Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. október 1983
Mýrasýsla
Nautpeningi
fjölgar
Árið 1981 voru nautgripir í
Mýrarsýslu 2358 en 1982 2504.
Hefur þeim þannig fjölgað um
146. Sauðfénu hefur hinsvegar
fækkað í sýslunni. Árið 1981 var
það 33.764 kindur en 1982 31.586
eða 2178 kindum færra. Hrossin
voru 2413 1981 en 2452 1983 og
hefur þeim fjölgað lítillega eða
um 39.
Svínabúskapurinn er ekki stór í
sniðum en hann hvorki færist í
aukanna né minnkar, 24 svín
hvort árið. Hænsnin eru á undan-
haldi. Árið 1981 voru þau 2306 en
komin niður í 1884 1982. Fækk-
unin nemur 422 fuglum og er
nokkuð mikið af ekki stærri
stofni.
Þurrheyskapurinn er allmiklu
meiri 1982 en 1981. Fyrra árið var
hann 101.612 rúmm. en 117.973
rúmm. 1982. Hefur þannig vaxið
um 16.361 rúmm. Votheysgerð
hefureinnig aukist ofurlítið. Arið
1981 nam hún 5574 rúmm. en
1982 5751 rúmm., aukningin 177
rúmm. Kartöfluuppskeran hefur
minnkað um meira en helming.
Árið 1981 var hún 572 hektókg,
en 1982 aðeins 269 hektókg. í
Mýrarsýslu finnst ekki nokkurt
rófustýri.
-mhg
Tikkanen
Viö byggjum tónlistarhús
til að geta lifað
menningarlífi
í þessu landi,
segir
Jón Þórarinsson
tónskáld.
Hér í Reykjavík hefur aldrei
verið byggt hús sem ætlað var
sérstaklega til tónlistarflutn-
ings nema gamli Hljóm-
skálinn. Tónlistinni hefur verið
smeygt inn með annarri starf-
semi, og þótt sum þau hús
sem hér hafa verið notuð til
tónleikahalds hafi verið viðun-
andi, þá eru þau nú orðin of
lítil og Sinfóníuhljómsveitin,
sem er sá grunnur sem tón-
listarflutningurinn hér byggir
á, má teljast heimilislaus.
Þess vegna byggjum við tón-
listarhús í Reykjavík, sagði
Jón Þórarinsson tónskáld er
við inntum hann eftir þeim
samtökum um byggingu tón-
listarhúss í Reykjavík, sem
héldu stofnfund sinn um síð-
ustu helgi.
- Ef spurt er hvers vegna sé
þörf á þessu húsi, þá má alveg
eins spyrja hvers vegna sé þörf á
menningarstarfsemi yfirleitt. Við
viljum lifa menningarlífi í þessu
landi og ég lít svo á að allt okkar
efnahagsbrölt stefni endanlega
að því að svo megi verða, þess
vegna byggjum við tónlistarhús.
- Hvernig varð þessi hugmynd,
til?
- Þessi hugmynd hefur
blundað lengi með mönnum. En
hún fékk byr undir vængi í vor
þegar Ármann Örn Ármannsson
skrifaði grein um þetta mál í
Morgunblaðið. Ég og fleiri töld-
um að úr því maður sem starfaði í
byggingariðnaði sæi grundvöll
fyrir þessu, þá hlyti hann að vera
um 1800 einstaklingar auk 13 fé-
laga og sambanda sem flest eru
samtök listamanna og tónlistar-
manna.
Á fundinum gerðist sá ánægju-
legi atburður, að þar steig upp
Gunnar Guðjónsson skipamiðl-
ari og tilkynnti að hann myndi
færa samtökunum rúmlega hálfa
miljón króna að gjöf, sem eru arf-
ur frá föður hans Guðjóni Sig-
urðssyni, sem dó 1915. Guðjón
Sigurðsson hafði lagt svo til í
erfðaskrá sinni að arfur þessi
skyldi renna til þess að styðja
; tónlistarflutning hér á landi. Þá
! gerðist það einnig að einn af
i stofnfélögum greiddi árgjald til
' félagsins með 10.000 krónum í
! stað 200 sem er lágmarksárgjald
j félaga.
- Hvað er talið að tónlistarhús
muni kosta?
- Pað er undir ýmsu komið, en
lauslegar áætlanir frá því í vor
hljóða upp á 140 miljón krónur.
- Verður húsið eingöngu notað
til hljómleikahalds?
- Já, húsið mun fyrst og fremst
verða ætlað til hljómleikahalds.:
Ekki bara fyrir sígilda tónlist,
heldur líka fyrir popptónlist,
djass, þjóðlagaflutning og hvað
eina. Þá hefur einnig verið rætt
um möguleikann á að sameina í
húsinu einnig aðstöðu fyrir ráð-
stefnuhald, og höfum við haft
samráð við fulltrúa Ferðamála-
ráðs af þeim sökum. Þá mun það
einnig ráðast af staðarvali hvaða
starfsemi verður í húsinu, t.d.
hvort þörf verður á veitingasölu
o.s.frv.
- Hvert verður næsta skrefið í
þessu máli?
- Það verður fulltrúaráðsfund-
ur 30. október. Þá verður kosin
stjórn samtakanna og síðan mun
hún taka við.
Með byggingu tónlistarhúss
erum við að gera það sama fyrir
tónlistina í landinu eins og gert
var fyrir leiklistina með byggingu
Þjóðleikhússins fyrir nærri 50
árum, sagði Jón Þórarinsson tón-
skáld að lokum. ólg.
Með byggingu tónlistarhúss erum við að gera það sama fyrir tón-
listina í þessu landi og gert var fyrir leiklistina með byggingu
Þjóðleikhúss fyrir nærri 50 árum, segir Jón Þórarinsson.
fyrir hendi. Við kölluðum saman
undirbúningsnefnd, sem haldinn
var eftir flutning á 9. sinfóníu
Beethovens í júní, og þar var á-
kveðið að kalla saman stofnfund
að samtökum. Fram að stofn-
fundinum störfuðu síðan 4 undir-
nefndir, og var þeirra starf lagt
fyrir stofnfundinn. Þessar undir-
nefndir höfðu fjallað um afmörk-
uð mál eins og staðarval, hvernig
húsið ætti að vera búið, hvaða
leiðir væru til fjáröflunar og síðan
átti ein nefndin að sjá um kynn-
ingarstarf.
- Hvað gerðist á stofnfundin-
um?
- Hann var fjölsóttur og voru
samtökin formlega stofnuð og
kosið 36 manna fulltrúaráð er
stjórna mun samtökunum þar til
stjórn verður kosin á fulltrúa-
ráðsfundi hinn 30. okt. n.k. Fé-
lagar í samtökunum eru nú orðnir
í þúsund metra hæð getur maður
ekki einu sinni séð úr farþega-
flugvél hvort landið sem maður
flýgur yfir er kommúnískt.
Nemendur, sem útskrifuðust frá Iðnskólanum fyrir 40 árum síðan færðu Iðnskólanum að gjöf málverk af elsta kennara
skólans Sigurði Skúlasyni magister, en um þessar mundir eru 50 ár liðin síðan hann hóf kennslu í Iðnskólanum. Málverkið af
Sigurði gerði Eiríkur Smith listmálari. Myndin hér að ofan er tekin sl. föstudag þegar gjöfín var afhent. Ljósm. -eik-.