Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 17. nóvember 1983 DIOWIUINN Málgagn sósíalisma, ’verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Eramkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. ^itstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Úmsjónarmaður Sunnudagsblaös; Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Pröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías'Mar. Auglvsinqar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssen. _ Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Jóhannes Harðarson. Simavarslæ-Sigríður Krístjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Olöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. .Pökkup: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóftir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavík, sjmi 81333. Umbrot og setning: Prant. Prentun: Blaðaprent h.f.i Landsfundur Alþýðu- bandalagsins. í kvöld hefst landsfundur Alþýðubandalagsins með opinni setningarathöfn í Austurbæjarbíói. Landsfundar Alþýðubanda- lagsins bíða mikil verkefni, þar verða lagðar línur um stefnu flokksins í stjómarandstöðu, skipulagsmál og kosin miðstjóm og stjóm flokksins. Alþýðubandalagið er 15 ára um þessar mundir. Það hefur á starfstíma sínum verið nær jafnlengi í stjóm og stjómarandstöðu. Alþýðubandalagið býr því að mikilli reynslu og hefur á að skipa starfhæfri forystu. Bandalagið kom út úr nær fímm ára samfelldri stjómarsetu síðastliðið vor nokkuð veðrað, en óbrotið og reiðubúið að taka upp harða stjómarandstöðu. Kalli þess um einingu allra íslenskra vinstri manna um íslenska leið út úr efnahagsvandamálum þjóð- arinnar var ekki svarað í síðustu kosningum. Atkvæði vinstri- manna sundruðust og linnulaus áróður hægri blaðanna glapti margan launamanninn til fylgis við íhaldið. Afleiðingin varð sú að skilyrði vom sköpuð fyrir hatrömmustu hægri stjóm sem hér hefur setið í áratugi. Alþýðubandalagið er höfuðandstæðingur núverandi ríkis- stjómar, og vel má sannfærast um það í áróðri málsvara Sjálfstæð- isflokksins sem nú vilja kenna bandalaginu um alJt sem aflaga hefur farið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með því að víkja Al- þýðubandalaginu frá stjómvelinum er nú ráðrúm til þess að sögn stjómarsinna að koma fram auknum hemaðarframkvæmdum, sölsa atvinnufyrirtæld landsmanna í aulcnum mæli undir stórkapí- talið og Sambandið, og koma verkalýðshreyfíngunni á kné með hótunum um atvinnuleysi. Stjómarseta Alþýðubandalagsins á sl. fimm ámm var enginn dans á rósum og við erfíð verkefni að glíma. En þá vom hin mannlegu sjónarmið í fyrirrúmi fyrir tilstilli þess. Hins vegar var og er Alþýðubandalagið reiðubúið að stuðla að róttækum upp- skurði á íslensku efnahagslífí með þeim sldlyrðum að jafriari tekjuskipting, félagsleg réttindamál og aðhald að milliliðum sé leiðarljós slíkra aðgerða. Á þessum kröfum strandaði allt of oft í samstarfi við aðra flokka. En þegar Alþýðubandalagsins nýtur ekld lengur við í ríkisstjóm hefur öryggisnetinu verið ldppt undan almennu verkafólki í landinu. Það hefur stundum verið sagtaðAlþýðubandalagiðséfyrst og fremst stjómarandstöðuflokkur, samsafn óánægjuafla í þjóðfé- laginu. Stjómarþátttakan hefur afsannað þá kenningu. Hinu er eldd að leyna að Alþýðubandalagsmenn kunna að vera í stjómar- andstöðu og rækja vel skyldur sínar sem gagnrýnendur stjómar- farsins. Pannig á það að vera í lýðræðisþjóðfélagi, og stendur núverandi stjómarflokkum ekki ógn af neinu stjómmálaafli nema Aiþýðubandalaginu og vaxandi fylgi þess. Mikilvægasta verkefni Alþýðubandalagsins er að skapa sam- stöðu meðal vinstri manna, sósíalista og verkalýðssinna um sam- fylkingu gegn núverandi ríkisstjóm. Til þess þarf bandalagið að móta ábyrga efnahags- og kjaramálastefriu, veita mönnum fram- tíðarsýn í þjóðmálum, og virkja enn fleiri til baráttu í þjóðfrelsis- og friðarmálum. Alþýðubandalagið hefur teldð mið af gagmýni á starfsemi stjómmálafloldca og hyggur á endurskoðun stdhuskrár sinnar. Það er góðs viti og til merkis um að bandalagiðhyggst eldd staðna í viðjum vanans. Myndun Æskulýðsfylldngar Alþýðu- bandalagsins er einnig ánægjulegur vottur um lífskraft bandalags- ins. Framtíð án fjötra er yfírskrift Landsfundar Alpýðubandalags- ins 1983. Hún vísar til þeirrar nauðsynjar að almenningur í landinu brjóti af sér þá fjötra sem vaxandi arðrán, aukið hemám, svipting mannréttinda og stjóm í þágu hinna fáu og sterku hefur lagt hann í. f*á fjötra sem alþýðan hefur verið að brjóta af sér á liðnum áratugum mun hún elcki láta leggja á sig að nýju, heldur krefjast þess að fá að byggja réttlátt þjóðfélag. klippt Hið mikla vald Þjóðviljans Eins og vænta mátti fer Björn Bjarnason af stað í Morgunblað- inu ærið gustmikill út af sjón- varpsfrétt um tillögugerð í Bandaríkjunum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að settar séu upp eldflaugar á íslandi. Björn er ekki lengi að bregða sér í sam- særishaminn og lætur óspart að því liggja, að frétt, sem birtist í bresku stórblaði eins og Sunday Times, sé í raun og veru pöntuð af Þjóðviljanum til að hressa upp á landsfund Alþýðubandalags- ins. Eða eins og Björn hinn sam- særisfróði segir; „Það er ekki einleikið, hve Al- þýðubandalagsmenn og Þjóðvilj- inn bregðast sk-jótt við eftir að fréttamenn Ríkisútvarpsins segja furðusögur af málum sem snerta sjálfstæði, öryggi og varnir fs- lands“. Með öðrum orðum: á máli Björns Bjarnasonar eru það „furðusögur" þegar frá því er skýrt í ríkisfjölmiðlum, að banda- rískir aðilar hafi kannað þann kost að setja upp stýrisflaugar á fslandi. Og ósvífni hans í mál- flutningi er svo mikil, að engu er líkara en að við Þjóðviljamenn séum farnir að fjarstýra ekki bara ríkisfjölmiðlunum heldur og breskum stórblöðum - sem telja málið það athyglisvert og laust við að vera „furöusaga" að þeir spandéra á það fjórdálka grein. Iss, bara smá- flaugar Björn Bjarnason miklar það mjög fyrir sér í Morgunblaðinu í gær, að þingmenn og fréttamenn hafi misskilið skýrsluna banda- rísku - þar sé ekki um að ræða þær stýrisflaugar sem á að fara að setja, upp í Vestur-Evrópu nú, heldur aðrar minni og skammdrægari. Björn segir: „Stýriflaugarnar með kjarna- oddana draga um 2500 km en þær sem nota ætti til að granda skipum frá stöðvum í landi myndu draga tæplega 500 km“. Með öðrum orðum: þetta eru bara smáflaugar. Draga eina skitna 500 kílómetral Og út af hverju eru menn þá að æsa sig? Sálrœnn undir- búningur Þessi hlið á málflutningi heims- myndarstjóra Morgunblaðsins minnir reyndar á eitt það atriði í bandarísku skýrslunni sem at- hyglisverðast var. En það lýtur að því, að það þurfi _ langan og lymskulegan sálfræðilegan hern- að til að sætta hinar ýmsu þjóðir við tilhugsunina um að nýjum vopnakerfum verði komið fyrir í landi þeirra. En í skýrslunni segir einmitt á þá leið, að það geti ver- ið sniðugt að byrja á að leggja á það áherslu í löndum þar sem andúð á kjarnorkuvopnum er sterk, að hér séu „bara“ kjarn- orkuvopnalausar eldflaugar að ræða, því það gæti orðið til að „auðvelda það að fá þessi ríki til að taka við eldflaugum sem bera kjarnorkuvopn einhverntíma í framtíðinni“. Svar- dagar Einhverntíma í framtíðinni - það er einmitt lóðið. Bandaríski sendiherrann sver og sárt við leggur að ekkert sé að marka slík- ar skýrslur og Björn telur sig vita enn betur, því hann tekur að sér að tala fyrir hönd bandaríska hersins eins og hann leggur sig. (Björn talar um stýriflaugar „sem enginn í bandaríska hernum virð- ist hafa sérstakan áhuga á að smíða“!) Það er eins og Björn og sendiherrann haldi að þeir séu að tala við fífl, við þjóð sem hefur aldrei heyrt göfuga svardaga til dæmis um það, að hér skuli aldrei vera herstöðvar á friðartímum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, lætur ekki blekkjast af slíkum fagurgala og segir á þessa leið í leiðara í Tímanum í gær sem ber yfirskriftina „Orð eru til alls fyrst“.: Þá er ekki gefist upp „Það hefur verið reynt að gera lítið úr þessari hugmynd (þ.e. að setja hér upp eldflaugakerfi) með þeim rökum, að hér sé aðeins brugðið upp einum valkosti af mörgum, sem til greina komi í þessu sambandi. Flestum slíkum hugmyndum sé fleygt í blaða- körfuna. Þetta er rétt, en hitt einnig, að oft er ein hugmyndin valin úr og hafizt handa um fram- kvæmd hennar. Ef um er að ræða framkvæmd í öðru landi, eru hafnar umleitanir við viðkomandi ríki um að leyfa hana og umleitununum haldið áfram með ýmsu móti, unz leyfi er fengið. Hér er ekki gefizt upp við fyrstu tilraun. Það getur vel gerzt, að um- ræddri hugmynd verði fleygt í ruslakörfuna, og vonandi er það líklegast. Hitt getur þó einnig gerzt, að hún þyki álitleg og reynt verði að gera hana að veruleika. Þá er ekki gefizt upp, þótt allir flokkar gefi hátíðlega yfirlýsingu í 'i eitt skipti eða þótt lög yrðu sett, sem gætu dregið úr vökunni, því að menn héldu að nóg væri að treysta á þau, og málið væri þannig úr sögunni. Hér þarf vakandi þjóðarvilja, sem alltaf er á verði. Það er ekki aðeins verkefni stjónmálaflokk- anna, heldur óflokksbundinna hreyfinga. Hættan getur verið fyrir hendi. Því má ekki gleyma varð- andi umrædda skýrlsu, að orð eru til alls fyrst“. Þetta er vitanlega hárrétt hjá Þórarni. Hættan er fyrir hendi. Og hann veit líka ofurvel, að þeg- ar bandaríska hernaðarvélin hef- ur bitið eitthvað í sig, þá spyr hún hvorki Geir Hallgrímsson né Björn Bjarnason hvað þeim gott þyki - „þá er ekki gefist upp“. Og fyrri reynsla sýnir, að það líður ekki á löngu þar til sannir Nató- vinir eins og þeir hafa sannfærst um „nauðsyn“ þess að taka að sér eldflaugar. Eins og ritstjóri DV er reyndar byrjaður á að gera í leiðara sínum í gær þar sem látið er að því liggja að heldur litlir karlar séu Islendingar að vilja ekki eldflaugar eins og hinir bræðurnir í Nató sem gretta sig að vísu, en kyngja hinum beiska eldflaugabita samt. og skorið -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.