Þjóðviljinn - 28.10.1983, Page 24
ojoÐvmm
Föstudagur 28. október 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaöamenn og aöra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9 - 12 er hægt aö ná í algreiöslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Þorsteinn opnar
kosningaskrifstofu
Harkan vex í formannaslagnum
• Helmingur landsfundarfulltrúa
úr rödum Vinnuveitenda-
sambandsins
• Flokksmaskínan stydur Þorstein
• Friörik geldur samskiptanna
viö Gunnarsmenn
Samkvæmt heimildum
Þjóðviljans í Sjálfstæðis-
flokknum er flokkseigenda-
félagið nær einhuga að baki
Þorsteins Pálssonar í for-
mannsslagnum í flokknum.
Velflestir landsfundarfulltrú-
ar úr röðum Vinnuveitenda-
sambandsins styðja einnig
Þorstein. Andstaðan við
Friðrik Sophusson er að fær-
ast í aukana og er talið að
Geirsklíkan muni jafnvel taka
Birgiísleifiram yfir hann, nái
þeir báðir til annarrar um-
ferðar í landsfundarkosning-
unni.
Á landsfundinum veröur fyrst
kosiö á milli allra frambjóðend-
anna til formennsku en í annarri
umferð milli tveggja. Fari svo að
Friðrik Sophusson komist til ann-
arrar umferðar og tapi í þeirri um-
ferð, mun flokkseigendafélagið
hafa í huga annan frambjóðanda til
varaformennsku. Davíð Oddsson
hefur orðið fyrir valinu, en þegar
að því kemur að stillt verði upp til
varaformanns, óttast flokks-
eigendafélagið að sá frambjóð-
andi sem orðið hefur undir í ann-
arri umferð til formannskjörs fái
fjölda samúðaratkvæða. Ef Davíð
metur málin þannig að einhver vafi
leiki á því hvort hann nái kjöri sem
varaformaður mun hann ekki gefa
kost á sér. Aðrir heyrast nefndir í
þessu sambandi.
Um helmingur hinna 1000 lands-
fulltrúa munu vera úr röðum „at-
vinnurekenda" og styðja velflestir
fyrrverandi framkvæmdastjóra
sinn.
Geirsklíkan getur ekki fyrirgefið
Friðrik að hafa haft samband fyrr
og síðar við Gunnarsmenn í
flokknum. Hún mun því gera allt
sem í hennar valdi stendur til að
hindra framgang hans í kosningun-
um. Gifta Birgis ræðst dálítið af því
hvernig einvíginu á milli Þorsteins-
og Friðriksmanna fyrir landsfund
lyktar.
Þorsteinn Pálsson er eini fram-
bjóðandinn sem hefur á að skipa
harðsnúnu atvinnuliði í undirbún-
ingi og hefur á sínum snærum starf-
andi skrifstofu hjá „Frjálsu fram-
taki“. Mun það vera í fyrsta sinn
sem formlega er opnuð kosninga-
skrifstofa í formannsslag hjá
stjórnmálaflokki á íslandi. { gær
dró þó aðeins úr velgengni Þor-
steins, er Svarthöfði lýsti yfir
stuðningi við hann í Morgunblað-
>nu- - óg/ór.
í fyrsta sinn opnaður kontór í formannsslag innan stjórnmálaflokks á
íslandi. Frjálshyggjumaðurinn ungi, hinn harðsnúni stuðningsmaður
Þorsteins Pálssonar, Friðrik Friðriksson hefur vikið Friedman úr huga sér
um stund. I staðinn kominn Þorsteinn Pálsson fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins, ritstjóri Vísis, Staksteinahöfundur á
Morgunblaðinu og vinur Svarthöfða.
(Ljósmynd á „Frjálsu framtaki“ í gaer - magnús).
Frá útifundinum fyrir framan bandaríska sendiráðið. Myndir -Magnús.
Hjörleifur Guttormsson hefur
utandagskrárumræðuna á Alþingi
í gær.
Geir Hallgrímsson skildi vel ástæð
ur Reagan.
Geir fordæmir ekki innrásina
Hjörleifur Guttormsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
í sameinuðu þingi í gær og
gerði innrás Bandaríkjanna í
Grenada að umræðuefni.
Sagði hann innrásina vera ský-
laust brot á alþjóðalögum og
brot á sáttmála Sameinuðu
þjóðanna um sjálfsákvörðun-
arrétt þjóða. Minnti hann á að
ríkisstjórnir margra ríkja á Vest-
urlöndum hefðu þegarfordæmt
innrásina. Hins vegar hefði
ekkert heyrst enn frá íslensku
ríkisstjórninni, nema hvað for-
sætisráðherra hefði fordæmt
innrásina þersónulega í viðtali
við Þjóðviljann í gær.
Geir Hallgrímsson sagði að at-
burðirnir í Grenada vektu þungar
áhyggjur. Rakti hann síðan ástæð-
ur þær sem Reagan hafði sett fram
fyrir innrásinni, og sagði skiljan-
legt að Bandaríkin vildu vernda líf
bandarískra þegna á eyjunni. Sagði
hann að ríkisstjórnin myndi fylgj-
ast vel með framvindu mála í Gren-
ada og loforðum um að mannrétt-
indi yrðu þar virt og Iýðræði komiö
á,, Sagði hann atburðarásina of
flókna til þess að rétt væri að Al-
þingi eða ríkisstjórn fjallaði um
málið að svo stöddu, og ekki væri
rétt að fordæma einn þátt í atburð-
arásinni.
Fulltrúar annarra flokka tóku til
máls og lýstu allir yfir fordæmingu
á innrásinni á þeirri forsendu að
hún væri brot á alþjóðalögum.
Athyglisverð var ræða Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, en hann sagði
það smekksatriði, hvort telja ætti
innrásina stórglæp. Lýsti hann
vinstri-stjórninni sem kom til valda
á Grenada 1979 sem marxískri ógn-
arstjórn, og sagði að Maurice Bis-
hop hefði viljað forða því að Gren-
ada kæmist undir of mikil áhrif
Kúbana og Rússa.
Guðrún Agnarsdóttir úr Sam-
tökum um kvennalista varpaði
fram þeirri spurningu hvort ekki
væri von til þess að þingmenn gætu
sameinast um að „harrna" innrás-
ina úr því þingmenn gætu ekki sam-
einast um fordæmingu.
Þeir sem tóku til máls í umræð-
unni auk ofangreindra voru Kjart-
an Jóhannsson, Guðmundur Ein-
„Ríkisvíxlar“ auk ríkisskulda-
bréfa og spariskírteina sem nú á að
gefa út fyrir 200 miljónir króna til
viðbótar við aðra lánsfjáröflun
ríkisins á þessu ári cr ekki eina nýj-
ungin sem felst í frumvarpi til laga
sem lagt var fram á alþingi í gær.
Albert Guðmundsson getur
sjálfur ákveðið lánskjör ríkis-
skuldabréfanna og spariskírtein-
anna og er hann ekki bundinn við
vaxtaákvarðanir Seðlabankans við
þá ákvörðun. Auk þess getur hann
arsson, Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, Steingrímur Sigfússon,
Eiður Guðnason, Svavar Gests-
son, Guðmundur Bjarnason og
Ólafur Þórðarson.
Mótmælastaða var haldin fyrir
Ákveður forvexti
sjálfur og býður
víxlana upp!
gefið úr „ríkisvíxla", sem ekki
mega vera til lengri tíma en 12
mánaða og hann getur sjálfur
ákveðið forvexti af víxlunum. í
stað þess má hann líka ákveða að
utan bandaríska sendiráðið kl.
17.30 í gærdag. Voru 200 manns
mættir á staðnum. Björk Gunnars-
dóttir, formaður E1 Salvador-
nefndarinnar á íslandi stýrði fundi-
num og Ingibjörg Haraldsdóttir
flutti ávarp. Samþykkt var ályktun
sem afhent var fuiltrúa sendiráðs-
ins. Kaflar úr ályktuninni eru birtir
á bls. 3 í blaðinu í dag.
selja víxalana á almennum mark-
aði, „þar á meðal samkvæmt til-
boðum“, eins og segir í frumvarp-
inu.
Hér er farið inn á nýjar leiðir í
fjáröflun ríkissjóðs verði frum-
varpið að lögum, en því er ætláð að
fjármagna aukinn stuðning við
húsbyggjendur. í athugasemdum
segir að ráðherra geti boðið víxlana
til sölu hæstbjóðanda, þannig að
markaðurinn ráði í raun hæð for-
vaxtanna! -ÁI
Ný fjáröflunarleið ríkisins:
Albert gefur út vtxla!