Þjóðviljinn - 15.10.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Hdgin 15.-16. október 1983
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
' Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
l Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Biaðámenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. i
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. 1
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
ritsCjórnargrcin
I --------------------*-------------------
El Salvador-fundurinn
í þessari viku eru þrjú ár liðin síðan þjóðfrelsisöflin í
E1 Salvador tóku höndum saman og mynduðu breið-
1 fylkingu til að berjast gegn ógnarstjórn hægri aflanna.
Víða um hinn lýðræðislega heim taka menn nú þátt í
samstöðuaðgerðum til stuðnings þjóðfrelsisfylkingunni
í E1 Salvador.
Fyrir fáeinum misserum heimsótti Marianella Garcia
Villas ísland til að kynna okkur þær ógnir og skelfingar,
fangelsanir, fjöldamorð og pyntingar sem hin hægri-
sinnaða ógnarstjórn hefur beitt í E1 Salvador. Marian-
ella var hógvær og skýr, látlaus en einbeittur fulltrúi
mannréttindanefndar í landi sínu. Hún eignaðist vini og
liðsmenn hér á landi. Góðar óskir fylgdu henni við
brottförina.
Síðan liðu nokkrir mánuðir. Pá bárust þær hörmung-
arfréttir um heimsbyggðina að morðsveitir ógnar-
stjórnarinnar hefðu pyntað og drepið Marianellu
Garcia Villas þegar hún var að safna gögnum um mann-
, réttindabrot.
Fyrir nokkrum dögum birtu hin virtu kaþólsku
samtök Pax Christi skýrslu um morðið á Marianellu
Garcia Villas. Par koma fram órækar sannanir um
voðaverk ógnarstjórnarinnar. Vitnisburður Pax Christi
skýrslu um morðið á Marianellu Garcia Villas. Par
koma fram órækar sannanir um voðaverk ógnarstjórn-
arinnar. Vitnisburður Pax Christi sýnir hve brýnt er að
allur hinn siðmenntaði heimur mótmæli framferði
stjórnvalda í E1 Salvador.
í dag efna fjölmörg samtök á íslandi, stjórnmála-
flokkar og ýmiss félög, til fundar í Gamla Bíói. Par
flytur ræðu fulltrúi frá þjóðfrelsisöflunum í E1 Salvador
og sýnd verður kvikmynd um þjóðfélagsbaráttuna í
Mið-Ameríku.
Til fundarins er boðað með ávarpi. Þar segir m.a.:
„Framferði Bandaríkjanna í Mið-Ameríku er ógn-
vænlegt. Jafnframt því sem stjórn Reagan heldur áfram
og eykur hernaðarstuðning sinn við ógnarstjórnina í E1
Salvador hefur hún byrjað stórfellda hernaðarupp-
byggingu á svæðinu, einkum í Hondúras, þaðan sem
hún sendir herflokka úr liði einræðisherrans fyrrver-
andi, Somoza, inn í Nicaragua meðan bandarískur floti
siglir fyrir ströndum við alvæpni og æfir innrás á þau
svæði sem ekki eru þóknanleg Bandaríkjastjórn.
Almenningsálitið í heiminum getur haft úrslitaþýð-|
ingu til að hindra að Bandaríkin leggi í enn meiri að-i
gerðir til að reyna að kæfa í blóði baráttu alþýðu Mið-I
Ameríku fyrir mannsæmandi lífi.
Því skorum við á alla þá sem styðja baráttu alþýðunn-j
ar í Mið-Ameríku og vilja stöðva hernaðaríhlutunj
Bandaríkjanna á svæðinu að koma til liðs við okkur.“
Pjóðviljinn tekur undir þessi orð ávarpsins frá sam-
tökunum sem gangast fyrir fundinum í Gamla Bíói í dag
og hvetur fólk til að sýna samstöðuna í verki með því að
fjölmenna á fundinn.
Morgunblaðið kvartar
aðrir þakklátir
í sérstökum dálki, sem ritstjórar Morgunblaðsinsj
annast daglega, var í gær kvartað yfir því að Pjóðviljinn
væri að flytja fréttir af atburðum og baráttu innan
Sjálfstæðisflokksins. Höfundur þessarar kvörtunar
mun vera Styrmir Gunnarsson en hann hefur lengi
1 kappkostað að beita fréttaþögn til að viðhalda völdum
flokkseigendaklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum.
Fjölmargir óbreyttir félagar í Sjálfstæðisflokknum
hafa hins vegar haft samband við Pjóðviljann og lýst
þakklæti sínu og ánægju yfir að blaðið skuli láta al-
menning vita hvað er að gerast bak við tjöldin í forystu-
ranghölum Sjálfstæðisflokksins. Pjóðviljinn mun því
halda þessari sjálfsögðu fréttaþjónustu áfram. ör.
starf 09 KJör
„Maður er ekki dauður úr öllum æðum, það sýna skattarnir“, sagði Guðrún. Ljósm.-Magnús.
„Marg/r
hafa
minna
en ég“
í þessum mánuði er hátt á
fímmta þúsund íslendingum ætl-
að að lifa af 8.300 krónum á mán-
uði. Þetta eru örorku- og ellilíf-
eyrisþegar, sem ekki hafa annað
fé handa á milli en tekjutryggingu
og lífeyri frá Tryggingastofnun
rtkisins. Og það er þessi hópur,
sem viðmælandi okkar i dag,
Guðrún Guðmundsdóttir, hefur í
huga þegar hún svarar spurning-
unni um afkomu sína þannig að
það hafí það svo margir verra en
hún sjálf.
Guðrún er Vestfirðingur, fædd
í Hælavík, en maður hennar,
Kristófer Jónsson, sem lést árið
1979 var Reykvíkingur og þar
bjuggu þau alla sína búskapartíð.
Guðrún er 65 ára gömul og býr nú
í húsi Sjálfsbjargar við Hátún.12 £
Reykjavík.
Guðrún hefur verið öryrki í 35
ár. „Ég fór svona við barnsburð,
þegar ég átti yngri drenginn minn
29 ára gömul“, sagði hún. „Ég
var meira að segja mállaus í 3
vikur, en það hefði aldrei gengið,
ég var svo ung og hafði líka svo
gaman af að tala, og svo kom
þetta smátt og smátt. En fullan
mátt hef ég aldrei fengið“, segir
hún.
„Ég hef svo miklu meira en
margur hér í húsinu“, segir hún,
þegar hún er spurð um afkom-
una. „Ég fæ nefnilega lífeyri eftir
manninn minn, en hann vann í 46
ár í Hafnarhúsinu og var fastur
starfsmaður Reykjavíkurborgar.
Vegna þessa fæ ég að vísu minna
út úr tryggingastofnun, svo út-
koman er svipuð.“
- Hvað er makalífeyririnn
hár?
„í september voru þetta 8.072
krónur og hér er seðillinn. 2.164
krónur eru dregnar af í skattinn
og útborgað er 5.908 krónur."
- Þú borgar skatta af þessu?
„Já, maður er svo sem maður
með mönnum. Það er hægt að
gleðja sig með því að maður er
ekki dauður úr öllum æðum. Ég
borga 15 þúsund í skatt á þessu
ári og það er tekið beint frá borg-
inni. Mér skilst að Dabba veiti
ekki af og ekki má hann komast á
vonarvöl“, segir Guðrún og hlær
við.
Guðrún
Guðmundsdóttir
fœrll þúsund
ámánuðiílaun
og borgar
15 þúsund
í skatt í ár.
- Hvað með greiðslur frá
Tryggingastofnun?
„Októbergreiðslan er nú ekki
komin en í september voru þetta
um 3 þúsund krónur. Ég vann
aldrei úti, heldur bara á mínu
heimili og þó ég hafi verið öryrki
allan þennan tíma, þá fékk ég
fyrst ororkubætur 1962 þegar það
kom að giftar konur fengju hann
líka. Ég er ekki komin á ellilífeyri
ennþá, en örorkulífeyririnn var
2112 krónur í september, 700
krónur fékk ég í tekjutryggingu
og svo hef ég haft heimilis-
uppbót. En það er búið að taka
hana af mér núna af því ég hef
þetta úr lífeyrissjóðnum.“
- En hvernig er að búa í Há-
túninu?
„Hér er alveg ágætt að vera.
Húsaleigan er lág og miklu lægri
en úti í bæ. Víð borgum 1450
krónur í október fyrir herbergið
með Ijósi og hita. Reyndar er
þetta alltaf að hækka, var 500
krónur þegar ég kom hingað, en
það er kannski ekki húsaleigan
sjálf sem hækkar svona, heldur
hiti og rafmagn.
Ég borða niðri í hádeginu og
þar kostar kjötmáltíðin 65 krónur .
og fiskmáltíðin 55 krónur. Þetta
eru helstu útgjöldin, þegar mað-
ur er orðinn einhleypur, þá hefur
maður ekki mikið umleikis."
- En þú ert með síma og sjón-
varp?
„Já, það verður maður að
borga, því ég fæ ekki niðurfell-
ingu vegna makalífeyrisins. Ég á
systur á Húsavík og bróður á
Akranesi og það sést strax á
reikningnum þegar ég hringi til i
þeirra.“
„Það er eitt sem aldrei er
reiknað með í sambandi við okk-
ur sem erum fötluð, og það er
hvað maður þarf að borga mikið í
bílakostnað. Reyndar er mikill
munur síðan Ferðaþjónustan
kom, það kostar eins og í strætis-
vagn, en það þarf að panta þá
daginn áður. Þeir eru afskaplega
liprir bílstjórarnir og skilja ekki
við fólk fyrr en það er komið al-
veg alla leið. En það er oft erfitt
að ákveða tímann fyrirfram, - ef
maður fer til læknis eða á hár-
greiðslustofu, þá er ekki svo gott
að segja hvenær maður er búinn.
Þá er ekki hægt annað en að taka
leigubíl og eins ef maður' þarf
skyndilega að skreppa, t.d. út í
apótek eftir meðulum.“
- Hvernig finnast þér kjörin
hjá öryrkjum hafa þróast?
„Þau hafa farið versnándi, á
því er enginn vafi. Sérstaklega
finnur maður til þess núna þegar
allt hækkar annað en kaupið. Það
er t.d. geypilega mikill munur á
að kaupa í matinn heldur en í
fyrra, mikill munur.“
- Þú ert samt hress?
„Já, það þýðir ekkert að vera
að barma sér. Þeir hafa aldrei
verið að hlaða undir mig, - mað-
ur hefur alltaf þurft að bjarga sér
eftir bestu getu,og gerir áfram!“
sagði Guðrún Guðmundsdóttir.
-ÁI