Þjóðviljinn - 28.10.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 28.10.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. október 1983 Nokkrir sýnenda. Frá v. gestur sýningarinnar Roj Friberg, Sigrún Eldjárn, Eyjólfur Einarsson, Sigurður Þórir, Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurður Örlygsson. Halldór B. Runólfsson skrifar um myndlcst Liöiö er á haustsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna og ekki seinna vænna aö gera henni einhverskil. Héreráferðinnimikil sýning, 44 sýnendur og 181 mynd. Þaö sem gerir sýninguna sérstæöa er ákvöröun stjórnar FÍM aö binda sýninguna við verk unnin á pappír og í pappír. 414 verk bárust og bendir það til mikils áhuga myndlistarmanna fyrir slíku fyrirkomulagi. Af áöurnefndum 44 sýnendumeru 18félagsmenn FÍM og 26 utanfélagsmenn og tekur sýningin yfir allan vestursal Kjarvalsstaða og ganginn framan viðþannsal. Það hefur löngum ríkt mikið skeytingarleysi hérlendis gagnvart teikningum eða annarri list gerðri á pappír. Það sýnir furðulegan skort á þekkingu, því vinna á pappír er vissulega undirstaða frekari list- sköpunar og svo hefur verið gegn- um aldirnar. Óvíða kemur hugsun listamannsins og verktækni jafn skýrt í ljós og í teikningunni og gildir einu hvort hún er undirbún- ingur undir annað myndverk eða sjálfstætt, endanlegt verk. Mynd- listarmanninum er kunnátta í teikningu nauðsynleg líkt og tón- skáldinu píanóið eða annað hljóð- færi. Sumir merkustu listamenn sögunnar yrðu harla óræðar stærðir ef ekki væri tekið tillit til teikninga þeirra. Má í því sambandi benda á Leonardo sem lét eftir sig þúsundir teikninga en aðeins nokkur mál- verk. Það er því blátt áfram heimsku- legt að iíta á pappír sem annars flokks undirstöðu í myndlist og mega Islendingar gjarnan gera bragarbót á skilningi sínum hvað þetta varðar. T.d. er hollt fyrir okkur að hugleiða hvað Kjarval, þessi ástsæli málari, hefði verið án teiknihæfileikaog pappírs. Vel má vera að haustsýning FÍM verði til þess að breyta afstöðu almennings í þessum efnum og þá er vel. Fjölbreytileg tækni, einhæft vel Þegar gengið er inn á Kjarvals- staði blasir við manni fjölbreytileg notkun pappírsins og möguleikar sem fólgnir eru í miðlinum. Þar hanga myndir Jóhönnu Þórðar- dóttur, ferskar og léttar, unnar í heimatilbúinn pappír og gefa til kynna útsjónasemi og skýra hugs- un. Á ganginum hangir einnig Glerdreki Leifs Breiðfjörðs, ný- stárlegt verk og skemmtilegt, ásamt drögum eða rissi. Ef ég man rétt er Leifur eini listamaðurinn á sýningunni sem leyfir sér að sýna skissu eða undirbúningsteikningu og á hann heiður skilinn fyrir það. Sá er nefnilega stærstur gallinn á sýningunni, þrátt fyrir alla fjöl- breytni, að hanan skortir sjálf- sprottna, lifandi ásýnd teikningar- innar í risskenndum frumbúningi sínum. Að vísu sýna þeir Gunnar Örn og Sigurður Þórir ágætis takta í átt til slíkrar frjálsar tjáningar, en það er harla lítill partur af svo stórri sýningu. M.ö.o. þá er skortur á pappírsverkum sem gefa til kynna mótun hugmynda og lýsa eðli sköpunar listamannsins. Flest eru verkin á sýningunni fullmótuð og fullfrágengin. Virðist sýningar- nefndin hafa einskorðað sig við þess háttar val, eða þá að listamenn hafa ekki viljað gefa færi á sér með því að senda inn rissmyndir. Fágun s l fyrir- rúmi Ég álasa mönnum ekki fyrir slíka afstöðu þótt það gefi sýningunni einhæfari svip og helst til snur- fusaðan. Það er sjálfsagt erfitt að sendariss fyridómnefnd og þvíör- uggari kostur að veðjaá vandvirkn- ina. Þó er ekki þar með sagt að ekki séu lifandi tilþrif í mörgu verki. Guðrún Kristjánsdóttir sýnirt.d. fádæma Ijóðrænarogein- lægar myndir sem hún vinnur í heimatilbúinn pappír. Þótt verk hennar séu aðþrengd úti í horni, stafa þær látlausum þrótti sínum langt út í salinn. Sömuleiðis er mik- ill styrkur fólginn í verkum Magn- úsar Kj artanssonarog virðist klippi- tæknin auka kraft þessara verka. Magnús er greinilega að nálgast samrunasíns fyrri hráa stíls og hinna nýju tæknitilrauna. Þá sjást teikn þess efnis að nafni hans Tóm- asson sé að hverfa frá smágerðri framsetningu fyrri verka. Það örlar á lit, s.s. í fiskunum í Hvorki fugl né fiskur og meira líf virðist komið í vinnubrögðin, afslappaðri afstaða. Af öðrum sýnendum sem temja sér frelsi í framsetningu má nefna Helgu Benediktsdóttur og verk hennar Vor, einnig Ásgeir Lárus- son sem virðist búa yfir næmri lita- meðferð. Þó er ekki þar með sagt að rökvís og öguð framsetning sé galli í fari listamanna. Slíka staðhæfingu af- sannar Tryggvi Ólafsson og það rækilega. Myndir hans, sex að tölu, eru hver annarri betri og mega telj- ast til hins kraftmesta sem sýning þessi hefur að geyma. Þar fara sam- an fáguð vinnubrögð þessa sann- asta popp-listamanns okkar og per- sónuleg meðferð lita. Það má einn- ig benda á Örn Þorsteinsson, sem þó býr myndum sínum yfrið of fá- gaða umgjörð og dregur það nokk- uð úr krafti þeirra. Þá heldur Jón Reykdal áfram sinni þröngu en á- kveðnu leit að fullkomnun og beitir til þess agaðri og íhugulli tækni. Eriendur gestur og yfirbragð Gestur sýningarinnar er sænski listamaðurinn Roj Friberg. Það verður ekki annað sagt en verk hans sómi sér með afbrigðum vel innan um alla fágunina. Listamað- urinn pínir ljósmyndrænt raunsæi til hins ýtrasta svo manni finnst nóg um. Með þessum fótógrafisma bregður Friberg upp eskatólógískri framtíðarsýn, jörð sem hefur tor- timst í tækniham förum. Horft er á afleiðingar hildarleiksins frá háúm sjónarhóli líkt og úr flugvél. Þetta eru eftirstöðvar kjarnorku- sprengju, mengunar, eyðingar náttúrunnar og annarra víxlspora mannsandans. Allt er þetta hrika- legt og skortir vart annað en trom- pettleik englanna til að sýningar- gestir fari heim til sín og skjóti kúlu gegnum hausinn á sér. Allar eru myndir Fribergs skap- aðar í góðri meiningu, eða það virðist manni hljóti að vera. Mottó- ið er hið gamla, góða: Vekjum menn til umhugsunar! Vandinn er bara sá að myndlistin er ekki fjöl- miðill, heldur persónulegur miðill með alla þá annmarka sem hamla fjöldaáhrifum. Það þurfa nefnilega fæstir að gera sér ferð inn á söfn eða sýningasali til að virða fyrir sér hraklega framtíðarspá. Hún blasir við fólki á forsíðum dagblaða, sjónvarpsskjánum og öðrum nær- tækari vettvangi í miklu sterkari, raunverulegri og áhrifaríkari bún- ingi. Einhver sagði: Listaverk get- ur aldrei orðið áhrifaríkara en raunveruleikinn. Sá hafði lög að mæla. Ég fæ heldur ekki séð að svo vonlaus framtíðarsýn og Friberg bregður upp, komi fólki til að rísa upp. Miklu fremur koðnar það nið- ur eða bjargar sér út í háspekina um bakdyrnar; varpar sér í faðm trúarinnar og bíður eftir frelsun guðs eða góðgjarnra geimvera, eins og Spielberg. Reyndar á Fri- berg margt sameiginlegt með Hollywood, einkum kattarstroffu- rómantíkina og ragnarökkursraus vísindadramasins. Sést það vel í -einni steinþrykksmynda hans af nýklassískri byggingu sem er í eyði farin og á er letrað: Lánge leve Gö- teborgs kulturrevolt. Þetta er sannkallað „Götterdámmerung", einsog hægt er að ímynda sér í upp- færslu Bayreuth-óperunnar, hermd upp á Gautaborg. M.ö.o. nokkurs konar „Götterburger- ung“. Þótt myndir Fribergs hafi lítt snortið mig í sinni vandvirknislegu smásmygli, setur hann óneitanlega mark sitt á sýninguna og gefur reyndar tóninn sem þar hljómar hæst: Nosturslegar áherslur, fín- legar og flinkar sem gerir sýning- una jafngóða og firrir hana skakka- föllum, en gerir hana sem heild daufa og drungalega yfirlitum. Hér vantar meira líf og fjör, meira af frjálsari list. í dag er til moldar borinn Bóas Valdórsson bifvélavirki í Ytri- Njarðvík. Ég býst við að ýrnsum fari líkt og mér að þeim þyki nú unt sinn ærið tómlegt á þeim stöðum þar sem Bóas áður eyddi dögunum. I lann var nefnilega einn af þeitn sem setja svip á umhverfi sitt, gæða það lit og lífi. Víst var Bóas orðinn sjötíu og tveggja ára að aldri og hafði verið heilsuveill um skeið, en þó hygg ég að flestir hafi reiknað með að njóta samfylgdar hans nokkurn spöl enn. Kannski var það af því, að hann lét ekki mikið á því bera þótt sjúkdómur hans ágerðist, heldur harkaði af sér og baksaði áfram glaðbeittur og hress í and- anum. Lífshlaupi Bóasar er ég ekki vel kunnugur nema hin síðari ár. Þó skal hér greint frá nokkrum atriðum. Bóas var Austfirðingur að ætt og uppruna og ólst upp í stórum systkinahópi austur á Reyðarfirði og lærði ungur að vinna hörðum höndum, eins og svo margir af þeirri kynslóð, flest þau störf, sem til féllu til sjávar og sveita. Þegar Bóas var ungur maður var tækniöldin að hefja innreið sína í dreifbýli landsins. Það var ákafa- manninum Bósasi að skapi að koma miklu í verk á skömmum tíma með aðstoð véla og tækni. Hann gerðist bílstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og stund- aði bæði vöru- og fólksflutninga Minning Bóas Valdórsson Fœddur 16.4 1911 Dáinn 23.10. 1983 hjá því fyrirtæki. Síðar aflaði hann sér iðnréttinda í bifvéla- virkjun og stofnaði eigið bíla- verkstæði á Reyðarfirði. Hann stundaði einnig ökukennslu um langt árabil. Á Reyðarfirði kvæntist Bóas eftirlifandi konu sinni Margréti Eiríksdóttur og eignuðust þau þrjá efnilega syni. Þau Margrét byggðu sér íbúðarhús á Reyðar- firði og hlýtur það ásamt upp- byggingu verkstæðisins að hafa verið býsna þungt átak fyrir eignalaust fólk. Upp úr 1950 var heldur dauft yfir atvinnulífi víða á landsbyggð- inni en hröð uppbygging á Suður- nesjum. Athafnamaðurinn Bóas vildi vera þar sem eitthvað var um að vera og fluttist til Njarð- víkur með fjölskyldu sína. Skömmu síðar kom hann á fót bílaverkstæði við Vatnsveg í Keflavík og rak það um skeið, en fór þá að finna til lungnasjúk- dóms og þoldi illa verkstæðis- vinnuna. Hann seldi þá verkstæð- ið, stundaði sjómennsku um skeið og vann síðan hjá ýmsum fyrirtækjum í Njarðvík og ná- grenni. Síðustu 12 árin starfaði hann hjá Áhaldahúsi Njarðvíkur- bæjar. Bóas var ntaður starfs og at- hafna svo sem af framansögðu má sjá og er þó margt ótalið sem hann lagði hönd að á Iífsleiðinni. Hann kom miklu í verk.enátti þó margt ógert að eigin mati, slíkur var áhugi hans og vinnuvilji. Bóas átti mörg áhugamál fyrir utan dagleg störf: sumarbústað- urinn í Mosfellssveitinni, stang- arveiðin og bridgeklúbburinn - öllum þessum áhugamálum sinnti hann af sínum eðlislæga ákafa svo lengi sem heilsan leyfði og lengur þó mundu sumir segja. Eitt var það þó sem stundum truflaði Bóas frá hans daglegu önn og hugðarefnum. Það var greiðasemin við náungann. Ef einhver úr hans stóra vina- og kunningahópi þurfti á aðstoð að halda, sem Bóas taldi á sínu færi Bóas Valdórsson að veita, þá urðu aðrir hlutir að bíða. Þessi eiginleiki - að greiða fyrir öðrum - var svo ríkur þáttur í fari Bóasar að sjaldgæft má telja. Honum fannst þetta sjálf- sagður hlutur og var ómyrkur í máli við þá sem væru ógreiðugir og stirðbusalegir í samskiptum við náungann. Bóas var mestan hluta ævinnar starfandi félagi í pólitískum sam- tökum vinstri manna og á Reyðarfirði tók hann þátt í störf- um verkalýðsfélagsins og sat á Alþýðusambandsþingum. Bar- átta vinstrimanna og verkalýðsfé- laga fyrir jafnrétti og félagslegu öryggi samræmdist lífsskoðun hans um samhjálp og samábyrgð. Fátt var þó fjarlægara Bóasi en að láta pólitísk kenningarkerfi kveða upp úr um það fyrir sig hvað rétt væri og hvað rangt. Það úrskurðaði hann sjálfur. Bóas hafði sérstakt lag á að „lifa lífinu lifandi“ sem kallað er. Hann var gamansamur og gáska- fullur í framkomu og orða- skiptum, jafnt við kunnuga sem ókunnuga. Hann kuni frá mörgu skemmtilegu að segja og gáski hans og atorka smituðu út frá sér svo að aldrei varð dauflegt í ná- vist hans. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna að rölta við hlið Bó- asar nokkurn spöl á lífsbrautinni og ég veit að aðrir samstarfsmenn hans hjá Njarðvíkurbæ taka undir þær þakkir. Samfylgdin við Bóas gerir leiðina áfram léttari, þótt hann sé ekki lengur með í göngunni. Sigmar Ingason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.