Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞriSjudagur 30. ágúst 1983 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: Sá nýi fór illa með landsliðsbakvörðinn 37 mörk skoruð í 1. umferð 1. deildarinnar Opinn sóknarleikur og gnægö marka einkenndi óvenju marga leiki í 1. umferö 1. deildar ensku knattspyrnunnar á laugardaginn. Alls voru skoruð 37 mörk í 11 leikjum 1. deildarinnar, sjaldan svo mikið í einni umferö, og sjö liö náöu aö skora þrjú mörk eöa meira, sem er enn fágætara. Jeff Palmer, hinn leikreyndi bakvörður Wolves, varð fyrstur til að skora í 1. deild á keppnistímabilinu. Nýliðarnir fengu Englandsmeistara Liverpool í heimsókn á Molyneaux og hefðu vart getað byrjað betur. Eftir aðeins 90 sekúndur var Wolves í stórsókn. Dale Rudge skaut, Bruce Grobbelaar markvörður Li- verpool varði, boltinn barst til Andy Gray en Liverpool- bakvörðurinn Alan Kennedy felldi hann. Vítaspyrna og Palmer skoraði af öryggi, 1-0. Liverpool var með undirtökin í leiknum eftir þetta en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Úlfanna. Staðan óbreytt í leikhléi en eftir aðeins 30 sekúndur í þeim síðari fékk Ian Rush sendingu í gegnum miðja vörn Wolves, lék á John Pender og jafnaði, 1-1. Liverpool sótti stíft, fram að miöjum síðari hálfleik. Þá kom Tony Towner, 27 ára gamall útherji, keyptur frá Rotherham í sumar, inná fyrir Ru- dge í sinn fyrsta 1. deildarleik. Hann gjörbreytti gangi leiksins, plataði landsliðsbakvörðinn Phil Neal hjá Liverpool. hrikalega hvað eftir annað og Neal fékk fljótlega áminningu fyrir brot á Towner. Li- verpool náði aftur tökum á leiknum síðustu tíu mínúturnar, Rush komst í gegnum flata vörnina á 85. mínútu en skaut hárfínt fram- hjá, í hliðarnetið. Arnold Muhren var maður dags- ins hjá Manchester United sem fékk nýliða QPR í heimsókn. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 10. mínútu, eftir að Mike Duxbury hafði verið felldur, og Stapleton bætti öðru marki við með skalla á 17. mínútu 1. deild: Arsenal-LutonTown..............2-1 Aston Villa-W.B.A..............4-3 Everton-Stoke City.............1-0 Ipswich-Tottenham..............3-1 Leicester-Notts County.........0-4 Manch. United-Q.P.R............3-1 Nottm. Forest-Southampton......0-1 Sunderland-Norwich.............1-1 Watford-Coventry City..........2-3 West Ham-Birmingham.......... 4-0 Wolves-Liverpool...............1-1 2. deild: Barnsley-Fulham................3-0 Blackburn-Huddersfleld.........2-2 Carlisle-Cambridge.............0-0 Charlton-Cardiff City..........2-0 Chelsea-OerbyCounty............5-0 Cr.Palace-Manch.City...........0-2 Grimsby Town-Shrewsbury........1-1 Leeds United-Newcastle.........0-1 Oldham-Brighton................1-0 Portsmouth-Middfesboro....... 0-1 Swansea-Sheff.Wednesday........0-1 3. deild: Boiton-Wimbiedon................2-0 Bournemouth-Preston N.E........ 0-1 Brentford-Millwall City.........2-2 Exeter City-Walsail........... 0-1 Hull City-Burnley...............4-1 Newport-Bristol Rovers..........2-1 Orient-Bradford City............2-0 Oxford United-Lincoln...........3-0 Piymouth-Wigan Athletic.........0-0 Port Vale-Scunthorpe............0-0 Sheff.United-Gillingham.........4-0 Southend-Rotherham..............2-2 4. deild: Aldershot-Hereford..............1-4 Blackpool-Reading...............1-0 Bristol City-Mansfield..........4-0 Chester-Northampton.............1-1 Chesterfield-Swindon............1-0 Darlington-Colchester...........0-2 Doncaster-Wrexham...............3-0 Halifax-Torquay.................2-2 Peterborough-Hartlepool.........3-1 Rochdaie-Crewe................ 1-0 Stockport-York City.............0-2 Tranmere Rovers-Bury............1-1 Arnold Muhren átti stóran þátt í sigri Manchester United. eftir undirbúning Duxbury og Ray Wilkins. QPR náði yfirhendinni á vellinum ísíðari hálfleik, Clive All- en skoraði stórgott mark, 2-1, og John Gregory var nálægt því að jafna. Muhren tryggði síðan sigur United, 3-1, með sínu öðru marki skömmu fyrir leikslok. United var ekki sannfærandi, utan fyrstu 17 mínúturnar, framlínan var slök og í heild var sigurinn alltof stór. Coventry kom mjög á óvart, vann 3-2 í Watford, en liðinu er af mörgum spáð hrakförum í vetur vegna sölu margra leikmanna. Joe Bolton gerði fyrst sjálfsmark og Pat Rice annað af 30 m færi, staðan 0-2 og leikmenn Watford búnir að gera bæði mörkin! John Barnes minnkaði muninn í 1-2 en Terry Gibson, nýkominn frá Tottenham, kom Coventry í 1-3. Richard Job- son minnkaði muninn í 2-3 en Wat- ford mátti sætta sig við tap. Perry Suckling, hinn 17 ára gamli mark- vörður Coventry, sýndi oft snill- dartilþrif í leiknum. „Við vinnum deildina,“ söng hinn fámenni stuðningsmannahópur Coventry allan tímann. Tony Cottee kom West Ham á bragðið gegn Birmingham, skoraði tvö fyrstu mörkin í 4-0 sigrinum. Alvin Martin skoraði, 3-0, fyrir leikhlé og Davið Swindlehurts bætti fjórða markinu við í síðari Stuttar fréttir úr neðri deildunum: Markmaðurinn búinn að liggja í 45 sekúndur... Alan Knight, markvörður Portsmouth, var búinn að liggja slasaður í 45 sekúndur á vellinum þegar Heini Otto skoraði sigur- mark Middlesboro. Dómara- hneyksli í þessum fyrsta leik ný- liða Portsmouth í 2. deildinni, aðeins 4 bókaðir í stað 14-15, og leikurinn ein vitleysa út í gegn. Ahorfendur voru 17,500. ...Crystal Palace byrjaði vel gegn Manchester City, en á 21. mínútu skoraði Andy May með þrumuskoti fyrir City eftir undir- búning Jim Tolmie og eftir það lék City sér að Lundúnaliðinu. Tolmie átti stórleik, keyptur í sumar frá Morton í Skotlandi, og hann lagði upp síðara markið sem Derek Parlane skoraði. ...Nigel Spackman, keyptur frá Bournemouth, skoraði í fyrri hálfleiknum fyrir Chelsea gegn Derby og í síðari hálfleik skoraði Kerry Dixon tvö mörk, Clive Walker og Chris hvor, úrslitin 5-0. ... Mark Ward Hutchins eitt sa um sigur- Keith Edwards sendi boltann fjór um sinnum í netið. mark Oldham gegn Brighton. ...Gamla kempan, Mick Lyons, sem um árabil lék með Everton, sá um sigurmark Sheffi- eld Wednesday á Vetch Field gegn Swansea. ...Chris Jones, fyrrum leikmaður Tottenham, og Kevin Smith skoruðu fyrir Charlton gegn nýliðum Cardiff. ...Tveir nýir leikmenn hjá Barnsley skoruðu í 3-0 sigrinum á Fulham, David Wilks 2 og Stuart Gray eitt. ... Keith Edwards hjá Sheffield United byrjaði þó keppnistíma- bilið betur en nokkur annar, hann skoraði öll fjögur mörk Un- ited gegn Gillingham í 3. deild. ... Exeter skartaði tveimur fyrrum enskum landsliðs- mönnum, Gerry Francis og Stan Bowles, en tapaði þó 0-1 heima gegn Walsall í 3. deildinni. -VS hálfleik. Um 230 stuðningsmanna Birmingham sáu aldrei leikinn, þeir voru handteknir áður fyrir að leggja járnbrautarvagn í rúst. Sjö mörk á Villa Park, Aston Villa-WBA 4-3. Romeo Zonderv- an skoraði fyrir WBA eftir 5 mínút- ur en Allan Evans jafnaði. Mark Walters kom Villa yfir, 2-1, en Garry Thompson jafnaði á sömu mínútu, 2-2. Gary Shaw næstur, 3- 2 fyrir Villa, en Cyrille Regis jafn- aði fyrir hlé, 3-3. Miðvörðurinn Brendan Ormsby skoraði síðan sigurmark Villa í þessum frábæra leik nágrannaliðanna. Paul Mariner var maðurinn á bak við sigur Ipswich á Tottenham, 3-1. Eric Gates lék í fyrsta skipti með Ipswich síðan í janúar, tá- brotnaði þá í innanhússmóti, og skoraði tvívegis. Fyrst á 37. mín- útu, síðan á annarri mínútu síðari hálfleiks, kornst þá inní slæma sendingu Graham Roberts til markvarðarins, Ray Clemence. Steve Archibald kveikti vonarn- eista hjá Spurs með marki, 2-1, en Mariner skoraði sjálfur þriðja mark Ipswich, 3-1. Hann lagði upp bæði mörkin fyrir Gates. Trevor Christie kann vel við sig á heimavelli Leicester, Filbert Street. Þar lék hann um árabil og skoraði grimmt en á laugardag kom hann í heimsókn með Notts County og skoraði þrívegis í 4-0 sigri á nýliðunum. Martin O’ Neill, norður-írski landsliðsmaðurinn, lék sinn fyrsta leik fyrir County og skoraði fyrsta mark leiksins. Síðan tók Christie við. Danny Wallace, blökkumaður- inn smávaxni hjá Southampton, kann hins vegar vel við sig á City Ground í Nottingham. Þar skoraði hann glæsimark í fyrra eins og Bjarni Fel. hefur svo oft sýnt okk- ur, og á laugardaginn gerði hann sigurmark Southampton þar gegn Forest. Colin West færði Sunderland forystuna gegn Norwich en Keith Bertschin jafnaði fyrir gestina. Bæði mörk komu í síðari hálfleik. Brian McDermott átti stórgóðan leik og skoraði sigurmark Arsenal gegn Luton, 2-1. Tony Woodcock skoraði fyrst eftir fyrirgjöf Paul Davis en Paul Walsh jafnaði fyrir Luton, 1-1 í hálfleik. Bæði lið fengu fullt af færum en sigurinn var sanngjarn. Graham Rix skaut tvisvar í stöngina á marki Luton. Graeme Sharp tryggði Everton þrjú stig gegn Stoke, skoraði eina markið í slökum og lítt spennandi leik á Goodison Park. -VS Tony Cottee, táningurinn efnilegi hjá West Ham, skoraði tvö fyrstu mörkin gegn Birmingham. Sagt eftir leikina: Charlie Nicholas, marka- maskínan unga frá Skotlandi, sem lék sinn fyrsta deildaleik fyrir Arsenal á laugardag, gegn Luton: „Ég stefni fyrst og fremst að því að halda sæti mínu í liðinu. Ég þarf 4-5 leiki til að komast í samband við aðra leikmenn, ég fékk fáar sendingar í þessum leik, einvörðungu vegna þess að hinir átta sig ekki á mér ennþá. Skilningurinn okkar á milli kemur fljótlega, ég kvíði engu. Arsenal hefur undanfarið verið stimplað sem leiðinlegt lið sem leiki varnarknattspyrnu. Því ætlum við að breyta og sýndum það í dag.“ Um 40.000 manns mættu á Highbury, slík aðsókn hefur ekki verið þar í áraraðir, og Nicholas fékk mikið lófatak í leikslok. Hann er 21 árs, nýliði í skoska landsliðinu, og skoraði um 50 mörk fyrir Celtic á síð- asta keppnistímabili. Tony Barton, framkvæmda- stjóri Aston Villa, eftir sjö marka leikinn gegn WBA sem Villa vann 4-3: „Þetta var ótrúlegur leikur, eins og úrslit í bikarkeppni. Stigin þrjú skipta öllu máli, ég hef engar áhyggjur af því þótt lið mitt fái á sig þrjú mörk á meðan það vinnur leikinn. Bæði lið sýndu virkilega góða knattspyrnu." Liðin voru klöppuð af leikvelli í hálfleik, staðan þá 3-3, og einnig í leikslok. John Hollins, fyrrum stjarna hjá Chclsca, nú kominn aftur, 38 ára, sem leikmaður og þjálf- ari, eftir 5-0 sigurinn á Derby: „Við byrjuðum vel og liðið átti skínandi leik allan tímann. Allir stóðu sig vel en ég er mest ánægður með Kerry Dixon. Hann lék stórkostlega, var ávallt hættulegur, og hefði get- að skorað ineira en tvö mörk í þessum fyrsta leik sínijm með liðinu.“ Dixon var markakóng- ur 3. deildar með Reading í fyrra en Chelsea keypti hann fyrir nokkrum dögum á 200 þúsund pund. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.