Þjóðviljinn - 20.10.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. október 1983’ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ / dag - / dag - í dag Alþýðubandalagið Akureyri Almennur félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 20. október kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1) Kosning fulltrúa á Landsfund; 2) Kynning á tillögum laga- og skipulagsnefndar flokksins; 3) Undirbúningur fyrir Landsfund; 4) Vetrarstarfið; 5) Önnur mál. - Mætið vel og stundvíslega. - Stjórn- in. ABR - Starfshópur um húsnæðismál Næsti fundur í hópnum verður fimmtudaginn 20. október að Hverfis- götu 105, kl. 20.30. - Hópurinn. . ABR Starfshópur um utanríkismál Fundur verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Olafur Ragnar mætir á fundinn og hefur framsögu um utanríkismálin. Áhugamenn hvattir til að mæta. - Hópurinn. / dag - í dag - / dag Viðtalstímar borgarfulltrúa ABR Borgarfulltrúar ABR munu næstu laugardaga á milli kl. 11 og 12 verða til viðtals í flokksmiðstöð- inni að Hverfisgötu 105. Næsta laugardag, 22. október, mun Guðmundur Þ. Jónsson verða til viðtals. Síðan verða viðtalstímarnir sem hér segir: Laugardaginn 29. október Adda Bára Sigfús- dótfir. Laugardaginn 5. nóvember Guðrún Á- gústsdóttir. Laugardaginn 12. nóvember Sigur- jón Pétursson. Borgarbúar eru eindregið hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu og koma spurn- ingum um borgarmálefni á framfæri við borgar - fulltrúa Alþýðubandalagsins. - ABR Guðmundur Þ. Jónsson er til við- tals á laugardag kl. 11-12 að Hverfis- götu 105. Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn mánudag- inn 24. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3. Kosning fulltrúa á lands- fund Alþýðubandalagsins. 4. Vetrarstarfið. 5. Önnur mál. - Félagar fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. október að Bergi (Vesturströnd 10) kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundar- störf. Geir Gunnarsson og Elsa Kristjánsdóttir koma á fundinn. Fé- lagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið sunnan heiða á Snæfellsnesi Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 20 að Stað- astað. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga; 2. Tillaga laganefndar að félagslögum; 3. Venjuleg aðalfundarstörf; 4. Kosning fulltrúa á lands- fund AB; 5. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs, - Mætið vel og stundvíslega, - pönnukökur með kaffinu! - Stjórnin. ÁRÍÐANDI ORÐSENDING til styrktarmanna Alþýðubandalagsins Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseöla eru vinsam- legast beðnir að gera skil sem allra fyrst. Alþýðubandalagið í Reykjavík Skuldar þú árgjaldið? Stjórn ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að greiða þau sem fyrst. Stöndum í skilum og eflum starf ABR. Félagsbréf ABR Fyrsta félagsbréf vetrarins hefur verið sent til félagsmanna ABR. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið bréfið eru hvattir til að snúa sér til skrifstofu ABR. - Stjórn ABR. jte Námsvist í - Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skóla- vist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskólaárið 1984-85. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. desember 1983 og fylgi staðfest afrit prófskír- teina ásamt meðmælum. - Umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. október 1983. Engil- saxnesku króníkumar The Anglo-Saxon Chronicles. Translated and collatd by Anne Sa- vage. Phoebe Philips/Heinemann 1982. Handritin að Engil-saxnesku króníkunni eru sjö auk tveggja brota. Króníkan hefst með frá- sögnum af atburðum á Bretlands- eyjum fyrir komu Rómerja til landsins, samantekt króníkunnar hófst á 9. öld og var haldið áfram þar til öld eftir orrustuna við Stafnfurðubryggjur, Hastings. Samantektin hófst þegar England var enn skipt upp í nokkur kon- ungsríki, latínan var þá mál hinna skriftlærðu, eða klerkanna. Krón- íkan var rituð á engilsaxnesku, sem var þá fremur óvenjulegt, frskir annálar og fyrstu rússnesku krón- íkurnar voru ritaðar á móðurmá- linu um þetta leyti. Króníkan nær fram á miðja 12. öld og þótt latínu- notkun hæfist aftur í auknum mæli á Englandi eftir valdatöku Nor- manna, þá var króníkan áfram skrifuð á móðurmálinu. Á níundu öldinni hafði latínu- kunnáttu farið aftur á Englandi og því var nauðsynlegt að nota móð- urmálið sem ritmál. Þýðing fræði- rita á forn-ensku og notkun þess máls sem ritmálsm, hafði ekki litla þýðingu fyrir þróun enskunnar. Menn vita ekki ástæðuna fyrir því að tekið var að setja saman króníkuna. Alfred konungur, sem ríkti 871-899 átti frumkvæði að þýðingum á ensku og var hvata- maður að aukinni fræðslu, en þess er hvergi getið að hann hafi átt nokkurn hlut að samantekt króník- unnar. Talið er að munkar ef til vill í Winchester hafi tekið að rita ann- ála á ensku. Annállinn hefst með fæðingu Krists. Þeir notuðu fyrri tíma heimildir svo sem Kirkjusögu Beda. Þessi iðja var stunduð í nokkrum klaustrum. Króníkurnar eru fjórar og þrjú handrit voru skrifuð eftir þeim og tvö brot. Það má vel vera að fleiri handrit hafi verið til að króníkunni, en þau eru glötuð. Vegna fjölda handrita, nefna höfundar þessa samræmda texta sem hér er gefinn út, Engil- saxnesku króníkurnar- í flt. en oft- ast er eint. notuð. Stjórnmál og stjórn landa og Iandshluta er mjög umfjallaður í króníkunum, en þar er einnig að finna frásagnir um nærtækari efni, sem snertu höfundana beint. Frá- sagnir um atburði í næsta nágrenni eða í klaustri höfundar eða hö- funda glæða króníkuna lífi, lýsing- ar á hörðum vetri, slæmri uppskeru eða frásögn af leigu landskika tengja frásögnina samtíðinni. Utgefendur fella króníkurnar saman í einn heildartexta. Málfarið hefur verið sniðið að nútíma notk- un máls. í bókarlok er bóksskrá um hesltu Iykilverkum króníkuna. Mikill fjöldi mynda er prentaður í texta og ýtarlegar skýringar fylgja. Þetta er mjög smekklega útgefin bók, fagurlega skreytt samtíma myndum og bókaskrauti. Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum í ( { FÖRUM VARLEGA! SÖLUSKATTUR Viöurlög falla á söluskatt fyrir september mánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður- lögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið, 17. október 1983. Siglufjarðarbær óskar eftir að ráða fólk til eftirtalinna starfa: 1. Starfsmaður við Sundhöll Siglufjarðar. Vinna hefjist um miðjan nóvember n.k. Um- sóknarfrestur til 5. nóv. n.k. 2. Skrifstofumaður við bókhaldsdeild á bæjarskrifstofum. Vinna hefjist um miðjan desember n.k. Umsóknarfrestur til 15. nóv. Laun eru greidd samkvæmt samningum Starfsmannafélags Siglufjarðar. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarstjórinn á Siglufirði. •, Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711 ÆFAB Landsþing ÆFAB Æskulýðsfylking AB heldur landsþing sitt helgina 22.-23. októ- ber að Hverfisgötu 105. Höfuðverkefni þingsins er að ræða um starf ÆFAB að friðarmálum og um baráttuna gegn ríkis- stjórninni og fyrir sósíalisma. Störf landsþingsins munu að verulegu leyti fara fram í starfshópum. Landsþingið er opið öllum félögum ÆFAB. Auk þess er flokksmönnum AB og stuðningsmönnum flokksins heimilt að sitja þingið með málfrelsi og tillögurétti. Dagskrá Laugardagur 22. okt. 10:30 Setning, kosning starfsmanna þingsins o.fl. 11:00 Skýrsla fráfarandi stjórnar. Reikningar samtakanna. Umræður umstarfiðáliðnuári. 12:00 Matarhlé (snari á staðnum). 13:00 Inngangserindifyrir hópstarf: a) Skipulagsmál, starfsáætlun; b) Almenn stjórnmálaályktun; c) Utanríkis- og friðarmál; Framsögurfyriröðrum tillögum. 14:00 Hópstarf: Áætlað er að hafa þrjá meginhóþa (sbr. a, b og c hér áöur) en þeir munu síðan skipta sér upp í undirhópa eftir efnum og ástæðum. 18:30 Hópstarfi frestað. 20:30 Samverukvöld. Sunnudagur 23. okt. 10:30 Framhaldið hópstarfi. 13:00 Matarhlé (snarl á staðnum). 14:00 Ávarp:SvavarGestsson, formaðurAbl. Hópar kynnatillögursínar. Umræöur. Afgreiðslamála. 17:00 Kosning nýrrar stjórnar. Þingslit. Tímasetningar eru bara rammi. Þær geta breyst. Tillögur verða ekki teknar til afgreiðslu á þinginu, nema þær séu kynntar á laugardeginum eða/og hafi verið ræddar í hópum. Tillögur um breytingar á reglugerð um ÆFAB hafa verið kynntar í fréttabréfi samtakanna. Ath.:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.