Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 27
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27
Sendiráðiö
lofar betrun
Umfangsmikil leynivínsala
bandarískra sendiráðsstarfsmanna
í Reykjavík rannsökuð af lögreglunni
„Um leið og ábyrgir menn í
sendiráðinu fengu að vita um að
þarna kynni að vera eitthvað svona
í ekki góðu lagi, þá tóku þeir til
sinna ráða og hafa lýst því yfir að
þeir hafi gert þær ráðstafanir að
ekki sé ástæða til athugasemda
framvegis“, sagði Vilhelm Möller
aðalfulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík, þegar Þjóðviljinn innti
hann eftir niðurstöðum umfangs-
mikilla rannsókna lögreglunnar á
meintri víðtækri leynivínsölu
starfsmanna bandaríska sendiráðs-
ins í Reykjavík.
Vilhelm sagði að rannsókn máls-
ins hefði mótast af því að hér ættu
sendiráðsstarfsmenn í hlut og starf-
semi í húsakynnum sendiráðsins
sem væri utan lögsögu íslenskra
yfirvalda. Engar ákærur hefðu því
verið gefnar út vegna málsins.
Grunsemdir hafa lengi verið
uppi um að í sambandi við fjörugt
skemmtanahald í íbúðarhúsnæði
nokkurra starfsmanna sendiráðs-
ins í Þingholtunum, ætti sér stað
ólögleg vínsala til íslendinga sem
hafa sótt sendiráðsstarfsmennina
heim. Fjálgleg lýsing á skemmt-
analífinu og leynivínsölunni í um-
í ræddu húsi birtist í tímaritinu
] Samúel fyrr á þessu ári og vakti
1 athygli.
„Það komu upp grunsemdir um
að í sambandi við skemmtanahald
væri ekki rétt á haldið öllum
hlutum varðandi áfengisveitin'gar
og athugasemdir um það hafa verið
gerðar gagnvart sendiráðinu. Því
hefur verið gert kunnugt um það að
lögreglunni sýnist að þarna þurfi að
bæta um betur. Að því er okkur
hefur verið tjáð hefur þeim ábend-
ingum verið tekið mjög alvarlega,
og því heitið að það skuli gerðar
þær lagfæringar að þetta endurtaki
sig ekki“, sagði Vilhelm Möller.
Starfsmenn sendiráðsins uppvísir
að leynivínsöiu.
Efbrúa á 90% fjárþarfar hjá LÍN
260 miljónir,
en ekki 135
Eitthvað skolast til hjá mönnum
segir framkvæmdastj. Lánasjóðsins
” Ef það sem haft er eftir Geir andi haustlán en 1981 hefði sjóð-
Hallgrímssyni í Morgunblaðinu er urinn sloppið betur þvá þá var
skilningur hans og ríkisstjórnar- gengiðfelitíjanúarogáhrifþeirrar
innar þá er rétta talan 168 miljónir fellingar var aðeins á vorlánin.
en ekki 135 miljónir eins og hann „Undanfarin 5 ár höfum við
heldur, ef það er stefna þeirra að byggt okkar störf í Lánasjóðnum á
miða við 90% fjárþörf í stað 95% því að afgreiðslan í ríkisfjárlögum
sem er iögbundin“, sagði Sigurjón til okkar væri byggð á einhverjum
Valdimarsson framkvstjóri Lán- forsendum. Ef þessar forsendur
asjóðs íslenskra námsmanna í sam- stæðust hins vegar ekki þá komu til
tali við Þjóðviljann. aukafjárveitingar svo sjóðurinn
Sigurjón sagði að vegna þróunar gæti staðið við framkvæmd þeirra
gengismála væri nú svo komið að laga sem hann á að starfa eftir.
meira en helmingur lánagreiðslna Þessi stefna hefur verið viður-
sjóðsins rynnu til námsmanna er- kennd hingað til og við fengið
lendis eða 138 miljónir ef miðað aukafjárveitingar þegar þróunin
væri við að 260 miljónir yrðu hefur orðið sú að verðbólgan hefur
greiddútíhaustlán.en 122miljón- farið fram úr áætlun eða fjöldi
ir til námsmanna innanlands. námslána orðið fleiri en gert var
Gengisbreytingar frá 30. júní 1982 upphaflega ráð fyrir“, sagði Sigur-
fram að síðustu gengisfellingu 1. jón. Þegar maður les í blöðum
júní sl. hefðu numið um 140%. núna að í stað 95% eigi að lána
Hins vegar skipti miklu fyrir lána- 90% og þá þurfi 135 miljónir í við-
sjóðinn hvenær ársins gengisfell- bót, þá virðist eitthvað mikið hafa
ingar yrðu. Gengisfellingin í júní skolast til hjá mönnum.“
myndi virka á heila 7 mánuði varð- -Ig.
Ágóðinn afrekstri Laxárvirkjunar langt umfram það sem menn óraði fyrir.
„Það hefur orðið orkusprenging í landinu66
segir Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi á Akureyri
„Þó að menn séu nú að reka sig á
að Laxárvirkjun skili miklu meiri
arði en reiknað var með, þá hefur
þessi niðurstaða ekki í för með sér
breytta afstöðu til sameignar fyrir-
tækisins við Landsvirkjun. Menn
eru á því að þetta eigi að vera á
einni hendi. Það sem hefur síðan
gerst frá því grundvöllurinn fyrir
samningana varð til, reikningar á
arðsemishlutfalli . og eignarhlut-
falli, er að ágóðinn af rekstri Lax-
árvirkjunar er langt umfram það
sem nokkurn óraði fyrir“, sagði
Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi
á Akureyri í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Til marks um stöðu Laxárvirkj-
unar sagði Helgi að á þessu ári væri
óhætt að reikna með að rekstrar-
hagnaður Laxárvirkjunarinnar á
næstu árum verði um 170 miljónir á
ári.
„Til að gera sér betur grein fyrir
af hvaða stærðargráðu þetta er má
taka til viðmiðunar að 65 þús.
tonna álver kosar 250 miljónir doll-
ara. í slíkri fjárfestingu er talið
eðlilegt að eigandinn leggi fram úr
eigin sjóðum um 30% af fjárfest-
ingarkostnaði. Annað sé lán. Þetta
þýðir að eigið fé sem eigandi þyrfti
að leggja fram sé um 75 miljónir
dollara. Setjum sem svo að íslend-
ingar ætluðu að reisa álver og eiga
helming þess á móti öðrum. Lax-
árvirkjun gæti þá lagt fram allan
eignarhluta íslendinga með rek-
strarhagnaði sínum á næstu 8
árum, því það er reiknað með að á
föstu verðlagi sé hagnaður virkjun-
arinnar um 5 miljónir dollara á ári.
Það hefur orðið orkuverð-
sprenging í landinu. Við skulum
átta okkur á því að Laxárvirkjun
selur orku sína eingöngu til hins
almenna notanda fyrir 110 aura
kwst að meðaltali. Landsvirkjun
selur hins vegar aðeins helming
sinnar orku á þessu sama verði,
hinn helminginn selur hún á innan
við 20 aura til stóriðju. Ég lagði
áherslu á það við umræður í bæjar-
stjórn Akureyrar um þessi mál, að
þessar staðreyndir skýra betur en
nokkuð annað sem ég hef í það
minnsta séð í langan tíma, hversu
gífurlega brýnt það er orðið að
hækka orkuverðið til stóriðju.“
Minnti Helgi jafnframt á að orku-
sala Landsvirkjunar til ísals á síð-
asta ári nam um 150 miljónum
króna sem er ekki mikið hærri upp-
Helgi Guðmundsson: Arðsemis-
hlutfall Akureyrar í Landsvirkjun
þarf að hækka.
hæð en hagnaðurinn af rekstri Lax-
árvirkjunar á þessu ári, 120 milj-
ónir.
Að sögn Helga, hefur bæjarráð
Akureyrar falið sínum samninga-
mönnum að taka upp viðræður við
Landsvirkjun um uppgjörið vegna
sameiningar Laxárvirkjunar við
Landsvirkjun en það á að miðast
við 1. júlí sl.
„Hvort þær viðræður leiða til
einhverra breytinga frá samning-
unum skal ég ekkert segja, en mín
von og sannfæring er að arðsemis-
hlutfall Akureyrar í hinu nýja fyrir-
tæki ætti að hækka úr þeim 0,9%
sem það er núna í 5,45% að
minnsta kosti sem er talinn
eignarhlutur Akureyrar í hinni
nýju Landsvirkjun“, sagði Helgi
Guðmundsson.
-•g