Þjóðviljinn - 15.10.1983, Síða 28

Þjóðviljinn - 15.10.1983, Síða 28
moðviuinnX Aðalsími Þjóðviijans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er haegt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Helgin 15.-16. október 1983 Umferðafræðslan í fallöxinni hjá Albert L j ó tt ás tand framiindan Segir Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði í fjárlagafrumvarpi Al- berts Guðmundssonar er gert ráð fyrir talsverðri raunlækkun á fjármunum til fræðslu og upplýsinga- starfsemi í umferðinni. Aðeins eru veittar rúmar 3.7 miljónir kr. í þessu skyni. Umferðarráð verð- ur því að draga stórlega saman seglin á næsta ári. Það eru því yfirgnæf- andi líkur á að á árinu 1984 muni slysum í umferðinni fjölga vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar um samdrátt í fræðslu og upp- lýsingastarfsemi. Þegar siys urðu hlutfallslega fæst á íslandi, árið 1968, var veitt fjármagni í fræðslustarfsemina sem næmi um 9 miljónum króna á núverandi verð- lagi, en Albert Guðmunds- son og ríkisstjórnin ætla aðeins um þriðjungi þess fjár til að koma í veg fyrir umferðarslys. Þjóðviljinn leitaði álits Ola H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðarráðs á þessum málum. Hann sagði m.a.: - Það er augljóst að með aukinni fræðslu fækkar slysum og dregur fjölda þeirra sem tína lífinu í um- ferðarslysum. Auk þess hefur aukin umferðarfræðsla í för með sér verulegan sparnað fyrir ríkið, þareð fræðslustarfsemin fækkar slysum og dregur þannig úr kostn- aði við sjúkrahús og heilbrigðis- þjóhustu. Engu að síður er ákveðið „í sparnaðarskyni" að minnka fjárframlög til fræðslustarfsem- innar, - sagði Óli H. Þórðarson. Óli sagði einnig, að Umferðar- ráð hefði föst verkefni, sem ekki væri hægt að sleppa. „Við rekum skólann Ungir vegfarendur og ekki er hægt að leggja hann niður. Þess vegna er hætt við, að það sem um- fram hefur verið gert á þessu ári verði úr sögunni komi ekki aukinn skilningur fjárveitingavaldsins til, sem ég vonast til,“ sagði Óli H. Þórðarson. „Þessi raunhækkun þýðir náttúr- lega að við gerum mun minna á árinu 1984 en á árinu 1983. Þannig hefur t.d. prentkostnaður hækkað um 100% á milli ára - og verulegur Þegar umferðarslys urðu fæst á íslandi árið 1968 var veitt sem nemur 9 miijónum króna til fræðslunnar. Með fjárlagafrumvarpi Alberts árið 1984 verða það 3.7 miljónir. hlutiafokkarfjárveitinguhefirfar- og pólitískan vilja," sagði Óli H. ið í prentkostnað. Svo það er ljótt Þórðarson framkvæmdastjóri Um- ástand framundan, ef ekki rætist ferðarráðs að lokum. úr. Þetta er spuming um peninga - óg Borgarstjórnaríhaldið beitir flokkshagsmunum í BUR Eimreiðargæðingurinn ráðinn Nú er komið í Ijós að tilangur borgarstjórnaríhaldsins með hinum svokölluðu „skipulags- breytingum“ á yfirstjórn BUR var aðgera flokksgæðinginn Brynjólf Bjarnason frá Al- menna bókafélaginu að for- stjóra útgerðarinnar og fisk- vinnslufyrirtækisins. Sjálfstæðismenn í útgerðarráði samþykktu í gær að ráða Brynjólf en hann hefur um áraraðir verið í fremstu röð yngri manna innan Sjálfstæðisflokksins sem hafa mót- mælt rekstri opinberra fyrirtækja. Brynjólfur Bjarnason er í hinni frægu Eimreiðarklíku ungra íhaldsmanna ásamt Davíð Odds- syni borgarstjóra og Þorsteini Pálssyni sem nú keppir að því að verða formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég skil þetta ekki, ” segir Einar Sveinsson sem nú var sparkað eftir 8 ára starf mm Einar Sveinsson: „Ég skil þetta ekki. Ef þetta á að vera vitnisburð- ur um að ég hafl ekki staðið mig í starfí þá hlýtur eitthvað annað að liggja þarna að baki en starfsmat“. Með þessari ákvörðun er borg- arstjórnaríhaldið að reka úr starfi tvo forstjóra BÚR: Einar Sveins- son, sem stjórnað hefur BÚR í átta ár, og Björgvin Guðmundsson. „Þessi afgreiðsla útgerðarráðs kemur mér mjög á óvart. Mér er alveg ómögulegt að skilja þetta. Ef þetta á að vera vitnisburður um að ég hafi ekki staðið mig í starfi, þá hlýtur eitthvað annað að liggja þarna að baki en starfsmat", sagði Einar Sveinsson í samtali við Þjóð- viljann í gær en fyrir fund Útgerð- arráðs í gær voru lagðar fram und- irskriftir 155 starfsmanna BÚR með stuðningsyfirlýsingu við Ein- ar. „Það er greinilega ekkert tillit tekið til álits þessa fólks, en mér þykir afskaplega vænt um þennan stuðning. Hann er mér meira virði en það hvernig atkvæði féllu í út- gerðarráði.“ Heldur þú að hér hafí verið um fyrirfram ákveðið sjónarspil að ræða? „Það var sérkennilegt að þegar skipulagsbreytingarnar voru lagð- ar fram, þá skiptust menn upp í pólitískar fylkingar í stað þess að leggja mat á þá hluti og mér sýnist áframhaldið hafa verið í sama dúr.“ Einar sagði að hann hefði verið í góðri trú um að vera fastur starfs- maður borgarinnar og hefði bréf um slíkt frá fyrrverandi borgar- stjóra. „Núverandi stjórnendur líta öðrum augum á það mál en það á væntanlegáeftir að reyna á það“, sagði Einar að lokum. 1 bókum sem fulltrúar minni- hlutans í útgerðarráði lögðu fram í gær segir að nú sé komið í ljós að hið raunverulega markmið með skipulagsbreytingunum „er að víkja úr starfi tveim mönnum, sem unnið hafa fyrir fyrirtækið gott starf af samviskusemi, trúmennsku og dugnaði til að rýma sæti fyrir pólitískt vel þóknanlegan fram- kvæmdastjora bókafélags, sem ekki er kunnugt um, að hafi neina þekkingu á útgerð eða fiskvinnslu. Við fulltrúar minnihluta útgerðar- ráðs fordæmum þessi vinnubrögð sem við teljum, að muni stórskaða fyrirtækið og höfnum alfarið að taka þátt í skrípaatkvæðagreiðslu.“ Góður árangur Þjóðviljans í september 30% aukning lausasölunnar Mikil aukning hefur orðið á iausasölu Þjóðvilj- ans síðustu vikurnar og þær upplýsingar fengust á afgreiðslu blaðsins að hún hcfði aukist um amk. 30% f septembermánuði síðast liðnum. - Eftir helgina liggja fyrir tölur úr 1. lotu áskriftarher- ) ferðar Þjóðviljans sem stóð yfír síðustu 10 dagana í septembermánuði. Bráðabirgðatölur sýna að fleiri hundruð áskrifendur hafa bæst við og stöðugt ber- ast blaðinu nýjar áskriftir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.