Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Raufarhöfn 1.-3. september Breytt staða og búseturöskunin þeir að sjálfsögðu snuðaðir sem kaupafiskinn. Hérheldégaðáróð- ursmeisturunum hafi brugðist bog- alistin. Ég hef kennt mörgum mönnum að meta bæði nýjan og unninn fisk gegnum árin og veit að þetta er vanda verk. En engin nothæf að- ferð er til að framkvæma þetta önn- ur en skynmat. Þar sem beitt er bæði sjón og lyktnæmi við ákvarð- anir. Menn hafa glímt við það í fjölda ára að finna upp nothæft að- hald til að meta fiskgæði og þar hefur líklega Torisomælirinn kom- ist lengst. En bæði er hann ekki nógu fljótvirkur við ákvarðanir um fiskgæði og svo er það aðeins einn þáttur þeirra, þ.e. skemmd af völd- um geymslu, sem hann getur metið. Hinsvegar er hann allsendis ófær um að meta skemmdir á nýj- um fiski sem stafa frá veiðum og meðferð. Skynmat er því einasta aðferðin sem er nothæf til þessa verks. Og séu menn á annað borð hæfir til að læra mat á fiski og til- einka sér þær grundvallarreglur sem fara verður eftir, þá á ekki að vera nein hætta á ósamræmi í mati. Hvað er lagt til grundvallar í íslensku ferskfískmati þegar metið er í 1. gæðaflokk? Þegar um er að ræða fisk sem lagður er á land daglega úr íslenska bátaflotanum þá verður fiskur sem metinn er í E gæðaflokk að upp- fylla þær kröfur að hann sé E flokks hráefni í hvaða fiskverkun sem er. Þegar metinn er hinsvegar fiskur sem legið hefur í ís t.d. tog- arafiskur, þá var við upphaf fersk- fiskmats hér á landi það lagt til grundvallar 1. flokks gæðum, að fiskurinn váeri 1. flokks hráefni í allar flakapakningar frystihús- anna. Um þetta voru bæði kaupendur og seljendur fisksins sammála þegar ferskfiskmatið var undirbúið og enginn ágreiningur þar um. Menn vissu þá og eiga að vita það nú, að ísvarinn fiskur er ekki heppilegt hráefni í saltfisk framleiðslu, hafi hann legið svo nokkru nemur í ís. Eins er með 1. flokks fiskgæði í „Príma“ skreið fyrir Ítalíumarkað, þau nást ekki úr ísvörðum fiski þó hann sé úrvals- hráefni í flakapakningar. Ástæðan er sú að roðliturinn tekur breyting- um í ísnum. Þetta sem ég er að segja hér vita allir fiskverkunar- menn, sem einhverja reynslu hafa. Stefna ber að því að allur ísvarinn fískur togaranna verði úrvals hráefni til frystingar Þetta er markið sem stefna verð- ur að. En til þess að þetta takist sem allra fyrst, þá þarf að huga að því livað hægt er að gera. Nú er það svo að stundum eru veiðiferðir skipanna það langar að geymsluþol fisksins er jafnvel á þrotum þegar fisknum er skipað á land. Fiskur sem þá er metinn í E gæðaflokk og stenst það þegar hann er metinn, hann endist ekki alltaf sem E flokks hráefni á meðan farmurinn er unninn. Að sjálfsögðu veldur það skaða í framleiðslunni ef dæma verður fisk frá frystingu vegna þess að geymsluþol hans þrýtur í hráefn- isgeymslu hússins á meðan hann býður vinnslu. Eg segi að þetta sé einn mesti vandi sumra hraðfrysti- liúsa sem byggja afkomu sína á vinnslu ísvarins togarafisks. Og þó er stóriðja íslenskra hraðfrystihúsa því aðeins möguleg sem samfelld ársframleiðsla, að hráefnisföng séu tryggð með togaraútgerð að stór- um hluta. Lausn þessa vanda er frá mínum bæjardyrum séð sú og sú ein að allt sé gert um borð í skipun- um við veiðar og vinnslu til þess að geymsluþol fisksins í ísnum verði sem allra mest og að lengd veiði- ferða verði miðuð við það að fyrsta flokks fiskgæði geti skilað sér inn í vinnslu hraðfrystihúsanna. Að þetta takist sæmilega og fljótt, undir því er komin velgengni okkar á fiskmörkuðunum. 22. ágúst 1983. „Fólksfjölgun síðustu ára úti um byggðir landsins er undir lands- meðaltali. Helstu ástæður eru þær að uppbygging atvinnulífs til lands og sjávar hefur ekki nægt til að rétta við búsetuþróunina", segir m.a. í álitsgerð fyrir tillögu fjórðungsráðs til Fjórðungsþings Norðlendinga sem haldið verður 1.-3. september á Raufarhöfn. Lögð er áhersla á í tillögunni að samhliða áformum um stórfram- kvæmdir á Faxaflóasvæðinu verði staðið að uppbyggingu iðnaðar, einkum arðbærrarstóriðju og orku- mannvirkja úti um landið. - Árlegt þing Fjórðungssambands Norðl'endinga verður í félagsheim- ilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn 1.-3. september. Rétt til þingsetu eiga fulltrúar allra sveitarfélaga og sýslufélaga á Norðurlándi 94 tals- ins. Auk fulltrúa sækja alþingis- menn úr Norðurlandi þingið, svo og gestir. Fyrir Fjórðungsþingi liggja til- lögur frá fjórðungsráði og milli- þinganefndum. auk mála sem þing- fulltrúar leggja fyrir. Þingsetning verður ki. 20.30 fimmtudaginn 1. september, en afgreiðslu mála lýk- ur á laugardag. Þinginu lýkur með kvöldverðarhófi á vegum Norður- Þingeyinga. Umræðufundur verður á þinginu kl. 13.30 á föstudag um meginmál- ið: Breytt staða landsbyggðar og búseturöskun. Þórður Skúlason formaður Fjórðungssambandsins mun hefja umræðurnar. Hafþór Helgason mun kynna athuganir um búsetu- og atvinnuþróun á Norður- landi. Aðalframsögumenn verða Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra sem ræðir um byggðamál Qg sveitarstjórnarmálefni og Birgir ísleifur Gunnarsson sem ræðir um áform um iðnþróun og orkubú- skap. Á þinginu verður einnig rætt um vaxandi samstarf eða sameiningu sveitarfélaga vegna aukinna viðfangsefna, endurskoðun á hlut- verki Byggðasjóðs og Byggða- deildar Framkvæmdastofnunar, og er lagt til að skilið verði á milli hlut- verks raunverulegs byggðasjóðs og bjargráðasjóðs við endurskipu- lagningu Framkvæmdastofnunar. í ályktunum milliþinganefnda er m.a. lagt til að ekki verði vikið frá áformaðri virkjunarröð - komið verði á fót iðnþróunarsjóðum, - Iðnþróunarfélög fáist við stærri og staðbundin verkefni. - Efld verði starfsemi iðnráðgjafa. - Gefið verði út kynningarrit um vöru og þjónustu á Norðurlandi. - Haldin verði ráðstefna um skipulag sam- gangna. - Komið verði á samstarfi ferðamálaaðila og haldið áfram út- gáfu ferðabæklings. - Gerði verði framkvæmdaáætlun á sviði öldrun- arniála. - í langtímaáætlunum um vegagerð verði hraðað gerð tengi- vega milli héraða og landshluta. - Efld verði starfsemi Ríkisútvarps með fréttamanni og starfsliði sjón- varps. - Bætt verði rekstrarskilyrði félagsheimila. - Komið upp námi á háskólastigi á Norðurlandi. - Haldin verði fræðslunámskeið um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga, byggingareftirlit og skipulagsmál. - Athugað verði um aukið atvinnu- val í sveitum og gerð úttekt á stöðu sveitabyggða. -ekh VISA-KORT eru nú afgreidd á 120 algreiðslustöðum banka og sparísióða VISA ÍSLAND hefur opnað aðalskrifstofu sína að Austurstræti 7 í Reykjavík VISA ÍSLAND er þjónustufyrirtæki á sviði greiðslukorta. Það er sameignarfélag 5 banka og 13 sparisjóða og starfar um allt land. Fyrirtækið er aðili að VISA INTERNATIONAL, sem er stærsta og öflugasta greiðslukortafélag heims. VISA er samstarfsvettvangur 15000 banka og sparisjóða í 160 löndum. Viðskiptaaðilar VISA eru 4 milljónir fyrirtækja, einkum á sviði verslunar og þjónustu. Handhafar VISA-korta eru um 100 milljónir talsins. VISA-greiðslukort eru fjórðungi útbreiddari en önnur sambærileg kort. Þeir, sem þurfa að ferðast mikið erlendis, eiga þess kost að fá VISA-kort hjá viðskiptabanka sínum eða sparisjóði. Notkun kortanna er háð sérstökum reglum Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. VERIÐ VELKOMIN í VISA VIÐSKIPTI. Eignaraðilar: Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki íslands Samvinnubanki íslands hf. Sparisjóður Bolungarvíkur Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Hafnarfjarðcir Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu, Borgamesi Sparisjóður Notðfjarðar, Neskaupstað Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík Sparisjóður V-Húnavatnssýslu, Hvammstanga Sparisjóður Vestmannaeyja VISA V ai SLAND Austurstræti 7, 3. hæð. Pósthólf 1428, 121 Reykjavík, sími 29700.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.