Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 7
Fimmtudagur 20. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Kristín S. Kvaran: Fólkið kaus ekki þessa stefnu Þá er mér spurn: Hver kaus yfir sig þessa stjórnarstefnu, sem for- sætisráðherra mælti fyrir hér áðan? Svarið er einfalt og skýrt: Enginn. Vegna þess að enginn heyrði stjórnarliðana segja frá því á kosn- ingafundum að þeir hygðust, fengju þeir aðstöðu, beita þeim gerræðislegu vinnubrögðum og að- ferðum sem dunið hafa yfir frá valdatöku þessarar stjórnar. Ég reikna aftur á móti með því að almenningur hafi kosið þessa menn í góðri trú, trú á það að þeir ætluðu sér að framfylgja þeirri stefnu sem þeir lofuðu fyrir kosn- ingar. Það er lykilatriði, að fólk fái að vita um það fyrirfram, hvaða stefna og hvaða stjórn það er sem það er að kjósa sér til handa. Guðmundur Einarsson: Fólkið er að vakna Það er þess virði að velta fyrir sér hver hefðu orðið viðbrögð ýmissa fjölmiðla og félagasamtaka ef öðruvísi ríkisstjórn hefði með lögum nauðbeygt atvinnurekendur í landinu til að greiða fjórðungs launahækkun og fyrirskipað að fjármagna hana með aðhaldi í rek- stri. Það hefði líklega heyrst hljóð úr horni. En nú er fólk að vakna til vitund- ar um blekkinguna. Það er nú að vakna til vitundar um hina dólgs- legu sviptingu réttinda og lífskjara. Það er að vakna til vitundar um að ekki örlar áseinna verkefninu, þ.e. að gera breytingar á efnahags- kerfinu og stjórn þess. Nýsköpun- arhugmyndir ríkisstjórnarinnar voru nefnilega eins og nýju fötin keisarans. Margrét Frímannsdóttir: Heimilis- reikningur einstæðrar móður Ég hef aðgang að heimilisreikn- ingi ungrar einstæðrar móður með tvö börn á framfæri. Tekjur hennar á mánuði eru alls 15.500 kr. og út- gjöldin fyrir brýnustu nauðsynjum eru 13.500 kr. Eftir eru þá aðeins um 2.000 kr. sem hún hefur til ráð- stöfunar, nt.a. til að kaupa föt á börnin og sjálfa sig. Inni í heimilisreikningi þessarar konu er ekki rekstur á bíl, ekki einu sinni á sparneytnum bíl, né heldur neitt annað það sem ríkis- stjórnin er búin að dæma sem bruðl hjá almenningi, miðað við þær tekjur sem fólki eru skammtaðar. Forsætisráðherra sem sagði nýver- ið á fundi að hann sjálfur taki á sig ábyrgðina á aðgerðum ríkisstjórn- arinnar í kjaramálum þykir þetta dæmi e.t.v. ótrúlegt. En hann gæti vissulega fengið nafn þessarar konu og auðvitað heimilisfangið. 1. desember-kosningar í Háskólanum í kvöld er umræðuefni sem Félag vinstri manna býður upp á „Hnífurinn er á lofti, - námslánin eru skert, samningsrétturinn er afnuminn, kjarabarátta er bönnuð með lögum, lög um námslán eru hundsuð. Við erum kölluð sjálfstæð þjóð á sama tíma og við gerum smánarsamning við erlendan auðhring og tryggjum erlent herveldi æ fastar í sessi hérlendis, varðhund auðvaldsins. Það er ekki nema von að menn setjist niður og spyrji hvort sjálfstæði sé eitthvað ofan á brauð,“ sagði Jón Gunnar Grjetarsson einn fram- bjóðenda á lista vinstri manna við 1. desember kosningar í Háskóla íslands sem fram fara í kvöld. Framboðs- og kjörfundur hefst kl. 20.00 í Félagsstofnun stúdenta og stendur til miðnættis. Tveir list- ar eru í framboði, Vinstri menn bjóða upp á umræðu um Sjálfstæð- ið og brauðið, sem áður sagði, og Vaka vill ræða um „frið, frelsi og mannréttindi.“ „Sá raunveruleiki að íslendingar urðu fullvalda þjóð 1. desember 1918, gerði ráð fyrir því, að þeir hefðu þau kjör er gerðu þeini kleift að hafa til hnífs og skeiðar. Engu að síður blasir sú staðreynd við, að þeir stjórnmálaflokkar sem kenna sig við frelsið og manndáðina, kreppa þannig að alþýðu þessa lands, að bæði sjálfstæði þjóðar- innar og vissu manna um daglegt brauð er stefnt í voða. Lagaá- kvæðum er dembt yfir þjóðina af fáeinunt dekurdrengjum sem með þótta þeirra laga, ganga þvert á grundvallarfrelsi hvers íslensks manns, er berast í brauðstritinu“, sagði Jón Gunnar í samtali í gær. Gumaö af á tyllidögum Hann sagði að FVM sæi fulla ástæðu til að taka þessi mál til um- ræðu og spyrja hvort sjálfstæði þjóðarinnar væri einungis eitthvað til að guma af á tyllidögum, en í reynd væri troðið á mannréttindum og frelsi alþýðunnar. Verið væri að gera aðför að helsta baráttumáli verkalýðshreyfingarinnar um jafn- an rétt allra til náms, með stór- skerðingu námslána, og því væri brýn þörf á samstöðu námsmanna og verkalýðs um þessi hagsmuna- mál. Ekki mætti heldur gleyma friðarbaráttunni og sjálfstæði landsins í þeirn efnum. Það er greinilegt að haustið er heitt á öllum vígstöðvum, því getur eng- inn neitað, og því er brýnt að okkur verði veitt brautargengi í kosning- unurn í kvöld til að ræða þessi mál og upplýsa tvískinnung auðvald- sins um sjálfstæðið, sagði Jón Gunnar. Kjör- og framboðsfundur hefst í Félagsstofnun stúdenta v/ Hringbraut kl. 20.00 í kvöld og stendur til miðnættis. - Ig- Jón Gunnar: Vinstri menn mega ekki láta sig vanta við kosninguna í kvöld. Mynd - eik. „Sjálfstæði ofan á brau eitthvað Líf og land gangast fyrir ráðstefnu að Hótel Borg á laugardag ísland og Mðarumræðan Með þessari ráðstefnu viljum við skoða, hvernig ísland teng- ist þeirri umræðu um friðarmál og afvopnun, sem átt hefur sér stað í Evrópu og Bandaríkjun- um á síðustu árum, sagði Gunn- ar Gunnarsson starfsmaður Öryggismálanefndar og einn af aðstandendum ráðstefnunnar ísland og friÖarumrœÖan sem samtökin Líf og land boða til á Hótel Borg nú á laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 að morgni með fyrirlestrum, sem eiga að vera upplýsandi um hina ein- stöku þætti þessa máls. Gunnar Kristjánsson prestur að Reynivöllum í Kjós mun fjalla um friðarhreyfingar samtímans, Sig- urður Björnsson læknir mun fjalla um áhrif kjarnorkugeislunar á heilsufar og hugsanlegar afleiðing- ar kjarnorkustyrjaldar, Ágúst Valfelís verkfræðingur mun rekja sögu vígbúnaðarkapphlaupsins, Albert Jónsson stjórnmálafræðing- ur mun fjalla um ógnarjafnvægið og Gunnar Gunnarsson stjórnmálafræðingur mun fjalla um vandamál afvopnunar og Þórður Ægir Óskarsson stjórnmálafræð- ingur mun fjalla um hugmyndir um stöðvun vígbúnaðarkapphlaups- ins. Annar hluti ráðstefnunnar hefst kl. 13.00 með ávarpi utanríkisráð- herra, Geirs Hallgrímssonar, og mun hann jafnframt svara fyrir- spurnum. Síðan munu fulltrúar þeirra sam- taka er hafa frið, afvopnun og ör- yggismál á dagskrá sinni sitja fyrir svörum, auk fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna. Munu þau Margrét Heinreksdóttir og Bogi Ágústsson fréttamenn og Gunnar Gunnarsson varpa spurningum til friðarsamtákanna en spyrjendur fulltrúa stjórnmálaflokkanna verða þeir Magnús Torfi Ólafsson, Kjartan Ragnarsson, Þórður Harðarson og Gunnar Kristjáns- , son. Sagði Gunnar Gunnarsson að markmiðið með þessum yfir- heyrslum væri að fá fram yfirlit yfir þá pólitísku vídd sem væri hér fyrir hendi varðandi þessi mál með því að kalla til fulltrúa stjórnvalda, stjórnmálaflokkanna og svo hinna sjálfstæðu friðarhópa. Þeir hópar og samtök sem eiga munu fulltrúa á ráðstefnunni eru Samtök herstöðvaandstæðinga, Happdrætti Hjartaverndar Dregið hefur verið í Happdrætt: Hjartaverndar og má vitja vinn- inga á skrifstofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3. hæð. Vinningar féllu þannig: 1. Tredia 1600 GLX á miða nr. 57203. 2. Greiðsla upp í íbúð kr. 300 þúsund á miða nr. 48274. 3. Greiðsla upp í íbúð kr. 200 þúsund á miða nr. 65498. 4. Kanadískur snjósleði að verðmæti kr. 160 þúsund á miða nr. 31017. 5.-12. 8 utanlandsferðir hver á kr. 20 þúsund á miða nr. 12203,22839,51724,71406,75504, 106192, 134101 og 146589. Varðberg, Friðarhreyfing ís- lenskra kvenna, Friðarsamtök listamanna, Friðarhreyfing fram- haldsskólanema, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá og Þjóðkirkjan. Ráðstefnunni lýkur síðan með pallborðsumræðum, þar sem full- trúar friðarhópanna skiptast á skoðunum. í tilefni ráðstefnunnar hefur Atli Nú fer í hönd vetrarstarf Nor- ræna sumarháskólans. Boðið er upp á eftirfarandi námscfni i hóp- um: 1. Blaðamennska. 2. Framtíð vinnunnar. 3. Unglingamcnning. 4. Tónlist og tækni. 5. Afvopnun. 6. Semiotik og kultur. 7. Hagfræði. 8. Félagsleg samhjálp. Starf Norræna sumarháskólans Heimir Sveinsson tónskáld samið lag við ljóð eftir Pablo Neruda, og verður það frumflutt á undan ávarpi utanríkisráðherra. Erindi þau, sem flutt verða á ráðstefnunni verða gefin út sam- dægurs hjá ísafoldarprentsmiðju. Ráðstefnan er opin öllu áhuga- fólki um afvopnun og friðarmál. ólg. miðar að því að fylgjast með rann- sóknum og fræðistörfum á Norður- löndum og samtengja vísindi, sem áður hafa verið aðskilin vegna hefðbundinna marka einstakra vís- indagreina. Kynningarfundur verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld kl. 17.30. Þátttaka í starfi NSH er öllum opin. Bókari Sementsverksmiöja ríkisins óskar aö ráða starfsmann á skrifstofu verksmiöjunnar á Akranesi. Reynsla viö bókhaldsstörf áskilin. Umsóknir berist verksmiðjunni fyrir 28. októ- ber nk. Sementsverksmiðja ríkisins. Norræni sumarháskólinn Kynningarfundur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.