Þjóðviljinn - 28.10.1983, Side 3
Föstudagur 28. október 1983 ÞJÓÐVILJINN SÍÐÁ 3
Þorsteinn Einarsson við Kolbeinshaus norðan við Skúlagötuna. Á innfeldu myndinni sést vcl hið fjöruga fuglalíf á Kolbeinshausnum. Myndir: Magn-
ús og eik (sú innfeilda).
sagði Þorsteinn Einarsson
fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins í
samtali við Þjóðviljann, en
hann ereinn fjölmargra áhuga-
manna um fugla sem hefur
eitthvað við það að athuga ef
Kolbeinshaus verður kaffærður
í malbiki.
Eins og Þjóðviljinn greindi frá í
gær hafa komið fram hugmyndir
um að hlaða nýjan Kolbeinshaus í
uppfyllingunni undir hraðbrautar-
stæðið sem þar á að koma sam-
kvæmt skipulagshugmyndum
borgaryfirvalda.
„Það munu vera um 30 ár síðan
við dr. Finnur Guðmundsson
fuglafræðingar og fleiri hófum taln-
ingu fugla á fjörum landsins. Þessi
talning fer fram sunnudag næstan
sólhvörfum ár hvert. Við talningu
árið 1978 töldust hvorki meira né
minna en 7000 fuglar í fjörunum frá
Granda og austur að Elliðavogi.
Tegundirnar voru 18 talsins. Allur
þessi aragrúi fugla, sem þarna er
talinn um hávetur, en þeir eru ef-
laust fleiri á öðrum árstímum, hef-
ur ákaflega fáa griðastaði á þessari
strandlengju. A öllu fyrrgreindu
svæði eru það aðeins hafnargarð-
arnir, Kolbeinshaus og Skarfa-
klettur á Laugarnestanga", sagði
Þorsteinn ennfremur.
-v.
Kolbeinshausinn
Grið-
land
fugla
Búið að
eyðileggja
Grafarvoginn og
Elliðavoginn,
segir Þorsteinn
Einarsson, fyrrv.
íþróttafull-
trúi ríkisins.
„Sjónarmið okkar fuglafrið-
unarmanna er einfaldlega að
sjá til þess að reynt verði að
bæta fyrir þau spjöll sem fram-
kvæmdir skipulagsmannanna
valda. Á örfáum árum er búið
að eyðileggja bæði Elliðavog-
inn og Grafarvoginn sem griða-
staði fugla og nú er í bígerð 3ja
atlagan að hvíldar- og ætistað
þeirra, Kolbeinshausnum",
Ályktun mótmælafundarins afhent hermanni í bandaríska sendiráðinu.
Útifundur við bandaríska sendiráðið:
Innrás mótmælt
í gær var haldinn fundur fyrir
framan bandaríska sendiráðið við
Laufásveg til þess að mótmæla
innrás Bandaríkjanna í Grenada.
Fundinn sóttu 2-3 hundruð manns,
og var á fundinum samþykkt eftir-
farandi ályktun sem afhent var
fulltrúum sendiráðsins. í ályktun-
inni segir meðal annars:
Bandaríkjastjórn hefur frá upp-
hafi slegið á útrétta hönd stjórnar
Grenada og neitað að aðstoða við
uppbyggingu landsins. Þessi fjand-
skapur kom berlega í ljós í ág-
ústmánuði árið 1981 þegar haldn-
ar voru flotaæfingar í Karibíska
hafinu, sem bersýnilega gerðu ráð
fyrir innrás á eyjuna. Þessi æfing er
nú orðin að raunveruleika.
Alþjóðlegur flugvöllur, sem ver-
ið er að gera á Grenada með aðstoð
kúbanskra verkamanna og með
fjárhagsaðstoð fjölmargra annarra
þjóða, m.a. Efnahag^hgndalags-
þjóða, hefur í lygaáróori banda-
rískra stjórnvalda verið gerður að
kúbanskri herstöð sem ógni öryggi
Bandaríkjanna. Flugvöllur þessi er
hins vegar nauðsynlegur til þess að
byggja upp ferðamannaiðnað á
eyjunni og er síst of stór miðað við
þörfina...
Við vörum bandarísk stjórnvöld
alvarlega við því að nota þess árás
sem stökkpall fyrir frekari ofbeld-
isaðgerðir í þessum heimshluta.
Eins og Grenadamenn, sem börð-
ust lengi við ofurefli bandarískra
dáta, munu Nicaraguamenn og
skæruliðar í E1 Salvador og Guate-
mala verja hendur sínar gagnvart
morðsveitum kúgunaraflanna, sem
Bandaríkin styðja.
Bandaríkin á brott frá Grcnada!
104,5 miljónir í flugstöð
Onnur verkefni brýnni
Fjárlagafrumvarpið er spegilmynd af stefnu ríkisstjórnarinnar
og sú spegilmynd sýnir verulega áherslubreyting frá stefnu fráfar-
andi stjórnar“, sagði Ragnar Arnalds í umræðu um fjárlagafrum-
varpið í gær.
„Fráfarandi ríkisstjórn lagði
þunga áherslu á félagslegar umbæt-
ur í þágu aldraðra, öryrkja og
þroskaheftra. Reynt var þrátt fyrir
aðsteðjandi erfiðleika að tryggja
fókinu í landinu óskerta félagslega
þjónustu. Jafnframt var stöðugt
leitast við að efla íslenska
menningar- og listastarfsemi. Ein-
mitt þessir þættir eru áberandi van-
ræktir í frumvarpinu", sagði Ragn-
ar. „Á sama tíma íþyngja nýir
kostnaðarliðir ríkissjóði og munar
þar mest um framlag til byggingar
allt of stórrar flugstöðvar í Kefla-
vík, 104,5 miljónir króna.
Hvað mætti gera fyrir þessa
104,5 miljónir krónar", sem ætlun-
in er að verja í hernaðarflugstöð-
ina? spurði Ragnar. Framlag til
dagvistunarheimila er 30 miljónir
og hækkar um aðeins 3 miljónir.
Framlag til allra flugvalla á landinu
er 51 miljón, hækkun 5 miljónir.
Framlag til allra grunnskóla er 108
miljónir, hækkun 11 miljónir.
Sjúkrahús í landinu fá 111 miljónir
hækkun 11 miljónir. Framlag til
lista er 35 miljónir, hækkun engin.
Framlag til Framkvæmdasjóðs
aldraðra 42 miljónir, hækkun 2
miljónir. Og framlag til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra er 40 miljón-
ir, sem er óbreytt upphæð“.
„Samtals fá allir þessir mála-
flokkar 417 miljónir króna á næsta
ári og meðaltalshækkun er 8%“,
sagði Ragnar. Ef allir þessir mála-
flokkar fengju eðlilega og
nauðsynlega hækkun, eða 35% þá
þyrfti 103 miljónir til viðbótar, eða
nokkurn veginn sömu upphæð sem
verja á í þessa allt of stóru flug-
stöð“.
-ÁI
Slæmar horfur í Eyjafírði
„Það er óhætt að segja að ástandið hjá bygging-
ariðnaðinum á Eyjafjarðarsvæðinu sé allt annað
en gott“, segir Páll Hlöðversson í viðtali við Dag,
en hann er formaður nefndar sem unnið hefur að
athugun á atvinnuástandi í greininni. í niðurstöð-
um nefndarinnar segir: „Verði á þessum áratug
einungis byggt yfir fólksfjölgunina þýðir það í raun
að ársverkum í íbúðabyggingum gæti fækkað um
200-300 miðað við meðaltal áranna 1976-1980. Er
því ekki annað séð en grípa verði til róttækra
aðgerða ef koma á í veg fyrir stórfellda og varan-
lega fækkun starfsmanna í byggingaiðnaði."
Greitt fyrir eitt
sjónvarpstæki á heimili
Nú geta þeir sem eiga gömul svart/hvít sjón-
varpstæki, sem innsigluð hafa verið, fengið að
taka þau í notkun án þess að greiða af þeim afnota-
gjald sérstaklega. Þá munu þeir, sem nú greiða
afnotagjald af tveim tækjum aðeins fá kröfu vegna
annars þeirra á næsta gjalddaga.
Þetta er tilkomið vegna breytinga á reglugerð,
sem menntamálaráðherra hefur gert. Áfram verð-
ur aðalreglan að greiða skal afnotagjald af hverju
einstöku sjónvarpstæki, en undantekning er gerð
frá aðalreglunni að því er snýr að heimilum.
Áskriftasöfnun Pjóöviljans í fullum gangi
Kynningaráskrift"
að Þjóðviljanum
nóvember- desember 1983
• lllaO launumanna.
jalnrcilis og friðarsinna
• I loluðmálgagn stjórnarandsúWlunnar
• Nauósvn Ivrir þá scnt \ilja íylgjasi mcó
»>g mviulii sý-r sjállstaslii skixðun
• I jítlhivvll sunmidugsblaó og vikúlcgir
blaÓaukar.
271
momiuiNN
Hg undirriluA/uður óska cftir kvnninguraskrifl
itó ÞjÓKðviljanum í nóvcmbcr ogdescmber 1983
Vcró fvrir kynningariímabilió cr kr. 350.-
Upphæðin vcróur innhcintt í bjTjun dcscmlvr
V'ilji cg ckki gcrast áskrifandi l>j<V>viljans
frá og mcó I. janúur mun cg láta blaðið/
umboðsmann vita i lok dcscmbcr.
2ja mánaða
áskrift fyrir
aðeins
350 kr.
Munið kynningaráskriftina að
Þjóðviljanum.
Hringið til Þjóðviljans, s.
8 13 33 og fáið áskrift fyrir
niánuðina nóvember-desember
fyrir aðeins 350 kr.