Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Kostnaður vegna hvers
landsliðsmanns i hópífirtitt
er sampærijegur kostnaði
við a£Þftaldajslandsmót,fyrir
150 ungmeHni,
segir Stefán Ingólfsson Ns.
greininni. Myndin er af 5.
ffjokki ÍK i knattspyrnu ^a
ÍIIW. Æk} ^"^YKOFW h Ft—m jé X V * OM ÆfáiJmÁ I jj
I {i W já ■ uf
íþróttahreyfíngarinnar
Fjármál íþróttahreyfingarinnar
hafa aldrei þessu vant verið mikið til
umfjöllunar í dagblöðunum upp á
síðkastið. Einkum hefurveriðfjallað
um það sem einhver nefndi „fjár-
málasamskipti íþróttahreyfingar-
innar við fyrirtæki" en sáralitlar
upplýsingar hafa komið fram um
fjárhagsstöðu hennar almennt. Hér
á eftir verður leitast við að draga
saman nokkrar staðreyndir um fjár-
mál íþróttahreyfingarinnar fyrir þá
lesendur sem kynnu að vilja setja
undangengin skrif í víðara sam-
hengi.
íþróttahreyfingin
Oft er talið að hún sé fjölmennasta
hreyfing á landinu. Forystumenn telja að
virkir þátttakendur séu rúmlega 80 þúsund.
Þessi fjöldi er fundinn úr skýrslum íþrótta-
félaga og sambanda. Þá er hver einstak-
lingur talinn jafn oft og þær íþróttagreinar
eru sem hann stundar. Væntanlega starfa
því einhvers staðar á milli 30 og 40 þúsund
Islendingar íhreyfingunni. Iþróttasamband
íslands, ISÍ, er heildarsamtök allra íþrótta-
félaga og héraðssambanda. Sérsamböndin,
þe. KSÍ, FRÍ o.s.frv., eru hinn faglegi arm-
ur íþróttahreyfingarinnar. Þau eru hvert
um sig æðsti aðili um málefni sinnar íþrótta:
greinar. Sérsamböndin teljast aðilar að ÍSÍ
hér á landi. Erlendis er þó algengara að
sérsamböndin tilheyri ekki slíkum heildar-
samtökum sem fSÍ. Sérsamböndin hér.eru
17 taisins. Á þau er eðli málsins samkvæmt
lögð sú skylda að annast samskipti við er-
lenda aðila sem varða þeirra íþróttagreinar.
Landslið fslands eru kostuð af þeim og
landskeppnir ákveðnar.
Tekjur íþróttahreyfingar-
innar
Árið 1979 var talið að tekjur allra aðila
innan hreyfingarinnar skiptust þannig í
stórum dráttum.
Styrkir.............................. 32%
Félagsgjöld og íþróttamót..............24%
Leigutekjur, augl., getraunir ofl......18%
Ótilgreint.............................26%
Styrkirnir koma frá nokkrum aðilum.
Hlutur ríkis og sveitarfélaga er þessi:
Ríkissjóður.............. 8% af heildarveltu
Sveitarfélög.............14% af hcildarvcltu
Aðriraðilar............10% af hcildarveltu
Allirstyrkir.............32% af hcildarvcltu
Athyglisvert er að tekjur af getrauna-
starfsemi töldust einungistæp2%þetta ár.
Það hlutfall hefur þó væntanlega hækkað
eitthvað síðan. Einungis 4% voru auð-
kenndar sérstaklega sem auglýsingatekjur.
Hlutur þeirra er þó mun meiri og ætla má að
drjúgur hluti þess sem nefnt er „ótilgreint"
séu auglýsingatekjur og framlög fyrirtækja.
Tekjur sérsambandanna
Velta sérsambandanna er nálega 10% af
heildarveltu allrar íþróttahreyfingarinnar.
Tekjur þeirra skiptast á eftirfarandi hátt.
Tekjur afíþróttamótum........... 43%
Styrkir......................... 27%
Aðrar tekjur.................... 30%
Tekjuralls......................100%
Hér kemur í ljós að sérsamböndin fá
minni styrki hlutfallslega en íþróttahreyf-
ingin í heild. Reikna má með að langstærst-
ur hluti þess sem hér er nefndur „aðrar
tekjur1' komi frá fyrirtækjum í formi auglýs-
inga og styrkja.
Þó erfitt sé að áætla kostnað sérsamband-
anna vegna erlendra samskipta s.s. lands-
leikja, má telja að hann nemi 50-75% af
tekjum þeirra. Ef svo er, nema auglýsinga-
tekjur 40-60% af þessum kostnaði.
Sérsamböndin vantaði þetta ár 24 mill-
jónir Gkr. upp á að eiga fyrir skuldum. Það
var 13% af tekjum þeirra. Starf þeirra er
c, því teygt lengra en fjárhagurinn leyfir.
Framlag ríkissjóðs
og sveitarfélaga
Árið 1979 komu eins og fyrr segir 8% af
rekstrarfé allrar íþróttahreyfingarinnar úr
ríkissjóði. Til samanburðar má áætla að frá
fyrirtækjum hafi komið 15-25% af velt-
unni. Þetta framlag ríkissjóðs var hið lægsta
á öllurn Norðurlöndum, þegar reiknaö er
fjármagn á hvern iðkanda. Annars staðar
rann 100-650% meira fé til íþrótta. I Fær-
eyjum, til dæmis, var framlagið 100%
hærra. Beinar tekjur ríkissjóðs af íþrótta-
starfsemi nema miklu hærri upphæð en
nemur framlagi hans til hennar. Ætla má að
fyrir hverja krónu sem varið er til styrktar
Stefán Ingólfsson
skrifar
Stefán Ingólfsson: íþróttastarf sem beinist
innávið er oftast ekki kostnaðarsamt.
íþróttahreyfingunni fái ríkissjóður sex
krónur í tekjur af söluskatti, tollum og öðr-
um veltugjöldum. Þá má einnig nefna að
vegna íþróttastarfsins í landinu skapast ým-
is þjónusta sem veltir a.m.k. þrefaldri um-
setningu allrar hreyfingarinnar.
Frá sveitarfélögunum í landinu koma
14% af rekstrarfé íþróttahreyfingarinnar.
Þrátt fyrir að þetta sé mun hærra framlag en
ríkissjóður veitir er það samt lágt, þegar
borið er saman við hin Norðulöndin. Sænsk
sveitarfélög veita 250% meira fé til hvers
iðkanda og dönsk 750% hærra.
Eigin rekstur - Getraunir
íslenskar Getraunir er fyrirtæki í eigu
íþróttahreyfingarinnar. Það hefur einkarétt
á flestum tegundum getrauna og rekur
knattspyrnugetraunir.
Þegar fyrirtækið var sett á stofn fyrir
rúmum áratug vonuðu margir að fjárhags-
vandi hreyfingarinnar væri leystur í eitt
skipti fyrir öll. Það hefur ekki orðið. Árið
1979 voru samanlagðar tekjur allra félaga af
getraunum og happdrættum rúm 2,2% af
heildarveltunni. Þó að þetta hafi eitthvað
hækkað síðan er langt frá að Getraunir skili
þeirn tekjum sem taldar væru eðlilegar i
öðrum löndum. Til dæmis fékk danska
íþróttahreyfingin 400-500% meira fé á
hvern iðkanda frá Dansk Tipstjeneste en sú
íslenska frá Getraunum 1979.
Stjórnmálaflokkarnir
Lágt framlag ríkissjóðs til íþrótta er bein
afleiðing af stefnumótun íslensku stjórn-
málaflokkanna í íþróttum. Nefnd sem starf-
aði á vegum ÍSÍ að því að kanna fjármál
íþróttahreyfingarinnar komst að raun um
að hvergi sé að finna heillega stefnumörkun
í íþróttamálum í stefnuskrám stjórnmála-
flokkanna.
I ályktun nefndarinnar segir til dæmis:
„Nefndin lýsir furðu sinni á því stefnuleysi,
sem ríkir innan íslensku stjórnmálaflokk-
anna um íþróttamál. Nefncíin bendir á að
meðan svo er sé þess ekki að vænta að
stjórnmálaflokkarnir sýni íþróttahreyfing-
unni meiri skilning en raun ber vitni.“
Um Alþýðubandalagið segir til dæmis í
þessari skýrslu:"... í stefnu Álþýðubanda-
lags (og Álþýðuflokks) eru íþróttir ekki
nefndar á nafn. Þetta vekur athygli ekki síst
sökum þess að í stefnu erlendra flokka með
hliðstæða hugmyndafræði er þýðing
íþróttastarfs og almenningsíþrótta metin að
réttu.“
Lokaorð
í starfi sínu verður íþróttahreyfingin að
velja og hafna. Augljóst er að ákveðin sér-
sambönd leggja mikla áherslu á þann þátt
starfsins, sem er dýrastur, eða erlend sam-
skipti.
Kostnaður við erlend samskipti er. mikill
sökum legu landsins. Þátttaka í Norður-
landamóti kostar okkur 3^1 sinnum meira
en frændþjóðir okkar sökum mikils ferða-
kostnaðar. Kostnaður vegna hvers lands-
liðsmanns í hópíþrótt er af þessum sökum
sambærilegur við kostnað við að halda
íslandsmót fyrir ekki færri en 150 ung-
menni.
Það er fyrst og fremst til að rnæta þessum
kostnaði sem hinir umdeildu samningar
íþróttasambanda við fyrirtæki eru gerðir.
íþróttastarf sem beinist inn á við er oftast
ekki kostnaðarsamt. Skólaíþróttir og al-
menningsíþróttir eru enn utan hinnar form-
legu íþróttahreyfingar. Þessa tvo þætti
íþróttastarfs má auðveldlega stórauka og
færa í skipulagt horf með litlum tilkostnaði.
Jákvæð stefnumótun íþróttahreyfingarinn-
ar og stjórnmálamanna er allt sent þarf.
Erlend samskipti kosta aftur á móti bein
fjárframlög og á meðan það fé sem þarf
fyrir lágmarksstarf á þessu sviði er ekki
neitt frá opinberum aðilum leita íþrótta-
samböndin þangað sem fjár er von.