Þjóðviljinn - 17.11.1983, Blaðsíða 2
'2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. nóvember 1983
PCJERSIU)
EFTIR
FLÓÐIÐ
MALOCíMKNNINt;
Fræg skáldsaga
á íslensku:__________
Eftir
syndaflóðið
Út er komið hjá MÁLI OG
MENNINGU skáldsagan Eftir
flóðið eftir sænska lækninn og rit-
höfundinn P.C. Jersild. Njörður
P. Njarðvík þýddi bókina. Áður
hefur komið út á íslensku eftir
þennan höfund sagan Barna-
eyjan.
Eftir flóðið er áhrifamikil og
óvenjuleg skáldsaga. Þetta er
framtíðarsaga en gerist þó „þegar
framtíðin er liðin hjá“, og sögu-
hetja hennar er ungur maður sem
fæddist í gereyðingastyrjöldinni
þrjátíu árum áður en sagan hefst.
Hann rekur atvik úr lífi sínu og
fólksins sem hann hittir á flakki
sínu, fólks sem ef til vill er eitt
eftir í veröldinni. Sögusviðið er
nöturlegt og framvinda verksins,
en þó kemst söguhetjan til þroska
við þessar óhugnanlegu aðstæður
og verða manneskja í ómann-
eskjulegum heimi þegar hann
kynnist ástinni.
Þetta er án efa ein brýnasta
skáldsaga síðari ára í okkar
heimshluta, enda sló hún öll sölu-
met í heimalandi höfundar þegar
hún kom þar út í fyrra.
Vikan 45
ára í dag
Eina vikurit sinnar tegundar á
íslandi, Vikan, er 45 ára í dag. í
blaðinu sem kemur út í dag er
kynnt vegleg afmælisgetraun og
er haldið upp á áfangann með
þeim hætti. Verðmæti vinninga
er vfir 600 þúsund krónur.
I frétt frá Vikunni segir að
tímaritið hafi lengst af verið í far-
arbroddi í hópi fjölskyldublaða
þau 45 ár sem liðin eru frá þvf
fyrasta tölublaðið sá dagsins ljós.
Megi rekja velgengnina til þess
að blaðið hafi rækt vel sambandið
við lesendur. Þá hafi verið boðið
upp á fjölbreytt efni við allra
hæfi.
Fyrsti ritstjóri Vikunnar var
Sigurður Benediktsson en núver-
andi ritstjóri er Sigurður Hreiðar
Hreiðarsson. Þjóðviljinn óskar
Vikunni til hamingju með afmæl-
ið. - v.
Ærkjöt til
Þýskalands
Búvörudeild SIS hefur nú selt
350 tonn af ærkjöti til Þýska-
lands. Fór það út með Jökulfell-
inu hinn 8. nóv. sl. Þetta kjöt fer á
fríhafnarmarkað í Þýskalandi og
er þvf ekki til sölu í landinu sjálfu
heldur verður eingöngu selt í
skip.
Kaupandi þessa kjöts er fyrir-
tæki í Hamborg, sem um árabil
hefur keypt kjöt af deildinni. Að
þessu sinni kaupir það nokkru
meira en venjulega.
- mhg
Fiskveiðasj óður;
Uppboðunum frestað
Enn er verið að leita leiða til bjargar skuldugu skipunum
Þótt við höfum sagt í bréfum
til útgerðarmanna að uppboð
færu fram í þessum mánuði á
þeim skipum sem mest skulda
Fiskveiðasjóði, þá lít ég svo á að
það hafi ekki verið svo skilyrt,
að ekki verði frá hvikað. Það
má því segja að uppboðunum
hafi verið frestað, því að við
erum enn að leita leiða til
lausnar vandanum í samvmnu
við útgerðarmenn. Þetta sagði
Már Elísson framkvæmdastjóri
Fiskveiðasjóðs í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Hann sagði að Fiskveiðasjóður
væri nú að ræða við útgerðarmenn
og fá þá til að leggja einhver plön
um hvernig þeir geti hugsanlega
greitt skuldir sínar. Við höfum gef-
ið þeim öllum frest til að skila
gögnum þar að lútandi og jafn-
framt að ræða við okkur. Þeir eru
ekki allir búnir að þessu sem eðli-
legt er, þar sem margir þeirra eru
skipstjórar jafnframt og eru enn á
sjó.
Aðspurður hvort einhverjar
ákveðnar tillögur hefðu komið frá
sjávarútvegsráðherra sagði Már
svo ekki vera, en hann hefði óskað
eftir nýjum útreikningum á ýmsum
dæmum og væri nú unnið að því.
Samkvæmt þessu er ljóst að þau
uppboð á skuldugustu skipunum
sem boðuð voru nú í nóvembei
munu ekki fara fram að sinni.
- S.dór.
Olympíunefnd fatlaðra:
„Góð framlög
hafa borist”
„Við erum mjög ánægð meðjþær
undirtektir sem við höfum þegar
fengið. Við höfum leitað til margra
aðila og falast eftir stuðningi, hjá
Lions- og Kiwanisklúbbum,
sveitarfélögum, einstaklingum,
fyrirtækjum og sparisjóðum, og
góð framlög eru þegar farin að ber-
ast“, sagði Arnór Pétursson, for-
maður Olympíunefndar fatlaðra í
gær.
Olympíuleikar fatlaðra íþrótta-
manna verða haldnir í New York
og Illinois í Bandaríkjunum síðari
hluta júnímánaðar á næsta ári.
Þangað er stefnan að senda 15-20
íslenska íþróttamenn sem þurfa að
hafa náð lágmörkum þeim sem al-
þjóða ólympíunefnd fatlaðra setur.
Þegar hafa verið útnefndir 23
íþróttamenn og verður valið úr
þeim hópi fyrir 1. apríl nk.
Leikarnir verða haldnir í sjö-
unda skipti á næsta ári, fóru fyrst
fram í Róm árið 1960, og hafa
ávallt verið haldnir í sama landi og
hinir hefðbundnu Ólympíuleikar,
með tveimur undantekningum þó.
íslensku keppendurnir taka þátt í
frjálsum íþróttum, sundi, borð-
tennis og lyftingum. Ef vel tekst til í
fjáröfluninni, er ráðgert að koma
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra,
Ólympíunefndin og þrír líklegra keppenda á leikunum í Bandaríkj
unum. - Mynd: Magnús.
upp æfingabúðum hér heima fyrir verður vart undir 30 þúsundum
keppendur áður en farið verður. króna á hvern þátttakanda, miðað
Kostnaðurinn er hins vegar mikill, núgildandi verðlag. - VS
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1983
DJQÐVIIIINN
VINNINGAR; VERÐGILDI KR;
1. Bifrcið Datsun Micra 245.000.-
2. Vörur frá Sjónvarpsbúðinni að eigin vali 20.000,-
3. Vörur frá Sjónvarpsbúðinni að eigin vali 20.000.-
VERÐMÆTI VINNINGA ALLS: 285.000,-
MIÐAVERÐ 100 KRÓNUR
Upplýsingar í
síma 81333.
1 Dregið verður
1. desember 1983.
JSTr. 22201
Vinninga óskast vitjað í síðasta lagi 1. júní 1984. Upplag 28.000.
Góðir vínningar og ódýrt miðaverð í happdrætti Þjóðviljans.
Happdrætti
Þjóðviljans 1983
Geríð skil
sem fyrst
Síðustu daga hafa áskrifendur og
velunnarar Þjóðviljans fengið
senda heim árvissa sendingu sem er
miðar í happdrætti Þjoðviljans.
Eru áskrifendur hvattir til að
bregðast skjótt við og gera skil á
heimsendum happdrættismiðum til
umboðsmanna eða á afgreiðslu
Þjóðviljans að Síðumúla 6.
Að vanda eru stórglæsilegir
vinningarí boði. Aðalvinningurinn
að þessu sinni er bifreið að gerðinni
Datsun Micra verðlögð á hálft
þriðja hundrað þúsund krónur. Þá
eru einnig tveir vinningar að upp-
hæð 20 þúsund kr. hvor í formi
vöruúttektar hjá Sjónvarpsbúð-
inni.
Verð hvers miða er mjög stillt í
hóf, enda ekki komist hjá að taka
tillit til þeirrar stórfelldu kjararýrn-
unar sem núverandi ríkisstjórn hef-
ur leitt yfir launþega þessa lands.
Kostar hver miði aðeins 100 kr. en
kostaði í fyrra 75 kr.
Nú verða allir að leggjast á eitt
að efla og styrkj a eina dagblað
stjórnarandstöðunnar, Þjóðvilj-
ann, það gera menn ekki síst með
því að tryggja sér miða í happdrætti
Þjóðviljans.
Gerið skil sem fyrst á heimsend-
um miðum, því dregið verður 1.
des. nk.
Bátur sökk _
Tuttugu tonna bátur Árni Ben frá Ólafsvfk
sökk út af Krossavík undan Hellissandi í gær.
Fjórir menn voru á bátnum og björguðust
þeir giftusamlega.
Stúdentar fordæma
innrásina í Grenada
Stúdentaráð Háskóla íslands samþykkti
ályktun vegna innrásarinnar í Grenada á
fundi 4. nóvember sl. f ályktuninni er íhlut-
un Bandaríkjanna og ríkja í Karíbahafi
hörmuð, bent á að hér sé um að ræða
fullvalda rtki og að fordæma beri óeðlileg
afskipti erlendra þjóða af þeirra málefnum.
Jafnframt er hvatt til að erlendar hersveitir
verði dregnar sem fyrst til baka og efnt til
kosninga þar sem Grenadabúar velja um sína
framtíð.
Nýr bæklingur
Búvörudeild SfS hefur nýlega gefið út tvo
bæklinga þar sem saman er þjappað upplýs-
ingum um fóðrun kúa með kjarnfóðri. Annar
þeirra fjallar um þær blöndur, sem fram-
ieiddar eru í fóðurbiöndunarstöð deildarinn-
ar við sundahöfn eða blandaðar ytra eftir
fyrirsögn deiidarinnar. f hinum eru upplýs-
ingar um svonefndar SLR blöndur en þær eru
sænskar.
Sveinafélag
húsasmiða 50 ára
Nú er háif öld liðin síðan Sveinafélag hús-
gagnasmiða var stofnað. Segir í frétt frá fé-
iaginu að félagið hafí alla tíð barist fyrir hags-
munum félaga sinAa og hafi á ýmsu gengið
þar og ekki allt sem skyldi. Meðai annars hafi
innganga íslands í EFTA lagt stóran hluta
íslensks húsgagnaiðnaðar í rúst. Því leggi
Sveinafélagið áherslu á eflingu innlends hús-
gagnaiðnaðar og hvetur-félagið alla lands-
menn til að styrkja það (þeirri viðleitni. Þurfi
sérstaklega að hafa vakandi auga fyrir „fjár-
austri opinberra aðiia í erlendan iðnvarn-
ing“.
Fyrstu 9 mánuði þessa árs var heildarvelta
Innflutningsdeíldar SÍS 927 milj. kr., 76%
aukning frá sama tímabíli í fyrra.
Af undirdeildum Innflutningsdeildar er
Birgðastöð með mesta aukningu, 110%. Þá
kemur Fóðurvörudeild með 91% aukningu í
krónum en 18% aukningu í magni. Aukning
á sölu byggingavara var talsvert minni en á
öðrum sviðum eða aðeins 47%.fyrstu 9 mán-
uði ársins miðað við sama tíma í fýrra.
Öldungar mótmæla
Fundur Öldungs, félags nemenda í öld-
qngadeild Menntaskólans í Hamrahlíð, sem
haldinn var 11. nóvember ásamt fulltrúum
frá Fiensborg, Sauðárkróki, Akranesi og Sel-
fossi, mótmælir harðlega öllum áformum
menntamálaráðuneytisins unt niðurskurð til
öidungadeilda. Benda þeir á að nú þegar
greiði neméndur hiuta af launum kennara og,
að kennsla er helmingi minni í dag við öld-
ungadeildirnar en dagskólana.
Stuttar fréttir __________________
Aukin velta hjá SÍS