Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 1
^ vi'í/*'vi[cu4 /i* .VX^ “ * O.’V $ Þriðjudagur 6. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 iþrottir Umsjón: Víðir Sigurðsson FH er komið í úrslit FH leikur til úrslita um efsta sæt- ið í Reykjanesmótinu í meistara- flokki karla í handknattleik. Keppni í A-riðli mótsins fór fram í Hafnarfirði um helgina og vann FH alla sína leiki. Úrslit urðu þessi: FH-Grótta..................23:19 Breiðablik-Keflavík........3ö:22 Grótta-Keflavík............30:16 FH-Breiðablik..............28:11 Breiðablik-Grótta..........20:17 FH-Keflavík................40:14 FH fékk því 6 stig, Breiðablik 4, Grótta 2 en Keflavík ekkert. B- riðillinn verður leikinn um næstu helgi en í honum eru Haukar, Stjarnan, Akranes og Reynir frá Sandgerði. Sigurvegari þár mætir FH í úrslitaleik mótsins þann 14. september. - VS Sjö atvinnumenn Sjö atvinnumenn leika með ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Hollcndingum í Evrópu- keppni landsliða í Groningen ann- að kvöld. Tveir bættust í hópinn um helgina þegar þeir fengu sig lausa frá félögum sínum í Belgíu, Arnór Guðjohnsen og Pétur Pét- ursson. Tvísýnt er þó um hvort Pét- ur geti leikið þar sem hann meiddist í leik með Antwerpen í fyrradag. Hinir atvinnumennirnir eru Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Ormslev, Lárus Guðmunds- son og Jóhannes Eðvaldsson, sem nú leikur að nýju með landsliðinu eftir fjögurra ára hlé. Knattspyrnupunktar af meginlandinu: Ajax enn á skotskóm nú með 7 gegn Helmond Hollensku meistararnir í knattspyrnu, Ajax, unnu stórsigur, 7:0 á Helmond Sport í úrvalsdeildinni þarlendu á sunnudag. Feyenoord sigraði Haarlem 1:0 úti og þessi gamalkunnufélög, Feyenoord og Ajax, eru efst og jöfn með 9 stig hvort. PSV tapaði óvcent 1:2 heima gegn Tilburg og féll niður í fimmta sœti. Félögin þrjú sem hafa einokað verðlaunin í Portúgal undanfarin ár, Porto, Sporting, og Benftca, unnu öll um helgina og eru efst í 1. deildinni þar með 4 stig úr tveimur leikjum. Magdeburg tapaði 2:0 fyrir Dynamo Dresden í austur-þýsku 1. deildinni og missti þar með efsta sœtið l Itendur Locomotiv Leipzig. Franska 1. deildarliðið gamalkunna, Metz, á I miklumfjárhagsvand- rœðum og hœttir starfsemi sinni í vor ef lausn fœst ekki á þeim. Liðið skuldar stjarnfrceðilega háar upphœðir og er að auki ncestneðst í frönsku 1. deildini. - VS Þór með sjö í Vík en Óðinn gaf báða Síðosti leikurinn í C-riðli 4. deildar fór fram um helgina, Drangur og Þór frá Þorlákshöfn léku áður frestaðan leik á Víkurvelli. Þósarar sigruðu 7:0 eftir 2:0 í hálfleik. Stefán Garðarsson 2, Jón Hreiðarsson 2, Armann Einarsson, Eiríkur Jónsson ogEllert Hreinsson skoruðu mörkin. Þór hafnaði þar með í öðru sœti riðilsins, fjórum stigum á eftir Víkverja. í A-riðli áttu Óðinsmenn eftir að faru vestur á firði og leika gegn Hrafna-Flóka og Stefni. Ekki tókst að hóa saman mannskap og Óðinn gaf því báða leikina. -VS Hamburger og Gremio eigast við í Tokyo Ákveðið hefur veriðað hinn óopinberi úrslitaleikur um titilinn „besta félagslið í heimi" fari fram í Tokyo í Japan eins og undanfarin ár og hefur leikdagur verið ákveðinn 11. desember. Þar eigast við Evrópu- meistararnir og Suður-Ameríkumeistararnir í knattspyrnu sem eru í þetta skiptið Hamburger SV frá V-Þýskalandi og Gremio frá Brasiliu. - VS Aðrir í landsliðshópnum eru markverðirnir Þorsteinn Bjarna- son og Bjarni Sigurðsson, Viðar Halldórsson, Ólafur Björnsson, Ómar Rafnsson, Hafþór Sveinjónsson, Sveinbjörn Hákon- arson, Sigurður Halldórsson og Gunnar Gíslason. Ásgeir Elíasson var valinn í hópinn eftir sex ára fjarveru en datt út þegar Arnór og Pétur bættust við. Þá var Ragnar Margeirsson í hópnum en hann var færður yfir í 21 árs liðið sem mætir Hollendingum í Venlo í kvöld. Aðrir leikmenn sem fóru með 21 árs liðinu eru: Stefán Jóhannsson og Stefán Arnarson, markverðir, Stefán og Birgitta unnu fjölþrautirnar Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, bar sigur úr býtum í tugþrautinni á bikarmóti FRÍ í fjölþrautum sem fram fór á Valbjarnarvelli í Laugardal um helgina. Stefán hlaut alls 6368 stig. KR fékk þó bikarinn, sigraði í sveitakeppni, en Stefán hlaut einstaklingsverðlaunin. Hjörtur Gíslason, KR, varð ann- „Látið blómin tala“ segir ein- hvers staðar. Ekki fer sögum af því að þessi myndarlegi blómvöndur hafi mælt eitthvað spaklegt, en víst er að hann var afhentur Skaga- mönnum þegar þeir gengu af velli eftir leikinn gegn ÍBV á Akranesi á laugardaginn. Með jafntefli þar tryggðu Ak- urnesingar sér islands- meistaratitilinn í knattspyrnu og hér er Sigþór Ómarsson í þann veginn að taka við blómakörfu og bréfi í tilefni árangursins. Tvöfalt hjá ÍA: Islands- og bikarmeistarar. Sagt er frá leiknum og öðrum í 1. deiidinni í opnunni. — |Mynd: - eik. Guðjón Þórðarson og Stefán Hall- dórsson sem eru eldri leikmenn en leyfilegt er að nota tvo slíka, Krist- ján Jónsson, Benedikt Guðmunds- son, Jósteinn Einarsson, Erlingur Kristjánsson, Sigurður Jónsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sigur- jón Kristjánsson, Valur Valsson, Hlynur Stefánsson, Óli Þór Magn- ússon, Sigurður Grétarsson og Helgi Bentsson. Okkur tókst ekki í gærkvöldi að ná sambandi við Guðna Kjartansson sem stýrir yngra liðinu og vitum því hvorki hver datt út fyrir Ragnar, né hvern- ig byrjunarliðið verður skipað í kvöld. - VS ar með 6001 stig, Gunnar Sigurðs- son, UMSS, þriðji með 5931 stig og Halldór Matthíasson, KR, fjórði með 4902 stig. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, sigraði í sjöþraut kvenna með 4243 stig en Linda B. Ólafsdóttir, FH, varð önnur með 2788 stig. - VS Curran til Everton Everton, sem leikur í 1. deild ensku knattspyrnunnar, keypti í gær útherjann Terry Curran frá Sheffield United á 90.000 pund. Curran, eða T. C. eins og hann er kallaður, þykir með afbrigðum leikinn útherji og hefur leikið með mörgum félögum en aldrei tollað lengi á sama stað. Hann leikur með Everton gegn Ipswich á útivelli í kvöld. - VS Ovett náði heimsmetinu Steve Ovett, hlauparinn kunni frá Bretlandi, er aftur handhafi heimsmetsins í 1500 m hlaupi karla. Því tapaði hann fyrir stuttu til Syndey Maree frá Bandaríkjun- um eftir að hafa haldið því í þrjú ár, en endurheimti það á sunnudaginn á Ítalíu, hljóp þar á 3:30,77 mínút- um. Met Maree var 3:31,24 mín- útur. Fimm voru með 12 rétta í annarri leikviku getrauna komu fram fimm seðlar með 12 rétta leiki og var vinningur fyrir hverja röð kr. 47.055 og 86 raðir reyndist með 11 rétta og var vinn- ingur fyrir hverja kr. 1172. Fyrir tvo 36 raða kerfisseðla sem reyndust vera með 12 rétta var vinningurinn fyrir hvorn seðil kr. 54.087. Snæfelli dæmd tvö stig í 3. deild: Armann og Selfoss vilja Skallagrím dæmdan niður! Héraðsdómstóll HSH hefur dæmt Snæfell úr Stykkishólmi sigur útúr viðureign sini við Skalla- grím úr Borgarnesi í A-riðli 3. deildarinnar í knatt- spyrnu. Það er fyrir sömu sakir og þrjú stig hafa áður verið dæmt af Skallagrími, fyrir að nota Garðar Jónsson, sem dómstóll KSÍ úrskurðaði ólög- legan gegn ÍK og Grindavík fyrir stuttu. Engin áfrýjun hafði borist í gær frá Skallagrími. Verði lyktir málsins endanlega þessar; tekur Selfoss sæti í 2. deild, ekki Skallagrímur. Armann hefur einnig kært Garðar, en hætt var við að taka hana fyrir hjá dómstóli KRR á föstudag. Þjóðviljinn hef- ur herrnt, að það sé vegna þess að Ármenningar fara framá að Skallagrímur verði dæmdur niður í 4. deild. Sama sjónarmið er uppi hjá Selfyssingum, talsmaður þeirra sagði í gær að þeir litu þannig á málið að það ætti að dæma Borgnesinga niður, þeir hefðu látið Garðar leika áfram, vitandi að hann hefði þegar verið kærður. „Við ætlum að láta taka þetta mál upp hjá dómstól ÍSÍ ef þörf krefur“, sagði Selfyssingurinn Sveinn Sigurðsson. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.