Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 1
DWÐVIUINN Efnahagsundrið í Brasilíu hefur breyst í martröð og landið er nú á barmi gjaldþrota. Sjá6 nóvember 1983 fimmtudagur 263 tölublað 48. árgangur Hægt að selja 6 miljón dósir af lifur nú þegar: Útflutningsverðmætíð værí um 120 miljónir Japanir og Bandaríkjamenn eru farnir að biðja um íslenska þorsklifur segir Heimir Hannesson hjá Sölustofnun lagmetis Frétt Þjóðviljans um að Rússar og Tékkar hafi viljað kaupa 6 miljónir dósa af niðuriagðri þorskalifur á þessu ári sem höfð var eftir Þóri Ólafssyni hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja hefur að vonum vakið mikla athygli. Ekki síst fyrir þá sök að við getum aðeins framleitt um 800 þúsund dósir sökum hráefnisskorts, þar sem allri lifur úr afla togaranna er hent í sjóinn. Ég skal ekki segja hvað hægt væri að selja mikið magn, en hitt fullyrði ég að við gætum selt þorsk og ufsalifur til fleiri landa en Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna. Bæði Japanir og Bandaríkjamenn hafa haft samband við okkur og beðið um lifur, en því miður höfum við orðið að neita þeim, við eigum ekkert til, sagði Heimir Hannesson framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis í samtali við Þjóðviljann í gær. En hvert er þá verðmæti þessara 6 miljóna dósa af lifur sem Rússar og Tékkar vilja kaupa af okkur? Að sögn Heimis Hannessonar er verð á kassa með 50 dósum í, sem hver er 115 grömm - um eitt þús- und krónur, það er nærri því að vera meðalverð. Þetta þýðir að fyrir eina miljón dósa fást um 20 miljónir króna eða 120 miljónir króna fyrir 6 miljónir dósa. Og að fyrir þær 800 þúsund dósir sem nú eru framleiddar í landinu fást 16 miljónir króna. Til að framleiða eina miljón dósa þarf 115 tonn af lifur eða nær 700 tonn til að framleiða 6 miljón dósir. Þetta magn er aðeins brot af því sem hent er í hafið af lifur. Það er talið að lifrin sé á milli 5% og 8% af aflamagni. 3ásá2u Ef verðlag í Miklagarði reynist eins hagstætt og haldið hefur verið fram geta neytendur á Reykjavíkursvæð inu búist við lækkuðu vöruverði í stórmörkuðum almennt, a.m.k. fysta kastið. Ljósm. - eik. Verðstríð að hefjast Allt útlit er fyrir að neytend- ur í Reykjavík eigi eftir að njóta góðs af tilkomu Miklag- arðs, a.m.k. fyrsta kastið. Kaupmenn í öðrum stór- mörkuðum hyggjast hver og einn bjóða lægsta vöruverð og gera sínum viðskiptavinum best, hvað sem það kostar. Það veldur þó áhyggjum þeirra að Mikligarður er aðili að samkaupum norrænu kaupfélaganna, og því gæti reynst örðugt að undirbjóða hann til lengdar. Verðir hafa verið við allar dyr í Miklagarði dagana fyrir opnun og starfsmenn merktir með sér- stökum inngöngupassa til að úti- loka „njósnir". HjáHagkaupum, Vörumarkaðinum og reyndar Miklagarðsmönnum líka eru gerðir út menn til að fylgjast með sértilboðum hjá samkeppnisaðil- um. Allt hefur þetta farið fram með hægðinni undanfarið en með tilkomu Miklagarðs þegar aðal- verslunartími ársins fer í hönd hefur harka færst í leikinn. „Það er ekki tímabært að tala um viðbrögð við Miklagarði fyrr en ljóst er hvað þeir bjóða og hvaða áhrif það hefur á söluna hjá öðrum“, sagði kaupmaður í gær. „Hins vegar hljótum við að verjast því að salan fari öll frá okkur og það verður ekki gert nema með lækkuðu verði.“_ M MarKa . %S3g Mlklaðar® mx ■u Þá váknar sú spuming hvers vegna allri lifur er hent. í fyrsta lagi væri ekki hægt að hirða lifur nema 3-4 síðustu veiðidagana hjá togur- unum, sökum þess hve erfitt er að geyma lifur. Hversvegna er það þá ekki gert? Skýringin er eflaust sú, að verðið sem sjómenn fá fyrir lifur er hlægilega lágt. Þeir fá aðeins 2300 kr. fyrir tonnið og er þá miðað við að lifur fari í bræðslu. Fyrir þau 115 tonn sem fara í eina miljón dósa og gefa 20 miljónir í útflutn- ingsverðmæti fengju þeir aðeins 260 þúsund krónur. _ S.dór Landsfundurinn Tillaga um endur- skoðun stefnu- skrár segir Svavar Gestsson i „MáJcfnaundirbúningur Al- þýðubandalagsins fyrir þennan landsfund hefur verið meiri og betri en oftast áður“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins í gær, en í kvöld kl. 19 verð- ur landsfundur þess settur í Aust- urbæjarbíói með opinni samkomu. „Undirbúningur hefur staðið frá því í sumar, tveir miðstjórnarfund- ir hafa verið haldnir til að ræða landsfundarmál, frumvarp til laga- breytinga og gögn í efnahags- og atvinnumálum voru send út fyrir nokkru, og í félögunum hefur farið fram vinna í starfshópum. Þar hafa verið undirbúin stefnumótandi plögg í jafnréttismálum, utanríkis- : málum, efnahagsmálum, mennta- málum og félagsmálum." Meginverkefni landsfundarins verð- ; ur að sjálfsögðu að fjalla um baráttuna ! gegn ríkisstjórninni, afgreiða þau mál j sem undirbúin hafa verið, móta kröfur í ! efnahags- og atvinnumálum, taka af- stöðu til skipulagsbreytinga á banda- laginu og ákveða hvernig unnið verður að endurskoðun á stefnuskrá Alþýðu- bandalags fram að næsta landsfundi,“ sagði Svavar Gestsson í gær. - ekh Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.