Þjóðviljinn - 03.11.1983, Blaðsíða 3
l'vn V«,'KVW t vr;V*V*W»U, .V’/JÍ JIIZ.ÖV} - Afifií
Fimmtudagur 3. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Enn ein
svört
skýrsla
frá fiski-
fræðingum
Fulltrúa á þingi farmanna- og fiskimannasambandsins beið tillaga fiskifræðinga um 200 þúsund lesta
þorskafla 1984, og hugmynd sjávarútvegsráðherra um að veiðar á þorski hæfust ekki fyrr en í febrúar á
næsta ári. Ljósm. eik.
Þorskaflhm verði
200.000 tonn 1984
Aflinn 1981 nam 460.000 tonnum
1 ár verður hann 290.000 tonn
Enn ein svört skýrsla hefur séð
dagsins ljós. Fiskifræðingar
Hafrannsóknastofnunar lögðu til
í gær að aðeins verði heimilaðar
veiðar á 200.000 tonnum af þor-
ski á næsta ári. Hér er um gífur-
lega aflarýrnun að ræða því að á
árinu 1981 voru dregin 460.000
tonn úr sjó og í ár er útlit fyrir að
aflinn verði um 280-290.000 tonn
af þorski.
Niðurstöður fiskifræðinganna
byggjast einkum á nýjum rann-
sóknum sem benda til að þorsk-
stofninn sé mun minni en menn
höfðu áður gert ráð fyrir. Telur
Hafrannsóknastofnunin nauð-
synlegt að stuðla að vexti
stofnsins á komandi árum svo
hægt verði að auka aflamagnið
smátt og smátt. Segja fiskifræð-
ingarnir að við 200.000 tonna
veiði muni heildarstofnstærðin
standa í stað en fara svo vaxandi
þegar fram í sækir. Sama verði að
segja um þróun hrygningar-
stofnsins.
Við ákvörðun fiskifræðing-
anna er ekki gert ráð fyrir neinum
þorskgöngum frá Grænlandi.
Hins vegar segja þeir ljóst að við
V-Grænland sé stór kynþroska
árgangur frá 1977 sem ef til vill
muni leita á íslandsmið. Með til-
liti til þessa og niðúrstaða úr
rannsóknaleiðöngrum stofnunar-
innar í vor svo og gangi veiða í
vetur mun Hafrannsóknastofn-
unin gera nýja úttekt á stofninum
í vertíðarlok og taka tillögur sínar
um aflahámark á næsta ári til
endurskoðunar að því loknu.
-v.
Ingólfur Falsson: Verður að breyta hluta-
skiptareglum. Ljósm. eik.
Skýrsla fiskifrœðinganna
Váleg tiðmdi
segir formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins
„Það er náttúrlega alveg Ijóst að þessi vá-
legu tíðindi flskifræðinganna eiga eftir að
hafa margvísjeg áhrif, ekki bara á afkomu
sjómanna heldur allra landsmanna“, sagði
Ingólfur Falsson formaður Farmanna- og
flskimannasambandsins, en 31. þing þess
hófst í Reykjavík í gærmorgun.
„Sjávarútvegsráðherra varpaði fram
þeirri hugmynd á þinginu að ef til vill
reyndist nauðsynlegt að heimila ekki veiðar
á þorski fyrr en í febrúar á næsta ári en þá
vaknar sú spurning hvernig eigi þá að
tryggja kjör sjómanna sem auðvitað hafa
treyst á veiðar strax upp úr áramótum",
sagði Ingólfur ennfremur.
Ingólfur Falsson sagði í ræðu sinni á þing-
inu að alltaf þegar hallað hefði á hjá útgerð-
inni gripu stjórnvöld til þess ráðs með laga-
boði að taka framhjá skiptakerfi og þá sér-
staklega vegna olíukostnaðar. Taldi hann
þann kost bestan að viðurkenna kostnaðar-
hlutdeild í olíu því þá mundi myndast beinn
hvati til olíusparnaðar sem kæmi öllum til
góða.
„Það hlutaskiptakerfi sem við búum við
núna getur alls ekki gengið lengur. Það er
mín persónulega skoðun að á því máli þurfi
að taka og taka olíu af óskiptu en ég geri
mér fulla grein fyrir því að þar eru margir
mér ósammála. Það má búast við að það
verði eitt af því sém menn ræða hér á þing-
inu“. _v.
Guðrún Helgadóttir og Guðmundur J. Guðmundsson í umræðum um bráðabirgðalögin
Flugmálaráðherra
hirtir undirmann sinn
Alvarleg
ámiiming
„Eg hafði ekki fengið upplýsingar
um þetta mál þegar ég sá fréttir í
sjónvarpi“, sagði Matfhías Bjarna-
son samgönguráðherra í svari við
fyrirspurn Hjörleifs Guttorms-
sonar um tilkynningu flugmála-
stjóra um sparnaðarráðstafanir.
„Ég fékk bréf um þetta kl. 9.15 í
morgun", sagði Matthías. „Það er
furðulegt að embættismaður skuli
leyfa sér að gefa út slíka tilskipun".
Sagði hann frá því að hann hefði
sent bréf til flugmálastjóra um að
draga tilkynninguna þegar í stað til
baka um leið og flugmálastjóra var
veitt alvarleg áminning.
Matthías sagði að fjárhagsvandi
flugmálastjórnar hefði verið til um-
ræðu á rhilli fjármálaráðherra og
samgönguráðherra. Flugmála-
stjóra hefði verið kunnugt um
þetta.
Samgönguráðherra sagði það
mundu verða síðasta verk hans sem
ráðherra að skerða samgöngur við
landsbyggðina.
Hjörleifur Guttormsson þakk-
aði ráðherra svörin. _óg
Pétur Einarsson
fiugmálastjóri
Ekki okkar
verkur lengur
,3varið er einfalt fyrir mína
parta. Ráðherrann er minn yfir-
maður og ég hlíti því sem frá hon-
um kcmur“, sagði Pétur Einarsson
flugmálastjóri aðspurður um álit
sitt á „skammarbréfi“ því sem
Matthfas Bjarnason
samgöngumálaráðherra sendi hon-
um í gær.
Þú ert harðlega ávíttur í bréfi
ráðherra. Hverju viltu svara því?
„Akkúrat engu, það er hans mál.
Það er yfirmanni í lófa lagið að
ávíta sinn undirmann."
Það verður þá mokað af öllum
flugvöllum?
„Ég er búinn að setja það allt í
gang. Setti það samstundis í gang
og það komu fyrirmæli um það.
Rekstur Flugmálastjórnar er
óbreyttur. Þetta var ekki bragð,"
sagði Pétur aðspurður. „í þessari
tilkynningu sem ég gaf út var boð-
aður almennur samdráttur í rekstri
Flugmálastjórnar á öllum hlutum
og það var ekki bann við nokkrum
sköpuðum hlut, hvorki snjó-
mokstri né yfirvinnu, ef einhver
vildi greiða þá þjónustu. Það er
ekki okkar höfuðverkur lengur, ég
hlíti því sem frá ráðherra kemur“,
sagði Pétur Einarsson flugmála-
stjóri. _.
Hrun í tekjum heímíla
- Þeir tala um efnahagsvanda atvinnulífsins meðan þeir
láta einsog þeir hafí ekki hugmynd um að efnahagsástandið
er að sliga heimilin í landinu, sagði Guðrún Helgadóttir í
umræðunni um bráðabirgðalögin í neðri deild alþingis í gær.
- Það er alltaf gengið út frá hagsmunum atvinnurekenda og
fyrirtækja en engu að síður er það staðreynd að þúsundir
heimila í landinu eiga ekki fyrir brýnustu nauðþurftum,
sagði Guðrún enn fremur og kvað tíma til kominn að stjórn-
arherrunum yrðu settir úrslitakostir.
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna-
sambands Islands rakti hvernig kjaraskerðingin virðist vera
langtíma stefnumið ríkisstjórnarinnar og skerðingin héldi
áfram ef ekki verður gripið inní.
Undanfarin ár hafa núverandi
stjórnarflokkar suðaö og hamast á
því hversu mikið óréttlæti væri að
sama prósentuhækkun kæmi á öll
laun. Láglaunafólkið fengi þannig
miklu rninna en hálaunamenn. En
hvað gerist þegar bráðabirgðalög
rfkisstjórnarinnar litu dagsins ljós?
- Þá sáust engin ummerki þessa
málflutnings. Tvisvar sinnum hefur
kaupið verið bætt í stað vísitölu-
þjófnaðarins og í bæði skiptin með
sams konar prósentuhækkunum á
öll laun, - og það sem eftirtektar-
vert er, það hefur ekki heyrst orð
frá þessurn mönnum um óréttmæti
þess að sama prósentutala kærni á
öll laun síðan lögin voru sett, sagði
Guðmundur J. Guðmundsson.
Þá benti Guðmundur á að miðað
við vísitölu kaupmáttar 100 árið
1982 hefði kaupið hrapað niður á
þessu ári.
1. ársfjórðungur 91
2. ársfjórðungur 84
3. ársfjórðungur 77
4. ársfjórðungur 74
Ef miðað yæri við efnahagsá-
form ríkisstjórnarinnar þá liti
dæmið þannig út á næsta ári:
1. ársfjórðungur 70 stig
2. ársfjórðungur 69 stig
3. ársfjórðungur 66 stig
4. ársfjórðungur 64 stig.
Hagdeild ASÍ hefði reiknað
þetta út og hún hefði hingað til far-
ið nærri um slíka hluti. Kjaraskerð-
ingar núna væru því engar bráða-
birgðaráðstafanir heldur væri gert
ráð fyrir skerðingu til langs tíma.
Á rnilli 30% og 40% af heildar-
tekjum verkafólks hefur hingað til
fengist fyrir yfirvinnu. Nú þegar
hefði sú þróun gert vart við sig að
dregið hefði stórlega úr yfirvinnu
og fyrirsjáanlegt væri að sú þróun
héldi áfram. Hvað þýðir þetta?
Þetta þýðir slíkt hrun heimilistekna
á næsta ári að stefnir í óefni. Þetta
kæmi til viðbótar lögbundinni og
samfelldri kjaraskerðingu ríkis-
stjórnarinnar.
Þegar talsmenn ríkisstjórnarinn-
ar tala svo um að ekki megi stefna
verðbólgumarkmiðum hennar í
hættu með of háum kjarasamning-
um, þá er það viðurkenning á að
verðbólgunni hefur aðeins verið
náð niður með árásum á kaupið.
Helstefna ríkisstjórnar væri búin
að bera ávöxt sinn og mál væri að
linni.
Það verður að grípa inní þessa
stefnu, sagði Guðmundur. - Ef
ekki þingmer,n stjórnarliðsins, þá
að ríkisstjórnin léti af stefnu sinni
eða þá að annað komi til, sagði
Guðmundur J. Guðmundsson.
-óg
i'y