Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 4
•12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Þnðjudagur 6. Sep(témbefl983 ■|>róttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: 1. deild: Birmlngham-Watf ord........... 2-0 Coventry-Everton............. 1-1 Liverpool-Nott.Forest...........1-0 Luton-Sunderland...............4-1 Norwich-Wolves..................3-0 NottsCounty-lpswich.............0-2 Q.P.R.-Aston Villa.............2-1 Southampton-Arsenal.............1-0 Stoke City-Manch.United....... 0-1 Tottenham-West Ham..............0-2 W.B.A.-Leicester City...........1-0 úrslit....júrslit 2. deíld: Brighton-Cheisea................1-2 Cambridge-Blackburn.............2-0 Carditf City-Grimsby...........3-1 Derby County-Swansea...........2-1 Fulham-Portsmouth.............. 0-2 Hudderstield-Charlton...........0-0 Manch.City-Barnsley.............3-2 Middlesborough-Leeds............2-2 Newcastle-Oldham.............. 3-0 Sheff.Wed.-Carllsle.............2-0 Shrewsbury-Cr.Palace...........1-1 3. deild: Bradford C.-Bolton..............0-2 Bristol Rovers-Southend.........2-1 Bumley-Bournemouth..............5-1 Gillingham-HullCity.............1-2 Lfncoln-Sheffield United........0-2 Millwali-Plymouth...............1-0 Preston N.E.-Brentford..........3-3 Rotherham-Port Vale.............2-1 Scunthorpe-Exeter City........ 3-1 Walsali-Orient..................0-1 Wigan-Oxford....................0-2 Wimbledon-Newport...............6-0 4. deild: Bury-Bristol City...............2-1 Colchester-Blackpool............2-1 Crewe-Chesterfield..............2-1 Hartlepooi-Aldershot.......... 0-1 Hereford-Halifax Town...........0-0 Mansfield-Doncaster.............1-2 Northampton-Darlington..........2-0 Reading-Stockport...............6-2 Swindon Town-Chester.......... 4-0 Torquay-Tranmere................1-1 Wrexham-Petersborough...........2-2 York City-Rochdale..............2-0 Nú eru vellirnir á Englandi grænir og sléttir og slíkar aðstæður kunna leikmenn West Ham vel við eins og fyrri daginn. Lundúnaliðið létt- leikandi, sem oft gengur illa þegar vellirnir versna, hefur byrjað 1. deildina betur öðrum félögum, unnið fyrstu þrjá leikina og ekki feng- ið á sig mark. A laugardagsótti West Ham nágrannana öflugu, Tottenham, heim á White Hart Lane og hafði með sér stigin þrjú, sigraði 2 - 0. Tottenham var meira með boltann í leiknum, Tony Galvin og Graham Roberts bestu menn, en marktækifæri West Ham voru fleiri og hættulegri. Nýi strákurinn, Steve Whitton frá Coventry, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 10. mínútu, Alvin Martin skall- aði til hans eftir hornspyrnu. Á markamín- útunni, 43., fékk David Swindlehurst boltann frá Tony Cottee og skoraði, 2-0. Tottenham missti Glenn Hoddle útaf meiddan í síðafi hálf- leik og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Ekki bætti úr skák að Osvaldo Ardiles og Steve Archibald gátu ekki leikið með vegna meiðsla. Danny Wallace var maðurinn sem tortímdi Arsenal, hann lék stærsta hlutverkið þegar Southampton vann leik liðanna 1-0, Arsenal átti fyrsta hálftímann, Graham Rix, Tony Woodcock og Charlie Nicholas áttu allir dauðafæri, en Wallace og félagar réðu öllu eftir Ricky Hill og félagar í Luton hafa byrjað vel. Luton slapp naumlega við fall í fyrra en hefur nú unnið tvo þriggja marka sigra í röð. Hill skoraði eitt markanna gegn Sunderland á laugardag. West Ham eitt efst eftir sigur á Spurs það. Wallace lagði upp tvö dauðafæri sem Frank Worthington sólundaði en á 72. mínútu stakk Wallace Arsenalvörnina af og renndi boltanum á Ian Baird sem gat ekki annað en skorað sigurmarkið. Dave Armstrong var síðan rétt búinn að bæta við öðru marki fyrir Southampton þegar Kenny Sanson átti mis- heppnaða sendingu til markvarðar. Leikmenn Stoke fengu lófatak mikið þegar flautað var til leikhlés í leiknum gegn Manc- hester United. Þeir gerðu allt nema skora í fyrri hálfleik og Gary Bailey markvörður Unit- ed hélt liði sínu á floti. En allt breyttist á 10. mínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Arnold Muhren fyrir United eftir að Steve Fox mark- vörður hafði varið hörkuskot Bryan Robson og eftir það var aldrei spurning um úrslit. Robson og Ray Wilkins náðu öllum tökum á miðjunni og baráttuþrek Stoke var á enda. Kenny Dalglish sá til þess að Liverpool vann Nottingham Forest 1-0. Hann var allt í öllu á miðjunni og sjö mínútum fyrir leikslok átti hann snilldarsendingu á Ian Rush sem skoraði sigurmarkið. Hans Van Breukelen mark- vörður Forest átti stórleik, varði m.a. víta- spyrnu Phil Neal. Alan Hansen, skoski miðvörðurinn hjá Liverpool, setti mikinn skrekk í áhorfendur á Ánfield þegar hann sendi boltann í þverslána á eigin marki. Notts County, með John Chiedozie frá Níg- eríu sem besta mann, hafði yfirburði gegn Ips- wich í fyrri hálfleik. í þeim síðari lokaði Ips- wich fyrir sendingar á þann svarta og náði góðum tökum á leiknum. Miðherji Notts, Just- inn Fashanu, skallaði í eigið mark strax á ann- arri mínútu síðari hálfleiks, vindurinn bar bolt- ann af leið þannig að Fashanu misreiknaði stefnu hans iliilega. Paul Mariner tryggði síðan sigur Ipswich, 2-0, eftir slæm varnarmistök heimaliðsins. Luton Town er komið á fulla ferð, enginn fallbragur nú. Ricky Hill og Paul Walsh skoruðu snemma gegn Sunderland. Ian Munro, varnarmaður gestanna, gerði sjálfs- mark, 3-0, Colin West minnkaði muninn, Chris Turner markvörður Sunderland varði vítaspyrnu Brian Stein á glæsilegan hátt en Stein hefndi sín með að skora síðasta markið í leiknum, 4-1. Simon Stainrod skoraði strax á 4. mínútu fyrir QPR gegn Aston Villa í fyrsta 1. deildar- leiknum sem leikinn er á gervigrasi. Peter Withe, landsliðsmiðherji Villa, skallaði í eigið Paul Mariner ætlar sér að vinna aftur lands- liðsmiðherjasætið sem hann missti í fyrra og hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum fyrir Ipswich. mark, 2-0, en skoraði svo sjálfur réttu megin á lokamínútunni, 2-1, komst inní sendingu Bob Hazell, miðvarðar QPR, sem ætluð var mar- kverðinum. Tony Rees, ungur piltur hjá Birmingham, sökkti Watford. Hann var besti maður vallar- ins og lagði upp bæði mörk Birmingham með snilldarsendingum, fyrst skoraði Bobby Hop- kins, síðan Mark Halsall. Mick Adams, sem Coventry keypti frá Gill- ingham, skoraði gegn Everton en Kevin Shee- dy jafnaði, 1-1. John Deehan og Keith Bertschin skoruðu strax í upphafi fyrir Norwich gegn Wolves og Deehan bætti þriðja markinu við í síðari hálf- leik. Clive Whitehead, fyrirliði WBA, skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Leicester sem sitja á botninum, án stiga og án marka. -VS Sagt eftir leikina: - John Lyall, frainkvæmdastjóri toppliðsins, West Ham: „Við lékum erfiða æfingaleiki áður en 1. deildin hófst, spiluðum sex slíka í röð án sigurs. Menn urðu ákveðnir í að takast á við vandamálin og nú eru allir vellandi af sjálfstrausti. Sigurinn gegn Tottenham var sérstaklega mikilvægur fyrir áhangendur okkar, leikir gegn nágrannaliðum hafa alltaf gífurlega þýðingu fyrir þá. Leikmenn Tottenham sýndu gífurlegan baráttu- vilja þrátt fyrir tapið og ég er viss um að þeir komast á sigurbraut fljót- lega.“ - Tony Barton, stjóri Villa, um gervigrasið á Loftus Road, heimavelli QPR: „ÖII lið sem leika hér í fyrsta skipti munu eiga í erfiðleikum. Völlurinn er mjög harður og margir minna manna voru afar varkárir. QPR verður erfitt heim að sækja en þeir verða líka í vandræðum á venjulegum grasvöllum þegar þeir leika að heiman í vetur.“ - David Pleat, stjóri Luton, um af- stöðu áhangenda liðsins til þess að fé- lagið flytur búferlum til nágranna- borgarinnar Milton Keynes þegar nýr leikvangur þar verður tilbúinn: „Þeir voru rólegri en ég bjóst við, ég átti von á mótmælum í dag en þau voru nánast engin. Þeir verða að skilja að flutningurinn er nauðsyn- legur og hann hefur engin áhrif á mig eða leikmennina, við höldum okkar striki.“ - Mike Bamber, stjórnarformaður Brighton, eftir skrílslæti fylgifiska Chelsea: „Þessir menn eru hreint og beint skelfilegir, ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins framkomu áhorfenda. Það þarf að taka miklu harðar á svona ólátaseggjum en gert er.“ - John Bond, stjórinn kunni, sem nú stýrir Burnley í 3. deild, eftir 5-1 sigur á hans fyrsta félagi, Bournem- outh: „Heppnin var með okkur, við feng- um gjafamark og dómarinn færði okkur vítaspyrnu sem við áttum ekki skilið. Þetta er allt að koma og undir lokin hefðu mörkin getað orðið fleiri. Það er enginn munur að ráði á að stjórna liði í 3. og 1. deild, að vísu eru leikmennirnir ekki eins góðir, en þetta snýst allt um sömu hlutina og það er virkilega gaman að starfa hér í Burnley." -VS Stuttar fréttir úr neðri deildum: New- castle gefur tóninn Newcastle hefur gefið tóninn, liðið ætlar sér ekkert annað en 1. deildar- sæti. Um 23.000 manns sáu þá röndóttu leika sannfærandi og vinna Oldham 3 - 0. Terry McDermott, Chris Waddle og David Mills skoruðu mörkin. ....Jim Tolmie og Derek Parlane, nýju Skotarnir hjá Manchester City, sáu um mörkin gegn Barnsley. Tolmie gerði tvö í 3-2 sigrinum. ....Mark Hatiey og Alan Biley, báðir kunnir úr 1. deildinni, skoruðu fyrir ný- liða Portsmouth í London gegn Fulham. ....Frank Gray, vítaspyrna, og Ge- orge McCluskey komu Leeds í 0-2 í Middlesboro en Dave Currie jafnaði, skoraði tvívegis fyrir Boro. ....Gordon Owen skoraði tvö mörk Cardiff sem vann Grimsby 3-1. ....Billy Hamilton gerði þrjú skalla- mörk þegar Burnley vann Bournemo- uth 5-1 í 3. deild. Kevin Reeves og Martin Dobson skoruðu hin. .... Allan Cork var einnig með þrennu þegar nýliðar Wimbledon sigruðu New- port 6-0 í 3. deild. ....Roy McFarland, framkvæmda- stjóri Derby, lék með lið sínu gegn Swansea og það hreif. Bobby Davison og Bobby Campell skoruðu fyrir Derby. ....Kerry Dixon gerði bæði mörk Chelsea í Brighton. Paul Canoville hjá Chelsea var rekinn útaf í leiknum. ....Sheffield United, Hull, Oxford, Bolton og Orient eru efst í 3. deild með 6 stig úr tveimur leikjum. Sama stiga- fjölda í 4. deild hafa Doncaster, York og Colchester. -VS Staðan: 1. deild: Wost Ham Ipswich ..3 3 0 0 7-0 9 ..3 2 1 0 7-3 7 lliverpool Southampton LutonTown ..3 2 1 0 3-1 7 .3 2 1 0 2-0 7 ..3 2 0 1 8-3 6 Notts County Manch. Unlted Aston Villa ..3 2 0 1 6-3 6 „3 2 0 1 5-3 6 .3 2 0 1 6-5 6 .3 2 0 1 4-3 8 Coventry Norwlch Everton Q.P.R .3 1 2 0 5-4 5 .31114-24 .31112-24 .3 1 1 1 3-4 4 StokeCity .3 1 0 2 3-3 3 Nottm.For -3 1 0 2 2-3 3 W.B.A. -3 1 0 2 5-7 3 Birmingham .3 1 0 2 3-6 3 Watford Sunderland .3 0 1 2 4-7 1 .3 0 1 2 2-6 1 Tottenham .3 0 1 2 2-6 1 Wolves .3 0 1 2 2-6 1 Leicester 3 n n 3 n.A n Markahæstir: Trevor Christie, Notts Co 3 Eric Gates, Ipswich 3 Paul Mariner, Ipswich 3 Arnold Muhren, Man.Utd 3 2. deild: Sheff.Wod .3 2 1 0 4-1 7 Chelsea .2 2 0 0 7-1 R Newcastle .3 2 0 1 4-1 6 Manch.City .3 2 0 1 6-4 6 Cardiff ' .3 2 0 1 5-4 fi Shrewsbury Cambridge Charlton .3 1 2 0 3-2 5 .21102-04 .2110 2-0 4 Middlesboro .2 1 1 0 3-7 4 Leeds .3111 5.5 4 Blackburn .31113-44 Derby County Barnsley Portsmouth .31113-74 .21015-33 .2 1 0 1 2-1 3 Oldham Huddersfield Grlmsby Cr.Palace Carlisle .21011-33 .2 0 2 0 2-2 2 .20112-41 .20111-31 .3 0 1 2 0-3 1 Swansea .2 0 0 2 1-3 0 Brighton .3 0 0 3 3-6 0 Fulham .2 0 0 2 0-5 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.