Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 22

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 22
Haraldur Ingi í Kristjánsbakaríi á Akureyri: Lokar í kvöld I kvöld lýkur sýningu Haraldar Inga Haraldssonar í kaffistofunni í Kristjánsbakaríi á Akureyri og verður hún opin frá klukkan eitt til níu. Haraldur sýnir þarna 39 myndir sem unnar eru þannig, að teiknað er á Ijósmyndapappír og síðan mál- að á með ýmsum hætti. Að sögn Haraldar hefur aðsókn verið afar góð og mikið selst og nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu sem er eins og fyrr segir í kaffistofu Kristjánsbakaríis á Akureyri. leiklist Stúdentaleikhusið: Elskendurnir í Metró eftir Jean Tardieu í þýðingu Böðvars Guðmundssonar, verður sýnt í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut, laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 20.30. Fáar sýningar. Ferðaleikhúsið: Öll kvöld helgarinnar er dagskrá í Tjarnarbíó fyrir túrista. tónlist Gamla bíó: íslenska Óperan með fjölbreytta dagskrá. Meðal annars íslensk tónlist flutt af kór óperunnar og Signýju Sæmundsdóttur og Kristni Sigmundssyni. I kvöld kl. 21.00. Gerðuberg Tónleikar Kristins Sigmundssonar kl. 21.00. Undirleikari Jónas Ingi- mundarson. Hljómskálagarðurinn: Tónleikar S.A.T.T. og Æskulýðs- ráðs. Vonbrigði. myndlist Nýlistasafnið: Einar Garibaldi Einarsson, Georg Guðni Hauksson, Óskar Jónsson, Sigurlaugur Elíasson og Stefán Axel Valdimarsson opna sýningu kl. 14.00 í dag. Allt málarar. Stúdentakjallarinn: Kristján Steingrímur Jónsson og Ómar Stefánsson sýna samvinnu- myndir. Norræna húsið: Grænlenska listakonan Kistat Lund sýnir í anddyri, lýkur á morg- un. Grænlandssýning í kjallara. Listasafn Einars Jónssonar: Opið daglega frá 13.30-16.00 nema mánudaga. Gallerí Langbrók: Kristján Kristjánsson með póst- kort. DjUpið Hafnarstræti: Jón Þór Gíslason með 17 olíumál- verk. Ásmundarsafn: Yfirlitssýning yfir verk Ásmundar. Mokkakaffi: Hanna Jórunn Sturludóttir sýnir 20 blýants- og tússmyndir. Kristjánsbakarí Akureyri: Haraldur Ingi Haraldsson sýnir 39 teikningar sem unnar eru á Ijós- myndapappír. Opið 13-19 laugar- dag. ýmislegt Reykjavíkurvika: Sjá annars staðar í blaðinu. Kjarvalsstaðir: „Reykjavík fyrr og nú“. Dagskrá í tali og tónum kl. 15.00 Árbæjarsafn: Opið frá 13.30-18. Elín Pálmadóttir með erindi á sunnudag, Einar Ein- arsson leikur á gítar kl. 16.00 sunn- udag. Lágplöntuferð: NVSV með skoðunarferð undir leiðsögn Harðar Kristinssonar. Farið frá Norræna húsinu kl. 13.30. 22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 um helgina r Arbæjarsafn um helgina: Sýning, erindi og gítarspil Árbæjarsafnið er að vanda opið um helgina frá kl. 13.30-18.00. í Eimreðarskemmu verður hægt að fá kaffi og skoða um leið gömul Reykjavíkurkort sem þar hanga uppi. Á sunnudag kl. 14.00 heldur El- ín Pálmadóttir blaðamaður erindi um fólkvang í Elliðarárdal og að því loknu verður gönguferð um svæðið. Klukkan 16.00 á sunnudag leikur Einar Einarsson á gítar fyrir gesti. SVR verður með aukaferðir í safnið frá Hlemmi laugardag kl. 14.00 og kl. 16.00 til baka og á sunnudag kl. 13.30 og til baka kl. 16.30. Sunnudagur kl. 14.00 Reykjavíkurmót barna í Laugardagurkl. 13.30: NVSV skoðar lágplöntur Djúpið Hafnarstræti Jón Þór Gíslason sýnir Fimm málarar sýna í Nýlistasafninu „Meö allt á hreinu endursýnd um helgina Frá Kvikmyndafjelaginu Bjarmalandi sf. hefur borist fréttatilkynning. Þar segir að vegna fjölda áskorana frá námsmönnum og öðrum útlögum hafi verið á- kveðið að endursýna hina geysi- vinsælu mynd Stuðmanna og Ág- ústs Guðmundssonar „Með allt á hreinu.“ Sýningarnar hefjast nú um helgina í A-sal Regnbogans þar sem hún verður sýnd í fáein skipti, síðan fer hún út á land. Hljómskálagarði Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands heldur uppi öflugu starfi um þessar mundir. Þessa helgina er ráðgert að skoða lágplöntur í ná- grenni Reykjavíkur undir leiðsögn Harðar Kristinssonar, og er sú ferð farin í því skyni að kynna væntan- legan grasafræðisal fyrirhugaðs Náttúrugripasafns íslands. Með lágplöntum er átt við sveppi, fléttur og mosa og þar sem ekkert safn er til verður að skeiða út í náttúruna til að skoða þær. Farnar verða nokkrar stuttar göng- ur að þessu sinni og komið til baka um kl. 17.00. Farið verðurfrá Nor- ræna húsinu í dag kl. 13.30, verð er kr. 150 og frítt fyrir börn. -gat Laugardagur kl. 14.00: Þann 18. ágúst s.l. opnaði Jón Þór Gíslason málverkasýningu í ; Djúpinu, Hafnarstræti 15. Þar sýn- ir hann 17 olíumálverk sem öll eru unnin á þessu sumri. Jón Þór hefur lokið námi frá Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands og hyggur á frekara nám er- lendis. Þetta er fyrsta einkasýning hans en áður hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningunni lýk- ur þann 4. september. Hún er opin alla daga frá 11-23.30 og er sölu- sýning. í dag klukkan 2 er opnuð sýning í nýlistasafninu við Vatnstíg og sýna þar fímm menn málverk af ýmsum gerðum. Þeir sem sýna eru Einar Gari- baldi Eiríksson, Georg Guðni Hauksson, Óskar Jónasson, Sigur- laugur Elíasson og Stefán Axel Valdimarsson. Sýningin verður op- in til 28. ágúst frá kl. 14.00-22.00 um helgar og frá 16.00-22.00 virka daga. Myndirnar eru til sölu. r Asmundarsafn við Sigtún: Yflrlitssýningu lýkur Nú í sumar hefur staðið yfir sýn- hennilýkur31. ágúst n.k. ogferþví ing á verkum Ásmundar Sveins- hver að verða síðastur að skoða sonar mynhöggvara, en eins og þetta merkilega yfirlit yfir listferil kunnugt er ánafnaði listamaðurinn Ásmundar, þessa gjöf hans til Reykjavíkurborg safn sitt eftir sinn Reykvíkinga. dag. Safnið verður lokað í september, Sýningin hefur verið afar vel sótt en þá verður unnið að uppsetningu og hafa þúsundir íslendinga og út- nýrrar sýningar á verkum Ásmund- lendinga lagt leið sína í safnið. En ar, sem ráðgert er að opna 1.10 ’83. nú fer að síga á seinni hlutann: _gat Á morgun byrjar „Reykjavíkur- mót barnanna“ sem var svo skemmtilegt í fyrra. Það er í Hljóm- skálagarðinum sem keppt er og þetta byrjar klukkan 14.00 og skráningin hefst kl. 14.10. Keppt er í tíu greinum sem allir krakkar hafa mikla þjálfun í: sippi, snú-snúi, skjóta bolta í mark, húlla, reiðhjólakvartmílu, 100 m. hlaupi, kassabílaralli, skalla bolta milli, labba á grindverki og að halda bolta á lofti. í kassabílarall- inu og í að skalla bolta á milli keppa tveir og tveir. Keppt er í tveimur flokkum í öll- um greinum: 7-8 og 9 ára og svo 10-11 og 12 ára. Allir mega vera með og allt er frítt. Hemmi Gunn setur mótið en annars er það skáta- félagið Árbúar í Árbæjarhverfi sem stendur fyrir mótinu. Þeir lofa svaka fjöri því utan keppninnar verður margt fleira að gerast: víða- vangsleikir, siglingar á tjörninni, flugdrekaflug, brandarakeppni, júdósýning, hljómsveitir, skemmtiatriði og fleira og fleira... -gat

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.