Þjóðviljinn - 25.08.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Bridge
Er ekki alltaf verið að tuða um
það.að allt geti gerst í bridge? Hér er
skemmtilegt dæmi um það:
Norður
ÁK86542
D4
Austur
Á64
83
KG108652
Norður gefur og oþnar á einum
tígli. Þú segir fimm lauf i Austri og
Suður segir fimm spaða, sem Norður
hækkar i sex eftir pass frá félaga þín-
um. Þú doblar til að félagi þinn sþili út
tígli og allir segja pass. Þér léttir þeg-
ar félagi þinn spilar út tíguldrottning-
unni. Sagnhafi lætur kónginn og þú
trompar en þá kemur fyrsta áfallið,
því sagnhafi yfirtrompar. Næst er
hjarta spilaö og blindur fær á drottn-
inguna og tígulás er spilað. Þú tromp-
ar, því líklegt er að annars láti sagn-
hafi laufatapslag af hendinni, og
sagnhafi yfirtrompar. Blindur á næsta
slag á hjartaás og síðan kemur spaði
og þú verður fyrir öðru áfalli því kóng-
urinn kemur frá félaga þínum, undir
ásinn þinn. Og nú rennur upp fyrir þér
aö þú verður að spila laufi frá kóng-
num (þriðja áfallið) og auðvitað átti
sagnhafi ásinn í laufi og tvö smáspil
með og náði að. trompa þriðja laufið
með öðrum sþaðanum í blindum.
Sanghafi átfi þessi spil:
DG109732 K72-Á73
Verðlaunaspilið það árið?
Kannski.
Skák
Karpov að tafli - 189
Tíu fyrstu skákunum í einvígi Karp-
ovs og Kortsnojs lauk á þann veg að
Karpov vann eina skák en níu
skákum lauk meðjafntefli. Meðsama
áframhaldi sáu menn fram á að 60
skákir þyrfti til að ná fram úrslitum í
einvíginu. Einvígið hófst um miðjan
júlí og gat þess vegna staðið fram að
jólum. I þessum tíu fyrstu skákum var
Kortsnoj afar nálægt því að vinna
þriðju, fimmtu og níundu skák. í ní-
undu skákinni kom þessi staða upp.
Kortsnoj hefur byggt upp yfir burða-
stöðu en var kominn í timahrak:
Kortsnoj - Karpov
36. Hb5?
(Nærtækur leikur en ekki góður. Með
36. He5! heldur hvítur miklum sókn-
arfærum og valdar jafnframt mikil-
vægan e3 - reit. Hann hótar þá m.a.
37. h5 og 37. f5.)
36. ..Dd2!
37. Kh2 De3!
36. Hxb6 Ha8
39. Dxe3
(Nú mátti reyna 39. Dg5. Tímahrakið
átti stóran þátt í þessum leik sem
leiðir til jafnteflis.)
39. ..dxe3
40. Hb2 Ha3
41. Be4 Hc3
- og hér sömdu keppendur um jafn-
tefli.
Af
tal-
meina-
fræði
Hér er í stuttu fríi Guðrún Sig-
ríður Sigurðardóttir, seni er við
nám í Padova á Ítalíu í nokkru
seiti heitir talmeinafræði ojí er til-
tölulega ný grein af ineiði vísind-
anna. Hún vinnur nú í sumar á
Reykjalundi og er búin með
fyrsta árið af þremur í náminu
úti. Við nörruðum hana til okkar
og spurðum hana út í þetta:
„Já þetta er ný færðigrein og
tengist eiginlega „nýju línunni"
innan læknavísinda þar sem
aukin áhersla er lögð á sérhæf-
ingu. Það má ekki rugla þessu
saman við talkennslu, þetta fer
meira fram á sjúkrahúsunum og
felst í því að reyna að endurhæfa
þá sem eru haldnir því sem er
kallað „Afasia“ og þjálfa upp
talfærin hjá þeim sem haldnireru
ýmsum tallýtum af ýmsum ástæð-
um - eru holgóma eða stama og
þar koma oft inn í sálrænir sjúk-
dómar.
Af þessu að dæma er þetta ansi
yfirgripsmikið.
„Já þetta kemur inn á málvís-
indi, anatómíu, lífeðlisfræði, sál-
fræði, taugafræði, hljóðeölis-
fræði: þetta eru grunnkúrsar og
síðan lærum við sálfræðileg mál-
vísindi, taugasálfræði, barnasál-
fræði og margt fleira. Maður þarf
að hafa grunn í málvísindum og
læknisfræði áður en maður fer út í
þetta nám. Þarna sem ég er hefur
á seinni árum verið mikil áhersla
lögð á eina grein málvísindanna
sem er hljóðfræði en hana verður
að kunna til að geta einbeitt sér
að talgöllum eins og stami og
klofnum gómi, annars eru skól-
arnir nokkuð misjafnir."
Er erfítt að komast í svona
nám?
„Það voru minnir mig 180 sem
sóttu um að komast um leið og ég
og 70 teknir. þannig að það eru
fjöldatakmarkanir þarna. Það
Rœtt við Guðrúnu Sigurðardóttur
Gull-
korn úr
munni
Banda-
ríkja-
forseta
Viö rákumst á eftirfarandi
gullkorn, sem hrotið hafa úr
munni Bandaríkjaforseta,
Ronalds Reagan, í gegnum
tíðina, í bókinni The People’ s
Almanac, 1981.
- Við ættum að lýsa yfir stríði á
hendur Víetnam. Við getum
malbikað allt landið, málað á
það bílastœði og náð heim fyrir
jól. “ - 1966.
- „Peir sem lifa á almannatrygg-
ingum eru eins og andlitslaus
- manngrúi bíðandi eftir ölm-
usu. “ - 1966.
- „Pað er kominn tími til að við
hœttum að gœta bróður okk-
ar.“ - Úr ræðu um niðurskurð
til almannatrygginga í Kalif-
orníu 1967.
voru fjögur inntökupróf sem
maður þurfti að fara í - það voru
aðallega svona þekkingar-,
greindar- og persónuleikapróf.
Eg var eini útlendingurinn þarna,
og þar að auki frá Islandi, og ég
býst við að það hafi eitthvað haft
áhrif á að ég komst inn. Námið er
reyndar mjög stíft á þessum
skóla. Öll próf eru munnleg og
allir viðstaddir nteðan þau fara
fram og þá er nú betra að kunna
þetta allt saman.“
Og nú ertu á Reykjalundi...
„Já ég vinn þarna hjá Sigríði
Magnúsdóttur sem er talmeina-
fræðingur og hefur lært í Banda-
ríkjunum. Þarna eru sjúklingar
sem þjást af „Afasia" sern ég
nefndi áðan, en sá sjúkdómurlýs-
ir sér í því að annað hvort tal-
stöðvar eða málstöðvar sem
hvorar tveggja eru í vinstra hveli
heilans hafa skaddast, oftast
vegna þess að viðkomandi hefur
fengið slag. Það getur orðið
nokkuð erfitt að eiga við þennan
sjúkdóm því það er mjög ein-
staklingsbundið hvernig hann lýs-
ir sér. Við erum hins vegar fljótar
að sjá hvort eitthvað sé hægt að
gera fyrir sjúklinginn.
Þarna á Reykjalundi erum við
líka með krakka sem hafa ein-
hverja talgalla sem stundum geta
verið vegna þess að krakkarnir
heyra illa og missa sum hljóð úr
þegar þau eru að Iæra að tala með
því að herma eftir þeim full-
orðnu.
Það vantar fólk nteð þessa
menntun hér heima, þær eru bara
tvær sem starfa hér, Sigríður og I
Ebba Edwaldsdóttir á Grensás-
deildipni. Helst vildi ég starfa á í
íslenskri stofnun, en ég gæti líka '
mjög vel Itugsað mér að búa á
Ítalíu því ég kann mjög vel við
mig þar.“
-gat
- „Efþeir vilja blóðbað þá skulu
þeir fá það.“ - Um stúdentaó-
eirðir, 1970.
Hver segir að málarar séu bara naflarýnendur,
hver segir að framsækin haráttulist sé dauð? Einn er
allavega sá málari sem lcggur óhræddur til atlögu
við skelfílegasta heimsveldi allra alda - bírókratíið.
Sá heitir Werner Belmont og ætti að þekkja þetta:
hann er fyrrum lögfræðingur og starfsmaður hjá því
opinbera, sem er hættur þeirri vitleysu og farinn að
mála. Hann hefur skorið upp herör gegn hvers kyns
skriffinnsku og hér sjáum við hvernig hann beitir
einu tákni með markvissum hætti-stimplinum sem
hann setur í þjóðfána Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, og gengur hann, þ.e. stimpillinn í gegnum alla
list Belmonts sem nokkurs konar leiðarstef.
Nýi
klúbburinn
Árið 1850 var nýtt klúbbfélag
stofnað í Reykjavík og nefndist
Bræðrafélagið. Þetta var í raun-
inni hlutafélag og voru aðstand-
cndur þess kaupmenn, embættis-
menn og borgarar.
Tilgangur félagsins var að
koma upp klúbbhúsi er betur
hæfði kröfum tímans en gamli
klúbburinn þótti gera. Sæmilega
tókst að safna hlutafé og nam það
bráðlega 5000 ríkisdölum. Runnu
þeir til þess að koma upp tvílyftu
húsi er nefnt var Nýi klúbburinn.
Helstu forgöngumenn þessa
fyrirtækis voru kaupmennirnir
M.W'. Biering, C. Fr. Síemsen og
R P. Tærgesen.
Féiagið festi kaup á gömlu
klúbbhúsunum og hugðist einnig
feka starfsemi þar. En allur gekk
þessi rekstur á tréfótum og varð
ekki langær.
í árslok 1850 voru íbúar
Reykjavíkur 1149 en um 60 þús.
manns á landinu öllu.
-mhg.