Þjóðviljinn - 03.11.1983, Page 5
Fimmtudagur 3. nóVember' 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Alvarlegt atvinnuástand á Akranesi
Arnfríður Valdimars-
dóttir trúnaðarmaður
hjá Haferninum hf.
Eiríkur Sveinsson
Fáum engar
bætur hjá at-
vinnurekend-
um
„Við þeim tæplega 100 manns sem
hér starfa blasir ekkert annað við
en algert atvinnuleysi. Fólk hér ótt-
ast mjög að ef togarinn fer á upp-
boð þá muni þetta frystihús ekki
opnað aftur. Það þarf auðvitað
ekki að fara mörgum orðum um
það, að þetta ástand kemur á versta
tíma fyrir flesta sem hér starfa. Ég
satt að segja skil ekki hvernig
sumir, sem hérna vinna, komast
af,“ sagði Arnfríður Jónsdóttir
trúnaðarmaður verkakvenna hjá
Haferninum hf. Öll vinna leggst
niður hjá Hafcrninum næsta föstu-
dag og leggja allir niður störf hjá
fyrirtækinu nema nokkrir þeirra
sem starfa við viðhald og eftirlit.
„Hljóðið í fólkinu er slæmt, sér-
staklega vegna samningsréttariijs.|
Margar þeirra sem hér starfa hafa:
unnið árum saman og .yoru búnar
að ávinna sér allt að 3
sagnarfrest, en hann er akkúra^j
engu gerður þar sem okkur er
sagt upp kauptryggingunni _
förum því beint á atvinnuleysisskrá
þar sem lög segja til um að ef enga
vinnu er að fá hjá fyrirtækinu þá
urinn tekurtilj þáþurfi atvinnurek-
endur ekki að greiða svo mikið sem
hefur einnig komið fram í máli,
framlcvæmdastjóranna hér
jafnvel þó svd ,.pennastrikið“
Atvinnuleysið
er að skella á
„Ég geri ráð fyrir að þegar næsti
mánudagur verður liðinn þá hugsi
menn sinn gang hver í sínu lagi.
Stöðvun frystihússins snertir mig
ekki alveg strax enda er ég hér til að
halda við vélum o.þ.h., en flestir
þeir karlar sem hér starfa hætta
strax upp úr helginni t.d. þeir sem
vinna í tækjunum. Nei, mér sýnist
útlitið fráleitt vera í þá átt að fyrir-
tækið opni aftur. Framkvæmda-
stjórar þess boðuðu mig og trúnað-
armann kvenna hér á staðnum, á
fund og skýrðu fyrir okkur málið
og ekki jókst bjartsýnin við það“,
sagði Eiríkur Sveinsson trúnaðar-
maður karla hjá Þórði Óskarssyni
þegar Þjóðviljinn talaði við hann í
8ær\
„MÉr sýnist það alveg augljóst að
þessir erfiöleikar, sem steðja að
okkúr hérna, marka aðeins upp-
hafiþ að enn meira atvinnuleysi.
Atvinnuleysiö er að skella á yfir
landið allt. svo mikið er víst. Ég er
buinn að vmna herna 117 ar og man
ekki eftir erfiðara ástandi, og eitt
get ég sagt þér, að þetta er ekki hið
svokallaða 'f útgerðarrhannavæl,
að' érú’ mtíh alvarlegri hlutir að
erast,“ sagði Eiríkur.
Jakobína Pálmadóttir
Getur ekki
gengið svona
lengur
„Ég er búin að starfa hjá þessu
fyrirtæki allt frá stofnun þess og þó
stundum hafl gengið á ýmsu, þá
man ég ekki eftir öðru eins ástandi
eins og því sem nú er. Það hefur
aldrei komið fyrir að starfsfólkinu
hafl öllu verið sagt upp,“ sagði Jak-
obína Pálmadóttir starfsmaður hjá
Haferninum þegar Þjóðviljinn hitti
hana að máli þar sem hún var við
störf hjá fyrirtækinu. Jakobína
hefur um alllangt skeið átt sæti í
stjórn kvennadeildar Verkalýðsfé-
lags Akraness.
„Ég hef ekki fundið fyrir því að
fólki finnist við stjórnendur frysti-
hússins að sakast, það skilja allir
þegar aðalhráefnisöflun hússins er
úr leik. Þetta hafa verið eilífar
reddingar hjá þeim, sláttur frá degi
til dags til að koma togaranum út
og menn skilj a að svona getur þetta
ekki gengið lengur. Ég held að fólk
hérna vilji gjarnan sjá þingmenn-
ina koma til þess að líta á ástand-
ið,“ sagði Jakobína að lokum.
-hól.
Fjóla Ásgeirsdóttir
starfsmaður hjá Pórði
Óskarssyni hf.
Gerbreytir
högum
mínum
„Þetta ástand kemur.sér mjög illa
fyrir mig og mína. Ég og maðurinn
minn eigum eitt barn og erum ný-
búin að kaupa íbúð og til stóð að
hann færi í skóla í vetur. A meðan
ætlaði ég að vinna fyrir heimilinu.
Ég sé ekki fram á annað en hann
þurfi áð hætta við að fara í
skólann,“ sagði ung stúlka, Fjóla
Ásgeirsdóttir í stuttu spjalli við
Þjóðviljann. Fjóla starfar hjá Þórði
Oskarssyni hf., en þar er ástandið
allt það sama og hjá Haferninum,
starfsfóíki hefur verið sagt upp og
flestir fara á atvinnuleysisbætur.
„Ég hef nú ekki kannað ástandið
á atvinnumarkaðinum, en manni
er sagt^áð það sé ekki alltof gott
hérna um þessar mundir og á-
reiðanlega verður erfitt að fá vinnu
þegaí svö margir standa allt í einu
uppi atvinnulausir. Talið er áö at-
viiinuleysisbæturnar verði í pesta
faíli heln|ingur.af þeim tekjum sem
menn hafa hér venjulega en þess
verður þó að geta að bónusinn er
ekki inni í þeirri mynd en hann veg-
ur drjúgt þegar allt er saman
Sigríður
Sigurðardóttir
Atvinnuleys-
isbæturnar
hrökkva
skammt
„Þetta kemur sér mjög illa fyrir
mig. Ég er einstæð móðir með tvö
börn í skóla og það að missa at-
vinnuna er því afleitt fvrir mig. Þá
virðist manni ekki vera svo auðvelt
að fá aðra vinnu, enda atvinnuá-
standið hér orðið slæmt,“ sagði
Sigríður Sigurðardóttir í samtali
við Þjóðviljann þar sem hún stóð
við flökun í vélasal fiskvinnslust-
öðvar Þórðar Óskarssonar.
Ég er búin að starfa hérna lengi
og man ekki eftir öðru eins ástandi.
Þó að maður voni innilega að fyrir-
tækið opni aftur, þá er maður ekk-
ert sérlega bjartsýnn á að svo verði.
Nú ég eins og aðrir starfsmenn,
verð að fara á atvinnuleysisbætur
en þær hrökkva skammt, verða í
hæsta lagi helmingur af þeim tekj-
um sem ég het halt hérna undan-
fariö og hefur þó vinnan ekki verið
ýkja mikil, lítil sem engin eftir
vinna," sagöi Sigríður að lokum.
—hól
Tvö lík fundin í Sandey
Kafarar af björgunarskipinu Goðanum fundu í gær lík
Kjartans Erlendssonar vélstjóra í vélarrúmi Sandeyjar þar
sem sanddæluskipið liggur á hvolfi á Engeyjarrifi. I fyrradag
fundu kafarar lík Emils Pálssonar matsveins í skipinu. Þá er
enn ófundið lík eins skipverjans. Kafarar þaulleituðu í Sand-
eynni í gær og telja þeir tilgangslaust að leita frekar fyrr en
búið verður að snúa skipinu á réttan kjöl.
-Ig-
14 sjómenn farist
í þremur sjóslysum
Á aðeins 5 dögum hafa 14 sjómenn drukknað í þremur
stóslysum við strendur landsins.
Á föstudag fórust 4 skipverjar af sanddæluskipinu Sandey
er því hvolfdi skammt utan við Engey. Ennþá er leitað eins
skipverjans.
Á mánudag fórst skelfiskbáturinn Haförn SH-122 frá
Stykkishólmi við Bjarneyjar í vonskuveðri. Þrír skipverjar
fórust og er þeirra enn leitað en þremur var bjargað í þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Síðdegis í fyrradag sökk þýska flutningaskipið Kampen
um 22 sjómílu'r suðaustur af Dyrhólaey. 13 skipverjar voru
um borð og lifðu 6 þeirra af slysið en 7 fórust, allir Þjóðverj-
ar. Það voru síldveiðiskip frá Grindavík og
Vestmannaeyjum sem björguðu skipverjunum þar sem þeir
svömluðu í olíumenguðum sjónum innan um brak úr
skipinu. Flutningaskipið var aðeins 10 mánaða gamalt,
smíðað í Kína.
Leitað við Breiðafjörð
Fjölmenn sveit björgunarmanna af Snæfellsnesi og úr
Breiðafirði leitaði í gær að skipverjunum þremur sem fórust
með Haferninum við Bjarneyjar á Breiðafirði sl. mánudag. í
gær fannst lík Péturs Jack rekið á smáeynni Lóni, skammt frá
slysstaðnum. í gær var leitað í Bjarneyjum og nálægum
eyjum og skerjum auk þess sem heimamenn gengu alla
Skarðsströnd. Leit verður haldið áfram í dag.
Þau sem fórust með Haferninum SH-122 voru Ingólfur
Kristinsson, Sundabakka 14, Stykkishólmi, 20 ára gamall,
trúlofaður en barnalaus. Kristrún Óskarsdóttir, Sunda-
bakka 14, Stykkishólmi, 36 ára, gift og tveggja barna móðir
og Pétur Jack, Lágholti 2, Stykkishólmi, 32 ára gamall,
kvæntur og þriggja barna faðir.
Óvœntur heiður
Stefán Edelstein kom að rnáli við blaðið og þakkaði þann
óvænta heiður sem sér hefði hlotnast í viðtali á 2. síðu
blaðsins í gær, þar sem honum er bæði eignaður doktorstitill
og sagður eiga hugmyndina að íslensku menningarvikunni í
Vestur-Berlín. Þetta væri lofsverður velvilji í sinn garð, en
engu að síður væri það nú svo að hann hefði ekki doktors-
gráðu og ætti ekki hugmyndina. Húgmyndin væri runnin frá
bróðurnum, Wolfgang Edelstein, og doktorstitillinn væri
einnig hans. Hinsvegar hefðu þeir unnið saman að því að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd. _