Þjóðviljinn - 28.10.1983, Qupperneq 18
18 gÍÐA - ÞJÓÐVlLJlNN Fftstudagúr 28. októbér 1983
Skýrslutæknifélag íslands undir smásjánni
BLAÐAUKI
Félagáhugafólks um tölvur
Skýrslutæknifélag íslands.
Hvaöafyrirbæri skyldi þaö nú
vera? Hverjir eru í svoleiöis
félagi? Hvaöa merkingu hefur
hugtakiö „skýrslutækni"?-
Blaðamaöur Þjóðviljans spurði
sjálfan sig þessara spurninga
þegar hann sá á einhverjum
staðtilkynningufrá
Skýrslutæknifélagi íslands. Þar
sem hann grunaöi aö í þvífélagi
væru áhugamenn um tölvur
gekk hann á fund tveggja
forsvarsmannaþess, þeirra
Kolbrúnar Þórhallsdóttur
framkvæmdastjóra og
Sigurjóns Péturssonar
formannsfélagsins. Þauvoru
fyrst spurö hvers vegna félag
áhugamanna og starfsmanna
við tölvur héti svo ógagnsæju
nafni?
„Þegar Skýrslutæknifélag íslands
varstofnaö íyrir 15 árum haföi orö-
iö tölva ekki unnið sér þann sess í
málinu sem þaö hefur í dag. Fyrstu
IBM tölvurnar komu til Islands
árið 1964 og fengu í upphafi nöfn
eins og reikniheili, rafreiknir og
rafeindareiknivél. Þá var mönnum
á þessum árum tamt aö nota orðið
Kolbrún Þórhallsdóttir og Sigurjón Pétursson: Mikið um að vera hjá áhugafólki um tölvur i
- Ljósm. Magnús.
næsta mánuði.
skýrslugerö og skýrsluvinnsla yfir
þaö sem í dag nefnist gagnavinnsla
eöa tölvuvinnsla. Ætli félagið okk-
ar héti ekki Töluvtæknifélag ís-
lands eöa eitthvaö þess háttar ef
þaö hefði verið stofnaö nokkrum
árum síðar? Annars erum viö á-
kveðin í því að breyta um nafn á
félaginu innan tíðar og höfum aug-
lýst eftir tillögum aö betra nafni“.
Og hverjir eru í þessu ágæta fé-
lagi?
„Það eru fyrst og fremst þeir sem
vinna við tölvur, eins og t.d. forrit-
arar, kefisfræðingar, stjórnendur í
tölvuvæddum fyrirtækjum og aðrir
Benco í Bolholti 4:
Ný gerð NEC tölva
Fyrirtækið Benco, Bolholti 4, er
þcssa dagana að setja hér á markað
ýmsar nýjungar í tölvutækni. Þar
skal fyrst nefna hcimilistölvuna
NEC APC, en það er vél sem vakið
hefur athygli erlendis. Þessi tölva er
byggð upp í kringum -16-bita ör-
tölvuna 8086 og er með 128 KB not-
endaminni og tvcim átta tommu
diskdrifum. Þá er í þessari tölvu
klukka og dagatai, órafmagnsháö
minni, hljóðgervill ög fleira. Verð-
ið fram til áramóta verður um
92.000 krónur, en það cr sérstakl
kynningarverð.
Þá er að koma á markað nýr
Nýja NEC APC tölvan sem nú er að
koma á íslenskan markað. Við hana
er tengdur nýi NEC prentarinn.
prentari, NEC 2000 sem þykir afar
fullkominn, en. auk þess flytur
Benco inn aðra NEC prentara,
sem gefist hafa mjög vel. I þá er
hægt að fá yfir 180 leturgerðir fyrir
erlend tungumál auk þriggja ís-
lenskra leturgerða með 128 tákn-
um. Prentararnir kosta frá 34.000
krpnum.
Síðast en ekki síst kemur hér á
markað splunkuný heimilistölva,
NEC PC-8201. Hér er um afar litla
tölvu að ræða, sem hæglega má
koma fyrir í skjalatösku enda þótt
hún sé með skermi! Ensjónersögu
ríkari - öll þessi undratæki eru til
sýnis og sölu hjá Benco, Bolholti 4,
s. 21945 og 84077.
Hvað kostar að tölvuvæða fyrirtækið?
VÉLBÚNAÐUR
PANDA 64
tvö diskdrif, skjár
og prentari, frá
Kr. 69.200.-
INNBYGGT ER:
• 64k RAM
• 20k ROM
• 80 stafir í línu
• tölulyklaborð
prentarakort
klukka
DOS/6502
CP/M-Z80
HUGBÚNAÐUR
ÍSLENSKUR:
Viðskiptamannabókhald kr. 12.000,-
fjárhagsbókhald kr. 12.000,-
lagerbókhald kr. 12.000,-
launaforrit kr. 12.000,-
aðflutningsforrit kr. 10.000,-
verðútreikningsforrit J<r. 10.000,-
ERLENDUR:
áætlanagerð — MULTIPLAN
ritvinnsla — Gutenberg
áætlanagerð.
ritvinnsla — Incredible JACK of all trades
skráagerð
Hafið samband
upplýsinga.
við sölumenn okkar og leitið
|a Pálmason hf* Ármúla 36 - Sími 82466
þeir sem tengjast tölvuvinnslu með
einum eða öðrum hætti. Þá eru í
okkar félagi áhugamenn um tölvur
enda þótt þeir starfi ekki við þær og
hefur á síðustu misserum farið í
vöxt að slíkir menn sæki inn í fé-
lagið. Núna eru félagsmenn orðnir
um 560 talsins og ferört fjölgandi".
Tilgangur félagsins?
„Hann er að stuðla að hagrænum
vinnubrögðum við gagnavinnslu í
hvers konar rekstri og við tækni- og
vísindastörf. Frá upphafi hefur fé-
lagið gengist fyrir ráðstefnum, sýn-
ingum, félagsfundum, útgáfu frétt-
abréfsins Tölvumál frá 1976 og um
leið miðlun upplýsinga um það nýj-
asta í tölvutækninni á hverjum
tíma. Þar hefur þróunin orðið svo
hröð að vart er hönd á festandi og
hin nýja tækni rutt sér til rúms á
flestum sviðum þjóðlífsins".
Þið tókuð þátt í norrænni ráð-
stefnu í haust. Er samstarf mikið
við systurfélög á Norðurlöndun-
um?
„Já, það er óhætt að segja að það
sé allmikið. Við gerðumst aðilar að
sambandi annarra skýrslutæknifé-
laga á Norðurlöndum í fyrra og ber
það nafnið Nordisk Dataunion
(NDU). Dagana 15. og 16. sept-
ember hélt þetta norræna samband
ráðstefnu um tölvumál og menntun
og tókst hún í alla staði mjög vel.
Þar komu um 130 manns úr
menntakerfi Norðurlandanna svo
og áhugamenn um þau mái. Þarna
héldu 10 fyrirlesarar erindi um al-
menna tölvukennslu í skólakerf-
inu“.
Og fleira er á döfinni af því tagi?
„í næsta mánuði verður mikið að
gera hjá okkur. Dagana 10.-16.
nóvember efna Skýrslutæknifélag
íslands og Stjórnunarfélag íslands
til sýningar undir heitinu „Skrif-
stofa framtíðarinnar". Þar verða
kynntar nýjungar á tölvum og hug-
búnaði svo og skrifstofuhúsgögn og
áhöld hvers konar og tæki fyrir nú-
tíma og framtíðar skrifstofur. Sýn-
ingin verður í Húsgagnahöllinni
við Bíldshöfða og þar munu 22 fyr-
irtæki sýna vörur sínar. í tengslum
við þessa sýningu verður nám-
stefna þar sem 6 fyrirlesarar, þar af
3 frá íslandi, ntunu fjalla um það
nýjasta í tölvutækninni. Eins og
nafn sýningarinnar ber með sér er
ætlunin að þar verði framtíðarblær
á hlutunum og reynt að skyggnast
inn í þróun næstu ára."
Er þessi sýning einnig samnor-
ræn?
„Já, hún er það, því að hún er
aðeins einn liðurinn af mörgum í
norrænni upplýsingaviku dagana
segja þau Kolbrún
Þórhallsdóttir og
Sigurjón Pétursson
í stuttu spjalli
14.-20. nóvember um tölvur. Það
er norræna sambandið NDU sem
ákvað að árlega skyldu aðildarfé-
lögin gangast fyrir upplýsingastarf-
semi um tölvumál í eina viku. Auk
Sýningarinnar sem við áður nefnd-
um hefur félagið beitt sér fyrir sýn-
ingu á BBC þáttum um tölvur í
sjónvarpinu aó undanförnu, skipu-
lagt greinaskrif um tölvur í blöð og
tímarit, gert kynningardagskrár
fyrir skóla og fleira í þeim dúr. Er
Jón Erlendsson forstöðumaður
Upplýsingaþjónustu Rannsóknar-
ráðs formaóur nefndarinnar og
hefur hann haft veg og vanda aó
þessum aðgerðum".
Að síðustu langar okkur að
spyrja: Erum vér mörlandar illa
undir tölvubyltinguna búnir?
„Sannleikurinn er sá að við ís-
lendingar erum fyrir löngu komnir
á bólakaf í tölvubyltinguna og hún
hefur þegar sett óafmáanleg spor í
okkar þjóðfélag. Sjálfsagt erum
við háðari tölvutækninni en okkur
sjálf grunar. Varðandi spurning-
una sjálfa verður að segjast eins og
er aó menntunarlega erum við
allvel undir þessa nýju tækni búnir.
Auðvitað þarf að stórauka kennslu
á tölvur í íslensku skólakerfi og það
verður eflaust gert á næstu árum,
en aðalatriðið er það að
menntunarstig íslendinga er það
hátt að við eigum auðveldara með
að aðlaga okkur þessari nýju tækni
en margar aðrar þjóðir. Vió höfum
ákveðna undirstöÓumenntun, hver
einasti einn, sem létt verk er að
byggja ofan á eftir því sem þörf er
á. Erlendis, til dæmis víða í Banda-
ríkjunum þar sem tölvuvæðingin
skall snögglega yfir, voru stórir
hópar manna illa undir breyting-
arnar búnir. Afleiðingarnar voru
uppsagnir og atvinnuleysi stórra
þjóðfélagshópa. Sem betur fer ætti
slíkt ekki að henda hér á landi ef
rétt er að málum staðið", sögðu
þau Kolbrún Þórhallsdóttir og Sig-
urjón Pétursson hjá Skýrslutækni-
félagi íslands.
-v.
Vector
Þessi fjölhæfa!
□ I28K minni (stækkanlegt í
256K)
□ Tvær örtölvur: 8 bita Z80B
og 16 bita 8088
□ Stýrikerfi CP/M-86, MS-DOS
og CP/M-80
□ íslenskir stafir skv. staðli
□ Fjölnotendakerfi með LINC-
Network
□ 5, 10 eða 36MB innbyggðir
Winchester diskar
□ Urval prentara
□ Hugbúnaður:
Fjárhagsbókhald, viðskipta-
mannabókhald, birgðabók-
hald, sölunótukerfi, tollskjala-
kerfi ásamt verðútreikn-
ingum, launabókhald, gjald-
endabókhald f. sveitarfélög,
ritvinnsla, áætlanagerð, fél-
agabókhald (ASÍ) o.fl. Auk
okkar býður Hagtala hf. hug-
búnað fyrir Vector tölvur.
□ Fjölhæfustu tölvurnar á
markaðnum!
MICRO
Síðumúla 8 — Símar 83040 /83319