Þjóðviljinn - 13.09.1983, Side 1
Þriðjudagur 13. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
»
íþróttir
—^Umsjón: Viöir Sigurðsson ■—————
Þjálfari CariZeiss Jena tekinn tali á dansleik í Eyjum:
----------------------------------------------r
Tómas, Hlynur og Omar hættulegir
Eyjamenn mæta Austur-Þjóðverj-
unum á Kópavogsvelli í kvöld
H.J. Meyer, þjaífari austur-
þýska liðsins Carl-Zeiss
Jena, kom til Vestmannaeyja
á laugardag. Hann fylgdist
með IBV leika gegn KR en
Eyjamenn mæta Jena í kvöld
í UEFA-bikarnum í knatt-
spyrnu. Leikurinn fer f ram á
Kópavogsvelii og hefst ki.
18.
Meyer brá sér á dansleik um
kvöldið og þar náði undirritaður,
með túlk sér við hlið, að króa hann
af og ræða við hann um Eyjaliðið
og leikinn í kvöld.
„Mér fannst leikur ÍBV og KR
ekki tilkomumikill", sagði Meyer,
„en lið ÍBV verður greinilega ekki
auðunnið. Það er erfitt að dæma
um sterkleika þess eftir svona leik.
Bestir þótti mér Tómas Pálsson,
Hlynur Stefánsson og Ómar Jó-
hannsson, þeir verða hættulegir".
Meyer var hrifinn af grasvellin-
um í Eyjum og sagðist alveg eins
hafa viljað leika þar. Skrýtið fannst
honum þó að sjá enga áhorfenda-
palla en áhorfendur voru skemmti-
lega með á nótunum í leiknum
sagði hann. „Völlurinn hér er
þröngur og við komum til með að
nýta okkur breiddina á Kópavogs-
vellinum.“
Meyer hefur verið í þrettán ár
þjálfari hjá Carl Zeiss Jena en hann
lék með liðinu þar til hann tók við
stjórnuninni. „Þrettán er óhappa-
tala og ég fer að hætta. Við töpuð-
um 1-4 fyrir Locmotiv Leipzig um
helgina og höfum aðeins eitt stig úr
fyrstu fimm leikjunum," sagði hinn
geðþekki Meyer og sötraði kókið
sitt, áfenga drykki vildi hann ekki
sjá.
-JR/Eyjum.
í>
Ómar Jóhannsson gæti reynst Carl
Zeiss Jena skeinuhættur í kvöld að
mati austur-þýska þjálfarans.
Sterkt lið
Englands
Jafntefli
Í2. deild
Fylkir og FH gerðu jafntefli, 1 -
1, í 2. deildinni í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Guðmundur Baldursson
skoraði fyrst fyrir Fylki en Magnús
Pálsson jafnaði fyrir FH. Staðan í
2. deild þegar einum leik er ólokið
er þannig:
KA 18 10 5 3 31-21 25
Fram 17 9 6 2 29-17 24
FH 17 6 8 3 27-19 21
Víðir 18 7 6 5 14-12 20
Völsungur 18 7 3 8 19-18 17
Njarðvík 18 7 3 8 18-18 17
KS 18 5 7 6 16-18 17
Einherji 18 5 7 6 17-21 17
Fylkir 18 3 5 10 15-25 11
ReynirS 18 1 8 9 9-26 10
Markahæstir:
Hinrik Þórhallsson, KA...........10
Gu&mundurTorfason,Fram........... 9
Pálmi Jónsson, FH................ 9
Gunnar Gislason, KA.............. 8
Jónas Hallgrímsson, Völsungi..... 8
Meiri blóm! Skagamenn fengu Islandsbikarinn afhcntan að loknum leiknum við Þrótt í 1. dcildinni í
á laugardaginn og blómum skrýddir veifa þeir til áhorfenda. Mynd: -eik.
Zico er byrjaður!
Brasilíski knattspyrnusnillingur-
inn Zico skoraði tvö mörk og lagði
upp önnur þrjú þegar Udinese vann
Genoa 5 - 0 í 1. umferð ítölsku 1.
deildarinnar. Eins og menn muna
keypti Udinese Zico í sumar fyrir
offjár og hann er strax farinn að
borga það til baka.
Juventus vann stórsigur, 7 - 0, á
Ascoli, Fiorentina vann Napoli 5 -
1, Avellino vann AC Milano, félag
Luther Blissett, 4 - 0 og Sampdoria
sigraði Inter Milano 2-1. Trevor
Francis skoraði bæði mörk Samp-
doria. Þá unu meistarar AS Roma
Pisa 2-o.
í Frakklandi vann Auxerre sinn
sjöunda leik í röð, St. Etienne 1 -
0, og er áfram efst. Monaco, Bor-
deaux og Nantes unnu sína leiki og
eru í næstu sætum.
Á Spáni bar helst til tíðinda að
Malaga burstaði Real Madrid
óvænt, 6-2. Ár og dagur síðan hið
fræga lið Real hefur fengið slíka
útreið.
Einn leikur var í UEFA-
bikarnum í gær. Inter Bratislava
frá Tékkóslóvakíu sigraði Rabat
Ajax 10 - 0 á Möltu. -VS
Englendingar stilla upp sterku lands-
liði gegn Dönum í Evrópukeppni lands-
liða í knattspvrnu í næstu viku.
Breytingarnar eru ekki stórvægilegar,
vonast er til að Bryan Robson geti leikið
en hann meiddist uni helgina, og hann
verður þá á miðjunni ásamt Ray Wilk-
ins og Glenn lloddle.
Trevor Francis og Luther Blissett
verða báðir kallaðir heim frá Ítalíu og í
hópnum er John Gregory frá OPR sem
átti stórleiki í Ástralíuferð landsliðsins í
sumar. Einn leikmaður í hópnum hefur
ekki leikið landsleik, bakvörðúrinn
Mike Duxbury frá Manch. Utd.
Norður-írar mæta Austurríkis-
j mönnum og þá lcikur markvörðurinn
I frægi frá Arsenal, Pat Jennings, sinn
■ 100. landsleik. Einn nýliði er í hópi
| Norður-íra, John O'Neill frá Leicestcr.
Skotar leika vináttuleik gegn Urugu-
1 ay í Glasgow sama kvöld. Jock Stein
j leflir fram ungu liði með HM 1986 í
j huga. Nýliðar þar cru Paul McStay frá
I Ccltic og Colin Walsh frá Nottrn. For-
est og þá hafa bakverðirnir Arthur Al-
i biston frá Manch. Utd og Ray Stewart
1 frá West Ham verið kallaðir í.liðið á
j i nýjan leik. Framrni vcrða Frank
j McGarvey og Charlic Nicholas, frá
j Celtic og Arsenal, en þcir léku saman
j með Ccltic sl. vetur og var samvinna
[ þeirra þar rómuð. -VS
! Schumach-
\ er rekinn
j Toni Schumacher, hinn frægi
! markvörður vestur-þýska lands-
liðsins í knattspyrnu, var í gær rek-
inn frá félagi sínu, Köln. Hann
hafði haft uppi mótmæli og
gagnrýni sem féll ekki í kramið hjá
stjórn félagsins. -VS
Nýjustu fréttir frá Englandi:
Enskir hræddir við Dani!
Robson meiddur- „comeback“ hjá Gary-nýttlið Watford - Arsenal ólíklegir
Einsmarks
sigur Vals
Vaiur vann Þrótt í fyrsta leik
Reykjavíkurmótsins í meistara-
flokki karla í Laugardalshöllinni í
gærkveldi.
Víkingur sigraði Ármann með 28
mörkum gegn 19 Ármenninga.
Reykjavíkurmótið heldur áfram í
Höllinni í kvöld kl. 19.15. Vonandi
verður þar kátt eins og í höllinni
forðum.
Frá Heimi Bergssyni fréttamanni
Þjóðviljans í Englandi:
Það er kominn mikill skrekkur í ensku
íþróttapressuna í kjölfar hins góða si-
gurs Dana á Frökkum í síðustu viku.
Englendingar fá Dani í heimsókn þann
21. september í Evrópukcppni landsliða
í knattspyrnu og danska liðið fær hcr
mikla umfjöllun þessa dagana. Bohby
Robson einvaldur enska liðsins segir
þetta verða crfiðasta leik þess undir
hans stjórn. Enskir óttast mest hinn
unga Michael Laudrup sem skoraði tvö
mörk gegn Frökkum í 3-1 sigrinum en
i Sepp Piontck, einvaldur Dana, hefur
J látið hafa eftir sér að óvíst sé hvórt
1 Laudrup leiki á Wembley. „Það getur
verið of erfitt fyrir unga stráka að spila
á slíkum velli og óvíst að Laudrup valdi
slíku verkefni,“ sagir Piontek.
Bryan Robson, fyrirliöi Manchester
United og enska landsliðsins, haltraöi
af velli á laugardaginn þegar 13 mínútur
voru eftir af leiknum við Luton. Hann
meiddist á tá og ólíklegt er að hann geti
leikið með liðinu gegn Dukla Prag í
Evrópukeppni bikarhafa annað kvöld.
Eddie Gray, framkvæmdastjóri
Leeds, átti glæsilegt „comeback'' á
laugardag en þá'lék hann óvænt með
liði sínu gegn Cardiff. Hann lék í stöðu
bakvarðar og var maðurinn á bak við
allar sóknaraðgerðir Leeds. „Hvað er
hægt að géra, Eddie, á hvaðá aldri sém
er, er þrepi ofar öllum öðrum," sagði
Len Ashurst, framkvæmdastjóri Car-
diff eftir lcikinn.
Eftir leik Arsenal og Liverpool sem
Liverpool vann auðveldlega segja
ensku blöðin að erfitt verði að ná titlin-
um frá Liverpool og Arsenal sé með
ólíklegri liðum til þcss. Lawric McMe-
nemy, stjóri Southampton, sagði í síð-
ustu viku: „Það hefur ekkert breyst í
hinni þrautreyndu Liverpool-maskínu.
Eini munurinn er sá að nú er Joe Fagan
í skyrtu og með bindi, ekki Bob Paisl-
ey!“ Eina sem Fagan lét eftir sér hafa
eftir sigurinn á Arsenal var: „Við spil-
uðum ekki illa."
Watford kom mjög á óvart um hclg-
ina, Graham Taylor stillti upp sjö nýj-
um leikmönnum gcgn Notts County.
„Ég þarf að brcyta liði og leikskipulagt,
ég er með allt annan mannskap í hönd-
unum en í fyrra." Meðalaldur liðsins
gegn Notts var 22 ár. John Barncs átti
stórleik og ensku blöðin segja að Wat-
ford megi þakka fyrir að eiga hann að,
hann geti unnið leiki uppá eigin spýtur.
Þessi 19 ára gamli blökkumaður er tal-
inn líklegur til að leika með enska
landsliðinu gegn Dönum í næstu viku.
Að lokum, um efsta liöið, West
Ham. Þrátt fyrir góða byrjun eru enskir
blaðamenn varkárir í spám sínum um
gengi liðsins. Hópurinn sé ekki nægi-
lega stór og komi upp meiðsli, eigi liðið
eftir að lenda í vandræðum í vetur.
Nánar um leiki helgarinnar f Ehg-
landi á bls. 12. -HB/VS