Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 3
Fimmtídagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
LR sýnir
leikrit
eftir
Svein
„Ég lauk við að skrifa þetta leik-
rit í sumar“ sagði Sveinn Einarsson
fráfarandi Þjóðleikhússtjóri í sam-
tali við Þjóðv. „Ég hef fengist tals-
vert við að skrifa og gengið með
ýmsar hugmyndir í maganum sem
mig hefur langað að gera skil í
leikriti en ekki gefist tími til fyrr,
sökum anna. Það má vel vera að ég
haldi þessu eitthvað áfram, ég hef
áhuga á því.“
Sveinn Einarsson: Má vera að ég
haldi eitthvað áfram að skrifa leik-
rit.
Leikfélag Reykjavíkur hefur nú
ákveðið að taka leikrit Sveins til
sýninga í vetur. Leikritið gerist í
nútímanum, í Reykjavík, og koma
fram í því þrjár kynslóðir.
EÞ
Afleysingar á fréttastofu
útvarps til áramóta
Atli ráðinn
Útvarpsstjóri mun vera húinn að
taka ákvörðun um að. ráða Atla
Stcinarsson blaðamann í afleysing-
astarf til áramóta á fréttastofu út-
varps. Á útvarpsráðsfundi í fyrra-
dag hlaut Atli meðmælum 5 ncfnd-
armanna, Trausti Ólafsson hlaut
eitt atkvæði og nafnleyndarum-
sækjandi annað.
Á fundinum var lagt fram bréf
frá yfirmönnum fréttastofunnar
þar sem óskað var eftir að útvarps-
ráð hætti við umsögn sína þar sem
þriðjungur væri þegar liðinn af fyr-
irhuguðum starfstíma og fréttastof-
an treysti sér til að fylla í skarðið
með tveimur til þremui
lausráðnum starfsmönnum.
Að sögn Harðar Vilhjálmssonar
fjármálastjóra útvarpsins kaus út-
varpsráð að gefa umsögn sína um
umsækjendur þrátt fýrir bréf frétt-
astofunnar. Endanlegt úrskurðar-
vald er Andrésar Björnssonar út-
varpsstjóra og gat hann farið að
tillögum fréttastofu eða valið úr
hópi umsækjenda um afleysingar-
starfið. Andrés mun hafa tekið þá
ákvörðun að ráða Atla til starfans.
Atli hefur nokkrum sinnum áður
sótt um svipaðar stöður á frétta-
stofu útvarps og ekki fengið, og
hefur verið látið að því liggja í fjöl-
miðlurn, m.a. Morgunblaðinu, að
pólitískar ástæður hafi valdið.
í Morgunblaðinu í gær sagði
Markús Orn Antonsson útvarps-
ráðsmaður það „forkastanlegt, að
fréttastofa Hljóðvarps ætlaði að
ráða alfarið sjálf, hverjir væru tald-
ir hæfir til vinnu þar og misbjóða og
hafa í hótunum við útvarpsráð og
útvarpsstjóra í því efni“. Margrét
Indriðadóttir fréttastjóri útvarps
vildi ekkert um málið segja. -m
Stjórnarandstaðan
í bréfi til forsætisráðherra
Þinghald
10. sept.
Fjallað verður um bréf þing-
tlokks stjórnarandstöðunnar til
forsætisráðherra á ríkisstjórnar-
fundi í dag. Stjórnarandstaðan ít-
rekaði þá kröfu sína í gær að Al-
þingi verði kvatt saman fyrr í haust
en venja hefur verið, og lagt er til í
bréfinu að þinghald hefjist eigi síð-
ar en 10. september.
Alþýðubandalag, Alþýðuflokk-
ur, Bandalag jafnaðarmanna og
Samtök um kvennalista minna á að
hinn 1. júní sl. rituðu formenn
þingflokka stjórnarandstöðunnar
forsætisráðherra bréf þar sem ósk-
að var eftir því að Alþingi yrði
kvatt saman hið fyrsta, eða þeim
mun fyrr í haust. Ríkisstjórnin
hafnaði þessari kröfu 14. júní sl. en
nú hefur hún verið ítrekuð. -ekh
Deilan í álverinu
Ailt í biðstöðu
Ekkert áþreifanlegt hcfur gerst
í deilum yfirmanna álversins við
starfsmcnn kerskála vegna fækk-
unar starfa við ákveðin verk í
skálanum og almenns skorts á
kurteisi hjá yfirmönnum.
Samkvæmt heimildum Þjv. eru
mál öll á mjög viðkvæmu stigi og
heitt í kolunum meðal starfs-
nianna. Einhverjar hugmyndir
munu uppi til lausnar á deilunni
og átti ni.a. að ræða þær á fundi
sem fulltrúar verkamanna í ker-
skála og Hlífarmenn ætluðu að
halda með sér í gær.
-m
Blöndusamningarnir
Fundur i næstu viku
Ný lota í samningunuin um
verktilhögun og launamál við
Blönduvirkjun hefst ckki fyr.r en í
næstu viku að sögn starfsmanna
ríkissáttascmjara.
Alllangt hlé hefur orðið á þess-
um samningum; síðast í júlí var
ákveðið að hittast næst í kringum
20. ágúst. Þessi fundur hefur
dregist af ýmsumi ástæðum, m.a.
vegna sumarfría og ferðalaga
samningamanna, en ætlunin er
að reyna að ná saman fundi eftir
helgi. Hugsanlegt er að fram-
kvæmdir við Blöndu tefjist vegna
seinagangs í þessum samninga-
viðræðum.
-m
íslandsrall byrjar í dag
„Kauðalega að staðið”
— segir Steingrímur Sigfússon þingmaður AB
„Mér sýnist ákaflega kauðalega
að þessu ralli staðið,“ sagði
Steingrímur Sigfússon þingmaður
Alþýðubandalagsins m.a. þegar
við röbbuðum við hann um ,ís-
landsrallið sem leggur af stað í dag
og stendur fram til 30. ágúst.
„Undirbúningurinn að þessu er
ansi skrítinn, tilskilinna leyfa vart
aflað, en allt engu að síður auglýst
sem klappað og klárt. Mér þykja
líka stjórnvöld hafa staðið sig lin-
lega í þessu máli. Bæði Náttúru-
verndarráð og Landvernd hafa lýst
andstöðu við þetta rall og mér
finnst furðulegt að taka ekki meira
tillit til þeirra aðilja.
Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti
ralli sem íþrótt- ef stundað er án
landspjalla en hins vegar er það
stór spurning hvort svona nokkuð
hefur ekki í för með sér neikvæða
landkynningu - að ýtt sé undir að
nóg sé hér af torfæruleiðum til að
aka um þegár hálendið er jafn
viðkvæmt og þétt setið og raun ber
vitni.
Mér sýnist að það sé brýnt að
setja einhverjar reglur um þessi
mál. Það mætti t.d. byrja á því að
ræða hvort ekki megi takmarka
þann fjölda torfærubíla sem fluttur
er inn í landið. Vegirnir hér og
landið þola ekki nema ákveðinn
þunga og mér virðist gífurleg
aukning hafa orðið á þessum inn-
flutningi með tilkomu nýju ferj-
unnar. Maður sér það líka þegar
maður kemur á staði eins og
Herðubreiðarlindir og Land-
mannalaugar að þar eru heilu úti-
samkomurnar um helgar.
Það er sem sé spurning hvort við
getum boðið útlendingum enda-
laust upp á ísland sem land tæki-
færanna. Við erunt að bjóða hér
náttúruna, en ekki listasöfn eða
næturlíf, og þessi náttúra er við-
kvæm. Þetta finnst mér að þyrfti að
hafa í huga í sambandi við heildar-
löggjöf urn ferðamál," sagði Stein-
grímur Sigfússon.
Hluti fundarmanna á hinum fjölmenna fundi í Sigtúni í gær. Mynd -Leifur.
Nauðungarsala og gjaldþrot
hundraða fjölskyldna blasir við
Krafist úrbóta strax
Fjöldahreyfing er þegar orðin til um land allt
„Alvarlegt ástand hefurskapast hjáfólki, sem lagt
hefur í aö kaupa eða byggja húsnæöi. Fari fram sem
horfir blasir viö nauðungarsala og gjaldþrot hjá
fjölmörgum fjölskyldum. Allt of stór hluti
húsnæöiskostnaðar er fjármagnaöur meö
skammtímalánum. Endurteknar kjaraskeröingar á
undanförnum árum samhliða óðaveröbólgu valda því
aðskuldirvaxaen kaupiöekki. Stööugt stærri hluti af
ráðstöfunarfé fer til afborgana lána en minna verður
eftirtil nauðsynja.“ Petta segir m.a. í ályktun sem
fjölmennur fundur íbúöakaupenda og húsbyggjenda í
Sigtúni í gær samþykkti einróma.
í ályktuninni segir ennfremur að
ástandið sé víða orðið svo erfitt að
ekki verði komist hjá því að grípa
til skjótra aðgerða. „Einu raun-
hæfu úrbæturnar eru: - að lán verði
veitt til lengri tíma, - að lán verði
mun hærra hlutfall af húsnæðis-
kostnaði en nú er, - og að þessar
aðgerðir verði afturvirkar þannig
að þeir sem keypt hafa eða byggt
húsnæði sl. þrjú ár njóti þeirra. Það
er krafa fundarins að þegar verði
gripið til þessara aðgerða. Þá var
einnig á fundinum samþykkti á-
lyktun um að skora á ríkisstjórnina
að lánskjaravísitala á lán til íbúða-
húsnæðis vegi ekki meira en sem
nemur greiddum vísitölubótum á
laun.
„Hreyfing er þegar orðin til hér á
þessum stað og um allt land. Það
ber skeytaflóð til fundarins vitni
unt“ sagði Ögmundur Jónsson
fundarstjóri er hann setti fundinn.
Frummælendur voru þeir Stefán
Ólafsson, Sigtryggur Jónsson og
Gunnar Haraldsson en auk þeirra
tók fjöldi fundarmanna til máls á
þessum klukkustundarlanga fundi.
Bentu ræðumenn m.a. á að frá
áramótum hefur greiðslubyrði
verðtryggðra lána hækkað fimm-
falt umfram kauphækkanir. Hart
var deilt á svikin loforð stjórnmála-
flokka um úrbætur í húsnæðismál-
um og hina stórfelldu kjaraskerð-
ingu sem nú dynur á launafólki.
„Það þarf úrbætur strax. Við lifum
þetta ekki af til lengri tíma ef við
erum þegar dauð til skamms tíma“,
sagöi einn fundarmanna. ítrekað
var að menn kærðu sig ekki um
neinar bráðabirgðalausnir í þess-
um efnum. Ástandið væri orðið
hrikalegt og fjárhagur þúsunda
fjölskyldna að hrynja í rúst eftir
stórfelldustu kjaraskerðingu í sögu
lýðveldisins.
Ályktun Sigtúnarfundarins
verður afhent ríkisstjórninni í dag
og áhugamannahópur sá sem stóð
fyrir fundinum mun starfa áfram
þar til fullur árangur hefur náðst og
virkja til þess þúsundir lands-
manna sem nú hafa tekið höndum
saman í þessu mikla hagsmuna-
máli.
-■g-
Haíikar Hafnarfirði
Sumargleði
í kvöld
Handknattleiksdeild Hauka og
Sumargleðin halda fjölskyldu-
skemmtun í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld,
fimmtudagskvöld. Hún er haldin
m.a. til fjáröflunar vegna uppbyg-
gingar Haukahússins sem fór illa í
bruna þann 20. ágúst sl. Ættu sem
flestir að styðja Haukana, mæta á
þessa skemmtun og njóta hennar á
sjónvarpslausu kvöldi.