Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 2
10 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 30. ágúst 1983 íþróttir Umsjón: Víöir Sigurðsson Þriðjudagur 30. ágúst 1983 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 4. deild: Fjórða þrenna Helga! Leiknir frá Fáskrúðsfirði fékk óskabyrjun gegn Hvöt frá Blöndu- ósi þegar félögin mættust í B-riðli úrslitakcppni 4. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Um 200 manns fylgdust með lciknum á Fáskrúðsfirði og sáu Leikni skora þrívegis á fyrstu 20 mínútunum. Eftirleikurinn var auðveldur, Leiknir skoraði þrjú til viðbótar í síðari hálfleik og sigraði 6-0. Helgi Ingason var í aðalhlut- verki, skoraði þrjú markanna, fjórða þrenna hans í sumar og hann hefur nú skorað 16 nrörk í 11 leikjum í 4. deild. Steinþór Péturs- son skoraði tvö mörk og Jón Hauksson eitt. Hvöt átti eitt stang- arskot í leiknum, seint í fyrri hálf- leik. Staðan í B-riðli: Leiknir F.................. 1 1 0 2 6-0 2 Leiftur.....................1 1 0 0 2-0 2 Hvöt........................2 0 0 2 0-8 0 Leiftur og Leiknir mætast á Ólafsfirði annað kvöld. -VS Slysalegt sigur mark Víkverji vann góðan sigur á Haukum, 3-2, þegar félögin mætt- ust í Hafnarfirði í A-riðli úrslita- keppni 4. deildar í knattspyrnu á laugardaginn. Haukar byrjuðu vel, voru komnir í 2-0 eftir 8 mínútur með mörkum Lofts Eyjólfssonar og Hennings Henningssonar. Þröstur Sigurðsson lagaði stöðuna fyrir Víkverja, 2-1, og Svavar Hilmarsson jafnaði tuttugu mínútum fyrir leikslok. Guðmund- ur Albertsson skoraði svo sigur- mark Víkverja, sendi í áttina að Haukamarkinu af 30 m færi, knött- urinn small í jörðinni og hoppaði yfir markvörðinn og í netið. Staðan í B-riðli: Víkverji.................2 110 5-43 Stjarnan.................1 0 112-21 Haukar...................10 0 12-31 Stjarnan mætir Haukum annað kvöld. -VS Þrjú stig af Skalla- grími Dómstóll KSI dæmdi þrjú stig af Skallagrítni úr Borgarnesi á föstu- dag, eitt gegn Grindavík og tvö gegn ÍK. Skallagrímur er þó áfram á toppi A-riðils 3. deildar og þar með í 2. deild næsta sumar. Það getur þó breyst, Ármann hefur kært Garðar Jónsson, sömuleiðis ÍK síðari leik liðanna, en það er einmitt útaf Garðari sem stigin þrjú voru dænrd Borgnesingum töpuð. Vinni Ármenningar sína kæru fer Selfoss upp í 2. deild en Snæfell fellur í 4. deild. Staðan að þessum kærum af- greiddum er þannig: Skallagrimur.14 10 1 3 33-13 21 Selfoss.......14 9 3 2 38-19 21 Grlndavik.....14 8 4 2 21-16 20 VíkingurÓI....14 3 6 5 16-19 12 IK............14 4 4 6 17-21 12 HV ...........14 5 0 9 21-30 10 Snaefell......14 3 3 7 13-32 9 Ármann........14 2 3 9 12-21 7 -vs „Byrjun leiksins var hræðileg, hreinasta martröð fyrir okkur. Is- lensku stúlkurnar byrjuðu á góðri sókn, hún var brotin aftur og Finn- ar brunuðu upp. Skot utan af kanti sigldi í hornið fjær á íslenska mark- inu, gersamlega óverjandi, staðan 1-0 fyrir Finna. ísland sótti áfram en á 10. mínútu nær Finnland upphlaupi, cin þeirra kemst á auðan sjó og skorar, 2-0. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall og ís- lensku stúlkurnar náðu aldrei að sýna sitt besta eftir þetta,“ sagði Sigurður Hannesson, lands- liðsnefndarmaður kvenna, í sam- tali við Þjóðviljann eftir að íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hafði tapað 3-0 fyrir þvi finnska í Provoo í Finnlandi á laugardaginn. Þetta var lokaleikur íslenska liðsins í Evrópukeppninni og hafnaði það í neðsta sæti með eitt stig úr sex leikjum. Leikurinn var jafn eftir þessi ósköp í byrjun, ísland meira með boltann án þess að skapa sér afger- andi færi. Erla Rafnsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Erna Lúðvíksdóttir áttu þó góðar skot- tilraunir og Erla skallaði naumlega yfir finnska markið eftir horn- spyrnu. Annars voru íslensku stúlkurnar ragar við að skjóta að marki Finnanna. Um miðjan síðari hálfleik bætti Finnland þriðja markinu við eftir hörmuleg varnarmistök íslenskra. Leikurinn þróaðist upp í gífurlega hörku þar sem ekkert var gefið eftir og dómarinn finnski, sem var að dæma sinn fyrsta kvennaleik, leyfði of mikið af brotum. „Þetta var sex til sjö spjalda leikur, ég hef aldrei séð harðari kvennaleik, en hann gaf aldrei áminningu“, sagði Sigurður. Þetta bitnaði þó jafnt á báðum liðum og íslensku stúlkurn- ar gáfu ekkert eftir. „Við verðum að viðurkenna að við stöndum hinum Norðurland- aþjóðunum nokkuð að baki, tæknilega og taktískt séð. Þátt- takan í þessari Evrópukeppni hef- ur hins veg'-«r verið lærdómsrík, við vitum hvar íslensk kvennaknatt- spyrna stendur og getum áttað okkur betur á h vað þarf að lagfæra. Ef við fáum að halda okkar upp- byggingastarfi áfram á árangur eftir að skila sér á næstu árum, liðið er óreynt, ómótað og ungt miðað við hin Norðurlandaliðin en for- ráðamenn hinna liðanna eru sam- mála um að íslenska liðið sé efni- legt og eigi nokkra mjög góða ein- staklinga sem standa jafnfætis kol- legum sínum á hinum Norðurlönd- unum,“ sagði Sigurður Hann- esson. Erla Rafnsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir voru bestar í ís- lenska liðinu. Laufey Sigurðar- dóttir stóð þeim ekki langt að baki. Ein stúlka lék sinn fyrsta landsleik, Eva Baldursdóttir lék síðustu 15 mínútur í markinu og stóð sig með prýði. -VS íþróttir Víðir Sigurðsson „Eg hef aldrei séð harðari kvennaleik“ Sigurður Lárusson og Sveinbjörn Hákonarson lyfta bikarnum eftirsótta, annað árið í röð. Mynd: - eik „Markið verður ógleymanlegt“ „Þetta mark verður mér ógleym- anlegt, ég hef aldrei gert mikilvægara mark á mínum ferli,“ sagði Sveinbjörn Hákonarson Skagamað- ur eftir bikarúrslitaleikinn, en hann skoraði sigurmark ÍA þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af síðari hluta framlengingarinnar. „Það var skallað frá, boltinn barst út í vítateiginn til mín og ég ætlaði mér að lyfta yfir markvörðinn, í hornið fjær, og það tókst.“ - Hverju viltu þakka sigurinn? „Fyrst og fremst frábærum þjálf- ara og liðsheild. Þá er stjórn mála utan vallar mjög góð.“ - Verðið þið Skagamenn líka ís- landsmeistarar? „Já ég er bjartsýnn á að við vinn- um tvöfalt. Staða okkar er góð og við hljótum að fá þetta eina stig sem þarf utúr síðustu tveimur leikjunum," sagði Sveinbjörn Hákonarson. „Margir þættir að baki“ „Þetta var ekta bikarleikur, bar- áttan mikil og stemmningin góð,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari ÍA. „Strákarnir tvíefldust þegar Siggi Lár. var rekinn útaf og þá kom í ljós hvort liðið var betra. Það liggja margir þættir að baki þessum sigri, strákarnir sjálfir, fólkið af Skagan- um sem studdi okkur, konurnar okk- ar, allt þetta og meira til myndar eina sterka heild,“ sagði Hörður Helg- ason. „Góður leikur“ „Þetta var góður leikur fyrir áhorf- endur, besti bikarúrslitaleikur sem ég hef séð hér á landi,“ sagði Steve Fleet, hinn breski þjálfari ÍBV. „Annað liðið hlaut að sigra, mörkin ráða úrslitum. Leikurinn var mjög sérstakur fyrir mig, ég hef áður þjálf- að ÍA og þekkti því leikmenn beggja liða mjög vel.“ - Nú er staða ykkar í deildinni erf- ið vegna frestana undanfarið. Hvernig leggst baráttan þar í þig? „Ef mínir menn leika eins vel þar og í dag, hafa jafngaman af leikjun- um og berjast af sama krafti, þá kvíði ég engu um framhaldið.“ - VS Sigur liðsheildar Bikarmeistarar ÍA fagna sigri í leikslok. Frá vinstri: Sigurður Lárusson, fyrirliði, falinn, Sigurður Jónsson, Jón Askelsson, Júlíus Ingólfsson og, loks, hetjan Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Hörður Jóhannesson, Sigurður Hall- Sveinbjörn Hákonarson. Til hamingju, Skagamenn. Mynd: -eik dórsson, Guðbjörn Tryggvason, Árni Sveinsson, Sigþór Ómarsson, að mestu Akurncsingar virðast loks endanlega vera búnir að kveða niður bikardrauginni sem hefur fylgt þeim í gegnum árin. Átta fyrstu úrslitaleikir IA í bikarkeppni KSÍ enduðu með tapi, múrinn var loks rofinn árið 1978, og á sunnudaginn tryggðu Skagamenn sér bikarinn í þriðja skipti, annað árið í röð, með því að leggja Eyjamenn að velli í stórskemmtilegum úrslitaleik á Laugardalsvellinum, 2-1, eftir framlengingu. Það þrátt fyrir að fyrirliða þeirra, Sigurði Lárussyni, væri vikið af leikvelli þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Eyjamenn voru greinilega af- slappaðri í byrjun, þeir áttu frum- kvæðið fyrstu mínúturnar en síðan jafnaðist leikurinn. Skagamenn fengu dauðafæri strax á 11. mínútu, Árni Sveinsson skaut, boltinn fór þvert fyrir Eyjamarkið, framhjá Sigþóri Óinarssyni sem var aleinn inn við marklínu, og úr hættu hinum megin. Fimm mínútum síðar þrum- aði Tómas Pálsson rétt framhjá marki ÍA eftir laglega sendingu Sveins Sveinssonar. Blautur völlurinn setti fljótlega mark sitt á leikinn, menn réðu ekki fullkomlega við sjálfa sig og boltann og nokkuð var um aukaspyrnur fyrir brot af þessum sökum. Annars náðu bæði liðin góðu valdi á samleik, eink- um var gaman að sjá hvernig Eyja- menn léku hárnákvæmt saman upp völlinn frá eigin vítateig. Engar lang- spyrnur, alltaf reynt að byggja upp spil útfrá vörninni. Nú fóru marktækifærin að koma. Hlynur Stefánsson komst í dauða- færi við mark ÍA, skaut af 10 m færi en Bjarni Sigurðsson varði glæsilega. Hinum megin skaut Hörður Jóhann- esson aðþrengdur framhjá og síðan var Hlynur aftur á ferðinni, náði að skalla einn fyrir innan vörn ÍA en Skagamenn bikarmeistarar í knattspyrnu 1983: skapaði mikinn usla í vörn ÍBV. Jafnræði var nokkurt með liðunum í fyrri hluta framlengingarinnar en í þeim síðari voru yfirburðir tíu Skagamanna algerir. Fimm mínút- um fyrir leikslok fór Júlíus illa með vörn ÍBV, sendi á Guðjón Þórðar- son bakvörð sem allt í einu var frír í vítateignum og skaut í stöng. Loks, þremur nu'nútum síðar, kom úrslitamark bikarkcppni KSI 1983. Júlíus skaut, Valþór skallaði frá, Sveinbjörn tók boltann viðstöðu- laust á lofti á vítateigslínu og lyfti honum laust á lofti á vítatcigslínu og lyfti honum laust en hárnákvæmt í hornið fjær, út við stöng, 2-2. Frá- bær leikur á enda, bikarinn á Akr- anes. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá ÍA. Allir stóðu fyrir sínu, frá aftasta manni til hins fremsta. Bjarni örugg- ur í markinu, aftasta vörnin traust, með Sigurð Halldórsson sem besta mann. Á miðjunni sýndu Árni, Sig- urður Jónsson og Sveinbjörn skemmtilega takta, einkuni Sveinbjörn sem skapaði hættu hvað eftir annað. Sigþór stöðugt á ferðinni frammi, Hörður átti ágæta spretti. Heilsteyptasta íslenska liðið í dag er ÍA, á því er enginn vafi. Eyjamenn geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. Þeir léku vel, lengst af, og sigurinn hefði hæglega getað orðið þeirra, ekki síst ef Tómas hefði nýtt sitt dauðafæri. Aðalsteinn átti góðan dag í markinu og aftasta vörn- in var sterkasti hluti Eyjaliðsins. Miðjumennirnir eru liprir en skortir hugmyndaflug. Hlynur var bestur, fór oft illa með vörn ÍA og sýndi skemmtilega takta.Ómar var einnig góður, alltaf hætta þegar hann er ná- lægt vítateig andstæðinganna. Evr- ópukeppni bikarhafa blasir við ÍBV þrátt fyrir tapið. Grétar Norðfjörð dærndi og gerði það virkilega vel. - VS boltinn straukst við stöngina utan- verða. Hörður komst strax á eftir í dauðafæri á markteig ÍBV, náði að leika á Aðalstein Jóhannsson mark- vörð en varnarmenn hreinsuðu á síð- ustu stundu. Og þá kom fyrsta markið, á 38. mínútu. Vel útfærð hornspyrna Eyjamanna, Ómar Jóhannsson renndi inní vítateiginn á Hlyn, hann braust skcmmtilega að endamörkum og gaf inná markteig þar sem Valþór Sigþórsson átti ekki í erfiðleikum með að skora, 1-0 fyrir ÍBV. Skagamenn mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu strax tökum á miðjunni. Eyjamenn vörðust á eigin vallarhelmingi og skildu aðeins Ómar og Tómas eftir frammi. Það mátti þó aldrei af þim líta. Sóknartil- raunir f A voru ágætar margar hverj- ar, engin þó betri en sú á 59. mínútu. Þá sendi Guðjón Þórðarson fyrir mark ÍBV, Sigþór skallaði glæsilega en Aðalsteinn kastaði sér og varði með tilþrifum. 71. mínúta: Árni Sveinsson tekur hornspyrnu, Hörður Jóhanncsson, sá minnsti í vítateignum, skallar af miklu harðfylgi, beint í mark ÍBV, 1-1. Eyjamenn áttu hættulegar sóknir eftir þetta og á 83. mínútu sneru Óm- ar og Tómas illilega á rangstöðu- leikaðferð ÍA. Tómas komst einn inn að markinu en lék sig í þröngt færi í stað þess að skjóta strax og renndi boltanum í hliðarnetið utan- vert. Mínútu síðar var Siggi Lár rek- inn af leikvelli fyrir gróft brot, hár- rétt hjá Grétari Norðfjörð dómara sem áður hafði gefið honum gula spjaldið og einn „séns“ að auki. Skagamenn skynjuðu að framleng- ing gæti orðið þeim hættuleg, þeir sóttu látlaust til loka venjulegs leiktíma, án árangurs. í framlengingu hélt maður að Eyjamenn gætu nýtt sér liðsmuninn en á aðra leið fór. Grimmir Skaga- menn áttu hana nánast með húð og hári, Eyjamenn orðnir þreyttir og furðulegt að þeir skyldu ekki senda inná óþreytta varamenn. Það gerði ÍA, Júlíus Ingólfsson kom inná og Hörður hefur jafnað, Guðjón og Sigþór mættir til að fagna. Mynd: - eik Siglfirðingar töpuðu í rokinu á Vopnafirði Siglfirðingar eru áfram í fall- hættu í 2. dcildinni í knattspyrnu eftir 2-1 tap á Vopnafirði fyrir Ein- herja á föstudagskvöldið. Leikur- inn var lciðinlegur á að horfa, rok og rigning gerðu leikmönnum beggja liða erfitt fyrir og lítið var um skemmtileg tilþrif. Einherjar byrjuðu betur en síð- an jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á um að sækja. Seint í síð- ari hálfleik tók Gústaf Baldvins- son, þjálfari Einherja, auka- spyrnu, þrumaði í þverslá og niður á marklínuna (yfir hana sögðu sumirjþarsemBaldurKjartansson Flestir leikmanna liðanna voru sendi boltann í netið, 1-0. áþekkir og léku undir getu en yfir- Steindór Sveinsson, kanttengil- burðamaður á vellinum var Mark iðurinn skotfasti, bætti öðru marki Duffield hjá KS. Geysisterkur Vopnfirðinga við um miðjan síðari miðvörður með gífurlega yfirferð. hálfleik, þrumuskot beint úr auka- Birkir Kristinsson markvörður spyrnu utan af kanti, með jörðunni Einherja var öruggur, sem oftar, í hornið nær, 2-0. KS fékk víta- og greip vel inní leikinn. spymu 15 mínútum fyrir leikslok, -JS/Vopnafirði. varnarmaður Einherja handlék boltann í eigin vítateig, og úr henni ■■ ■ skoraði Björn Ingimarsson, 2-1. ■! a Það sem eftir var sóttu Siglfirðing- MmM ar linnulítiö en náöu ekki að jafna og herja út dýrmætt stig. Njarðvík-FH..............o-o Einherji-KS.............2-1 _ ,, ~ KA...........16 8 5 3 26-18 21 FH-mgar topuðu aezEEsílllsa ** * N|arðvik.....16 7 3 6 17-13 17 ^J, rn Einherii......16 5 7 4 14-15 17 stigi i Njarovik J Fylkir........16 3 4 9 13-22 10 en gekk illa að ráða við sterka vörn R8ynirS.16 1 7 8 8-24 9 heimamanna. Njarðvík var nálægt Markahæstir: því að ná forystunni í fyrri hálfleik, HinrikÞórhallsson,KA.9 skot í þverslá utan af velli, Unnar Pálmi Jónsson, FH..9 Ragnarsson fylgdi vel á eftir en ^‘^rGís^sof^’............7 skallaði yfir. I síðari hálfleik var HalldórArason,FramHZ'.Z~r.r6 FH-sóknin þung, án afgerandi Jón Halldorsson, Njarðvík..6 færa. Jón Erling Ragnarsson og JónasHallgrlmsson, Völsungi.6 Pálmi Jónsson komust þó einir í .1 gegn en Palmi skaut 1 Olaf Birgis- Jón Erling Ragnarsson, FH.5 son markvörð. VS FH tapaði dýrmætu stigi í topp- baráttu 2. deildarinnar í knatt- spyrnu er liðið gerði jafntefli, 0-0, við Njarðvíkinga í Njarðvík á föst- udagskvöldið. FH er því áfram tveimur stigumá eftirFram en þessi félög eiga eftir frestaðan leik. Hann hefur verið færður aftur fyrir mótið og gæti orðið hreinn úrslita- leikur um 1. deildarsæti. FH var betri aðilinn í Njarðvík „Það er mikil upplifun að fylgjast með fólkinu“ GI frá Götu í Færeyjum varð á sunnudaginn færeyskur bikar- meistari í knattspyrnu eftir 5-1 sigur á 2. deildarliðinu Royn. ís- lendingar komu mjög við sögu í , þessum úrslitaleik, Kristján Hjart- arson þjálfar GÍ, Lárus Grétarsson og Páll Guðjónsson leika með liðinu í og herbúðum Royn er ís- lendingurinn Sveinbjörn Daní- elsson. Lárus skoraði eitt marka GÍ í úrslitaleiknum en hann er nú marka- hæstur í 1. deildinni, hefur skorað sjo mörk í tíu leikjum. Baráttan þar er hörð, KÍ frá Klakksvík hefur 14 stig, GÍ og HB frá Þórshöfn 13 stig hvort. „Við stöndum vel að vígi, eigum eftir að leika bæði við KI og HB á heimavelli,“ sagði Kristján Hjart- arson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Fjórum umferðum er ólokið og allt getur gerst. Áhuginn hér í Götu er ótrúlegur, þetta er um 700 manna bær og meðaltalsfjöldi á leik er um 400 manns. Það er mikil upplifun að fylgjast með hve fólkið lifir sig inní knattspyrnuna hér, ekki síst þeir sem eldri eru. Það hefur gengið úr hófi fram, tveir eldri menn hafa látist úr hjartaslagi á knattspyrnuleikjum hérí sumar.“ Að sögn Kristjáns eru Götubúar yfir sig hrifnir.af Lárusi Grétars- syni, hann hefur leikið mjög vel í sumar, grimmur og sterkur, og varnarmenn annarra liða óttast hann mjög. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.