Þjóðviljinn - 28.10.1983, Síða 7
gerð í forsetanum og ráðgjöfum
hans - sem heldur þráðunum sam-
an og stýrir út í hverja þá vitleysu
sem þrýst er á. Kaldastríðsrök-
semdafærslan helgar verknaðinn
og þess vegna er Kalda stríðið
nauðsynlegt til þess að viðhalda
valdakerfinu. Forsendur Kalda
stríðsins þurfa stöðugrar endurný-
junar við, og hin sýnilegu ógnar-
vopn þess þarf einnig að endur-
nýja. En þar sem þessi hugmynda-
fræði stangast stöðugt meira á við
eiginhagsmuni þátttakendanna í
leiknum verður hugmyndafræðin
sjálf sífellt taugaveiklaðri. Hún
hrærir saman í einn graut röddum
herskás zíonisma-, afdráttarlausrar
hreintrúarstefnu, þjáningarrödd-
um landflótta fórnarlamba komm-
únískrar kúgunar, röddum frama-
gosa innan skrifræðis-og mennta-
kerfisins, og síðast en ekki síst rödd
a.m.k. eins forsætisráðherra í
skjólstæðingsríki, sem er forhert í
oflátungshætti.
Strídshreyfingin
I þessum skilningi er nú hægt að
tala um stríðshreyfingu í Washing-
ton og London. Það andrúmsloft
sem þannig er skapað nærir
auðveldlega hernaðarævintýri eins
og þau sem nú eru að gerast í Mið-
Ameríku og Líbanon, réttlætt með
Kaldastríðskórssöngnum. En hin
gagnkvæma vígvæðing blokkanna
tveggjá fær minni og minni hernað-
arlegan tilgang. Kjarnorkueld-
flaugar eru nú orðin táknræn merki
um pólitíska „stellingu" eða pólit-
ískar „mútur“. Bæði SS 20 og Evr-
ópueldflaugarnar eru óþarfar til
hernaðarafnota. Engu að síður
þarf að setja upp Pershing II og
Tomahawk-stýriflaugar, vegna
þess að þær eru tákn um forræði
Bandaríkjanna, og þess er krafist
sem sönnun á einingu Nato að
skjólstæðingsríki Bandaríkjanna
taki við þeim. Það þarf að koma
þeim fyrir á Englandi, í Þýskalandi
og á Sikiley til þess að halda saman
hinum gömlu fúnu stoðum lífs-
hættulegs stórveldis, sem hafa
borið það uppi allt frá 1947.
Táknrænn dauði
Nato-fólkið öttast að allar þær
aðferðir Kalda stríðsins, sem við-
gengist hafa við stjórnun heimsins
og við að stjórna eigin þegnum, séu
að renna þeim úr greipum, og að
við muni taka eitthvað hættulegt og
óþekkt. Mikilvægast af öllu hefur
það reynst þeim að bæla niður
þeirra eigin heimatilbúnu and-
spyrnu.f þessumskilningi er MX-
flaugunum táknrænt beint að
bandarísku hreyfingunni fyrir
frystingu vígbúnaðar, en ekki að
Sovétríkjunum. Stýriflaugunum er
á sama hátt beint gegn bresku frið-
arhreyfingunni CND.
Kjarnorkuvopn eru ekki til þess
gerð að vera framlenging á
stjórnmálunum með öðrum með-
ölum: þau fela þvert á móti í sér að
alþjóðastjórnmál eru útilokuð, en í
þeirra stað kemur hin táknræna út-
rýming. Og táknfræði ógnarstjórn-
ar ríkisins vekur upp vaxandi and-
stöðu heimafyrir.
Einhliða vígvæðing
eða afvopnun
Þannig virkar lögmál gagn-
kvæmninnar innan ramma Kalda
stríðsins. Við lifum nú á ógnvekj-
andi tímum og einhverjir, einhvers
staðar í heiminum, hljóta innan
tíðar að segja: Hingað og ekki
lengra! Að öðrum kosti munum við
fela framtíðinni heim gagnkvæm-
rar víxlverkandi og stjórnlausr
ógnar.
Það sem málið snýst nú um er
ekki einhliða afvopnun, heldur það
að stöðva einhliða umframvígvæð-
ingu. Og pólitíska þrætan í þessu
landi stendur ekki á'milli þeirra
sem fylgja einhliða eða marghliða
afvopnun, heldur á milli þeirra sem
fylgja afvopnun og þeirra sem vilja
einhliða vígvæðingu. Auðvitað
greinir þá sem vilja afvopnun á um
ýmsa hluti, en það eru smáatriði
miðað við hina sameiginlegu and-
stöðu gegn stríðshreyfingunni og
fylgismönnum einhliða vígvæðing-
ar.
- ólg. endursagði.
rusiuuagui UKlODer
Arni Hjartarson skrifar
Grenadamálið og frétta-
mennskan í útvarplnu
Fréttastofa útvarps hefur uppi réttlætingartón
við bandarísku innrásinni á Grenada.
Vinnubrögð þeirra fréttamanna flestra sem
með utanríkismálin fara virðast mér bæði
bágborgin og lituð einsýnum pólitískum
skoðunum, segir Arni Hjartarson í grein sinni.
Fréttaflutningur RÚV að undan-
förnu hefur verið fyrir neðan allar
hellur. Fólk hefur ekki mátt opna
viðtæki sín á fréttatímum svo ekki
standi út úr þeim kaldastríðsgust-
urinn eins og skafrenningur á
þorra. Ég hef fylgst all náið með
fréttum af friðarhreyfingum og
eldflaugamálinu svokallaða. Ég vil
leyfa mér að fullyrða að allur andi
fréttanna gcngur út á að réttlæta
uppsetningu meðaldrægu eldflaug-
anna í Evrópu. Ég vil líka leyfa mér
að fullyrða, að þetta er ekki með-
vituð tilætlun fréttamannanna, en
þær erlendu fréttir sem þeir fá og sá
andi sem ríkir á stofunni virðast
beina fréttaflutningnum í farveg
samúðar með utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. Fréttamennska
RÚV í Grenadamálinu hefur verið í
sama dúr en þar hefur hlutdrægnin
tekið á sig ennþá skýrari myndir
vegna þcss hversu hratt atburðirnir
gerast. Ég ætla að helga greinina
því máli.
Fréttir af innrásinni tóku að ber-
ast í stríðum straumum eftir öllum
fréttaleiðum þann 25. okt. í frétt-
um útvarpsins var allur undirtónn-
inn skýringar um tilgang og áform
Bandaríkjamanna. „Reagan segir
þetta, Weinberger segir hitt, haft er
eftir embættismönnum í Washing-
ton...“ o.s.frv. „Vernda þarf
mannréttindi ogfrelsi. Vinstrisinn-
aðir bófar ógna öryggi og valda-
jafnvægi á Karabíska hafinu."
Þetta voru aðalfréttirnar en síðan
var hnýtt aftan við einhverjum
smáklausum um gagnrýnisraddir
svona fyrir hlutleysissvipinn. Svo
einkennilegt sem það kann að virð-
ast voru það helst fréttir Stefáns
Jóns Hafstein fréttaritarans í
Bandaríkjunum sem gáfu tvær
hliðar á málinu. Svo er að sjá sem
almenningur þar sé miklu gagn-
rýnni á innrásina á Grenada en
fréttamenn RÚV. Inn í fréttaflutn-
inginn slæddust ýmsar missagnir og
ósannindi sem öll hníga í þá átt að
réttlæta innrásina og voru hluti af
þeirri heild sem skapaði andblæ
fréttanna. Ég ætla að nefna um
þetta þrjú dæmi máli mínu til
stuðnings.
Staðlausar fréttir
í kvöldfréttunum 25. okt. var
sagt frá flugvallargerð á Grenada
sem Bandaríkjamenn teldu hern-
aðarlega mikilvæga. Sagt var að
Sovétmenn fjármögnuðu þetta
verk. Nú vill svo til að í fréttaskýr-
ingaþætti í sjónvarpinu um daginn
var fjallað um þessa flugvallargerð.
Þar kom skýrt fram að Sovétmenn
eiga engan þátt í verkinu heldur, er
hér um að ræða sameiginlega að-
stoð 14 ríkja við Grenada, þeirra á
meðal eru Bretland, V-Þýskaland
og fleiri EBE ríki.
í, hádegisfréttum 26. okt. var
fullyrt að landstjóri Breta á Grea-
ada hefði setið í stofufangelsi frá
því að Bishop settist að völdum
árið 1979. Þessi frétt var uppspuni,
maðurinn gekk laus allan valda-
tíma Bishops.
f sömu fréttum voru hafðar uppi
getgátur um það, að Coard, sem
grunaður er um að hafa staðið að
valdaráninu á Grenada um daginn,
hafi ef til vill leitað hælis í sovéska
sendiráðinu. Nú hafði ekkert
spurst til Coards síðan fyrir valda-
ránið, allsendis er óvíst hvort hann
hafi átt þátt í því, eða hvort hann sé
yfirleitt á lífi. Þar að auki er ekkert
sovéskt sendiráð á Grenada.
Svör fréttamanna
Þegar hér var komið sögu þótti
mér áróðurinn vera orðinn full
grófur. Var ekki nóg að gert að
hagræða sannleikanum Reagan í
vil, þurfti endilega að skrökva líka?
Ég ákvað að hringja og skammast,
hinkraði þó við fram yfir síðdegis-
fréttir ef ske kynni að missagnirnar
yrðu leiðréttar. En svo varð nú
ekki. í fréttatímanum virtist út-
varpið helst hafa áhyggjur af öryggi
bandaríska setuliðsins á Gvanta-
namo á Kúbu. Bandarískir borgar-
ar voru þar í hættu. Hins vegar var
ekkert minnst á líf eða limi almenn-
ra borgara á Grenada, en 2000
bandarískir landgönguliðar og 800
fallhlífarhermenn börðust þar á
götum höfuðborgarinnar. Nú beið
ég ekki boðanna en hringdi niður í
útvarp. Fyrst talaði ég við einn
fréttamanninn. Hún viðurkenndi
að missagnir hefðu orðið með land-
stjórann og flugvöllinn. Hins vegar
vildi hún ekki fallast á að fréttin um
sendiráðið hefði verið hæpin. Hún
sagði mér að að vísu væri engin
sendiráðsbygging en hún væri í
smíðum en Rússarnir hlytu að verá
einhversstaðar á meðan, í einu eða
tveimur herbergjum einhvers stað-
ar, sagði hún, Coard væri kannski
þar. Eg sagðist vona að einhverjar
leiðréttingar kæmu á fréttunum.
Hún þvertók ekki fyrir það. Síðan
talaði ég við einn fréttastjóranna,
rakti þessi mál fyrir honum líka og
bað um leiðréttingar. Þetta er hið
Árni Hjartarson.
viðræðubesta fólk og leiðinlegt að
þurfa að kvabba svona í því.
Kúbanskir byssumenn
Ég hafði útvarpið opið í kvöld-
matnum til að heyra hvernig gengi
á Grenada. Það var líka fyrsta
fréttin. „Kúbumenn eru hættir að
berjast" sagði þulurinn og þetta var
endurtekið sex sinnum í þessum
fréttatíma. Það var greinilegt að
friðurvarínánd. Kúbumenn höfðu
gefist upp og voru hættir að drepa
fólk á Grenada. Fréttamennirnir
gátu farið að varpa öndinni léttara.
Þeir bættu því við að Kúbumenn-
irnir hefðu ekki verið brotnir á bak
aftur strax vegna þess að Banda-
ríkjamenn hefðu viljað forðast
blóðsúthellingar af fremsta megni.
6 Bandaríkjamenn höfðu þó fallið
og 8 voru týndir. „Frelsið er dýr-
keypt" var h'aft eftir Weinberger.
Ekkert var á það minnst að Gren-
adaher varðist ennþá ofureflinu og
engar áhyggjur voru hafðar af
mannfalli í þeim herbúðum.
Hvað á svona svívirðileg frétta-
mennska að þýða? Fréttastofa
RÚV virðist gera allt sent í hennar
valdi stendur til að láta innrás
Bandaríkjamanna og leppa þeirra
á Grenada líta út sem átök austurs
og vesturs, að hér eigist við Rússar
með kúbanska leppa sína og
Bandaríkjamenn sem í mun sé að
vernda frelsi og mannréttindi.
Réttlætingartónninn við banda-
rísku innrásinni er gegnumgang-
andi. Fréttastofa útvarpsins hefur á
mjög auösæjan hátt brotið gegn
öllum hlutleysisreglum. Hún hefur
einnig brotið gegn þeitn siðaregl-
um að hafa það sem sannara
reynist og leiðrétta missagnir sínar
sé henni bent á þær. Vinnubrögð
þeirra fréttamanna flestra sem með
utanríkismálin fara virðast mér
bæði bágborin og lituð einsýnum
pólitískum skoðunum.
Árni Hjartarson.
Rauður:
þríhymingur
= Viðvörun
Gera aukaverkanir lyfsins
sem þú tekur þig hættulegan
í umferðinni?
mIumferðar
UrAd
HUSGOGN
Glæsilegt úrval
Sófasett • Rúm • Leðurstólar o.fl.
Opið til kl. 10 í kvöld
og til hádegis á morgun.
Munið okkar
hagstæðu
greiðslu-
skilmála
/A A A Zk. A A » -
□cozzaOT
I... _ _ r: .j u
-1 uijQaj-jj-ta
■ unnuuuuualiiin;
Jón Loftsson hf.______
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild sími 28601