Þjóðviljinn - 03.11.1983, Síða 8
í
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1983
Fimmtudagur 3. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
Milli áranna 1962-1983 varð
heildaraukning
verslunarhúsnæðis í Reykjavík
120%. Flatarmál
verslanabygginga jókst úr
nálega 150 þús. fermetrum í um
330 þús. fermetra. Samkvæmt
nýjustu spám Borgarskipulags
Reykjavíkurog
Þróunarstof nunar er áætlað að
verslunarrými í Reykjavík aukist
í um 400 þús. fermetra árið 1995.
Miðað við útþenslu
verslunarbygginga á síðustu
árum og þeim áætlunum sem nú
eru uppi um nýja stórmarkaði og
verslunarsamsteypur í
Kringlumýri og víðar í
borgarlandinu telja menn að 400
þús. fermetrum verði náð mun
fyrr en áætlað var. Fjárfesting í
verslunarhöllum sé nú komin út í
algera vitleysu þar sem
fermetrarými á hvern íbúa hér í
Reykjavík er þegar orðið langt
fram yfir það sem þykir eðlilegt í
sambærilegum borgum
erlendis. Kaupmannasamtök
íslands hafa varað við þessari
gegndarlausu uppbyggingu
verslanahalla sem þeir segja
enga þörffyrir.
„Ég er hræddur um að það stefni í algjört
óefni með svo mikilli fjárfestingu í verslun.
Það er okkur kaupmönnum áhyggjuefni
hversu gífurlega hefur bæst við af
verslunum, sérstaklega matvöruverslunum
nú á síðustu tímum og er enn að bætast við“,
sagði Sigurður E. Haraldsson formaður
Kaupmannasamtaka ísiands í samtali við
Þjóðviljann á dögunum.
Langt umfram allarspár
Á síðustu tveimur áratugum hefur
verslunarrými í Reykjavfk aukist að
meðaltali um 9 þús. fermetra á ári.
í spá aðalskipulags Reykjavíkur frá 1967
var gert ráð fyrir að verslunarrými í
borginni yrði á þessu ári milli 160-205 þús.
ferm. og í spá frá Hagvangi frá 1974 var
spáð að verslunarrýmið í ár yrði um 273
þús. ferm. en eins og áður sagði tekur
verslun í Reykj avík yfir 330 þús ferm. á
þessu ári.
200
m I
1979 1980 1981
1982
Nærri
fjórir
fermetrar
á hvern
borgarbúa
í verslunar-
rými
Verslunar- og skrifstofuhallir þjóta upp I beinu samræmi við stöplaritið hér á síðunni.
Mynd - eik.
450
400
350
300
250
200
150
100
/ / / /' / / / /'
/ / / / ■/ Y / 4 '
Y'S' ' /•
í ^ S «4 // yy
:
P *
5
196062 '65
'70
'75
'80
'85
'90
'95 98 2000
Þessi mynd sýnir skýrt þá
aukningu sem orðið hefurá
verslunarhúsnæði í Reykjavík
áárunum 1962-80 ásamt
spám þriggja opinberra
stofnana um þróunina í
þessum efnum fram til 1998.
Aukningin sem verður árið
1976 er vegna þess að þá var
tekin upp ný aðferð við
skráningu á
verslunarhúsnæði sem gefur
raunsærri mynd af stöðunni
hverju sinni en áður var.
Bakslagið sem verður árið
1979 er vegna þess að þá lagði
vinstri stjórríin þáverandi á
nýjan skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði og er víst
að margir kaupahéðnar hafa
fengið skráningu á notkun
húsakynna sinna breytt vegna
þessarar skattlagningar.
(Línuritið er úr skýrslu
Borgarskipulags Reykjavíkur
frá 1982 um verslunarkönnun
íRvík.)
Ar
Gífurleg fjárfesting í
skrifstofum og verslun
Eftir 1980 hefur mun meira
fjármagni verið veitt til
uppbyggingar verslunarhalia
og skrifstofubákns en mesta
stóriðnaðar landsmanna,
fiskvinnslunnar, þrátt fyrir að í •
sjávarútvegi og fiskvinnslu hafi
áttsérstaðgeysimikil -
uppbygging á síðustu árurn.
Eins og sést á súluritinu og
tölunum hér að neðan sem
fengnar eru úr
þjóðhagsskýrslum hefur
framlag til uppbyggingar
sjávarútvegs/fiskvinnslu dregist
saman miðað við fast verðlag á
síðustu árum á sama tíma og
geysileg fjárfesting hefur átt sér
stað í verslunar- og
skrifstofuhöllum og sér engan
veginn fyrir endann á þeirri
þróun.
Verslun/skrifstofur Vinnsla sjávarafurða
Árið 1979 154 miljónir 155 miljónir
Árið 1980 155 miljónir 144 miljónir
Árið 1981 177 miljónir 147 miljónir
Árið 1982 221 miljón 148 miljónir
Helmingi hærra
en erlendis
Til að skýra betur út þessar tölur
jafngildir gólfflatarmál verslunarhúsnæðis í
Reykjavík í dag því að 3.9 fermetrar
verslunar séu á hvern borgarbúa. Árið 1981
voru 2.8 fermetrar á hvern borgarbúa 3.1
árið 1976 og2.0árið 1962. Fermetrafjöldi
verslunarrýmis miðað við íbúa í Reykjavík
hefur því nálega tvöfaldast á þessum árum.
Til samanburðar má geta þess að erlendis er
talið eðlilegt að um 2 fermetrar
verslunarrýmis séu á hvern íbúa í borgum á
stærð við Reykjavík. Samkvæmt gögnum
sem kaupmannasamtökin hérlendis hafa
birt þá var verslunarrými í Álaborg árið
1978tæplega300þús. ferm. eníborginni
bjuggu þá um 155 þúsund manns. Það
jafngildir um 1.93 fermetra á hvern íbúa.
Samkvæmt áætlun þarlendra yfirvalda er
ráðgert að sambærileg tala árið 1990 verði
2.05.
Hlutfallsleg
fækkun starfsfólks
En hvað þá um starfsfólk í verslun, hefur
því ekki snarfjölgað á síðustu árum?
Samkvænit upplýsingum í riti
Borgarskipulags Reykjavíkurfrá 1981 um
verslunarkönnun í höfuðborginni, þá
störfuðu um 16.9% borgarbúa við verslun
árið 1963. Þeim hafði hins vegar fækkað
niðurí 16.6% árið 1979, enáöllum áttunda
áratugnum varð nær engin fjölgun á tölu
borgarbúa.
í áðurnefndri könnun kom m.a. fram að
verslunarfyrirtækjum í borginni fjölgaði
um 36% á árunum 1971-1979, eða úr 1057 í
1437. Nær öll fjölgunin varð í heildsölum en
slíkum fyrirtækjum fjölgaði úr 435 í 722 á
þessum árum en smásöluverslunum úr 622 í
715. Heildsölufyrirtæki voru þar af leiðandi
orðin fleiri en smásölufyrirtæki í borginni á
miðjuári 1977.
Gífurleg viðbót
næstuár
En hvar kemur öll sú viðbót
verslunarrýmis bæði í Reykjavík og í
nágrannasveitarfélögunum sem gert er ráð
fyrir á næstu árum? Nokkrir stórmarkaðir
hafa risið í nágrenni Reykjavíkur nú á
síðustu misserum og um þessar mundir er
verið að taka í notkun stórmarkað í
Holtagörðum við Sundahöfn. Þá hefur
skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar
heimilað Hagkaupum að reisa 20 þús.
fermetra stórmarkað og verslunarhöll í
nýj a miðbænum í Kringlumýri og Víðir
hefur heimild til að byggja stórmarkað í
Mjóddinni. Hér eru þegar upptaldir hátt í
40 þús. fermetrar í hreinni viðbót við
verslunarrými nú á síðustu mánuðum og
það sem samþykkt hefur verið af
yfirvöldum. Nánari grein verður gerð fyrir
stórmarkaðsmálum í Reykjavík og víðar
um land og Kringlumýrarbyggðinni í næstu
tölublöðum Þjóðviljans. í Kópavogi eru
hugmyndir uppi um að auka verslunarrými
um nálega 5000 fermetra til næstu
aldamóta. í nýju miðbæjarskipulagi
Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir 2.500 ferm.
viðbót í verslunarrými. í Garðabæ er talað
um 3000-5000 ferm. í viðbót til næstu
aldamóta og á Seltj arnarnesi var nýlega
opnaður nýr stórmarkaður.
Enginn fjárskortur
Það er kannski ekki að undra þótt fleiri
en félagar í Kaupmannasamtökunum séum
uggandi vegna þessarar gríðarlegu viðbótar
í verslunarrými sem gert er ráð fyrir á
næstunni. Þegarer verslunarrými á
höfuðborgarsvæðinu um tvöfalt meira á
hvern íbúa en þekkist í stórborgum erlendis
og ekkert lát virðist á nýj um byggingum.
Meðan þjóðin er látin herða sultarólina
samkvæmt lögskipaðri tilskipun
ríkisvaldsins, virðist vera til ótakmarkað
fjármagn í öllum sjóðum þegar einhverjum
dettur í hug að byggja nýja verslunarhöll.
-lg-
I
I
I
I
I
i
i