Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. águst 1983 ÞJÖÐVILÍINN — SÍÐÁ 9 ' íþróttir Umsjón: Víöir Sigurösson Skagamenn „tollera“ þjálfarasinn, Hörð Helgason, eftir sigurinná Eyjamönnum í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn.Sjá nánarbls. 10-11. Mynd: - eik Enska knattspyrnan í gær: Töp í Þýskal., sigrar í Belgíu Liðum íslendingunna gekk illa í vestur-þýsku bikarkcppninni í knattspyrnu uni hclgina. Atli, Pét- ur og félagar í Diisseldorf steinlágu, 0-3, gegn Schalke 04 sem leikur í 2. deild og Fortuna Köln, lið Janusar, sem komst alla leið í úrslit í fyrra, tapaði heima, 2-3, gegn Borussia Mönchepgladbach. Stuttgart lék ekki um helgina. Stórliðin fóru fyrirhafnarlítið í gegn, Köln vann Aachen 6-1 úti, Bayern Múnchen sigraði Hessen Kassel 3-0 á útivelli og Hamburger lagði Dortmund heima, 4-1. Ein- tracht Frankfurt tapaði hins vegar óvænt fyrir áhugamannaliðinu Göttingen, 4-2. í Belgíu gekk „íslensku" liðunum betur. Arnór og co. í Anderlecht' sigruðu 3. dcildarlið Bornem 1-0 á útivelli, Waterschei (Lárus) vann Bergen 1-0 úti, Antwerpen (Pétur P.) sigraði Eisden einnig 1-0 úti en CS Brúgge (Sævar) burstaði Dieg- em 4-0, líka á útivelli. - VS Hollendingarn- ir skora grimmt Hollenska 1. deildin hófst með látum um hclgina, 44 mörk voru skoruð í níu leikjum og því haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrra. Mesti markaleikurinn var viðureign Willem II og Go Ahead sem lyktaði 6-4 fyrir Vilhjálm. Ajax, meistararnir, sigruðu PEC Zwolle 4-2 og PSV Eindhoven og Feyenoord skoruðu timm stykki hvort hjá andstæðingum sínum. Keppni hófst einnig í Portúgal og frægustu liðin þar unnu góða sigra. Sporting Lissabon vann Penafiel 5- 1 og meistarar og bikarmeistarar Benfica sigruðu Vitoria Setubal 3-2 á útivelli. Þá var leikin þriðja umferð í Austur-Þýskalandi. Magdeburg burstaöi Dynamo Berlin 5-0 og er eitt í efsta sæti nieð sex stig. - VS Heimsmet Bykovu og Maree Nicholas skoraði tvö á Molyneaux! Fyrsta heimatap Man. Utd í 16 mánuði! Charlie Nichoias, hinn ungi skoski markakóngur sem Arsenal keypti frá Celtic í sumar, er byrjaöur aö mala gull fyrir Lundúna- liöiö. í gær lék Arsenal á útivelli gegn nýliðum Wolves í 1. deild ensku knattspyrnunnar og sigraöi, 2-1. Wayne Clarke skoraði strax á 3. mínútu fyrir heimaliðið en Nicholas jafnaði á 25. mínútu eftir fyrirgjöf Brian McDermott.Tíu mínútum fyrir leikslok felldi svo John Burridge, markvörður Úlfanna, Nicholas og hann skoraði sjálfur sigurmarkið úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Manchester United tapaði í fyrsta skipti heima í 16 mánuði, hafði leikið 34 leiki í röð á Old Trafford án taps. Gestirnir voru Nottingham Forest sem höfðu ekki einu sinni skorað mark gegn Unit- ed í síðustu sex leikjum liðanna. Ekki virtist ætla að verða breyting þar á lengi vel. United réð gangi fyrri hálfleiks, fékk fullt af mark- tækifærum og Kevin Moran nýtti eitt þeirra. En á 70. mínútu jafnaði Viv Anderson fyrir Forest, skoraði af stuttu færi eftir að Gary Bailey markvörður United hafði varið stórkostlega en ekki haldið knett- inum. Forest tók völdin, Colin Walsh skaut í stöng áður en Peter Davenport skoraði sigurmark For- est fjórum mínútum fyrir leikslok. Úrslit í gær urðu þessi: 1. deild: Aston Villa-Sunderland............1-0 Everton-West Ham.................0-1 Manch. Utd-Nottm.Forest...........1-2 Southampton-Q.P.R.................0-0 Wolves-Arsenal....................1-2 2. deild: Cardift-Manch. City..............2-2 Leeds-Brighton..................3-2 Newcastie-Shrewsbury............0-1 Mjólkurbikarinn 1. umferö, fyrri leikir: Bradford C.-Shetf. United......0-1 Millwall-Northampton............3-0 Steve Walford skoraði sigur- mark West Ham á Goodison Park gegn Everton af 40 m færi. Walford var keyptur til Lundúnaliðsins frá Norwich í sumar. Mark Walters skoraði eina markið í viðureign Aston Villa og Sunderland og færði Villa öll þrjú stigin. Efstu lið í 1. deildinni eftir þessa leiki eru: WestHam.............2 2 0 0 5-0 6 AstonVilla..........2 2 0 0 5-3 6 Arsenal.............2 2 0 0 4-2 6 Southampton.........2 1 1 0 1-04 - vs Coventry náði jöfnu gegn Tottenham Tveir leikir fóru síðan fram í gær- kvöldi. Tottenham og Coventry gerðu jafntefli 1:1. Glen Hoddle skoraði fyrirTottenham í fyrri hálf- leik en Graham Withey, sem kom inn á sem varamaður, jafnaði fyrir Coventry þremur mínútum fyrir leikslok. Stoke sigraði WBA 3:1. Ian Pa- inter var maður kvöldsins hjá Stoke. Hann skoraði tvö markanna og lagði upp það þriðja fyrir Paul Maguire. Hollendingurinn Martin Jol skoraði mark WBA. Tvö heimsmet í frjálsum íþrótt- um féllu á stórmóti í Köln í V,- Þýskalandi um helgina. Sydney Maree, suður-afríski blökkumað- urinn sem nú keppir fyrir Banda- ríkin, hljóp 1500 m á 3:31,23 mín., og bætti þriggja ára gamalt heim- smet Stcve Ovett um 12/100 úr sek- úndu. Tamara Bykova, sem ásamt Ul- riku Meyfarth jafnaði heimsmetið í hástökki kvenna, 2,03 m, fyrir stuttu, gerði enn betur í Köln. So- véska stúlkan leggjalanga vippaði sér yfir 2,04 metra. Aberdeen samtals með 12! Lítið var um óvænt úrslit í 2. um- ferð skosku dcildabikarkeppninn- ar í knattspyrnu á laugardaginn en hún fer nú fram með nýju sniði, ekki leikið í riðlum eins og áður heldur útsláttarkeppni frá byrjun. Leikið er hcima og heiman og á laugardag fóru síðari leikirnir fram. Helstu úrslit urðu þau að Jó- hannes Eðvaldsson og félagar í Motherwell sigruðu Berwick 2-0 úti, 4-0 samtals. Celtic gerði aðeins jafntefli heima gegn Brechin, 0-0, en vann 1-0 samanlagt. Aberdeen sigraði Raith Rovers úti, 3-0, alls 12-0, Dundee United vann Dun- fermline 2-0 (8-1) og Rangers sigr- aði Oueen of the South 4-1 (8-1). Önnur lið í gegn eru Hibernian, St. Johnstone, Alloa, Airdrie, Clyde- bank, Dundee, St. Mirren, Hearts, Kilmarnock. Morton og Meadow- bank. USA fékk flest gullanna Ameríkuleikunum í íþróttum lauk í Caracas ígœr. Bandaríkjamenn urðu sigursœlastir, fengu alls 285 verðlaun, þar af 137 gull. Nœstir komu Kúbumenn með 79 gull og Kanada sem hlaut 18. Fimm heimsmet voru sett á leikunum en stemmning þeirru var að miklu leyti eyðilögð með lyfjahneyksli sem upp komst. Sextán íþróttamenn voru dœmdir úr keppni, flestir þeirra lyftingamenn. V.-Þjóðverjar hættir við! Vestur-Pjóðverjar drógu í gœr til baka umsókn sína um að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1990. Fyrir Itelgi höfðu Júgóslavar hœtt yið. Prjú ríkisœkja fastaðfá keppnina tilsin, Sovétrík- in, England og Italía.Alþjóða knattspyrnusambandið tekur ákvörðun um leikstað í desember. Gross bætti heimsmetið Vestur-Pjóðverjinn Michael Gross setti heimsmet í200 m flugsundi á Evrópumeistaramótinu í Róm um helgina. Hann synti á 1:57,05 mínút- um og bcetti met Craig Beardsley um tœpa sekúndu. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.