Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1983, Blaðsíða 3
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri8judagur 6. september 1983 i|>rottir Víðir Sigurðsson Skagamenn tvöfaldir meistarar eftir j afntefli við ÍB V: „Þessu hefurmaður beðið eftir í 12 ár“ Mikil gleði ríkti í búnings- klefa Akurnesinga að lokn- um leik þeirra við Vestmann- aeyinga á Akranesi á laugar- daginn. íslandsmeistaratitil- linn var í höfn og um leið tvöfaldur sigur í deild og bik- ar. Þrátt fyrir að Akurnesing- ar hafi jafnan verið í fremstu víglínu knattspyrnunnar hér á landi, hefur þeim ekki tekist að ná þessum árangri fyrr. „Þessu hefur maður beðið eftir í 12 ár,“ sagði bak- vörðurinn sterki, Guðjón Þórðarson. pressu á Akurnesinga. Það var þó IA sem fékk fyrsta færið, Hörður kominn inná markteig, en Eyja- menn björguðu í horn. Á sömu mínútu fékk svo ÍB V svipað færi en Ómar Jóhannsson skaut framhjá. Eitt besta tækifæri Eyjamanna kom á tíundu mínútu hálfleiksins. Bjarni Sigurðsson fór í misheppn- að úthlaup að endamörkum en Björn H. Björnsson stöðvaði skot Eyjamannsins á marklínu. Éegar á leið, styrktust Skaga- menn eins og oft í sumar og sköpuðu sér nokkur tækifæri. Það var þó ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok að þeim tókst að ná forystunni. Sveinbjörn Hákonar- son tók hornspyrnu vinstra megin, við nærstöng lyfti Guðbjörn Tryggvason sér vel og sneiddi bolt- ann með skalla í netið, 1:0. Ekki voru liðnar nema fáeinar mínútur þegar ÍBV jafnaði með einstaklega fallegu marki. Auka- spyrna tekin fljótt á miðjum vallar- helmingi Skagamanna, stungið upp hægri kant þar sem Hlynur sendir út á vítateigslínu vinstra megin, Ómar tekur boltann viðstöðulaust og þrumar honum uppundir þverslána, 1:1. Akurnesingar hafa oft leikið bet- ur, einkum voru miðjumennirnir fjórir vel undir venjulegri getu. Fyrir vikið fengu Sigþór Omarsson og Hörður minni þjónustu í fram- línunni en oft áður. Aftasta vörnin lék hins vegar af öryggi með Sigurð Halldórsson sem besta mann. Björn H. Björnsson lék fyrir Si- gurð Lárusson sem var í banni og skilað sinni stöðu með ágætum. Hjá ÍBV var Valþór Sigþórsson traustur að vanda í vörninni og Hlynur drjúgur á miðjunni. Ómar og Tómas Pálsson voru með daufara móti en mark Ómars minnisstætt. Þóroddur Hjaltalín dæmdi og það reyndi lítið á hann í þessum friðsæla leik. - eng/Akranesi Leikurinn sjálfur, hann endaði 1:1, var heldur friðsæll og náði aldrei að hrífa áhorfendur með sér, líkt og gerðist í bikarleik sömu liða viku áður. Það var eins og það svifi yfir vötnum að bæði lið gætu sæst á jafntefli. Pó brá fyrir líflegum köfl- um, enda á vellinum tvö af sterk- ustu liðum 1. deildar. Eyjamenn höfðu undirtökin í spili í upphafi og pressuðu nokkuð að marki Skagamanna. Þó vantaði jafnan herslumuninn á að þeir næðu að skapa sér góð marktæki- færi og kom þar til oftar en ekki örugg frammistaða Sigurðar Hall- dórssonar í vörn ÍA. Pegar leið á hálfleikinn náðu Akurnesingar undirtökum og sóttu stíft. Besta færi leiksins fengu þeir á 30. mínútu. Sigurður Jónsson stakk þá knettinum inná Hörð Jó- hannesson sem skaut föstu skoti af vinstra markteigshorni, Aðal- steinn Jóhannsson markvörður ÍBV kom vel út og náði að „blokk- era“ skotið, af honum hrökk knött- urinn fyrir opið markið þar sem Árni Sveinsson var staddur á miðjum markteig en skaut fram- hjá. Mikið afrek! Skömmu síðar skallaði Sigurður Jónsson framhjá af markteig og yfir úr svipuðu færi á lokamínútu hálfleiksins. f síðari hálfleik voru Eyjamenn sterkari aðilinn lengst af. Þeir byrj- uðu svipað og í þeim fyrri með Slæm staða ÍBÍ eftir tap gegn Val: „Ekki allar glufur lokaðar enn“ „Það eru ekki allar glufur lok- aðar enn. Við eigum eftir leik í Keflavík, og Valsmenn tvo erfiða, gegn Víkingi og ÍBV, og með því að sigra með tveggja marka mun í Keflavík getum við haldið okkur uppi. Það er engin uppgjöf í mann- skapnum,“ sagði Pétur Geir Heljga- son, knattspyrnuráðsmaður á Isa- firði, eftir að ÍBÍ hafði tapað 1-3 fyrir Val í þýðingarmiklum fallbar- áttuleik fyrir' vestan á laugar- daginn. „Ég er ekkert yfir mig bjartsýnn þrátt fyrir þennan sigur," sagði Sig- urður Dagsson, þjálfari Vals. „Við eigum tvo erfiða ieiki eftir, gegn góðum liðum, og verðum að taka einn í einu og sjá hvernig málin þróast. Það er allt í járnum ennþá. Ég er að mörgu leyti ánægður með Valsliðið í þessum leik, knatt- spyrnulega séð fannst mér fyrri hálf- leikurinn betri þótt við værum undir, en mörkin komu í þeim síð- ari og það eru að sjálfsögðu þau sem telja,“ sagði Sigurður, hinn kunni fyrrum landsliðsmark- vörður. ísfirðingar gátu ekki beðið um betri byrjun, þeir skoruðu strax á 4. mínútu. Jón Oddsson var þar að verki rrieð góðu skoti eftir auka- spyrnu. Valsmenn voru ívið betri aðilinn eftir þetta en fátt var um marktækifæri. ísfirðingar voru slappari en búast mátti við í svona þýðingarmiklum leik, þeir höfðu allt með sér, heimavöll og áhorf- endur, en náðu aldrei upp góðri baráttu. Þeir voru síðan vart vaknaðir eftir hlé þegar Guðmundur Þor- björnsson jafnaði eftir sendingu frá | Inga Birni Albertssyni. Þar með ! voru Valsmenn komnir í gang, ís- firðingar áttu að vísu skalla í stöng skömmu síðar, Guðmundur Jó- ( hannsson, en Valur var betri aðil- inn og verðskuldaði sigur þótt 1 mörkin kæmu seint. Ingi Björn ein- lék í gegnum ísafjarðarvörnina sex mínútum fyrir leikslok og skoraði,l-2, og Njáll Eiðsson þrumaði í marknet ísfirðinga þremur mínútum síðar, ísfirðingar sigraðir og fjallið blasir við. Valsmenn léku vel, börðust bet- ur, voru fljótari á boltann og lögðu sig alla fram. Þar skildi á milli liðanna, heimamenn náðu aldrei að standa þeim jafnfætis í þessum efnum. Ingi Björn var bestur Vals- manna og Ámundi Sigmundsson frískastur hjá ísfirðingum. -P/VS íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Sigurvissa felldi FH Staða KA mjög góð eftir sigur á Einherja KA frá Akureyri hefur svo gott sem tryggt sér sæti í 1. deildinni í knattspyrnu á ný eftir 3:2 sigur á Einherja frá Vopnafirði á Akureyri á föstudagskvöldið. KA mátti hafa fyrir sigrinum eftir að hafa komist í 2:0. Leikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu og nokkuð skemmtilegur á að horfa. KA var komið í 2:0 eftir aðeins fimm mín- útur og allt stefndi í stórsigur. Gunnar Gíslason skoraði fyrst og Ormarr Örlygsson strax á eftir. Einherjar komist meira inn í leikinn eftir þetta en náðu ekki að komast á blað í fyrri hálfleik. Gísli Davíðsson átti þó möguleika á því, slapp innfyrir KA-vörnina en skaut framhjá. Fljótlega í síðari hálfleik bætti Gísli fyrir það og skoraði, 2:1. Varnarmaðurinn Jón Gíslason náði síðan að jafna, 2:2. KA náði betri tökum á leiknum síðari hluta síðari hálfleiks og nítján mínútum fyrir leikslok skoraði Jóhann Jak- obsson sigurmarkið með góðu skoti. K&H/Akureyri Siglfirðingar sloppnir KS frá Siglufirði tryggði sér á- framhaldandi sæti í 2. deild með sigri á Húsavík gegn heillum horf- num Völsungum, 1:0. Leikurinn var harður, baráttan í fyrirrúmi, og sigurinn gat lent hvoru megin sem var. KS fékk gullið tækifæri til að taka forystuna í fyrri hálfleik þegar hinn annars öruggi Björn Ingi- marsson skaut framhjá úr víta- spyrnu. Hann fékk dauðafæri strax á eftir en klúðraði því líka. í leikhléi fréttu Siglfirðingar að Fylkir væri að vinna í Garðinum og mögnuðust við það. Tíu mínútum fyrir leikslok kom svo markið mikilvæga, Hafþór Kolbeinsson sólaði sig í gegnum vörn Völsungs og skoraði laglega. Heppnir Víðismenn Fylkir varð að vinna sigur á Víði í Garðinum til að eiga möguleika á að halda sér uppi og Árbæjarliðið hefði fyllilega verðskuldað bæði stigin. Þeir Fylkismenn voru á- kveðnari mest allan tímann en góð- ur kafli heimaliðsins undir lokin tryggði því sigur, 2:1. Eftir fimmtán mínútna leik náðu eitilharðir Fylkismenn forystunni, Guðmundur Baldursson, skoraði. Víðismenn björguðu síðan tvisvar á línu en fengu þó sín færi, Daníel og Grétar Einarssynir gátu báðir jafnað. Loks fimmtán mínútum fyrir leiksloklcom jöfnunarmarkið, Guðmundur Jens Knútsson var þar að verki. Fimm mínútum fyrir leikslok brá svo bakvörðurinn leikreyndi, Sigurður Magnússon, sér í sóknina, skallaði í netið og tryggði Víði sigur með sínu fyrsta marki á íslandsmóti. Fylkir fallinn í 3. deild. „Sigurvissan okkur að falli“ „Vonin er orðin veik,“ sagði Leifur Helgason, annar þjálfara FH, eftir jafnteflisleik, 1:1, við botnliðið, Reyni úr Sandgerði. „Við verðum að treysta á að KA og Fram tapi í lokaumferðinni. Sig- urvissan varð mínum mönnum að falli í þessum leik, Reynismenn mættu fallnir og án spennu og náðu ágætum leik. Eg var hræddur við þennan leik fyrirfram. Við höfum verið undir pressu í allt sumar eftir slæma byrjun, alltaf verið með storminn í fangið, en ég hef ekki gefið upp alla von enn.“ Jón Erling Ragnarsson skoraði fyrir FH í fyrri hálfleik en hin leikreynda kempa, Júlíus Jónsson jafnaði þegar skammt var til leiksloka. _____________________________Þriðjudagur 6. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 i|>róttir Viðir Sigurðsson Guðbjörn Tryggvason hefur skallað og horfir á eftir boltanum í netið, framhjá hjálparlausum markverði IBV, Aðalsteini Jóhannssyni. Þetta mark tryggði Skagamönnum endanlega íslandsmeistaratitilinn, skipti ekki máli þótt IBV jafnaði rétt á eftir. Hinn mikli áhorfendafjöldi sést vel í baksýn. - Mynd: - eik. Jóhannes þrumaði stigi til M’well! Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði ís- Icnska landsliðsins í knattspyrnu, sem leikur með því að nýju gegn Hollendingum annað kvöld, kom liði sínu, Motherwell, til bjargar á laugardaginn gegn St.Miren í skosku úrvalsdeildinni. Aðeins þremur mínútum fyrir leiksiok skoraði hann jöfn- unarmark Motherwell með miklu þrumu- skoti. Jafntefli, 1-1, sem baráttuglaðir leik- menn Motherwell áttu svo sannarlega skilið. Celtic vann mikinn heppnissigur á Ran- gers, 2-1. Ally McCoist, sem Rangers keypti frá Sunderland, skoraði á 7. mínútu en Aitken jafnaði. Frank McGarvey skoraði sigurmark Celtic þremur mínútum fyrir leikslok. Aberdeen burstaði St.Johnstone 5-0. Er- ic Black 2, Willie Miller, Mark McGhee og Billy Stark skoruðu mörkin. Meistarar Dundee United sigruðu Dundee á heima- velli þeirra síðarnefndu, 4-1. McCall skoraði fyrir Dundee eftir 6 mínútur en John Reilly 2, Ralph Milne og Derek Stark svöruðu fyrir United. Þá vann Hearts Hi- bernian 3-2 í leik Edinborgarliðanna. John ! Robertson 2 og Jimmy Bone skoruðu fyrir nýliða Hearts sem hafa 4 stig úr tveimur leikjum eins og Aberdeen, Celtic og Dund- ee United. -VS Stuttgart á toppn- um í V. Þýskalandi Svíinn Dan Corneliusson skoraði þrjú mörk þegar Stuttgart vann Bochum 4-2 í vestur-þýsku „Bundesligunni“ í knatt- spyrnu. Ásgeir Sigurvinsson lagði upp tvö marka Stuttgart. Dusseldorf tapaði 3-0 í Frankfurt sem þar með hefndi fyrir ófarirnar frá því í vor þegar Atli Eðvaldsson sökkti Frankfurt með því að skora fimm mörk fyrir Dusseldorf. Hamburger vann Bielefeld 2-0 og Bayern og Bremen gerðu jafntefli, 0-0. Stuttgart og Bayern eru efst með 8 stig, Hamburger og Uerdingen, sem tapaði í Dortmund 2-1, hafa 7 stig hvort. Dússeldorf er síðan í fimmta sæti með 6 stig. í Belgíu vann Anderlecht sigur á Kor- trijk, 1-0. Waterschei sigraði Beringen 3-1, en Antwerpen tapaði 1-0 í Lokeren. Eng- inn íslendinganna skoraði en Pétur Péturs- son meiddist í Lokeren og varð að yfirgefa völlinn. Laval, lið Karls Þórðarsonar í Frakk- landi, vann Lille 3-1 og er í hópi efstu liða með 9 stig úr 7 leikjum. Teitur Þórðarson skoraði fyrir sitt nýja lið í 2. deildinni, Cannes, sem vann Grenoble 5-1. -VS 1. deild Úrslit í 1. deildinni í knatt-. spyrnu um helgina og staðan fyrir lokaumferðina: Víkingur-Þór Ak................. 0-0 Breiðablik-Þróttur.............. 2-3 Ísafjörður-Valur..................1-3 Akranes-Vestmannaeyjar............1-1 Akranes..........17 10 3 4 29-11 23 KR...............17 5 9 3 18-19 19 ÞórAk............17 5 7 5 19-17 17 Víkingur.........17 4 9 4 19-18 17 Þróttur.....V....17 6 5 6 24-31 17 Breiðablik.......16 5 6 5 19-16 16 Vestm.eyjar......15 5 5 5 25-20 15 Keflavík.........17 7 1 9 21-27 15 Valur............16 5 4 7 24-30 14 Isafjörður.......17 2 9 6 16-25 13 Markahæstir: Ingi Blörn Albertss., Val........11 SigurðurGrétarsson, Breiðabl.....11 Heimir Karlsson, Vfkingi.......... 8 Hlynur Stefánsson, Vestm.......... 7 Kristinn Kristjánsson, Isaf....... 7 Páll Ólafsson, Þrótti............ 7 Slgþór Ómarsson, Akranesi........ 7 2. deild Úrslit leikja t 2. deildinni í knattspyrnu um helgina og stáð- an að þeim loknum: KA-Einherji.......................3:2 Vlðlr-Fylklr.....................2:1 Völsungur-KS.....................0:1 FH-Reynlr S......................1:1 KA................17 9 5 3 29:20 23 Fram..............16 8 6 2 28:17 22 Viðir.............17 7 6 4 14:11 20 FH................16 6 7 3 26:18 19 Njarðvík..........17 7 3 7 17:16 17 Einherjl..........17 5 7 5 16:18 17 Völsungur.........17 6 3 8 16:17 15 KS................17 4 7 6 15:18 15 Fylklr............17 3 4 10 14:24 10 Reynlr S.......17 1 8 8 9:25 10 Markahæstir: Guðmundur Torfason, Fram.........9 Hinrik Þórhatlsson, KA...........9 Pálmi Jónsson, FH................9 Gunnar Gíslason, KA..............8 Halldór Arason, Fram.............6 Jón Halldórsson, Njarðvik...... 6 Jón Erling Ragnarsson, FH........6 Jónas Hallgrímsson, Völsungi.....6 Björn Ingimarsson, KS............5 Hafþór Kolbeinsson, KS...........5 Haukur Jóhannsson, Njarðvík......5 Fjörug byrjun en síðan dauft 4. deild: Sex mörk Leifturs eftir hlé Stjarnan og Víkverji, efstu lið A-riðilsins í úrslitakeppni 4. deildar í knattspyrnu, skildu jöfn, 1-1, í þýðingarmiklum leik í Garðabænum á laugardaginn. Víkverjar urðu fyrri til að skora, Svavar Hilmarsson var þar að verki, en Stjarnan jafn- aði skömmu fyrir lcikslok. Þar með eiga Haukar enn mögu- leika. Staðan í A-riðli: Stjarnan..............3 1 2 0 6-4 4 Vikverji..............3 1 2 0 6-5 4 Haukar................2 0 0 2 3-6 0 Víkverji og Haukar mætast annað kvöld og loks Haukar- Stjarnan á laugardaginn. Leiftur vann yfirburðasigur á Hvöt frá Blönduósi, 7-0, á Ólafsfirði. Dýrmæt mörk í bar- áttunni við Leikni en staðan í hálfleik var 1-0. Róbert Gunn- arsson 2, Halldór Guðmunds- son 2, Hafsteinn Jakobsson, Friðgeir Sigurðsson og Stefán Jakobsson skoruðu mörkin. Staðan í B-riðli: Leiftur.............3 3 0 0 10- 0 6 Leiknir..............2 10 1 6-12 Hvöt.................3 0 0 3 0-15 0 Hvöt og Leiknir leika annað kvöld og Leiknir-Leiftur á laugardag. -VS Fjörug byrjun í leik Víkings og Þórs frá Akureyri í 1. deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á laugardag lofaði góðu fyrir fram- haldið. Hvert marktækifærið rak annað á upphafsmínútunum, opinn sóknarleikur í fyrirrúmi hjá báð- um. En síðan dró af báðum, langir kafiar voru daufír og lítt spennandi og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Strax á fyrstu mínútu fékk Helgi Bentsson boltann á galopnu færi í vítateig eftir að Halldór Áskelsson hafði brunað upp vinstri kantinn en Helgi hitti ekki boltann. Víkingar geystust upp og Heimir Karlsson þrumaði á Þórsmarkið en Þor- steinn Ólafsson markvörður náði að slá boltann í horn. Þórssókn, Bjarni Sveinbjörnsson með gott skot af 25 m færi sem Ögmundur Kristinsson markvörður Víkings ver niðri í horninu. Þarna dofnaði yfir leiknum en þó sýndu bæði lið ágætan samleik úti á vellinum og alltaf var reynt að byggja upp spil útfrá vörnunum. Miícið jafnræði út fyrri hálfleikinn. Ómar Torfason komst í gott tæki- færi í vítateig Þórs en Þorsteinn varði. Hinum megin fékk Þór tvö góð færi á sömu mínútu, fyrst lagði Jónas Róbertsson boltann fyrir Óskar Gunnarsson sem skaut í hliðarnetið utanvert og síðan gaf Nói Björnsson mjög óeigingjarnt á Guðjón Guðmundsson sem þrum- aði beint í fætur Ögmundar. Þór náði betri tökum á leiknum eftir hlé og átti nánast fyrri hlut- ann. Helgi, Þórarinn Jóhannsson, Nói og Bjarni áttu allir ágætar til- raunir og á 63. mínútu kom opn- asta færi leiksins. Óskarskaut, Ög- mundur varði, boltinn hrökk til Guðjóns sem var dauðafrír á mark- teig en Ögmundur var snöggur og tókst á ótrúlegan hátt að komast fyrir skotið og koma boltanum aft- ur fyrir. Síðari hluta háifleiksins voru svo Víkingar ákveðnari. Þrjú ágæt færi, Ömar skaut í varnarmann og framhjá, hörkuskot sem Þorsteinn hefði átt í erfiðleikum með, Heimir slapp upp að markinu en Þorsteinn varði frá honum úr þröngri stöðu og loks var Andri Marteinsson vel staðsettur eftir aukaspyrnu en skaut framhjá Þórsmarkinu. Þokkalegur leikur að mörgu leyti en mörkin vantaði tilfinnan- lega til að krydda hann. Mar- kverðirnir, Ögmundur og Þorstinn voru bestu menn vallarins, vörðu Þróttarar björguðu sér nánast örugglega frá falli í 2. deildina í knattspyrnu er þeir sigruðu Breiðablik 3:2 í fjörugum og skemmtilegum leik á Kópavogsvelli á fostudagskvöldið. Nýliðinn Pétur Arnórsson kom Þrótti yfir og skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark af stuttu færi. Aðeins mínútu síðar var dæmd vítaspyrna á Breiðablik, hendi innan teigs, og úr henni skoraði Páll Ólafsson, 0:2. Fimm mínútum síðar gerði Sig- urður Grétarsson eitt fallegasta mark sumarsins, óverjandi hörk- uskot utan vítateigs í bláhornið, 1:2. Sjö mínútum síðar jafnaði báðir að stakri prýði go sýndu mik- ið öryggi allan tímann. Utispilarar beggja voru jafnir, miðverðirnir Stefán Halldórsson og Ólafur Ólafsson hjá Víkingi afar traustir og Heimir kraftmikill frammi að vanda. Varnarmennirnir Árni Stefáns- son og Jónas Róbertsson stóðu sig einna best hjá Þór en Bjarni, Hall- dór, Helgi og Óskar komust vel frá leiknum og flestir hinna reyndar líka. Kjartan Ólafsson dæmdi og stóð sig ágætlega. -VS hann úr vítaspyrnu eftir að Jóhann Grétarsson hafði komist framhjá sínum gamla vinnufélaga, Guð- mundi Erlingssyni, markverði Þróttar, en sá síðamefndi slæmt til hans hendi þannig að Jói datt. Guðmundur sýndi síðan góða markvörslu, varði þrívegis stórvel áður en Páll tryggði Þrótti sigur með lúmsku en óverjandi skoti frá vítateigshorni, 14 mínútum fyrir leikslok. Páll og Guðmundur markvörður voru bestir Þróttara en Sigurður og Jóhann Grétarssynir voru mest áberandi hjá Breiðabliki, einkum Sigurður. - VS Þróttarar sama sem úr hættu Erla Rafnsdóttir - sjö mörk og afbrennd víta- spyrna að auki! Erla skoraði 7 gegn Víði! Islandsmeistaratign í kvennaknattspyrnu fimmta árið í röð blasir við Breiðabliki eftir 10-0 sigur á Víði úr Garði í Kópavoginum á sunnudaginn. Breiðabliki dugir jafntefli úr síð- asta leiknum, gegn KR, til að titillinn sé í höfn. KR þarf hins vegar að sigra Breiðablik og Val og vinna í leiðinni upp fimm mörk á Blikana til að komast í efsta sætið. Erla Rafnsdóttir fékk að leika stöðu mið- herja á sunnudaginn og nýtti sér tækifærið, skoraði heil 7 mörk. Þau gátu orðið fleiri, hún skaut framhjá úr vítaspyrnu og það gerði Bryndís Einarsdóttir einnig. Ásta B. Gunn- laugsdóttir skoraði 2 mörk og Sigríður Tryggvadóttir eitt. Staðan í hálfleik var 3-0. Staðan í 1. deild: Breiðablik......................... 9 8 0 1 26-6 16 KR..................................8 5 2 1 19-4 12 Akranes.............................9 4 2 3 24-9 10 Valur...............................8 4 2 2 12-5 10 Víkingur............................9 2 0 7 5-15 4 Víðir...............................9 0 0 9 4-51 0 - MHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.