árum. Gerði fráfarandi ríkisstjórn jafnan ráðstafanir til þess, að sjóðurinn gæti staðið við skyldur sínar, þann- ig að ljóst er, að stefna núverandi ríkisstjómar að því er varðar kjara- mál námsmanna er önnur en hér hefur ríkt um árabil. Viðbrögð nú- verandi ríkisstjórnar endurspegla viðhorf hennar til námsmanna með afgerandi hætti og þar með and- stöðu hennar við jafnréttisviðhorf í þjóðfélaginu“. -e.k.h. FULLTRÚA í umsýsludeild, hagsýsludeild - verslunar- eða stúdentspróf æskilegt - SKRIFSTOFUMANN í tæknideild, skrifstofu - verslunar- eða stúdentspróf æskilegt - Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs- mannadeild stofnunarinnar. RIKISSPITALARNIR lausar stöður Kvennafriðarbúðir í Rosyth Greenham Comon kannast víst flestir lesendur Þjóðviljans við en þar hafa breskar konur haldið úti friðarbúðum mjög lengi. Konur í Bretlandi hafa látið til sín taka á fleiri herstöðvum í Bret- landi, t.d. við Rosyth herskipa- stöðina í Skotlandi. Konur komu upp friðarbúðum þar hinn 22. maí sl. og hafa haldið þeim úti síðan. Reykjavíkurvikan Sýningar og tón- leikar Áfram rúllar Reykjavíkurvikan og dregur nú nær cndalokum henn- ar í þetta sinn. Á sunnudagskvöld heldur Kristinn Sigmundsson tón- leika í Gerðubergi sem hefjast kl. 21.00. Undirleikari verður Jónas Ingimundarson. Á sama tíma eru rokkhljómleikar í Hljómskálagarð- inum í samvinnu æskulýðsráðs og s.a.t.t. - þar spilar hljómsveitin Vonbrigði. Á laugardag kl. 10.00 verður skeiðað upp í Bláfjöll undir leið- sögn Einars Þ. Guðjohnsen. Sama dag kl. 14.00 er áformuð Viðeyjar- ferð og þar munu Sigurður Líndal og Örlygur Hálfdánarson segja frá sögu eyjarinnar. Bátar ferja fólk frákl. 14.00-15.00 ogheimafturfrá kl. 16.00-18.00. Kl. 15.00 þanndag er dagskrá á Kjarvalsstöðum sem heitir „Reykjavík fyrr og nú“. Hún er í tali og tónum. Um kvöldið er svo ball í Þróttheimum og flugelda sýning. Á sunnudag verða fundir: Umferðarnefnd á Kjarvalsstöðum kl. 14.00 og Vatnsveitan á sama tíma í Gerðubergi. Kl. 16.00 er Ás- mundarsafn skoðað og kl. 20.30 Kjarvalsstaðir-umsjónarmenn út- skýra. -gat Aldarafmæli góðtemplara Þann 10. janúar 1984 verður Góðtemplarareglan á íslandi 100 ára. Af því tilefni hefur verið á- kveðið að gefa út veglegt afmælis- rit. Ritið verður um 160 blaðsíður og gefið út í ca. 3000 ein- tökum. Góðtemplarareglan hefur unnið brautryðjendastarf í félagsmálum hér á landi og hefur starfað í flest- um sveitarfélögum landsins. Á- kveðið hefur verið að gefa almenn- ingi kost á því að gerast áskrifendur að ritinu og fá nöfn sín skráð á heillaóskalista fremst í ritinu. Þeir sem hefðu huga á að gerast áskrif- endur að ritinu geta hringt í síma Stórstúku íslands, Eiríksgötu 5, - 17594 - eða sent nöfn sín í pósti til Stórstúkunnar fyrir 1. október 1983. Hernám. Fjallið stendur eitt í þögninni langt í fjarskanum eins og fíngert postulín í nótt liggur fjöregg þitt í dögginni bak við ósk þína situr svartur fugl með morð í augum. Ingólfur Sveinsson Landspítalinn Hjúkrunarframkvæmdastjóri óskast til starfa á öldrunardeild spítalans frá 15. september n.k. eða eftir samkomulagi. Framhaldsmenntun í stjórnun og sérþekking á öldrunarhjúkrun æskileg. Umsóknir er greini m.a. menntun og fyrri störf ber að senda stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Rauðarárstíg 31, fyrir 1. september n.k. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 29000. Sérfræðingar óskast á svæfingardeild Landspítala frá 1. október n.k. til starfa í eitt ár. Umsóknir er greini m.a. menntun og fyrri störf ber að senda stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 20. september n.k. Nánari upplýs- ingar veitir yfirlæknir svæfingardeildar í síma 29000. Sjúkraþjálfari óskast til starfa á endurhæfingardeild Landspítalans frá 1. september n.k. eða eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 29000. Iðjuþjálfar óskast til starfa á öldrunariækningadeild frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar í síma 29000. Dei Idarmei natækn ir, kennslumeinatæknir og meinatæknir óskast til starfa á rannsóknadeildum spítalans frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita deildarmeinatæknar í síma 29000. Fóstrur óskast til starfa á Barnaspítala Hringsins frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. Næringarfræðingur eða sjúkrafæðisfræðingur óskast í hálft starf á göngu- deild sykursjúkra frá 1. september n.k. eða eftir sam- komulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildar- innar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, einkum á eftir- taldar deildir: Almennar barnadeildir, vökudeild, öldrunarlækningadeild svo og á göngudeild og dag- deild öldrunardeildar. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 29000. Sjúkraliðar óskast á nokkrar legudeildir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. Ge&deildir ríkisspítala Hjúkrunardeildarstjóri óskast til starfa á deild II frá 1. september eða eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar, eða eftir sam- komulagi, einkum á deild X og 32 C. Sjúkra*5ðar óskast til starfa nú þegar eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkr- unarforstjóri í síma 38160 eða 29000. Kópavogshæli Þroskaþjálfar óskast tii starfa frá 1. september n.k. eða eftir samkomulagi á nokkrar deildir. Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar eða eftir sam- komulagi. Starfsmenn óskast til starfa, einkum við umönnun vistmanna frá 1. september n.k. eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar um stöður þessar veitir forstöðu- maður í síma 41500. Reykjavík, 21. ágúst 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.