Þjóðviljinn - 03.11.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Frábært gengi ensku og skosku liðanna í Evrópumótunum í knattspyrnu:
Watford, Liverpool og Tottenham unnu frækna útisigra
Tottenham hafði sigrað Feyeno-
ord 4-2 heima og kórónaði það
með 2-0 sigri í Rotterdam. Hol-
lendingurinn Johan Cruyff hafði
ætlað að sýna enska snillingnum
Glenn Hoddle hver væri bestur en
öðru sinni hafði Hoddle betur.
Chris Hughton og Tony Galvin
skoruðu mörk Tottenham.
Watford vann þó frækilegasta sig-
urinn, 3-1 gegn Leviski í Búlgaríu
eftir 1-1 jafntefli heima. Búlgarir
skoruðu úr vítaspyrnu á 6. mínútu
en Nigel Callaghan jafnaði þremur
mínútum síðar. Leikinn þurfti að
framlengja og á lokamínútunum
þar skoraði Watford tvívegis, fyrst
Wilf Rostron, þá nýliðinn Ian Ric-
hardson, sem þar með hefur gert
þrjú mörk fyrir Watford, öll í
UEFA-bikarnum!
Manchester United var ekki í
vandræðum, hafði sigrað Varna 2-
1 í Búlgaríu og vann nú 2-0 á Old
Trafford. Frank Stapleton skoraði
bæði mörkin.
Celtic hafði tapað 0-2 fyrir Sport-
ing í Lissabon en var komið í 3-0
fyrir hlé í gærkvöldi og sigraði að
lokum 5-0. Tommy Burns, Tom
McAdam, Brian McClair, Murdo
Macleod og Frank McGarvey
skoruðu mörkin.
Dundee United, skosku meistar-
arnir, rústuðu Standard frá Belgíu
4-0. Ralph Milne 2, Paul Hegarty
og David Dodds skoruðu mörkin.
Aberdeen fór létt með annað
belgískt lið, Beveren, 4-1 í Evrópu-
keppni bikarhafa. Gordon Strac-
han skoraði 2 mörk fyrir Aberde-
en, Neil Simpson og Peter Weir eitt
hvor.
Peter Davenport skoraði sigur-
mark Nottingham Forest gegn PSV
Eindhoven og Forest vann þar með
3-1 samanlagt.
Nýir
Evrópumeistarar
Nýir Evrópumeistarar verða
krýndir næsta vor; Hamburger SV
Týr marði
Selfyssingar veittu Tý mikla og
óvænta keppni þegar iiðin mættust
■ 3. deildinni í handknattieik í
Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Sel-
tókst aðeins að sigra Dinamo
Búkarest 3-2 í Hamborg og féll út
3-5 samanlagt. Hamburger var
búið að jafna metin snemma í
síðari hálfleik, var komið í 3-0 (3-3
samanlagt) eftir 55 mínútur. Diet-
mar Jacobs hafði skorað 2 mörk og
Thomas Von Heesen eitt. En Di-
namo skoraði tvívegis á lokamínút-
unum, Hamburger var þá farið að
slaka á og beið eftir framlenging-
unni sem aldrei kom. Talnar og
Multescu skoruðu þessi örlagaríku
mörk Rúmenanna.
Gengi V.Pjóðverja var annars
hroðalegt. Köln vann Ujpest frá
Ungverjalandi 4-2 en féll á úti-
mörkum Ujpest. Klaus Allofs 2,
Ged Strack 2 og Pierre Littbarski
skoruðu fyrir Köln en sjálfsmark
Strack gerði vonir liðsins að engu.
Bayern Múnchen skreiddist í gegn í
UEFA-bikarnum eftir annan 0-0
leik gegn gríska liðinu Saloniki.
Bayern vann 9-8 í framlengdri vít-
aspyrnukeppni. Werder Bremen
féll á 1-1 jafntefli gegn Austur-
Þjóðverjunum frá Leipzig þannig
að Bayern er eitt eftir af vestur-
þýsku liðinum í mótunum þremur.
Antwerpen féll!
Heldur var gengi „íslending-
anna“ þriggja sem eftir voru slakt.
Anderlecht komst þó áfram á 2-2
jafntefli í Ostrava í Tékkóslóvakíu.
Kenneth Brylle og Erwin Vander-
bergh skoruðu fyrir Anderlecht
sem vann 4-2 samanlagt.
Antwerpen, lið Péturs Péturs-
sonar, fór hins vegar hroðalega að
ráði sínu eftir að hafa náð 2-2 jafn-
tefli gegn Lens í Frakklandi. Lens
vann 3-2 í Antwerpen í gærkvöldi
og skoruðu þeir Boeckstaens og
Francois Van Der Elst mörk
Antwerpen. Laval, franska liðið
hans Karls Þórðarsonar, gerði þó
enn verr í buxurnar. Laval hafði
tapað 0-2 fyrir Austria í Vín en var
3-0 yfir í hálfleik gegn Austurríkis-
mönnunum í gærkvöldi. Gestirnir
Selfoss!
foss komst í 7:3 og var 7:5 yfir í
hálfleik, síðan 11:9, en Týrarar
voru sterkari á lokasprettinum og
sigruðu 16:13.
Sigurlás Þorleifsson 5, Hörður
Pálsson 3 og Benedikt 3 skoruðu
mest fyrir Tý en Guðmundur 7 og
Sævar Sverrisson 3 voru marka-
hæstir Selfyssinga. Sölvi mark-
vörður Selfoss átti snilldarleik og
Jón Bragi lokaði marki Týs á síð-
asta korterinu.
- JR/Eyjum
skoruðu hins vegar þrívegis í síðari
hálfleiknum, jöfnuðu þar með 3-3
og unnu þvf samanlagt 3-5.
Fimm í seinni
hálfleiknum!
Inter Milano frá Ítalíu gerði það
gott gegn Groningen frá Hollandi í
UEFA-bikarnum. Groningen
hafði sigrað heima 2-0 og í hálfleik í
gærkvöldi var staðan 0-0. Inter
skoraði hins vegar þrisvar á fyrsta
korterinu, Collovati, Altobelli og
Serena, Hollendingar svöruðu
strax, 3-1, og það hefði nægt þeim.
Inter fór hins vegar aftur í gang
undir lokin og skoraði tvö enn, Ser-
ena og Múller voru þar að verki.
5-1 sigur og 5-3 samanlagt.
Juventus skreið hins vegar í gegn
í Paris St. Germain frá Frakklandi
á útimörkum eftir markalaust jafn-
tefli heima í gærkvöldi.
Úrslit leikjanna í gærkvöldi gef-
ur að líta vinstra megin á síðunni.
-VS
Ferguson
fær 5 ára
samning
Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri skosku
Evrópubikarmeistaranna í knatt-
spyrnu, Aberdeen, skrifaði undir
nýjan fimm ára samning við fé-
lagið í gær. Samhingurinn er að
verðgildi 250 þúsunda punda og
Ferguson er þar með hæst
launaði stjóri í Skotlandi. Orð-
rómur hafði vcrið uppi um að
Ferguson tæki við Rangers en
hann er þar með cndanlega úr
sögunni.
-VS
Borg með
að nýju!
Björn Borg, sænski tennis-
kappinn, kemur fram á
sjónarsviðið á ný um hclgina.
Hann leikur við hlið vestur-
þýskrar stúlku í heimsmeistarak-
eppninni í tvíliðaleik sem haldin
verðui í Houston í Bandaríkjun-
um. Borg þvertekur þó fyrir að
hann ætli að hefja keppni af ein-
hverri alvöru á ný.
-VS
Socrates aftur með
Hér að ofan gefur að líta hinn sigursæla 4. flokk
KR-inga í knattspyrnu sem varð íslandsmeistari
1983 en vann einnig Reykjavíkurmótið og haustmót
Reykjavíkurfélaganna. Alls lék liðið 27 leiki, vann
25 þeirra, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik,
skoraði 145 mörk en fékk aðeins á sig 7. Steinar
Ingimundarson, þriðji frá vinstri í öftustu röð,
skoraði heil 64 mörk í sumar og tæpast hefur nokkur
annar íslenskur knattspyrnumaður gert betur á ár-
inu. Þjálfari liðsins, fremstur frá hægri, er Atli
Helgason.
Brasilíski knattspyrnusnillingur-
inn Socrates hefur verið frá végna
slæmra meiðsla í tvo mánuði en
annað kvöld getur hann leikið með
Brasilíu gegn Uruguay. Það er
síðari leikur þjóðanna í úrslitum
Suður-Ameríkubikarsins, Urugu-
ay vann fyrri leikinn 2-0. Ekki
veitir Brössunum að liðsstyrknum,
• •
Oðru sinni
íslenska unglingalandsliðið í
knattspyrnu tapaði 3:0 fyrir Eng-
lendingum á Selhurst Park í
London í fyrrakvöld. Þetta var
síðari leikur þjóðanna í Evropu-
keppninni, England vann fyrri
leikinn með sömu markatölu og fer
því áfram, 6:0 samanlagt.
þeir verða að sigra, sama hver
markatalan verður, til að fá auka-
leik sem þá fer fram í Paraguay.
Þeir hafa aftur á móti orðið fyrir
því áfalli að varnarmaðurinn frægi
Leandro, hefur dregið sig úr lands-
liðshópnum af persónulegum
ástæðum.
-VS
3-0 tap
ísland lék mun betur en í fyrri
leiknum hér heima og var óheppið
að skora ekki rnark eða mörk.
Guðmundur Magnússon átti bestu
færin, skallaði í þverslá og komst
síðan einn innfyrir ensku vörnina í
síðari hálfleiknum.
Úrslit leikja í Evrópumótunum í knattspyrnu í gærkvöidi - 2.
umferð - síðari leikir - samanlögð úrslit t svigum:
Evrópukeppni meístaraliða
Atletico Bilbao (Spáni)- Liverpool (Englandi)...............0-1 (0-1)
HamburgerSV(V.Þýskalandi)-DinamoBúkarest(Rúmeníu)...........3-2 (3-5)
Dinamo Minsk (Sovétrikjunum)- Raba ETO Györ(Ungverjal.j.....3-1 (9-4)
Dundee United(Skotlandi)-Standard Liege(Belgíu).............4-0 (4-0)
Benfica(Portúgal)-Olympiakos(Grikklandi.....................3-0 (3-1)
RapidWien (Austurríki)-BohemiansPrag(Tékkóslóvakíu).........1-0 (2-2)
AS Roma (italíu) - CSKA Sotia(Búiagariu)....................1-0 (2-0)
PartizanBelgrad(Júgóslaviu)-DynamoBerlin(A.Þýskal.).........1-0 (1-2)
Evrópukeppni bikarhafa:
Manchester United (Englandi) - Spartak Varna (Búlgariu)......2-0 (4-1)
Aberdeen (Skotlandi) - Beveren (Belgíu)......................4-1 (4-1)
Porto (Portúgal) - Rangers (Skotlapdi).......................
Haka (Finnl.andi)- Hammarby (Svíþjóð).........................2-1 (3-2)
Juventus (Italíu) - Paris St. Germain (Frakklandi)............0-0 (2-2)
Barcelona (Spáni) - NEC Nijmegen (Hoilandl)...................2-0 (5-2)
Köln (V-Þýskalandi) - Ujpest Dozsa (Ungverjaiandi)............4-2 (5-5)
Servetta(Sviss)-ShaktyorDonetsk(Sovétrfkjunum)...............1-2 (1-3)
UEFA-bikarinn:
Aston Villa (Englandi)- Spartak Moskva(Sovétrikjunum).........1-2 (3-4)
Nottingham Forest (Englandi) - PSV Eindhoven (Hollandi).......1-0 (3-T)
Leviski Spartak (Búlgaríu) - Watfora (Englarid)...............1-3 (2-4)
Feyenoord (Hollandi) - Tottenham (Englandi)...................0-2 (2-6)
Laval (Frakklandi) Austria Wien (Austu rriki).................3-3 (3-5)
Banik Ostrava (Tékkóslóvakíu)-Anderlecht (Belgiu).............2-2 (2-4)
Celtic (Skotlandi) - Sportlng Lissabon (Portúgal).............5-0 (5-2)
Antwerpen(Belgiu)-Lens(Frakklandi).......................... 2-3 (4-5)
Carl Zeiss Jena (A.Þýskatandi) - Sparta (Hollandi)............1-1 (3-4j
Sturm Graz (Austurríki) - Verona (Italíu).....................0-0 (2-2)
Bayem Munchen (V.Þýskalandi)- PAOK Saloniki (Grlkklandi)......0-0 (0-0)
Inter Milano (Italiu) - Groningen (Hoilandi)..................5-1 (5-3)
Sparta Prag (Tékkóslóvakíu) - Widzew Lodz (Póllandi)..........3-0 (3-1 j
Hadjuk Split (Júgóslavíu)- Honved (Ungverjalandi).............3-0 (5-3j
Werder Bremen (V.Þýskalandi) - Lokom. Leipzig (A.Þýskal.).....1-1 (1-2)
Inter Bratislava (Tékkósl.)- Radnicki Nis(Júgóslavíu).........3-2 (3-6)
Englendingarog Skotar voru í
miklum ham í síðari leikjum 2.
umferðar Evrópumótanna i
knattspyrnu sem háðir voru í
gærkvöldi. Ensku liðin Liverpo-
ol, Tottenham og Watford unnu
öll frækilega sigra á útivöllum,
Manchester United og Notting-
ham Forest sigruðu sannfær-
andi á heimavelli en Aston Villa,
sem komst yfir 1 -0 gegn Spartak
Moskva með marki Peter Withe,
fékk á sig tvö mörk í síðari hálf-
leik og féll út úr UEFA-bikarnum.
Skosku liðin Celtic, Aberdeen
og Dundee United unnu öll
glæsta sigra og var því fagnað
innilega víðs vegar um Bretland
í gærkvöldi.
Ian Rush tryggði Liverpool sigur
í Bilbao á Spáni, 1-0, en fyrri leik
liðanna í Evrópukeppni meistara-
liða í Liverpool hafði lyktað með
markalausu jafntefli. Mark Rush
kom um miðjan síðari hálfleik.
Ian Rush skoraði sigurmark Li-
verpool í Bilbao í gærkvöldi.
Aftur Ian Richardson!