Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 17. nóvember 1983
Viðtal við
Ingunni
Jensdóttur:
Ingunn Jensdóttir: Það er viss
nauðsyn að fara út á landsbyggð-
ina.
Gosi, Kisa og Refur á Hornafirði.
Ef ég ætti son, ungan glaðan
son...
Barnaleiknún eru eifiðari
Leikfélag Hornafjarðarfrum-
sýndi nýlega barnaleikritið
Gosa við ágætar undirtektir.
Leikfélagið er mjög virkt og
hefur haft mörg viðamikil
verkefni á leikskrá sinni og er
skemmst að minnast Skáld-
Rósu, sem þeir Hornfirðingar
fóru með til Noregs í sumar
sem leið á norræna leiklistar-
hátíð.
Ingunn Jensdóttir leikkona
hefur veriö driffjöður þessa starfs
á Hornafirði eftir að hún fluttist
austur. Hún lék Skáld-Rósu í
samnefndu leikriti og er leikur
hennar þar undirrituðum í fersku
minni, vandaður og áhrifamikill.
Nú hefur hún leikstýrt Gosa og
í tilefni þess og hins gróskumikla
starfs austur þar tók ég hana tali.
- Fyrst af öllu Ingunn. Hvað
hefurðu leikstýrt mörgum verkum
á Homafirði og hver era helstu
viðfangsefni þín annars staðar?
Ég hefi sett upp 6 leikrit á Höfn
og eitt í Nesjum. Aðrir staðir þar
sem ég hefi sett upp verk eru í
Búðardal, Grenivík, Reyðarfirði
og í Reykjadal.
Minnisstæðast er mér Kertalog
Jökuls Jakobssonar, sem var
fyrsta verkefnið á Höfn.
Ég hafði raunar áður sett upp
Kertalog í Reykjadal, þá óhörðn-
uð í þessari list að leikstýra. Það
var erfið frumraun, en góð og
gagnleg reynsla.
Á Höfn kom Jökull sjálfur
austur og ekkert var ánægjulegra
en það. - Jökull var mjög hrifinn
og ekki annað að finna en hann
væri mjög ánægður með
uppfærsluna. Kertalog hafði þá
ekki verið áður sett upp af áhug-
afélögum nema í Reykjadalnum
auðvitað. Það sem ég held að hafi
glatt Jökul mest var að sjá áhuga-
leikara ráða svo vel við þetta erf-
iða og margslungna viðfangsefni.
Metaðsókn á Höfn átti hins
vegar leikritið Landkrabbar eftir
Hilmar J. Hauksson. Leikritið
fjallar um fisk og frystihúsavinnu
og fólkinu fannst það þekkja
sjálft sig og aðstæður sínar þar.
Nú vonandi slær Gosi þetta
fyrra met.
Aö leika fyrir börn
- Ekki er það nú algengt að sett
séu upp barnaleikrit úti á landi.
Hvernig lítur þú á þetta í Ijósi
fenginnar reynslu?
Þetta er fyrsta barnaleikritið
sem ég set upp, en þetta er þriðja
barnaleikritið á Höfn. Hin vora
Kardimommubærinn og
Rauðhetta. Ég hygg að óvíða hafi
verið betur gert.
Ég held óhætt sé að segja að
barnaleikritin séu erfiðari við-
fangs. Gosi er býsna erfiður m.a.
vegna mikilla tæknibragða.
Þetta var mikil og hörð sjö
vikna vinna. Þarna leika mörg
börn, - þau eiga erfiðara með að
einbeita sér - skilja ekki allan
þennan tíma sem í þetta fer og
þolinmæðin er oft alveg að þrot-
um komin. Þau verða að sleppa
ýmsu sem þau njóta annars og
það er ekki auðveldara fyrir börn
en fullorðna að þurfa að fórna
flestu á meðan.
Hins vegar eru barnaleikrit
góð til að ala upp áhorfandann.
Ekki er síður gaman að leika fyrir
börn, sem eru ófeimin og opin og
láta álit sitt óhikað í ljós.
Mér þóttu þau hlusta undravel
á frumsýningunni - allt frá
tveggja ára til fermingaraldurs.
Það var aldrei kliður. En leikar-
arnir þurfa enn frekar að einbeita
sér og halda athygli vakandi. Það
tókst og þá er til mikils að vinna.
Þetta er gott leikrit og vekjandi
- gamalt þema, sem gildir ekki
síður í dag. Markmiðið að leiða
Frumflutningur
á nýju verki:
Haustspil hjá
Sinfóníunni
Nýtt íslenskttónverk,
Haustspil eftir Leif Þórarins-
son, veröur frumflutt á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslandsíkvöld.
Þetta er verk fyrir stóra hljóm-
sveit, kannski eitt af þeim sem
kölluð eru sinfónísk póem. Og
samið nú í haust, segir höfundur í
stuttu spjalli. Kannski í ætt við
prógrammúsík? Því ekki það.
Þetta er að sönnu ekki nein póli-
tísk veðurspá eða þessháttar. En
eins og öll músík - lýsing á á-
kveðnum hlutum sem erfitt er að
koma orðum að. Það á allt að
vera í músíkinni sjálfri.
Manuela Wiesler, sem nú er
búsett í Svíþjóð verður gestur
Leifur Þórarinsson
þessara tónleika. Hún flytur erf-
itt og glæsilegt verk eftir Jacques
Ibert, sem skrifað er 1937, flautu-
konsert sem aldrei hefur verið
fluttur hér áður.
Þriðja verkið á dagskrá Sin-
fóníuhljómsveitarinnar að þessu
sinni er Siðskiptasinfónían eftir
Mendelssohn. Hún er sjálfsagt
flutt til heiðurs Lúther karli, sem
á stórafmæli um þessar mundir.
börnin á réttar brautir, vara þau
sér í lagi við að segja ósatt. Ef
þessi boðskapur nær til þeirra
held ég hann sé á við margar sið-
aprédikanir.
Ég vil að það komi hér fram að
leikfélagið bauð höfundi leik-
gerðar, Brynju Benediktsdóttur,
og formanni Bandalags leikfé-
laga, Sigrúnu Valbergsdóttur, á
frumsýningu og þær komu báðar
og það vakti gleði og var sönn
uppörvun.
Þetta hefur verið regla hjá okk-
ur, en að frátöldum Jökli hefur
þetta ekki gerst fyrr en nú. Það
eru mikil vonbrigði margra, ef
höfundar geta ekki komið.
Nú, ég vil líka þakka Sigurði
Rúnari, höfundi tónlistar.aðstoð-
ina.
Noregsferðin
- Segðu mér stuttlega frá Nor-
egsferðinni með Skáld-Rósu.
Sú ferð var áhrifamikið ævin-
týri. Leiklistarhátíðin var haldin
á vegum NAR - norræna áhuga-
leiklistarráðsins. Sýningar voru
frá öllum Norðurlöndum nema
Færeyjum. Sýnt var í Stovner -
úthverfi Ósló - eins konar
Breiðholti þeirra. Leikhúsið, þar
sem við sýndum var í ákaflega
skemmtilegri stórbyggingu, þar
sem öllu ægði saman - verslun-
um, matsölustöðum, læknastof-
um og alls konar þjónustustarf-
semi. Einnig var þarna stór ráð-
stefnusalur sem leikið var í úti á
miðju gólfi.
Ég held við hér heima gætum
haft þetta til nokkurrar eftir-
breytni, þessa samnýtingu. Við
lékum að sjálfsögðu á íslensku -
en við vorum með prentaðan út-
drátt úr hverjum þætti.
Leiksýningin hafði bersýnilega
mikil áhrif á fólkið, það var eins
og undrandi og hrifið í senn - að
svona verk kæmi frá íslandi.
Leiksýningar áhugamanna á
Norðurlöndum eru ekki eins vel
unnar yfirleitt. Áhugafélögin þar
eru t.d. ekki með þjálfaða leik-
stjóra, nema þá í viku eða svo til
að leiðbeina.
Eins og þú veist settti Jón Sig-
urbjörnsson þetta leikrit upp og
vandaði til allra vinnubragða.
Þessa nutum við svo og hins góða
leikhóps, sem ég vil fullyrða að
þarna hafi verið á ferð.
En þrotlausa vinnu kostaði það
að komast þetta og fengum við þó
stuðning víða að sem þakka ber.
Við æfðum leikþætti og sýnd-
um þá hjá ýmsum félagasam-
tökum gegn gjaldi, vel heppnuð
og nýstárleg tískusýning var einn
liðurinn og svo vorum við með
markað - seldum t.d. súkkulaði
og vöfflur.
Meðal þess sem fleytti okkur út
var það að hestamannamót var
haldið eystra og hestamenn fóru í
skrautreið á markaðinn og
hresstu sig á súkkulaðinu okkar
og vöfflunum.
Eitt vil ég taka fram: Bandalag
íslenskra leikfélaga gat ekki
hjálpað okkur - það býr við svo
þröngan kost. Þar verður að
koma upp utanfararsjóði sem hið
opinbera og aðildarfélögin
styrkja. Þú sérð að þetta var 22ja
manna hópur, svo ekki var um
neitt smáfyrirtæki að ræða. - En
ferðin tókst vel og allir voru í sjö-
unda himni.
Á landsbyggðinni
- Nú varst þú á fjölunum hér
syðra áður. Var Skáld-Rósa
fyrsta hlutverkið þitt nú um
langan tíma?
Já, og það var gaman að fá að
spreyta sig á svo margslungnu
hlutverki, en auðvelt var það
ekki.
En samstarfshópurinn og
leikstjórinn hjálpuðu til, jú og
uppfærsla margra ólíkra verka
hafði verið góður skóli.
Má ég leyfa mér að fullyrða, að
hverjum atvinnuleikara sé það
viss nauðsyn að fara út á lands-
byggðina og setja upp leikrit, -
það er í senn þroskandi og krefj-
andi starf: Leysa öll vandamál
stór og smá, byggja að miklu upp
frá grunni, því oft er helmingur
eða meira fólk, sem ekki hefur
stigið fæti á fjalirnar fyrr, - kenna
þarf frumatriði f hreyfingum,
raddbeitingu og tjáningu. En
samhliða erfiðinu fá menn fersk-
an andblæ áhugafólksins, kynn-
ast elju þess og fórnfýsi, þar sem
allt er gert án endurgjalds.
- Svo þú kannt að meta áhuga-
starfið að verðleikum?
Svo sannarlega. Og ég fullyrði
að allir hafa gott af að taka þátt í
svo lifandi og skapandi starfi.
Þama gildir viss agi, sem oft er
nú ekki of mikið af. Þarna læra
menn að bera virðingu fyrir við-
fangsefninu, verða að leggja sig
alla fram. Samheldnin eykst, því
allir verða að gera sér ljóst, að
það er heildarsvipurinn sem
skiptir mestu máli.
Hann Gísli Arason, sem lék
eitt aðalhlutverkið í Gosa, er lif-
andi tákn um það, hversu vel
áhugaleikarinn getur leyst hlut-
ina af hendi. Hann hefur mikla
leikreynslu, en hann gefur líka
ekki hinum hæfustu leikurum
eftir.
Nú, og svona til gamans og
raunar til að sýna þýðingu þessa
starfs get ég sagt þér að báðir að-
alleikararnir í Kertalogi Jökuls - í
Reykjadal og á Höfn - fóru í
leiklistina. Annar er útskrifaður
frá Leiklistarskólanum og hinn er
þar núna. - Og ein leikkonan í
Landkröbbum Hilmars er að
hefja nám núna.
Énn eitt: Aðstaðan og aðbún-
aðurinn eru mjög mismunandi
fyrir leikfélögin. Húsvörðurinn í
Sindrabæ, Haraldur Sigurðsson,
var klappaður upp á svið um dag-
inn fyrir tillitssemina og skilning-
inn. Ég efa að það sé alls staðar
unnt að færa fram slíkar þakkir.
- Örfá lokaorð Ingunn.
Já, ég vil þakka þann skilning
sem fyrirtæki og stofnanir í okkar
sýslu hafa sýnt í verki með
myndarlegum stuðningi við
leikstarfsemina. Ég vil hvetja
áhugaleikfélög til þess að berjast
fyrir lífi .sínu og starfa þó á móti
blási, því ekki er á því vafi að
leiklistarstarf í dreifbýlinu er
mikil félagsleg lyftistöng, þroskar
og kennir fólki að taka tillit til
annarra. -HS
Borgnrsk blanda
Borgfirsk blanda er komin út í
sjöundasinn. Að þessu sinni
geymir Blanda þeirra borg-
firðingá 30 þætti en höfundar
og skrásetjarar eru 17. Sumt
af efni bókarinnarhefuráður
birst í blöðum og tímaritum en
mest af því kemur nú fyrir
augu lesenda í fyrsta sinn.
Þessum 30 þáttum er skipt í sjö
flokka eftir því hvert er efni
þeirra. Þar af eru þjóðlífsþættir
flestir og fyrirferðarmestir eða
13. Þvínæst koma persónuþættir,
6 að tölu. Sagnaþættir eru 4.
Draumar og dulsagnaþættir 3.
Tvær slysfarasögur og tveir þættir
um gamanmál. Hér er því á ýmsu
gripið en allt er efni bókarinnar
að sjálfsögðu tengt Borgarfjarð-
arhéraði og á rætur sínar þar.
Hér skulu, að handahófi þó,
nefndir nokkrir þættir bókarinn-
ar: Síðasti fátækraflutningur á
Akranesi. Horfnir atvinnuhættir.
Rætt við Gunnar á Steinsstöðum.
Hverahitun húsa í Borgarfirði.
Matreiðslunámskeið í Deildar-
tungu 1910. Á sjó fyrir 60 árum.
Útiskemmtun á Lambastöðum
1907. Jól í Borgarnesi. Að láta
ekki baslið smækka sig. Þorbjörn
á Draghálsi. Af Eyjólfi á Fiski-
læk. Ljósið á heiðinni. Skips-
Sögur af Ólafi á Smiðjuhóli.
Guðmundur galdramaður. Um
revíur á Akranesi og skopsögur
úr Borgarfirði. - Aftast í bókinni
er nafnaskrá.
Bragi Þórðarson hefur safnað
efni í Blönduna.
Borgfirsk blanda skiþar enn
sem fyrr með prýði sinn sess með-
al þeirra bóka, sem geyma marg-
háttaðan þjóðlegan fróðleik, en
hann hefur löngum verið kær-
komið lesefni mörgum fslend-
ingi. - mhg