Þjóðviljinn - 03.11.1983, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1983
Minning________________
Magnús Þorgeirsson
Miðvikudaginn 26. október s.l.
lést Magnús Þorgeirsson, fyrrver-
andi forstjóri Verslunarinnar Pfaff
í Reykjavík, 81 árs að aldri.
Magnús var fæddur í Keflavík
23. janúar 1902, en í Reykjavík ólst
hann upp og í Reykjavík vann hann
sitt lífsstarf. Á barnsaldri var hann
sendur í sveit, í Hraunkot í Þing-
vallasveit. Þar kynntist hann harðri
lífsbaráttu og mikilli fátækt en jafn-
framt góðu fólki. í Reykjavík urðu
störf Magnúsar tengd verzlun.
Fyrst var hann sendisveinn, síðan
afgreiðslumaður og næst verzl-
unarstjóri. Þannig fékk Magnús
góða reynslu af verzlunarstörfum,
sem starfsmaður annarra, þar til
hann hóf sinn eigin 'rekstur. Árið
1929 rekur Magnús orðið umtals-
verða sjálfstæða verzlun, og það ár
selur hann fyrstu Pfaff-
saumavélina.
Verzlunin Pfaff í Reykjavík, sem
Magnús Þorgeirsson stofnaði og
vann upp stig af stigi, og gerði að
landsþekktu og traustu fyrirtæki,
er nú, undir stjórn sonar Magnús-
ar, Kristmanns, eitt af stærstu
verzlunarfyrirtækjum í landinu.
Sá þáttur í lífi Magnúsar Þor-
geirssonar, sem tengdur er
verzlunar- og viðskiptastörfum
hans, er um margt býsna merki-
legur. Um hann mun ég ekki fjalla
og allra sízt í þessum fáu minning-
arorðum.
Eitt er mér þó ofarlega í huga
varðandi kaupmannsþátt Magnús-
ar, en það er sú almenna viður-
kenning og það traust, sem hann
ávann sér hjá hinum almenna við-
skiptamanni og sá mikli vina- og
kunningjafjöldi sem hann eignað-
ist í sambandi við starfið.
Að byrja með tvær hendur tóm-
ar eigin verzlunarrekstur rétt upp
úr fyrri heimsstyrjöldinni og skila
af sér Verzluninni Pfaff eins og hún
er nú, er vissulega afrek. En hitt er
þó ennþá meira afrek í mínum
augum, að hafa á sama tíma fengið
þá viðurkenningu karla og kvenna
um allt land „að örugglega megi
treysta loforðum hans Magnúsar í
Pfaff“ og „að þjónusta Pfaff við
sína viðskiptavini bregðist aldrei".
Persónulega heyrði ég og sá
þessa viðurkenningu, en síðar átti
ég eftir að kynnast því, að Magnús í
Pfaff virtist enga óvildarmenn eiga,
en hins vegar ótölulegan fjölda
Lántökuheimild
Stór hluti þess fjár sem Lána-
sjóði íslenskra námsmanna er ætl-
að á fjárlögum fyrir næsta ár er
fólginn í lánt ikuheiiniliíum, segir í
ályktun stjómar SHÍ m fjárlaga-
frumvarp næsta árs,þar sem mót-
mælt er niðurskurði til LÍN.
Lántökuheimild í stað beinnar
fjárveitingar er einungis til að auka
vandamál sjóðsins því þannig kem-
ur LÍN seinna til með að standa
undir sér þegar sífellt er aukið á
skulda og vaxtabyrðina.
Á niðurskurðartímum sem nú
telur SHÍ enn brýnna en áður að
tryggt sé jafnrétti til náms. Skerð-
ing til LÍN felur einungis í sér að
einstaklingar sem ekki eiga efnaða
að verða að hverfa frá námi. SHÍ
telur kjör láglaunafólks slík að ekki
sé rétt að skerða þau enn frekar
með þessum hætti.
F. 23. 1. 1909 —
D. 26. 10. 1983
vina og kunningja. Eg kynntist
Magnúsi fyrst persónulega rétt upp
úr 1950. Vinátta okkar stóð því í
rúm 30 ár.
Magnús Þorgeirsson var um
margt vel gerður maður. í mínum
huga var hann að mörgu leyti
dæmigerður aldamóta-maður.
Fullur af orku og framfaraþrá.
Hann sá möguleikana og vildi
brjótast áfram og koma hlutunum í
verk. Þrátt fyrir fátækt og um-
komuleysi á íslandi á árunum 1904
til 1918, þá var framfarahugur í
öllum þeim, sem eitthvað gátu
hreyft sig.
Á sviði verzlunar og viðskipta
voru þessir möguleikar margir. Á
þessum árum var sjálfs-nám og
lífsreynsla aðalsmerki margra
góðra manna.
Magnús var ekki langskólamað-
ur. Hann hafði sáralitla skóla-
menntun.
Þó var Magnús að mínu mati
gagn-menntaður maður. Hann var
vel lesinn, fjölfróður, hafði yndi af
. skáldskap, enda góður hagyrðing-
ur sjálfur. Magnús var góður mála-
, maður og betri á því sviði en ýmsir
j þeir, sem nú veifa háum skólapróf-
um.
Fyrir mig var hann fróð-
leiksbrunnur um Reykjavík, um
menn þar og byggðaþróun, enda
hafði hann vaxið upp með Reykja-
vík og tekið beinan þátt í þeim
stökkbreytingum, sem hér hafa
orðið s.l. 60-70 ár.
Magnús var mikill áhugamaður
um íþróttir. Á yngri árum stundaði
hann fimleika og hann var fyrsti
fimleikameistari Islands.
Stangveiðimaður var Magnús
góður. Flugu kastaði hann mjúkt
og lipurlega eins og sönnum
íþróttamanni sæmdi.
Eftirlifandi kona Magnúsar er
Ingibjörg Jónsdóttir Kaldal. Synir
þeirra tveir eru: Kristmann, nú for-
stjóri Pfaff, og Leifur, fram-
kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Flugleiða.
Vinátta okkar Magnúsar var
góð. Hún varð þó ennþá nánari
fyrir það að kona mín og Ingibjörg
kona Magnúsar urðu strax miklar
vinkonur.
Nú við leiðarlok Magnúsar vilj-
um við Fjóla færa þér, Ingibjörg,
sérstakar þakkir fyrir vinsemd þína
og góðar stundir sem við áttum
með ykkur Magnúsi í Hvamminum
við Norðurá. Við Fjóla vottum
þér, Ingibjörg, og sonum ykkar, og
öllum aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Ég kveð svo vin minn Magnús
með þökk fyrir 30 ára samfylgd.
Við félagarnir frá kaffiborðinu í
Pfaff kveðj um góðan vin og félaga.
Við minnumst glaðværðar og
gamanyrða, skemmtilegra ferða-
laga og eftirminnilegra heimsókna
í Hvamminn góða við Norðurá.
I okkar hópi eru nánustu vinir og
trúnaðarmenn Magnúsar í áratugi.
Aliir munum við geyma minn-
inguna um góðan dreng og traustan
félaga.
Við vottum Ingibjörgu og sonum
þeirra hjóna, Leifi og Kristmanni,
og öllum aðstandendum einlæga
samúð. Lúðvík Jósepsson
Eggjadreifingarstöð:
Hagkvæm
neytendum
AHmjög er nú um það deilt,
hvort koma eigi upp eggjadreifing-
arstöð á Reykjavíkursvæðinu eða
ekki. Framleiðsluráð hefur véitt
Sambandi eggjaframleiðenda
heildsöluleyfi fullnægi það eðli-
legum kröfum um góða vöru og
þjónustu og leggur jafnframt
áherslu á að framleiðendur standi
saman um rekstur stöðvarinnar.
Ráðgjafafyrirtækið Hagvangur
hefur gert könnun á hagkvæmni
stofnunar og reksturs dreifingar-
stöðvar. Hún bendir til þess, að
sögn Framleiðsluráðs, að kostnað-
ur við aðflutninga, flokkun og
dreifingu eggja verði 3% af
heildsöluverði en er nú um 10%,
sem er inni í verðinu. Eggjaverð
ætti því að lækka. Eggjadreifingar-
stöð, sem hefur fullkomna gæða-
og heilbrigðisskoðun á eggjum, á
að tryggja neytendum betri vöru,
koma í veg fyrir að gömul og gölluð
egg berist á markað, tryggja jafn-
ara framboð og draga úr óeðli-
legum verðsveiflum. Ekkert hefur
komið fram, sem bendir til þess að
eggjaframleiðsla sé hagkvæmari á
mjög stórum búum en fjölskyldu-
búum.
Framleiðsluráð kveður sig ekki
vera með neinar ráðagerðir um að
þrengja sérstaklega kosti stærri bú-
anna. Á hinn bóginn þoli eggja-
markaðurinn ekki framleiðslu-
aukningu umfram það sem unnt er
að framleiða á hænsnabúunum nú
og því ekki ástæða til að stækka
þau. Ekkert ’bendir heldur til þess
að dreifingarstöð hækki eggjaverð
til bakara og annarra stórfram-
leiðenda og staðhæfingar um
hækkun brauðaverðs við stofnun
dreifingarstöðvar því úr lausu lofti
gripnar, segir Framleiðsluráð.
- mhg
Pjonustusiöa Pjoðviljans
Reyking og sala á matvælum
Adíói„ Sími 72122
i LO
REYKOFNINN HF.
\V Skemmuvegi 14 200 Kópavogi
Hellusteypan
STÉTT
Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211.
XI.
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Hauksson
Pípulagningameistari
Simi 46720
Ari Gústavsson
Pípulagningam
Simi 71577
Nýlagnir
Jarðlagnir
Viðgerðir
Breytingar
Hreinsanir
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliöa véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvélaleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
minni háttar múrverk og smíðar.
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, sími 46980 — 72460,
Nýbýlavegi 22, Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa.
rt ÁAAJVMVw>*i* ****** a É
STEYPUSÖGUN
vegg- og gólfsögun
VÖKVAPRESSA
i múrbrot og fleygun
KJARNABORUN
fyrir öllum lögnum
Tökum aó okkur verkefni um allt land. — Fljót og góó
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.
Verkpantanir
tri kl. 8—23.
TRAKTORSGRÖFUR
L0FTPRESSUR
SPRENGIVINNA
46297
GEYSIR
Bílaleiga
Car rental
BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
LIPUR ÞJ0NUSTA
VIÐ LANDSBYGGÐINA
PÖNTUM - PÖKKUM
SENDUM-SÆKJUM
TRYGGJUM
Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa
ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum.
Ekkert er auðveldara en $lá á þráðinn
og afla uppiýsinga.
MM
Opið frá kl. 9-19 alla virka daga.
Símsvari opinn allan sólarhringinn.
^7
JLandsþjónustan s.f.
Súðavogi18. S.84490 box 4290
GLUGGAR
0G HURÐIR
\vönduð vinna á hagstæðu verði\
Leitið tilboða.
UTIHURÐIR
Dalshrauni 9, Hf.
S. 54595.